Morgunblaðið - 08.05.2006, Page 35

Morgunblaðið - 08.05.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 35 Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára Þeir heppnu deyja fyrstir... ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL Sýnd kl. 10.20 B.i. 16 eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv eee LIB, Topp5.is eee Ó.Ö.H. - DV eee SV - MBL eee LIB - Topp5.is Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 B.i. 14 ára AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið ÞETTA VIRTIST VERA HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN ÞAR TIL ANNAÐ KOM Í LJÓS Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills Have Eyes kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára When a Stranger Calls kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára -bara lúxus Eins og þ ú hefur aldrei séð hana áður Eins og þ ú hefur aldrei séð hana áður Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 B.i. 16 ára eeee VJV, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv eee LIB, Topp5.is eee ROGER EBERT eee M.M.J. Kvikmyndir.com eee s.v. Mbl FULLT var út úr dyrum á Geðveika kaffihúsinu sem sett var upp í kjallara Hins hússins, Póst- hússtræti 3-5, á laug- ardaginn en atburð- urinn var á vegum listahátíðarinnar „List án landa- mæra“. Á kaffihúsinu voru á boðstólum klikkaðar kökur og brjálaðar uppákomur í samstarfi við Vest- urport, en viðburð- urinn var í umsjá Hugarafls. Unnið hefur verið að því í nokkurn tíma að stofna geðveikt kaffihús og segir Margrét Guttormsdóttir, ein af skipuleggjendum þess, að nú hilli undir að það hætti að vera draumur og verði að veruleika. Karnival- stemmning með þunglyndislegu ívafi ríkti á kaffihúsinu og segir sirkusstjórinn Margrét að geðveikt kaffihús þjóni margþættum tilgangi. „Þetta er endurhæfing fyrir fólk með geðrænar raskanir og þetta vinnur gegn fordómum,“ segir hún. „Þetta opnar umræðuna og auðveld- ar tengsl á milli þeirra sem haldnir eru þessum röskunum og hinna sem eru það ekki. Svo er þetta líka þekkt meðferðarfyrirkomulag.“ Hugarafl er samstarfshópur iðju- þjálfa og fólks sem hefur geðrænar raskanir en er í bata. Hópurinn vinn- ur að bættum geðheilbrigðismálum. Geðveikt kaffihús á vegum Hugarafls Klikkuð karnivalstemmning Jón Leopold, Jóhann Björn og Hall- grímur Björgvin nutu sín vel á kaffihúsinu í góða veðrinu. Margrét Blöndal og Helgi Þór Einarsson gáfu tvíburunum Agnesi Eiri og Vilhjálmi Loga ljúffenga tertu á meðan amman, Ásdís Johnsen, fylgdist með. Tertan Íris óða, grænar vöfflur og ljúffengar klein- ur eru meðal einkennisrétta Geðveika kaffihússins. Morgunblaðið/Ómar Ferðablað Morgunblaðsins Sumarferðir 2006 fylgir blaðinu miðvikudaginn 24. maí. Vertu með í Sumarferðurm 2006 - blaðinu sem verður á ferðinni í allt sumar. Sumarferðir 2006 Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 18. maí. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Meðal efnis er: • Fjölskylduhátíðir • Gististaðir • Tjaldsvæði • Skemmtigarðar • Hellaferðir • Afþreying fyrir smáfólkið • Bátsferðir • Gönguferðir • Sundlaugar • Uppákomur • Veiði • Hestaleigur • Söfn Þ að er komið vor við Miðjarðarhafið, óaft- urkræft, og keppni í strandblaki stendur yfir á stóra torginu í miðju Montpellier. Léttklæddar stúlkur, franskar og spænskar, í stórum sandkassa með bolta. Er ekki bíóferðum nán- ast ofaukið – og kvöldin björt alveg til klukkan níu. Valið á bíómynd var léttúðugt í samræmi við árstíðina, splunkuný frönsk grínmynd, Quatre Etoiles (Fjórar stjörnur). Næst á skrá hjá mér er hins vegar Pavee Lackeen, einnig ný í frönskum kvikmynda- húsum. Þetta er heimildarmynd um írska förustelpu, tíu ára, sem flækist um í vagni með sinni far- andfjölskyldu (tinkers, nokkurs konar írskir sígaunar) og heldur til við ýmsa vegkanta í útjaðri Dublin. Hún hefur fengið góða umfjöllun í Frakklandi og þykir mjög áhuga- verð. Hins vegar þarf að bíða til 24. maí til að sjá heimildarmyndina um knattspyrnuhetjuna Zidane (franskur, af alsírskum uppruna) sem Sigurjón Sighvatsson fram- leiðir. Hún er nú þegar vel auglýst, og brot úr myndinni lofa góðu. En yfir í léttúðina áFrönsku rívíerunni.Fjórar stjörnur hefst áþví að gömul frænka er að kveðja heiminn og hún ánafnar Franssou 50.000 evrum. Hún stekkur frá kærastanum sínum og fer suður í fjör, á kvikmynda- stjörnuhótelið Carlton í Cannes. Þar hittir hún svindlara sem hún fær þegar augastað á, en hann hef- ur hins vegar augastað á pening- unum hennar. „Tilhugalífið“ er nokkurs konar eltingarleikur og einskis svifist, það er snúið upp á hendur, svikið, njósnað og slegið utan undir. Með í leiknum er fyrrverandi kappaksturshetja, kostuleg fígúra leikin af Francois Cluzet. Það er uppáhaldið mitt, en ekki hægt að kvarta yfir stór- þokkafullri Isabelle Carré í aðal- hlutverki og José Garcia, svindl- aranum skrautlega. Byrjunin á myndinni ersérstaklega flott, gamlakonan og erfðaskráin,og þar glittir í ennþá betri mynd en úr verður. Það kem- ur fljótt í ljós að myndin er um sniðuglega „þversum“ og ósvífið fólk, og kvenmaðurinn þar ekki eftirbátur. Það er upplífgandi út af fyrir sig. Hins vegar vantar snerpu í framvindu sögunnar. Handritið er of léttúðuglega unnið, og það dugar síst þegar gera á sjálfri létt- úðinni skil. Bíókvöld í Montpellier Fjórar stjörnur á Frönsku rívíerunni Eftir Steinunni Sigurðardóttur Leikkonan Isabelle Carré er þokkafull í myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.