Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 69 Síðastliðið miðvikudagskvöldhélt bandaríski tónlistarmað-urinn Iggy Pop tónleika í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í Laugardalshöllinni en nokkrum dögum fyrir tónleikana var ákveðið að færa þá í Hafn- arhúsið í ljósi þess að miðasala gekk mun verr en tónleikahaldarar höfðu vonast til. Laugardalshöllin rúmar á bilinu 4.500 til 5.000 manns en sam- kvæmt heimildarmönnum Morg- unblaðsins sóttu innan við 1.000 manns tónleikana á miðvikudaginn, og því ljóst að mikið vantaði upp á til þess að fylla Laugardalshöllina.    Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónleikahaldarar hér á landi hafa þurft að minnka við sig með þessum hætti, og ef heldur fram sem horfir er þetta ekki í það síðasta. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins gengur sala á fjölmarga tónleika sem framundan eru ekki eins vel og vonast hafði verið til, og má meðal annars nefna tónleika Ian And- erson, Roger Waters og Ahmet og Dweezil Zappa. Þá hefur heyrst að miðasala á Manchester tónleikana í kvöld hafi ekki staðist væntingar.    Ástæður þessarar lélegu miða- sölu eru trúlega nokkrar. Fyrst ber að nefna miðaverðið, sem í mörgum tilfellum er of hátt. Sem dæmi má nefna að miðar á tón- leika Ian Anderson í Laugardals- höllinni kosta á bilinu 5.500 til 8.900 krónur og miðar á syni Frank Zappa á sama stað kosta 5.300 eða 6.300 krónur, auk miðagjalds. Það er því ljóst að ef pör eða hjón ætla að skella sér á tónleika getur verið um umtalsverð útgjöld að ræða. Þá getur verið að hið mikla fram- boð af erlendum tónlistarviðburðum sem verið hefur hér á landi að und- anförnu hafi gert það að verkum að fólki finnst ekki eins merkilegt að sjá fræga tónlistarmenn og áður. Líklegasta ástæðan er þó sú að tónleikahaldarar eru í mörgum til- fellum að fá til landsins tónlist- armenn sem Íslendingum þykja ekki mjög áhugaverðir, að minnsta kosti ekki nógu áhugaverðir til þess að fylla Laugardalshöllina. Það er til dæmis óðs manns æði að búast við því að synir Frank Zappa fylli Höllina. Frank Zappa sjálfum hefði líklega ekki tekist að fylla hana, væri hann á lífi í dag. Án þess að vera að gera lítið úr Zappa-sonum hugsa ég að þeir væru betur settir á minni stað, til dæmis á NASA. Þeir eiga örugglega sína aðdáendur hér á landi sem vilja án efa frekar sjá þá fyrir fullu húsi á NASA en í hálf- tómri Laugardalshöll. Þá er ekki víst að það sé nóg að fá söngvara eða forsprakka gamalla hljómsveita til þess að vekja athygli Íslendinga. Þótt Roger Waters muni flytja Pink Floyd efni á tónleikum sínum hér á landi, er ekki um Pink Floyd að ræða, og hið sama gildir um tónleika Ian Anderson úr Jethro Tull.    Þótt ótrúlegt megi virðast eru fjölmörg tónleikahús af öllum stærðum og gerðum til á Íslandi, til dæmis Gaukur á Stöng, Broadway, NASA, Hafnarhúsið, Kaplakriki, Laugardalshöllin og Egilshöll. Tón- leikahaldarar ættu að hafa vaðið fyrir neðan sig og velja frekar minni staði en stærri ef þeir eru ekki með þeim mun meiri stór- stjörnur í pokahorninu. Ef miðasal- an gengur vel geta þeir þá frekar bætt við aukatónleikum, eins og gert var þegar Nick Cave kom hing- að til lands, en miðar á tónleika hans á Broadway seldust upp á stuttum tíma.    Þessi pistill er ekki skrifaður til þess að draga kraftinn úr íslenskum tónleikahöldurum sem hafa að mörgu leyti staðið sig vel á und- anförnum árum og boðið upp á frá- bæra viðburði á borð við tónleika Metallica, Duran Duran og Nick Cave, svo fátt eitt sé nefnt. Það er af hinu góða að framboðið sé mikið, en það verður hins vegar að haldast í hendur við eftirspurnina. Aðstand- endur þessara tónleika verða því að íhuga hvaða listamenn geta fyllt byggingar á borð við Laugardals- og Egilshöllina, en þeir virðast ekki vera margir. Það er af sem áður var að Íslendingar fjölmenni á alla tón- leika erlendra poppstjarna. Fram- boðið er það mikið hér á landi að Ís- lendingar velja einfaldlega það sem þeir virkilega vilja sjá, annað láta þeir vera. Hallæri í tónleikahaldi ’Það er til dæmis óðsmanns æði að búast við því að synir Frank Zappa fylli Laugardalshöllina. Frank Zappa sjálfum hefði líklega ekki tekist að fylla hana, væri hann á lífi í dag.‘ Morgunblaðið/Ómar Færa þurfti tónleika Iggy Pop vegna lélegrar miðasölu. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson Morgunblaðið/Golli Aukatónleikum var bætt við þegar Nick Cave kom hingað til lands, en mið- ar á fyrri tónleikana seldust upp á 50 mínútum. Morgunblaðið/KristinnFrá miðasölu á tónleika Nick Cave árið 2002. SIGURJÓN Sighvatsson framleið- andi heldur að þessu sinni til kvik- myndahátíðarinnar í Cannes með tvær nýjar myndir í farteskinu. Önnur þeirra Zidane: 21. aldar mannlýsing fjallar um knatt- spyrnusnillinginn franska Zined- ine Zidane en í myndinni er fylgst með Zidane í heilan knattspyrnu- leik með hjálp nýjustu tækni á sviði kvikmyndaframleiðslu. Hin myndin, Destricted, fjallar um skilin á milli listar og kláms en innan myndarinnar er að finna sjö stuttmyndir eftir þekkta lista- og kvikmyndagerðarmenn, þar á meðal Matthew Barney. Var stutt- myndasafnið valið á Critics Week í Cannes. Heimildamyndin um Zidane var valin í flokkinn Official Selection en hún verður þó ekki í keppninni um Gullpálmann. Reikna má með því að yfirlýsing Zinedine Zidane á dögunum um að hann muni leggja skóna á hilluna að lokinni heims- meistarakeppninni muni auka áhuga fólks á kvikmyndinni. Sigurjón Sighvatsson hlaut Gull- pálmann í Cannes árið 1992 þegar hann framleiddi Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch. Kvikmyndir | Sigurjón Sighvats með tvær myndir á Cannes Knattspyrna og klám Morgunblaðið/Árni Sæberg Leonardo da Vinci Education and Culture H Ö N N U N , M Y N D L IS T , A R K IT E K T Ú R ? MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ / FORNÁM MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK býður upp á heilsdagsnám í tveim deildum skólaárið 2006 – 2007, til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. KERAMIKKJÖRSVIÐ 21 einingar, í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík. MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ / FORNÁM 39 einingar, skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla. Inntökupróf fyrir Myndlista- og hönnunarsviðið verður haldið laugardaginn 27. maí. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 17. MAÍ Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði deildanna er að finna á heimasíðu skólans. og KERAMIKKJÖRSVIÐ www.myndlistaskolinn.is • mynd@myndlistaskolinn.is • fornam@myndlistaskolinn.is Allir kennarar skólans eru starfandi mynd- listamenn, hönnuðir eða arkitektar. MÓDEL- TEIKNING 5 daga námskeið, 15. - 19. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.