Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 51 MINNINGAR til Ásu þinnar. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Íris Angela. Elsku Jón afi. Við kveðjum þig úr þessum heimi með miklum söknuði, en við vitum líka að nú ertu ánægður hjá henni Ásu þinni, elsku ömmu okkar. Við gleymum aldrei góðu stundunum okkar saman, á Vestur- veginum, heima hjá okkur í Reykja- vík og þegar við hittum ykkur ömmu þegar þið fóruð í „reisu upp á land“. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi í nótt. (Þýð. S. E.) Takk fyrir allt, elsku afi. Hvíl í friði. Þórarinn og Ása Margrét. Einn af „Sandgreifunum“ er fall- inn í valinn, eins og Björn Th. myndi orða það. Frændi minn Jón í Sjólist er allur. Jón þekkti ég frá því ég man fyrst eftir mér. Það var siður foreldra minna að færa þeim hjónum Hönnu og Gumma í Sjólist hangiket á Þor- láksmessu. Hanna (Jóhanna hét hún fullu nafni) var systir móður minnar og því samneyti nokkuð. Ég var ekki gamall þegar ég fékk að fara með föður mínum í þessar heimsóknir. Það var alltaf mikil eftirvænting hjá mér peyjanum að koma í Sjólist á Þorláksmessu. Ástæðan var sú að Gummi smíðaði alltaf bátslíkön fyrir jólin, sem voru mikil völundarsmíð. Jón sá um reiðann, gerði seglin klár og þræddi örsmáar blakkir. Þetta er ljóslifandi fyrir mér enn þann dag í dag. Árin liðu og til fjölda ára fór ég einn í þessar Þorláksmessuheim- sóknir. Það er ógleymanlegt þegar ég kom í litlu forstofuna í Sjólist og Hanna tók á móti mér, þá kallaði hún alltaf inn í eldhús „Gummi – Gummi, sjáðu hver er kominn.“ Við eldhús- borðið sátu feðgarnir, að leggja síð- ustu hönd á módelsmíðina það árið. Ekki skemmdi það, að eitt árið var Skúli fógeti á stokkunum. Það var stoltur peyi, sem kom heim í Gíslholt þá Þorláksmessu með sjálfan Skúla fógeta í fanginu. Svona liðu nú árin, Hanna og Gummi löngu horfin yfir móðuna miklu, einnig foreldrar mínir og þessi siður féll niður um árabil. Fyrir allmörgum árum tók ég þenn- an sið upp aftur og synir mínir komu nú með mér og síðustu árin afastrák- arnir til Ásu og Jóns. Þótt ekki væru skipslíkönin, þá var vel tekið á móti okkur. Ása gaf strákunum sælgæti og bauð þeim til stofu, en við Jón fengum kaffi í eldhúsinu. Þegar Jón kom niður í stiga að taka á móti okk- ur, hljómaði ekki Gummi – Gummi, heldur „Ása, sérðu hverjir eru komn- ir?“ Ása lést fyrir tveimur árum, en Jón frændi fékk áfram sitt Suðureyj- ar sauðaket. Kannski fer ég með lær- legg á leiðið hans á Þorlák. Jón var formaður í mörg ár á vél- bátum, lunkinn fiskimaður. Með Litlabæjarmontið og Fjallaþrjósk- una, eins og hann komst oft að orði. Það var fyrir um 30 árum að Jón eignaðist trilluna Hlýra, honum leið hvergi betur, en um borð í Hlýra, þar var hann sjálfs sín herra í návist við lundann, múkkann og almættið. Um svipað leyti og lundinn settist upp á vorin, kom tíðum frændi Jóns, Ási í Bæ. Þeir reru saman fjölda vertíða. Ási sagði mér margar sögur af sam- skiptum þeirra. Þeim kom ekki alltaf saman um hvert skyldi halda. Ási þóttist nú vera eldri en tvævetur í þeim málum, landsfrægur færakall. Þegar Ási vildi fara suður að Skeri vildi Jón stefna inn á Flúðir vestur að Dröngum eða eitthvað annað. „Ég er skipstjórinn og ræð hér um borð.“ Svona voru sögurnar hjá Ása, sem gat nú farið létt með sannleikann. Stundum fengu gestir að fljóta með Jóni í einn og einn róður. Meðal þeirra var Steini á Blátindi. Steina fannst ekki nógu mikil reisn yfir út- gerðinni. Vantaði radar, betri dýpt- armæli og tölvustýrðar færarúllur, það var viðkvæðið hjá Steina: „Pant- aðu tækin og talaðu svo við hann Gaua.“ Ég vann þá í Fiskiðjunni og hafði með fjármálin að gera. Jón lagði upp aflann í Fiskiðjunni eins og flestar trillu gerðu, stutt að fara og allir mjög hjálpsamir. Á engan verð- ur hallað, þó ég nefni Gústa Óskars sérstaklega, sem reyndist Jóni ákaf- lega vel með hjálpsemi sinni og tryggð fram á síðustu stundu. Þegar haldið var í róður, sérstak- lega á fögrum sumarmorgnum, veittu trillukarlar því athygli að Hlýri stefndi oftar en ekki á Kletts- helli og sigldi þar inn, karlarnir leiddu getum að því, að Jón tefldi gjarnan við páfann á þessum tíma. Nú sigla Jón og Hlýri vonandi sem himinfley. Minningabrotin um Jón frænda minn í Sjólist verða ekki fleiri. Ég og mitt fólk kveðjum góðan vin og eins gera systur mínar frá Gíslholti. Blessuð sé minning þín. Guðjón Ólafsson (Gaui í Gíslholti). Sagnaþulurinn og öðlingurinn Jón í Sjólist er sigldur lengri leiðina. Út úr leikmynd hversdagsleikans er genginn maður sem mikill söknuður er að því hann var spegilmynd af hin- um dulræna undirtóni Vestmanna- eyja þar sem æðruleysið er andsvar ómótstæðilegra náttúruafla. „Maður verður alltaf svo montinn að hitta þig, þú segir alltaf: „Hvað segir þú, ungi maður?““ sagði Jón í Sjólist einu sinni við mig eftir hefðbundna kveðju á röltinu. Jón í Sjólist var blússandi húmoristi og heimspekingur og leik- ari af Guðs náð fyrir utan að vera af- burða sjómaður og eitt af ankerum trillukarlamenningarinnar á síðustu öld í stærstu verstöð landsins. Hann tók svo fallega til orða í öllu sem hann sagði. Ef slorlyktin hefði ekki legið í loftinu hefði hann ugglaust fengið móðurmálsverðlaun þegar það skipti máli að hafa metnað fyrir hönd ís- lenskrar tungu. Hann fæddist fyrir 85 árum. „Ég þótti yndislegur dreng- ur og þegar ég fæddist voru allar leirur uppi.“ Auðvitað mundi hann að það var stórstraumsfjara og þá blöstu leirurnar við frá Sjólist. Hlýri, trillan hans, var smíðuð á kreppuár- unum um 1930 af Óla í Litlabæ, pabba Ása í Bæ. „Timbrið var úrvals- viður frá Kaupmannahöfn,“ sagði Jón, og kjölurinn var tveimur fetum lengri en báturinn átti að vera. Óli tímdi ekki að saga þennan fína við og smíðaði Hlýra tveimur fetum lengri en til stóð. Þess vegna var hann svo einstaklega fallegur. Persónuleiki Hlýra er glæsilegur og eina þorsk- vertíðina á fyrri hluta síðustu aldar fiskuðust á hann 33 þúsund fiskar, eða um 300 tonn, ótrúlegt. Fyrir nokkrum árum renndi ég á Trana í Görn upp að Hlýra á Kletts- víkinni. Jón í Sjólist var í aðgerð. „Nú er það svart, Árni minn,“ sagði Jón, „nú er það Brussel. Þeir vilja klósett í Hlýra. Sýnist þér vera pláss umfram gamla stílinn á borðstokknum?“ Ég hélt ekki. „Nei, ekki mér heldur. Ég fann ráð við því, læt ekki eftirlitið stoppa Hlýra vegna klósetts eftir 75 ár á sjónum. Hún Ása mín átti af- bragðs loftþéttipoka fyrir blóðmör og svoleiðis góðgæti. Ég fékk pokana og það fer ein porsjón af skitu í hvern poka og þetta sendi ég skilmerkilega til Siglingamálastofnunar. Verði þeim að góðu í Brussel.“ Síðasta samtal okkar Jóns átti sér stað suður á Eyju fyrir stuttu. Talið barst að Ása í Bæ sem reri með Jóni ár eftir ár á seinna fallinu þegar vorið gekk í garð. „Það var svo andskoti gaman oft hjá okkur Ása, við bröll- uðum svo mikið. Einu sinni vorum við á skaki sunnan við Súlnasker, rok- fiskur á færin og allt í einu ekki neitt. Við ákváðum að kippa. Aftur var rennt og ekki tittur. Þá segir Ási þungur á svip: „Jón, báturinn er vit- laus.“ „Nei, nei, Ási minn,“ segi ég. „Jú, hann er vitlaus,“ segir Ási. „Ég neitaði aftur, fór aftur í stýrishús og náði í tommustokk og mældi Hlýra. Hann var alveg réttur.“ Og svo kímdi hann með augunum sínum með alla gleði heimsins í and- litinu. Síðustu vikurnar lá hann á Sjúkra- húsinu í Eyjum í góðra handa umsjá. Hjörtur læknir vildi senda hann suð- ur til rannsóknar vegna æxlis sem sást í lunga. „Það þarf ekkert að rannsaka mig,“ sagði Jón, „er þetta ekki á stærð við litla útsæðiskar- töflu?“ Læknirinn svaraði játandi. „Það passar,“ sagði Jón, „ég gleypti svona kartöflu um fermingu og mað- ur er passasamur.“ Um langt árabil málaði Jón gamla bílinn sinn með skipalakki hvert vor og notaði málningarrúllu til verksins. Það var heimilislegt. En síðustu misserin hefur Jón verið að bíða eftir því að hitta hana Ásu sína sem kvaddi fyrir tæpum tveimur árum. „Ég get bara ekki beðið eftir að hitta hana Ásu mína,“ sagði Jón svo oft. Og nú er gleðistundin runnin upp. Allt venjulegt fólk sem nýtur lífsgleðinn- ar vill lyfta sér upp og þegar Jón var í stuði sagði hann gjarnan við Ásu sína að nú ætlaði hann að elda súlusúpu, því þá vissi hann að hún myndi elda eitthvað ægilega gott. Það brást aldr- ei. Sjálfur var hann snillingur í plokk- ara. Megi góður Guð fylgja Jóni á and- anum Hlýra suður fyrir sker eilífð- arinnar, gæta vandamanna og vina, vísa hina stóisku ró æðruleysisins í sífelldri páskahrotunni hérna megin. Það er klárt að nú er súlusúpa á himnum hjá Ásu og Guði, því hann er kominn í höfn öðlingurinn og sagna- þulurinn. Árni Johnsen. Jón vinur minn í Sjólyst er allur. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég sat hjá honum síðast á sjúkrahúsinu í notalegu spjalli að hann ætti aðeins fjóra daga ólifaða. Hann bar sig vel og stutt var í spaugsyrðin. Hús foreldra minna, Strandberg, var næsta hús við Sjólyst og þar ólst ég upp fram undir níu ára aldur. Þar bjuggu þau Guðmundur Ástgeirsson og kona hans Jóhanna Jónsdóttir með sonum sínum þeim Magnúsi Knúti og Jóni. Þetta var einstaklega kærleiksríkt heimili og notalegt að mega smeygja sér þar inn í skjól þeirra. Þessi ár, árin fyrir og fram í síðari heimsstyrjöldina, eru mér einkar minnisstæð. Þeir bræður spiluðu þar stórt hlutverk, þeir sinntu okkur krökkunum vel, sem vorum mörg á þessu hlaði, og viku ýmsu að okkur. Enn sitja sterkt í minningunni skuggamyndirnar í eldhúsinu í Sjó- lyst þá er gengið var um hlaðið á dimmu síðkvöldi. Setið var við eld- húsborðið út við gluggann í myrkrinu með bjarmann frá glóðinni í eldavél- inni í bakgrunninn. Þetta fólk var yf- irleitt aldrei að flýta sér, það lifði líf- inu á sinn rólynda hátt. Þarna sátu þau yfir kaffibolla og Elli Bergur eða einhver annar góður kunningi í heim- sókn og sagðar sögur, þau kunnu að njóta stundarinnar. Jón var sonarsonur Ástgeirs Guð- mundssonar bátasmiðs í Litlabæ og þar með afkomandi Ögmundar galdramanns í Auraseli. Það hefur verið haft á orði að galdurinn hafi ávallt fylgt þeim Bæjurunum, eins og þeir voru gjarnan kallaðir. Þetta voru öndvegis bátasmiðir, fiskimenn og umfram allt sögumenn góðir og skáld. Milli okkar Jóns var ávallt gott samband og hin síðari árin átti ég með honum marga stundina á heimili hans við Vesturveg er Ása kona hans hafði búið þeim af mikilli smekkvísi og alúð. Við sátum við eldhúsborðið og út um gluggann blasti við Heima- kletturinn í öllu sínu veldi og marg- breytileika. Jón naut þess að segja frá og best tókst honum upp þegar hann hvarf aftur til fyrri hluta síð- ustu aldar. Helst voru frásagnirnar af merkum atburðum, sjósókn, svað- ilförum, fuglatekju og fólki því er þá setti svip á bæinn. Jón átti marga góða vini er litu til hans en áberandi var hvað stúlkurn- ar í heimilishjálpinni og matarsend- ingunum frá Hraunbúðum voru hon- um kærar. Kom ávallt ferskur blær með þeim og þær töluðu við hann og svöruðu á hans máli. Með umhyggju sinni og hlýju voru þær honum ómet- anleg stoð. Kæri vinur, hafðu mínar innileg- ustu þakkir fyrir þau spor er við fengum að ganga saman á lífsleiðinni. Jóhannesi og fjölskyldu votta ég samúð mína. Magnús Bjarnason. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, FRANZ GÍSLASON, Kjartansgötu 7, Reykjavík, lést miðvikudaginn 26. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. maí kl. 15.00. Örn Franzson, Hólmfríður Hemmert Sigurðardóttir, Bjarki Franzson, Sigríður Guðný Sigurðardóttir, Brjánn Franzson, Auður Dagný Jónsdóttir, Gissur Björn Eiríksson, barnabörn og vinir hins látna. Okkar ástkæra HREFNA MAGNÚSDÓTTIR, Fannborg 8, áður Melgerði 16, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu- daginn 8. maí klukkan 13:00. Rögnvaldur Ólafsson, Sigríður Júlíusdóttir, Lára Ingibjörg Ólafsdóttir, Fríður Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Halldór Jónsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þórður Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRÍÐA PÁLMARS ÞORVALDSDÓTTIR, Ásbrún 2, Fellabæ, andaðist á Fjórðungssjúkahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 19. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug, sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Dvalinn Hrafnkelsson, Guðlaug Dvalinsdóttir, Andrés Björnsson, Lárus Dvalinsson, Steinunn Snædal og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA GUÐMUNDA ÁRNADÓTTIR frá Sóleyjartungu, Akranesi, sem lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, mánudaginn 1. maí, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 14.00. Arndís Halla Guðmundsdóttir, Þórir Þorsteinsson, Sveinbjörn Már Guðmundsson, Mary Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Torben Jacobsen, Ingibjörg Huld Guðmundsdóttir, Helga Sesselja Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÞORGILSSON frá Ólafsvík, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstu- daginn 28. apríl, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu mánudaginn 8. maí kl. 13.00. Magnús Jóhannsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Þorgils Jóhannsson, Brynja Jóhannsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Viðar Jóhannsson, Anna Linda Arnardóttir, Bjarni Jóhannsson, Ingibjörg Þ. Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.