Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 47

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 47 MINNINGAR ✝ Rúnar Jón Ólafs-son fæddist í Smiðshúsum í Hvals- neshreppi 26. janúar 1937. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Vilhjálmsson, f. 20. febrúar 1897, d. 14. júní 1966, og Þuríður Jónsdóttir, f. 16. júlí 1900, d. 3. desember 1994. Systkini Rúnars eru Ásdís Ólafs- dóttir, f. 1936, Vilhjálmur Ólafsson, f. 1939, og Gottskálk Ólafsson, f. 1942. Rúnar Jón ólst upp í Smiðs- húsum til sex ára aldurs er hann flutti á Suðurgötu 10 í Sandgerði þar sem foreldrar hans byggðu hús. Hinn 2. apríl 1961 kvæntist Rún- 1987, og B) Grétar Örn, f. 1992. 3) Hjördís Úlla Rúnarsdóttir, f. 1968, gift Einari Birgissyni, f. 1968. Börn þeirra eru: A) Rúnar Jón, f. 1994, og B) Þórdís Birgitta, f. 1998. 4) Hel- ena Rúnarsdóttir, f. 1973, gift Kjartani Andréssyni, f. 1970. Börn þeirra eru: A) Alexander, f. 1990, B) Lísa Rún, f. 1994, og C) Kjartan Sig- urjón, f. 2003. Rúnar Jón lauk barna- og gagn- fræðaskóla í Sandgerði. Hann fór til Kanada sem unglingur og dvaldi hjá séra Eiríki Brynjólfssyni í um eitt ár. Eftir það starfaði hann í Keflavík, m.a. á Keflavíkurflugvelli og Kaupfélagi Keflavíkur. Eftir að Rúnar Jón gifti sig fór hann til Belgíu og lærði þar smjörlíkisgerð. Hann vann eftir það í sultu- og efna- gerð bakara í um tvö ár. Rúnar Jón starfaði síðar sem verslunarstjóri í tískufataversluninni Faco í 13 ár og eftir það í um 20 ár í herrafata- verslunum. Hann starfaði síðustu átta árin sem vaktmaður hjá Olís. Útför Rúnars Jóns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Hvalsneskirkjugarði. ar Jón eftirlifandi eigin- konu sinni Margréti Guðmundsdóttur, f. 14. ágúst 1942. Foreldrar hennar eru Guðmundur Þórðarson, f. 6. nóvem- ber 1911, d. 31. mars 1960, og Guðrún Guð- jónsdóttir, f. 4. ágúst 1912. Rúnar Jón og Margrét eignuðust fjög- ur börn og 13 barna- börn og eru þau: 1) Þur- íður Ólöf Rúnarsdóttir, f. 1961, gift Róbert Inga Guðmundssyni, f. 1957. Börn þeirra eru: A) Davíð Jón, f. 1979, B) Andri Páll, f. 1981, C) Auð- ur Ósk, f. 1984, D) Magni Lár, f. 1988, E) Gylfi Þór, f. 1995, F) Ágúst Örn, f. 1995. 2) Guðmundur Rúnar Rúnarsson, f. 1964, kvæntur Kol- brúnu Fjólu Kristensen, f. 1964. Börn þeirra eru: A) Stefán Örn, f. Elsku besti pabbi minn, það er ekki auðvelt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur en þrautagöng- unni í gegnum erfið veikindi er þá allavega lokið. Það var ótrúlegt hvað þú varst duglegur í veikindunum og gerðir henni mömmu auðveldara fyr- ir að geta hugsað sem lengst um þig heima og vil ég nota tækifærið til að senda sérstakar þakkir til hennar. Ég þakka guði fyrir það að ég náði að koma heim til Íslands daginn áður en þú fórst svo að ég gæti kvatt þig al- mennilega þó að það hafi ekki litið út fyrir að það væri svona stutt eftir en þú leist svo vel út alveg fram á síð- asta dag. Þegar ég hugsa til baka koma svo margar minningar upp í hugann, þú kenndir mér svo margt um ævina en ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og þrjósk þegar handavinnu- kennarinn minn skammaðist yfir því þegar ég vafði garninu vitlaust upp á puttann. Þá sagði ég að hann pabbi minn hefði kennt mér þetta svona, og hélt fast í garnið, en myndarskapur- inn í þér er mér eftirminnilegur og það sem ég kann að gera í höndunum er flest það sem ég lærði af þér. Þú varst þekktur fyrir rólegheit og þoldir ekki mikinn asa og læti, ég var alltaf svo fljótfær og mikil brussa en þú hjálpaðir mér að slaka á og ég mun alltaf varðveita það, en þrátt fyrir rólegheit var alltaf stutt í púk- ann í þér og lumaðir þú alltaf á góð- um brandara og þeim mun meira krassandi þeim mun betra. Ég get ekki gleymt því þegar við vorum saman þú, mamma og við fjölskyldan mín þegar allt í einu þú sast hugsi og byrjaðir að brosa en það var oft ekki hægt að fá upp úr þér hvað það var en oft var gaman þegar það tókst. Þetta kemur bara svona upp í huga minn þegar ég sit og er að skrifa þessi orð en brosið þitt var svo fal- legt. Ekki má gleyma því þegar þú sagðir okkur álfasögurnar, ég varð öll uppveðruð því að þú varst alltaf svo trúaður á yfirnáttúrulega hluti og það var yndislegt að alast upp við það. Þú sagðir mér að álfarnir færu alltaf á kreik um áramót og hvattir mig til að setja loftkökur og mjólk- urglas út í glugga handa þeim, og viti menn daginn eftir fann ég skínandi hjartalaga gullhálsmen handa mér í glugganum og auðvitað trúði ég því að álfarnir hefðu gefið mér það. Þú kenndir líka börnunum mínum álfa- trúna. Þegar þið mamma keyptuð litla álfa í Vogatungunni og settuð á steinana bak við hús og svo þegar krakkarnir komu voru þeir alltaf að hreyfa sig en það var lítill púki sem fór reglulega bak við hús og færði þá. Þessu hafðirðu gaman af. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa til ef eitthvað þurfti að gera og ég man að mamma talaði oft um það hvað þú nenntir endalaust að stjana í kringum okkur krakkana en það vantaði ekki hjálp- semina. Vandvirkni var þér alltaf mikils virði og þú þoldir ekki neitt fúsk, sama hvort var verið að sauma, gera við eða eitthvað annað þú sagðir oft þetta er svo „solid“ en við strídd- um þér oft á þessu orði. Snyrtimennska var þér mikils virði og það kenndirðu mér, vera snyrtileg til fara í pússuðum skóm og vel straujuðum fötum og þegar til þess kom að ég fór að naglalakka mig kenndir þú mér það en svo var það ég sem sá um að snyrta á þér neglurnar seinna því að það skipti miklu máli eins og annað. Ég gleymi því aldrei þegar við Helena vorum litlar og þú settir í okkur tagl og við kölluðum það kína- greiðsluna því að þú greiddir okkur svo stíft að augun fóru út á hlið. Ég gleymi því aldrei þegar þið mamma komuð til Danmerkur til okkar fjölskyldunnar síðasta sumar og við sátum uppi í sumarhúsi og vor- um að fara heim til mín og þú kipptir í joggingbuxurnar og varst að reyna að segja mér eitthvað. Ég spurði hvort þú vildir fara í Leví́s gallabux- urnar og þú brostir út að eyrum en þá mundi ég eftir því sem þú baðst okkur systurnar að lofa þér að þegar þú færir á elliheimilið, að þar yrðirðu ekki klæddur í jogging því að þú varst alveg klár á að það mundi mamma gera og það var ekki þinn stíll. Elsku pabbi, minningarnar eru margar og er hægt að skrifa heila bók en ég verð víst að kveðja. Ég kveð þig með bænunum sem við fór- um með þegar ég var lítil. Guð geymi þig og við sjáumst síðar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hjördís Úlla. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá okkur eftir erfið veikindi, ég vildi að við hefðum fengið að hafa þig lengur, en við ráðum víst engu um það. Síðasta árið þitt með okkur var mjög sérstakt þar sem mál þitt og orðaforði var takmarkaður en þú lést það ekki á þig fá. Ef við skildum þig ekki þá hlóstu og sagðir: „Það kem- ur.“ Ég mun aldrei gleyma öllum stundunum okkar þegar ég var barn og við fórum í lækinn í Nauthólsvík eða allar ferðirnar suður með sjó til að tína kríuegg. Í eitt skiptið sagð- irðu við mig: „Helena, nú tínum við 100 egg,“ og það var ekki hætt fyrr en því var náð. Svo þegar ég varð eldri og eignaðist börnin mín mátt- irðu aldrei til þess vita að mig vantaði eitthvað, hvort sem það var pössun eða jafnvel bara mjólkurpottur, þá varstu kominn úr Kópavoginum upp í Grafarvog, alltaf tilbúinn að hjálpa. Þannig varst þú, alltaf að hugsa um aðra. Þau voru ófá skiptin sem þið mamma buðust til að koma heim til mín og hugsa um börnin mín og heimilið mitt svo við gætum farið til útlanda. Við munum sakna þín mikið, en um leið munum við minnast þess hve góður afi og pabbi þú varst. Þótt þú værir orðinn mikið veikur leistu allt- af svo vel út, nýrakaður og vel til hafður. Það var þér svo mikils virði. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Í lokin vil ég þakka móður minni alla þá ást og stuðning sem hún sýndi pabba mínum í veikindum hans, og dugnað sem gerði honum kleift vera á heimili sínu eins lengi og hægt var. Elsku mamma, guð veri með þér í þinni miklu sorg. Þótt heilsu mína særi sótt og sigri þrekið lúi, Guðs náð mér veikum veitir þrótt. Ég veit, á hvern ég trúi. (Helgi Hálfd.) Helena Rúnarsdóttir. Hann tengdapabbi minn hefur kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við illvíga sjúkdóma. Ég kynntist Nonna haustið 1989, þegar ég og yngsta dóttir hans felldum hugi saman. Hann tók mér afskaplega vel frá fyrsta degi þótt litla pabbastelp- an hans væri aðeins 16 ára gömul. Fyrstu vikurnar bjuggum við á heim- ili þeirra hjóna í Hraunbænum. Þeg- ar kom að fyrstu íbúðarkaupunum hafði Nonni sína skoðun á hlutunum og reyndist okkur unga parinu stoð og stytta. Honum var margt til lista lagt hvort sem var að mála eða flísa- leggja svo ekki sé nú minnst á að falda gardínur, þar var minn maður á heimavelli. Nonni var smekkmaður og fékk ég að heyra það ef bindið passaði ekki við skyrtuna eða ef ég blandaði of mörgum litum saman í fatavali, – sagði gjarnan að ég yrði að vera dá- lítið „solid“, enda snyrtimennska og klæðaburður stór áhugamál í lífi hans. Börnin mín þrjú, Alexander, Lísa Rún og Kjartan Sigurjón, hændust mjög að afa sínum og reyndist hann þeim mjög vel. Greiðviknari manni hef ég aldrei kynnst. Hann kunni ekki að segja nei, var alltaf boðinn og búinn ef eitthvað stóð til. Og alveg sama hvaða vitleysa mér datt í hug, alltaf gast þú séð einhverja glóru í því. Við ætluðum saman með fjöl- skyldum okkar á sólarströnd í byrjun sumars, en þá kom kallið sem við öll þurfum að hlýða. Og þótt við förum ekki saman á sólaströnd í sumar eig- um við eftir að hlaupa saman um aðr- ar strendur. Elsku vinur, þakka þér árin góðu og þakka þér allar stundirnar sem þú eyddir með okkur Helenu og börn- unum. Guð blessi þig og varðveiti. Kjartan Andrésson. Elsku afi Nonni, þegar ég hugsa um þig minnist ég þess aðallega þeg- ar þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga þegar þið amma komuð í heimsókn og ég var kominn upp í rúm og þú varst alltaf tilbúinn að koma og segja mér sögu. Ég átti ekki margar stundir með þér síðastliðin þrjú ár þar sem við búum erlendis en ég man þegar ég kom heim eitt sum- arið og þú fórst með okkur frænd- systkinin, Þórunni Birgittu og mig, suður í Sandgerði á æskuslóðirnar og sýndir okkur hólinn þinn. Þetta fannst okkur sérstaklega gaman. Þú varst yndislegur afi og við eigum eft- ir að sakna þín mikið. Bless, afi Nonni. Guð geymi þig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þótt þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Rúnar Jón Einarsson. Elsku afi, núna ertu farinn til guðs, en þótt þú sért farinn frá okkur mun- um við alltaf hugsa um þig og allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur, og hversu góður þú varst við okkur. Þegar þú varst veikur á spítalanum komum við oft að heimsækja þig og við munum aldrei gleyma hversu vel þú tókst alltaf á móti okkur. Okkur þykir mjög vænt um þig, elsku afi, og við munum aldrei gleyma öllum stundunum sem þú passaðir okkur og eyddir þínum tíma með okkur. Svo má ekki gleyma hversu kátur þú varst alltaf og sagðir okkur sögur um álfa. Okkur fannst þær alltaf svo skemmtilegar. Elsku amma, takk fyrir hvað þú hugsaðir alltaf vel um hann afa. Guð geymi þig, elsku afi Nonni. Alexander, Lísa Rún og Kjartan Sigurjón. Kæri bróðir og mágur. Okkur setti hljóð þegar við fréttum að þú hefðir beðið lægri hlut fyrir hinum illvíga sjúkdómi krabbameini sem þú barð- ist við í tvö ár með þinni seiglu og mikla lífsvilja. Þegar maður missir einhvern svo nákominn og vin hrannast minning- arnar upp. Fyrsta skipti sem ég heyrði um krabbamein var á æsku- heimili okkar suður á nesi í Smiðs- húsum þegar föðuramma okkar Guðný dó úr krabbameini. Þá hélt ég, fjögurra ára, að krabbarnir sem við lékum okkur að í fjörunni hefðu bitið hana. Var mér illa við þá þar til ég vissi betur. Okkur kom svo ljómandi vel sam- an þótt við yrðum fljótlega verulega ólíkir. Þú gast t.d. verið úti að leika þér allan daginn hreinn og fínn en ég var varla kominn út fyrir dyr þegar ég var orðinn rifinn og óhreinn upp fyrir haus. Þessir eiginleikar fylgdu okkur mestallt lífið. Ég fór í fótbolt- ann og var oftast sveittur og óhreinn meðan þú fórst í félagslífið og varst stjarnan, alltaf flottastur. Við völd- um okkur einnig ólík ævistörf. Ég varð járnsmiður, þú verslunarmaður. Þrátt fyrir það vorum við alltaf góðir vinir og fylgdumst hvor með öðrum og fjölskyldum okkar og hjálpuðum hvor öðrum eftir bestu getu. Elsku bróðir og mágur, hafðu þökk fyrir samfylgdina í gegnum líf- ið. Elsku Magga, Þury og Robert, Mummi og Kolla, Hjördís og Einar, Helena og Kjartan, og öll yndislegu börnin ykkar, megi Guð vera með okkur og styrkja í sorg okkar og söknuði. Vilhjálmur Þ. Ólafsson og Sigríður Gísladóttir. Fyrstu orðin sem komu í hugann eru ljúfur, barngóður og snyrtilegur og hann hafði sérstaklega þægilega nærveru. Já, það getur verið manni erfitt að setja niður á blað minningar. Það sýnir vanmátt mansins gagnvart almættinu. Þegar kom að því að fata systk- inahópinn fyrir fermingar og fleira var Nonni frændi oftast kallaður til. Hann sá um að halda okkur í stílnum og oftar en ekki kom hann með föt heim handa okkur til að máta, enda hafði hann reynsluna eftir áratuga verslunarstörf. Það sem hefði verið martröð fyrir mömmu, að fá okkur bræður til að standa kjurrir og máta föt í stundarkorn, var leikur einn þegar Nonni frændi var mættur á staðinn. Hann hafði alltaf áhuga á því sem við vorum að gera eða segja. Stundum tók hann líka afstöðu með okkur gegn yfirvaldinu þegar við þóttumst vera komin með smekk. Þegar Nonni og Magga komu í kvöldheimsókn var harðneitað að fara að sofa, heldur voru notuð öll ráð til að fá að vaka frameftir og taka þátt í fjörinu og hlátrasköllunum sem fylgdu heimsóknum þeirra hjóna. Hann fylgdist vel með okkur alla tíð eftir að við uxum úr grasi. Í huga okkar lifir minning um góðan frænda sem var okkur kær. Það var alltaf reisn yfir Nonna frænda og hann hugsaði vel um útlit sitt, jafnvel á síðustu dögum erfiðrar sjúkdómslegu í baráttu við illskeytt krabbamein þegar eitt af okkur systkinunum heimsótti hann var hann ekki í rónni fyrr en hjúkrunar- konan var búin að raka hann. Þá ljómaði hann allur og var til í að spjalla. Elsku Magga, Þurý, Mummi, Hjördís, Helena og fjölskyldur, megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Óli, Rúnar, Gísli, Eva og fjölskyldur. RÚNAR JÓN ÓLAFSSON Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÞORKELSSON vélvirki, áður til heimilis í Sporðagrunni 4, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 5. maí. Þorkell R. Ingimundarson, Helga Geirmundsdóttir, Þráinn Ingimundarson, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÞÓRÐAR FRIÐRIKSSON HJARTAR, lést á Skógarbæ fimmtudaginn 4. maí. Jarðarför auglýst síðar. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Svavar Ólafsson, Ulla Britt Söderlund, Sverrir Ólafsson, Marianne Blomberg, Þóra Ólafsdóttir, Magnús Gamalíel Gunnarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.