Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 63

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 63 DAGBÓK VANTAR ÞIG GISTINGU Í DANMÖRKU? Við erum staðsett í Hedensted á Jótlandi og bjóðum upp á huggulega heimagistingu á sveitabæ með stórkostlegu útsýni og friðsælu umhverfi. Heima- gistingin verður opnuð í lok maí nk. Nánari uppl. á www.fuglesangbb.dk Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Raðhús í Fossvogi óskast Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi nú þegar. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan. ÍGerðarsafni verður í dag opnuð yfirlitssýn-ing á verkum Guðmundar frá Miðdal. „Á sýningunni eru verk GuðmundarEinarssonar frá öllum tímabilum listferils hans,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðu- maður Gerðarsafns. „Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúru- fræðistofu Kópavogs, átti hugmyndina, þessar tvær stofnanir ákváðu að taka höndum saman og standa að þessari sýningu undir yfirskriftinni: „Maðurinn í náttúrunni og náttúran í manninum.“ Þetta er svo kjörið því Guðmundur sótti í náttúr- una og málaði og mótaði bæði landslag og dýr, það er örstutt á milli safnanna, skiptingin varð sú að hinum ástsælu leirstyttum af dýrum skyldi komið fyrir í sýningarkössunum í anddyri Náttúrufræði- stofu en málverkum, grafík og vatnslitamyndum, fáeinum höggmyndum, keramiki, ýmsum styttum og hönnun af ýmsu tagi er svo búið að koma vel fyrir í sölum Gerðarsafns. Er Guðmundur sérstaklega margbreytilegur sem listamaður? Já, það er einmitt þessi fjölbreytni sem ein- kennir Guðmund, hann er myndhöggvari og mál- ari og er frumkvöðull að leirmunagerð á Íslandi og líka í grafík. Hann var fyrst í listnámi í Kaup- mannahöfn og síðan í München. Þar lærði hann höggmyndagerð, grafík og leirmunagerð. Hann skrifaði og bókina Fjallamenn, var mikill fjalla- garpur og veiðimaður,“ segir Guðbjörg. „Ari Trausti, sonur Guðmundar var okkur mjög hjálplegur. Hann, Hilmar Malmquist og ég erum sýningarstjórar. Guðmundur frá Miðdal stofnaði Listvinahúsið 1930 og fór að gera leirmuni og þeir urðu gríðar- lega vinsælir, styttur hans voru til á öðru hverju heimili. Ef við setjum þetta í sögulegt samhengi við postulínsgerðina og skoðum hefðina t.d. í Dan- mörku og víðar í Evrópu sjáum við hversu sér- stæðar þessar styttur hans Guðmundar eru.“ Hvert telur þú að sé hans frægasta verk? „Fálkinn! Íslandsfálkinn var gersemi, fluttur út frá miðöldum, það er fyrirmyndin og fálkastyttan var að vissu leyti tákn Íslands. Hin hliðin á þessari styttugerð eru svo rjúpurnar tvær sem kúra sam- an. Einnig bjó hann til mót af mörgum smáfugl- um, svo sem músarrindlum, þröstum og maríu- erlum. Svo eru til eftir hann styttur af mörgum sjófuglum. Það er svo skemmtilegt við þessar litlu fuglastyttur að engin þeirra er alveg eins þótt mótin séu þau sömu. Liturinn í glerungnum er alltaf mismunandi. Hilmar Malmquist hefur stillt upp í sýningarkassana mörgum styttum af sama fuglinum, þetta eru hópfuglar svo þetta er vel við hæfi. Svo megum við ekki gleyma málverkunum, höggmyndunum, vatnslitamyndunum og grafik- myndunum. Var Guðmundur vinsæll listamaður á Íslandi? Einstaklega, á sýningunni eru m.a. hlutir sem til voru á mjög mörgum heimilum, svo sem krukk- ur og krúsir, kertastjakar, öskubakkar og bók- stoðir. Slíkt er hjá okkur á Gerðarsafni. Sumir segja þegar þeir sjá þetta: „Það er eins og maður sé kominn heim til afa og ömmu!“ List | Yfirlitssýning á verkum Guðmundar frá Miðdal í Gerðarsafni Fjölhæfur listamaður  Guðbjörg Kristjáns- dóttir er forstöðumað- ur Gerðarsafns í Kópa- vogi. Hún er listfræð- ingur, nam í Sorbonne í París. Hún kenndi um árabil listasögu í Hand- íða- og myndlistarskóla Íslands og stundaði rannsóknir á íslenskri miðaldalist. Hún er gift Benjamín Magnússyni arkitekt og eiga þau tvo syni. Íslandsmótið. Norður ♠Á7 ♥DG74 V/AV ♦G852 ♣G76 Vestur Austur ♠65 ♠G10832 ♥9852 ♥ÁK10 ♦1063 ♦9 ♣K1098 ♣D532 Suður ♠KD94 ♥63 ♦ÁKD74 ♣Á4 Vestur Norður Austur Suður – Pass 1 spaði Dobl Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Engin sögn er beinlínis góð á suð- urhöndina – þau eru full sterk í eitt grand eða tvo tígla, en doblið hættir því að makker fjúki upp í fjögur hjörtu á fimmlit og slöttungsspil. En eitthvað verður að gera og hér lendir suður á löppunum. Vestur hittir á gott útspil – lauftíu. Níu slagir eru á borðinu, en er hægt að ná í þann tíuna? Eftir opnun austurs er ekkert leynd- armál að hann heldur á meginstyrk varnarinnar og þar með sennilega ÁK í hjarta. Með tilliti til þess er kannski hægt að gera honum erfitt um vik að valda spaðann. Til að byrja með er nauðsynlegt að dúkka fyrsta laufið. Næsti slagur fæst á laufás og síðan eru tíglarnir teknir. Austur getur hent einum spaða, einu hjarta og einu laufi. En fimmti tígull- inn setur hann í vanda. Spaða má austur alls ekki henda, en ef hann kastar síðasta laufinu mun sagnhafi spila hjarta. Austur svarar því best með litlum spaða, en það dugir ekki til – sagnhafi getur til dæmis drepið á ásinn, spilað spaða aftur og neytt austur til að stinga upp tíu. Það er drepið, en síðan lendir austur aftur inni á háhjarta og verður að spila spaða frá Gx í gegnum gaffal suðurs. En austur getur haldið sagnhafa í níu slögum með því að henda öðrum hámanninum í hjarta! Hann geymir eitt lauf og þar með sambandið við makker til að taka þar tvo slagi. Spilið er frá undankeppni Íslands- mótsins síðastliðinn laugardag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Laun í krónum og prósentum ÉG var í hópi fólks sem var að tala um setuverkfall þeirra sem vinna við umönnunarstörf eldri borgara. Það vissi enginn í hópnum hver launin voru í krónutölu, vissu bara að þau höfðu hækkað um 4%. Það er alltaf verið að tala um hversu hátt laun hækka í prósentutölu en ekki hvað þau hækka í krónutölu. Það tók sig því einn til og hringdi á skrifstofu Hrafnistu og spurði hver þessi lægstu laun væru á mánuði í krónu- tölu og fékk það svar að þau yrðu um 117 þús. á mánuði eftir hækkunina. Þetta eru náttúrulega engin laun. Sagt var á skrifstofunni að þeir sem væru með háskólamenntun fengju hærri laun þótt þeir væru að vinna sömu vinnu og aðili sem er ómennt- aður. Það væri fróðlegt að fá upplýs- ingar um þetta. 190923-4799. Eindagi ÉG vil vekja athygli á því að ef mað- ur er með reikninga sem eru með gjalddaga 1. apríl og eindagi 30. apr- íl heldur maður að það sé hægt að borga hann á fyrsta vinnudegi í banka eftir 1. maí en það dugar ekki til því þá lendir maður í að borga dráttarvexti fyrir þessa daga. Fólk varar sig ekki á þessu og heldur að hægt sé að borga fyrsta vinnudag í banka. Skattborgari. Þyrlur varnarliðsins ÞAR sem bandaríski herinn er á för- um er lágmarkskrafa að við fáum a.m.k. tvær þyrlur varnarliðsins + eldsneytisvélina en Japanir hafa verið að fá ýmiss konar varnarbúnað í sárabætur vegna lokunar þar. Þetta myndi leysa vanda Landhelg- isgæslunnar sem hefði þá yfir 4 þyrl- um að ráða. Ingi Stein. Innbundinn Moggi í óskilum LAUGARDAGINN 29. apríl sl. um hálffjögurleytið, fannst í Bólstaðar- hlíð innbundin pappamappa með Mogganum frá 1.–13. febrúar 2005. Mappan er mjög vel farin, og er úr brúnum þykkum pappa. Framan á stendur: Moggi, Febrúar 2005, I. Eigandi hafi samband í síma 845 7040. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 c5 4. Bd3 Rc6 5. c3 d5 6. Rbd2 Dc7 7. 0-0 Bd7 8. a3 Bd6 9. dxc5 Bxc5 10. b4 Bd6 11. Bb2 Rg4 12. h3 Rce5 13. Rxe5 Rxe5 14. Be2 0-0 15. c4 Rxc4 16. Rxc4 dxc4 17. Dd4 f6 18. Had1 Bh2+ 19. Kh1 Ba4 20. g3 Bxd1 21. Dxd1 Bxg3 22. fxg3 Dxg3 23. Hf3 Dc7 24. Bc3 Had8 25. Dg1 e5 26. Dg4 b5 27. h4 Dd7 28. Dg2 Dd5 29. Hf1 De6 30. h5 f5 31. Dg3 Hfe8 32. Kh2 Hd7 33. Hf2 Hf7 34. Bd1 Hd7 35. Bc2 Hf7 36. Dh3 e4 37. Hg2 Dd6+ 38. Dg3 Dh6 39. Dg5 Dxg5 40. Hxg5 He6 41. a4 Ha6 42. axb5 Ha2 43. Hg2 Kf8 44. Bd4 g6 45. hxg6 hxg6 Staðan kom upp í SM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins í Búdapest í Ung- verjalandi sem lauk fyrir skömmu. Gyula Pap (2.389) hafði hvítt gegn tyrk- neska alþjóðlega meistaranum Adnan Sendur (2.400). 46. Bxe4! Hxg2+ 47. Bxg2 Hc7 48. Bc6 He7 49. e4! fxe4 50. Bc5 hvítur stendur nú til vinnings þar eð hvítreiti biskupinn nær auðveldlega að stöðva frípeð svarts. Lokaleikir skák- arinnar urðu eftirfarandi: 50. … Kf7 51. Bd5+ Kf6 52. Bxe7+ Kxe7 53. Bxc4 Kd6 54. Kg3 Ke5 55. Kf2 Kf4 56. Ke2 g5 57. Bf7 g4 58. Be6 g3 59. Bh3 Ke5 60. Ke3 Kd5 61. Bf1 Ke5 62. Bg2 Kd5 63. Bxe4+ Kc4 64. Bd3+ Kc3 65. Bf1 Kxb4 66. Kf3 g2 og svartur gafst upp . SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Kristín Guð-mundsdóttir, Kirkjusandi 1, Reykjavík, verður áttræð næstkom- andi sunnudag, 7. maí. Af því tilefni mun hún ásamt fjölskyldu sinni taka á móti gestum í sal Þróttar í Laugardal (við gervigrasvöllinn) milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 6. maí, erfertug Margrét Sigurðardóttir (Magga massi), vaxtarræktardrottn- ing og einkaþjálfari í Pumping Iron. Árnaðheilla dagbók@mbl.is BÓKAFORLAGIÐ Bjart- ur hefur gefið út í kilju sakamálasöguna Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson. Liðlega fertugur arkitekt finnst lífshættulega slasaður við sumar- bústað sinn við Þing- vallavatn. Valdimar Eggertssyni rann- sóknarlögreglumanni er falið að kanna málið. Prentun var í höndum Odda hf., Ásta S. Guðbjartsdóttir annaðist kápuhönnun, verð kr. 1.890. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.