Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 124. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Leikfimin léttir lífið Góðir félagar hittast tvisvar í viku og hreyfa sig | Daglegt líf Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Turnar rísa í Keflavík  Garðskaginn er vinsæll  Gamla Kópavogshælið til sölu Íþróttir | Arsenal skildi Tottenham eftir  Schumacher á sigurbraut  Rúnar Kristinsson sáttur HITATÖLUR voru í hærra lagi á landinu um helgina, og komst hitinn í gær hæst í 19 stig á Þingvöllum, en 18 stiga hiti var þegar heitast var á höfuðborgarsvæðinu. Talsverð umferð var til borgarinnar er leið á gærdaginn, en þeir sem héldu sig í borginni gerðu líka ým- islegt til að njóta veðursins, eins og systurnar Anna Lára og Guðrún Erla, sem busluðu á sól- arströnd í Nauthólsvík. | Miðopna Morgunblaðið/Ómar Hitinn komst í 19 stig á Þingvöllum KOMIÐ hefur í ljós við rannsóknir vísindamanna að eitt besta ráðið við streitu er að temja sér hæfilegan skammt af leti, segir í frétt danska blaðsins Jyllandsposten. „Vandinn er bara að Danir líta á það sem merki um bjánaskap að vera latur og taka sér pásur í vinnutímanum,“ segir Thoms Milsted sem er fræðimaður hjá Streiturannsóknastöðinni dönsku. „Streitulosun er því í and- stöðu við menningu okkar.“ Tölur frá danskri ríkisstofnun sem rannsakar almannaheilbrigði benda til þess að 44% Dana finni oft eða stundum fyrir streitu. „Leti eykur framleiðslu ákveðinna efna sem vinna gegn streitu,“ segir Milsted. „Púlsinn lækkar, hjartað slær ekki jafn hratt og þrýstingurinn lækkar þegar maður liggur í leti. Fólk getur því í reynd varist streitu með því að leyfa sér markvisst að liggja öðru hverju í leti og byggja sig þannig upp á ný.“ Segir hann að fólk geti til dæmis lagst í sófa í tuttugu mínútur og slakað algerlega á, bæði líkam- lega og andlega. Leti sögð vera holl HÁTT í tveimur þúsundum landeig- enda og ábúenda á Suðurlandi er um þessar mundir að berast bréf frá fast- eigna- og lögmannaskrifstofunni Lög- mönnum Suðurlandi þar sem vakin er athygli á því að mikil aukning hefur orðið á eftirspurn eftir jörðum og landspildum á þessu landsvæði hafi menn hug á að selja. Að sögn Stein- dórs Guðmundssonar, sölumanns hjá Lögmönnum Suðurlandi, var bréfið sent til landeigenda á svæði sem nær frá Hveragerði allt austur að Kirkju- bæjarklaustri. Aðspurður um viðtök- ur við bréfunum sagði Steindór held- ur snemmt að segja til um það þar sem bréfin væru enn að berast fólki, en þau voru póstlögð sl. fimmtudag. Sagðist hann þó vænta þónokkurra viðbragða á næstu dögum og vikum. Steindór segir listann mjög fjöl- breyttan af því sem verið sé að leita eftir. „Þetta er allt frá því að vera lóð- ir sem fólk ætlar að byggja á heils- árshús, yfir í það að verið er að leita eftir beitarlandi, sumarbústaðalóðum og bújörðum,“ segir Steindór og tek- ur fram að viðskiptahópurinn sé afar blandaður. Þar sé ýmist um að ræða fólk sem sé að leita að lóðum undir sumarbústað eða heilsárshús, en einnig nokkuð um hestamenn sem vilji tryggja sér beitarland. Segir hann þó flesta í hópi viðskiptavina vera fólk sem hafi áhuga á frístunda- búskap og skógrækt. Bújarðir hafa verið að hækka í verði Aðspurður um stærð þeirra jarða og landspildna sem leitað sé eftir seg- ir Steindór algengast að verið sé að leita eftir 5–10 hektara svæði í óskipu- lögðu landi með það að markmiði að byggja á jörðinni, 1–3 hektarar sé vin- sælasta stærðin þegar leitað sé eftir landi til ræktunar og landsvæði á bilinu ½–3 hektarar sé algengast þeg- ar leitað sé eftir sumarbústaðalóð. Að sögn Steindórs hafa bújarðir verið að hækka í verði þannig að það sé ekki á færi hvers sem er að kaupa sér jörð. Spurður hvað ráði verði seg- ir Steindór það vera samspil marga þátta svo sem landgæða, aðgengi að vatni og vegum, heitu vatni, mann- virkjum og hvort jörð sé ræktuð. Seg- ir hann landsvæði einnig misvinsæl og nefnir að uppsveitir Árnessýslu séu sérlega vinsælar og landið dýrt. Aukin eftirspurn eftir jörðum á Suðurlandi Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Landeigendur á svæðinu frá Hveragerði að Kirkjubæjarklaustri hafa feng- ið sent bréf frá fasteignasala þar sem vakin er athygli á aukinni eftirspurn. JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvöttu til þess í gær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem Íranar yrðu beinlínis skyldaðir til að hætta tilraunum með auðgun úrans. Frakkar og Bretar, sem hafa fasta- sæti og neitunarvald í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Rússum og Kínverjum, hafa þegar lagt fram til- lögu að ályktun. Er þar vitnað til ákvæðis í stofnsáttmála SÞ um að grípa megi til refsinga fari aðildar- ríki ekki að kröfum öryggisráðsins. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald og Þýska- lands munu eiga fund í dag í New York og reyna að ná samstöðu um aðgerðir vegna deilnanna um til- raunir Írana. Kínverjar og Rússar hafa lengi mælt gegn því að gripið verði til refsiaðgerða og vilja gefa viðræðum meiri tíma. Evrópuríkin hafa í meira en ár reynt að telja Ír- ana á að fara að kröfum SÞ, þau telja ásamt Bandaríkjunum að sú leið sé fullreynd og beita verði þvingunum. Stjórnmála- skýrendur benda á að herskáar yf- irlýsingar sumra leiðtoga Írans síðustu mánuði valdi því að olíu- verð hækki enn frekar sem þýðir auknar tekjur ol- íuríkja eins og Ír- ans. Margir óttast að til hernaðar- átaka geti komið vegna kjarnorkudeilnanna. Íranar fullyrða að ætlun þeirra sé ekki að smíða sprengju, einvörðungu sé um friðsamlegar rannsóknir að ræða. Þeir eru aðilar að alþjóða- samningi um bann við frekari út- breiðslu kjarnavopna, NPT. Íranska þingið sendi Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, bréf á laugardag þar sem það hótar að stjórn Írans verði neydd til þess að segja upp samningnum ef SÞ láti ekki af kröf- um sínum. Verði beitt þvingunum eigi Íran engra annarra kosta völ en segja upp þeim hluta NPT sem heimilar eftirlit Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar og endurskoða aðild ríkisins að samningnum í heild. Hvetja til álykt- unar gegn Íran Jacques Chirac Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.