Morgunblaðið - 08.05.2006, Síða 13

Morgunblaðið - 08.05.2006, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 13 ERLENT ÍSRAELSKIR hermenn og lögregla fjarlægðu í gær- morgun tugi landtökumanna gyðinga sem höfðu lagt undir sig hús í eigu Palestínumanna í borginni Hebr- on á Vesturbakkanum. Hún er nú að mestu byggð Palestínumönnum en þar eru helgir staðir bæði músl- íma og gyðinga og um sex hundruð gyðingar hafa bú- ið árum saman í miðborginni undir vernd Ísraelshers. Konan á myndinni og félagar hennar höfðu hins veg- ar lagt undir sig þriggja hæða hús utan við hverfi landtökumanna. Fólkið fleygði eggjum og rauðri málningu í lögreglumennina og einhver slagsmál urðu á staðnum. Reuters Landtökumenn fjarlægðir Singapúr. AFP. | Lögreglan í Singapúr stöðv- aði í gær James Gomez, leiðtoga Verkamanna- flokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokks landsins, og yfir- heyrði hann en Gomez var á leið til Svíþjóðar. Stjórnarflokkur Lee Hsien Loong forsætisráðherra, Framtaksflokkur fólksins, PAP, vann yfirburðasigur í þingkosning- unum á laugardag. Lögreglan sagði að Gomez hefði verið yfirheyrður að ósk kjörnefndar landsins. PAP fékk 66,6% atkvæða sem er talsvert minna fylgi en í kosn- ingunum 2001 er hann fékk 75,3%. PAP er þó með 82 af 84 þingsætum á þingi Singapúr og er flokkurinn því nánast einráður. Í borgríkinu Singapúr búa um 4,4 milljónir manna en þar er öflugt við- skiptalíf og stór fjármálafyrirtæki. James Gomez Andstöðu- leiðtogi yfirheyrður GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, segir það vera „uppskrift að hörmungum“ að reyna að koma Tony Blair forsætisráðherra frá í kjölfar ósigursins í sveitarstjórnar- kosningunum. Um 50 þingmenn Verkamannaflokksins eru sagðir hafa skrifað undir áskorun til Blairs um að dagsetja hvenær hann hyggist láta af störfum. Lágmarksfjöldi til að knýja fram leiðtogakjör er 70 þingmenn. Heim- ildarmenn segja bréfið vera samsæri vinstriarmsins í þingflokknum, sem ávallt hefur verið mjög andsnúinn forsætisráðherranum, um að koma Blair frá nú þegar hann stendur höll- um fæti. Hann hefur sagt að hann muni víkja fyrir næstu kosningar en ekki tjáð sig um dagsetninguna. Boða verður til þingkosninga í síðasta lagi árið 2010. Síðustu dagar og vikur hafa valdið Verkamannaflokknum miklum vanda og Blair stokkaði upp í stjórninni í lið- inni viku. Urðu nokkrir öflugir ráð- herrar að víkja eða þá að völd þeirra voru minnkuð. Meðal annars missti John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra ráðuneyti sín en hann hefur orðið uppvís að framhjáhaldi með samstarfskonu. Er jafnvel hugsan- legt að hann hafi brotið bresk lög með ástarleikjum sínum í ráðuneytinu. Gordon Brown, sem talið er nær víst að verði eftirmaður Blairs, sagði að það væri ákvörðun Blairs hvenær hann léti af störfum og hann þyrfti ekki á ráðum „utangarðsmanna“ í þingflokknum að halda í þeim efnum. Brown sagði úrslit kosninganna hafa verið viðvörun og hann hvatti menn til samstöðu, flokkurinn yrði að end- urnýja sig til að vinna upp tapið en valdaskipti í forystunni yrðu að ger- ast með skipulegum hætti. Sagðist Brown ekki vilja neins konar valda- rán. „Fólk vill samheldni. Það vill að stjórnmálamenn eins og ég sýni að þeir geti náð árangri í sameiningu,“ sagði Brown í viðtali hjá ríkissjón- varpinu BBC. „Ég hef verið í stjórnmálum nægi- lega lengi og hef undanfarin 25 ár séð að þegar Verkamannaflokkurinn klofnar og öfgamenn ná völdum í hon- um og hófsemdarmenn missa tökin, þá er voðinn vís. Fólk vill samstöðu. Það vill að stjórnmálamenn eins og ég sýni fram á, að hægt sé að þoka hlut- um áfram en í sátt og samlyndi,“ sagði Brown. Verkamannaflokkurinn að verða hlægilegur? Blair varð forsætisráðherra árið 1997 eftir 18 ára eyðimerkurgöngu Verkamannaflokksins. Þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefur dregið mjög úr vinsældum hans auk hneykslanna sem hafa riðið yfir rík- isstjórnina síðustu vikur. En breska tímaritið The Economist segir of snemmt að spá um það hvort vandi Blairs núna verði talinn upphafið að endalokunum á ferli hans. Gagnrýn- endur hans segi að andstaða margra kjósenda við persónu ráðherrans valdi því að flokkurinn eigi sér ekki viðreisnar von nema Blair hætti strax. En fáir telji á hinn bóginn að Brown muni vinna hylli almennings. Blair verði að sýna festu ef hann ætli sér að hanga á völdunum en geri hann það valdi hann um leið enn meiri gremju hjá þeim sem telji hann eiga að víkja strax. Ritið minnir á að Charles Clarke innanríkisráðherra og Patricia Hewitt heilbrigðisráð- herra hafi orðið að víkja vegna póli- tískra mistaka og deilna en framhjá- hald Prescotts sé einnig slæm klípa. „Hin raunverulega hætta sem stjórnin glímir við er að fólk er farið að hlæja að henni,“ segir The Eco- nomist. „Það er rétt hjá þingmönnum að hafa áhyggjur en þeir ættu að spyrja sig hvort það muni gera flokk- inn síður hlægilegan eða enn hlægi- legri að flæma úr embætti öflugasta atkvæðaveiðara sem hann hefur átt.“ Brown hvetur til samstöðu Reuters Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, yfirgefur upptökusal BBC eftir viðtalið í gær. 50 þingmenn krefjast þess að Tony Blair tilgreini hvenær hann hyggist hætta Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is AMIR Peretz, leiðtoga Verkamannaflokksins í Ísrael, hefur verið lýst sem einum af fyrstu „borgaralegu“ varnarmálaráðherrum lands- ins vegna lítillar hernaðarreynslu hans. Sú ákvörðun Ehuds Olmerts forsætisráð- herra að velja Peretz í varnarmálaráðu- neytið vakti mikla athygli og undrun í Ísr- ael, enda eru öryggismálin enn í öndvegi þar í landi. Ákvörðunin olli miklum titringi í hernum sem hefur vanist því að einhver af fyrrver- andi foringjum hans fari fyrir varnar- málaráðuneytinu. Samstarfsmenn Shauls Mofaz, fráfarandi varnarmálaráðherra, sök- uðu Olmert um að hafa sýnt „ábyrgðarleysi“. Mofaz er fyrrverandi forseti ísraelska her- ráðsins og margir af forverum hans í emb- ættinu voru einnig fyrrverandi hershöfð- ingjar, þeirra á meðal Benjamin Ben-Eliezer og Ehud Barak. „Algjörlega reynslulausir“ Ennfremur vill svo til að forsætisráð- herrann sjálfur hefur litla hernaðar- reynslu, ólíkt forverum hans á borð við Barak, Yitzhak Rabin og Ariel Sharon, sem voru allir fyrrverandi hershöfðingjar. Stjórnmálaskýrandinn Ben Caspit lýsti þessum umskiptum sem „borgaralegri bylt- ingu“ og sagði að færi hún í handaskolum gæti hún haft skelfilegar afleiðingar fyrir Ísrael. „Núna, skömmu eftir að Hamas komst til valda á svæðum Palestínumanna, skömmu áður en Íranar eignast kjarnavopn, eru mennirnir tveir, sem ákveða og staðfesta örlög Ísraelsríkis, báðir óbreyttir borgarar og algjörlega reynslulausir í öryggismálum,“ skrifaði Caspit í dagblaðið Maariv. Peretz olli mikilli reiði meðal fyrrverandi herforingja í Verkamannaflokknum þegar hann gagnrýndi „hershöfðingja og aðmírála“ sem virtust draga í efa að hann væri hæfur til að gegna ráðherraembættinu. Peretz varð að leggja niður skottið á fundi miðstjórnar Verkamannaflokksins á sunnudag þegar hann hyllti hershöfðingjana sérstaklega og kvaðst vera stoltur af þeim. Eitt af fyrstu verkefnum Peretz verður að framfylgja þeirri stefnu stjórnarinnar að draga úr útgjöldunum til varnarmála. Sjálfur hefur hann stutt þau áform mjög eindregið. Háðari hernum? Ephraim Sneh, fyrrverandi hershöfðingi og nú þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að Peretz myndi taka harðari afstöðu gegn landtökumönnum en fráfarandi stjórn. Peretz sýndi varnarmálunum lítinn áhuga fyrir þingkosningarnar 28. mars, lagði þeim mun meiri áherslu á samfélagsmál, meðal annars hækkun lágmarkslauna. Yaariv Oppenheimer, leiðtogi samtakanna „Friður nú“, sem berjast gegn landtöku gyð- inga á hernámssvæðunum, sagði að Peretz kynni að koma með ferskar hugmyndir í varnarmálaráðuneytið þar sem hann steypti ekki allt í sama mót og forverar hans í emb- ættinu. „Ég tel að hann beiti öðrum aðferð- um til tryggja öryggi almennings, ekki að- eins valdbeitingu og morðárásum á hryðjuverkamenn,“ hafði fréttastofan AFP eftir Oppenheimer. Vikublaðið The Economist sagði hins veg- ar að vegna reynsluleysis Olmerts og Peretz kynnu þeir að verða háðari hernum en Rab- in og Sharon, sem voru álitnir þjóðhetjur og gátu róað almenning eftir mannskæð sprengjutilræði í Ísrael. Amir Peretz var kjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins í nóvember þegar hann sigraði Shimon Peres, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Peretz fæddist í Marokkó en fluttist með foreldrum sínum til Ísraels þegar hann var fjögurra ára. Hann er fyrsti leiðtoginn í sögu Verkamannaflokks- ins sem er ekki af evrópskum uppruna. Spenna hefur verið í Ísrael milli gyðinga, sem komu þangað frá Evrópu, og þeirra sem komu frá Norður-Afríku og Aust- urlöndum nær. Reuters Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Amir Peretz varnarmálaráðherra á blaða- mannafundi í Jerúsalem þegar ný ríkisstjórn hlaut samþykki þingsins. Öryggismál Ísraels sögð í höndum „nýgræðinga“ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Bagdad, Kaupmannahöfn. AFP, AP. | Minnst 16 manns féllu og um 50 særð- ust í þrem sprengjuárásum í Bagdad í gærmorgun, aðallega hermenn og 5 féllu um sama leyti í sjálfsmorðs- sprengjuárás í hinni helgu borg Karbala. Þá fann lögreglan í Bagdad sundurskotin lík alls 43 manna sem virðast hafa verið felldir í átökum milli trúarhópa. Fyrsta árásin í Bagdad var gerð fyrir hádegi á sunnudag og var beint að varðstöð hersins í Adhamiya- hverfi. Önnur árás var gerð á eftirlits- hóp lögreglumanna en þar lést einn óbreyttur borgari og fimm særðust. Í Karbala sprakk sprengja sjálfsmorð- ingja þegar fólk var á leið til vinnu sinnar og létu 5 manns lífið. Bresk Lynx-herþyrla var að sögn íraskra stjórnvalda skotin niður með flugskeyti yfir Basra í sunnanverðu Írak á laugardagsmorgun og létu fimm Bretar lífið. Breski herinn var þó í gær ekki búinn að staðfesta að þyrlan hefði í raun verið skotin niður. Í kjölfar hrapsins brutust út átök milli borgarbúa og breskra hermanna og féllu í það minnsta fjórir Írakar, þar af eitt barn, og 31 særðist. Basrabúar, að því er talið er fyrst og fremst stuðningsmenn hins herskáa sjíta- klerks Muqtada al-Sadrs, þustu að þyrlunni eftir að hún hrapaði og fögn- uðu. Var þetta sýnt í sjónvarpi í Írak og einnig þegar breskir hermenn skutu viðvörunarskotum. Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins seg- ir hermennina hafa skotið þremur skotum að mannfjöldanum. Útgöngu- banni var komið á og náðist að tryggja ró á svæðinu um kvöldið. Danir áfram í Írak Danska stjórnin hefur ákveðið að framlengja um eitt ár veru um 500 manna herliðs í Írak. Skoðanakönnun sem gerð var fyrir hugveituna Man- dag Morgen og birt í gær gefur til kynna að meirihlutinn styðji ákvörð- unina. 41% sagði að Danir ættu að vera áfram í Írak meðan herliðið hefði þar verk að vinna. Hins vegar vildu 30% að liðið yrði þegar kallað heim. Þrjú blóðug tilræði í Írak um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.