Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 27 MINNINGAR ✝ Franz Gíslasonfæddist í Reykjavík 19.11. 1935. Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík miðviku- daginn 26.4. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson sjómað- ur, f. 2. 5. 1895, d. 14. 1. 1964 og Ólöf Gissurardóttir verkakona og hús- móðir, f. 16. 1. 1916, d. 7. 9. 1995. Þau bjuggu í Reykjavík, skildu. Ólöf giftist aftur 1956 Ragnari Eiríki Björnssyni verkamanni, ættuðum úr Jökulsárhlíð, f. 30. 10. 1914, d. 1998. Bræður Franz eru Ágúst Ragnar rafvirki, f. 3. 10. 1938, d. 2001, og Gissur Björn Eiríksson, f. 5. 11. 1956. Franz kvæntist 16. 6. 1957 Helgu Harðardóttur launafull- trúa, f. 30. 10. 1936, dóttur Harðar Gestssonar og Ragnheiðar Sveins- dóttur. Þau skildu 1964. Sonur þeirra er Örn, f. 20.3. 1962, maki Hólmfríður Hemmert Sigurðar- dóttir, f. 22.7. 1963. Börn þeirra eru Ernir Hrafn, f. 13.11. 1986, og Margrét Helga, f. 10.12. 2004. Franz kvæntist 6. 4. 1966 Sig- rúnu Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 7. 8. 1941, dóttur Björns Laxdals Jónssonar og Kristjönu Kristjánsdóttur. Þau skildu 1980. Synir þeirra eru: a) Bjarki, f. 17.8. 1965, maki Sigríður Guðný Sigurðardóttir, f. 11.12.73, sonur Bjarka og Ingu Eiríksdótt- ur, f. 24.5. 1969, er Brynjar, f. 29.11. 1993. b) Brjánn, f. 19.12. 1968, maki Auður Dagný Jónsdótt- ir f 27.1. 1972. Dóttir Brjáns og Lilju Dísar Guðbergsdóttur, f. 25.3. 1969 er Íris Dröfn, f. 20.4. 1988. Synir Brjáns og Auðar eru, Kommatrimminu sem var hópur áhugafólks um göngur um fjöll og óbyggðir. Einnig var hann félagi í Félagi leiðsögumanna og Rithöf- undasambandinu. Franz fór að fikta við þýðingar 1974 og hefur síðan þýtt allmargt af skáldskaparkyni úr þýsku (Heinrich Böll, Peter Handke, Pet- er Bichsel, Deszö Monosloy, Herta Müller, Michael Ende og ensku (D. M. Thomas, Jerzy Kosinski) Sumt birtist í útvarpi, annað á bók, enn annað er óbirt. Var þýðandi og meðútgefandi að Íslandshefti tímaritsins die horen í Bremer- haven 1986. Hann þýddi reglulega íslenska bókmenntatexta fyrir tímaritið í samvinnu við Wolfgang Schiffer, nú síðast 2006. Vann ásamt fleirum að þýðingu ljóða- safnsins Ich hörte die Farbe blau (Edition die horen 1992), þýddi ásamt Wolfgang í Köln safn ljóða Stefáns Harðar Grímssonar Geahnter Flügelschlag (Kleinhein- rich 1992), Snorra Hjartarsonar Brennend fliegt ein Schwan (hjá sama forlagi 1997) og Baldurs Óskarssonar Zeitland (sama forlag 2000). Að auki þýddi hann ýmis- legt fleira á þýsku ásamt Wolf- gang og fleirum, þar á meðal fjöl- margt í sýnisbók íslenskra bókmennta, Wortlaut Island (die horen 2000). Hafði umsjón með út- gáfu þýsks ljóðasafns á íslensku (Og trén brunnu, M&M 1989) og þýsks smásagnasafns (Sögur frá Þýskalandi, M&M 1994). Skrifaði sögu Vélskólans Vélstjóramennt- un á Íslandi 1915-90, sat í ritnefnd tímarits þýðenda Jóni á Bægisá og ritstýrði ásamt Þorsteini Jónssyni ættfræðingi Vélfræðinga- og vél- stjóratali (5 bindi, komu út hjá Þjóðsögu ehf. 1996-97). Hann rit- stýrði riti um föðurætt móður sinnar, Grasaættin (gefin út af rit- nefnd ættarinnar 2004). Franz vann að gerð þýsk-íslenskar orða- bókar fyrir Íslenska málstöð ásamt fleirum til dauðadags. Útför Franz verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Arnór Franz, f. 22.1. 1994 og Sigurður Bjarki, f. 16.6. 1995. Fyrstu árin bjó Franz í Reykjavík en var sendur í sveit á sjötta ári, að Núpum í Fljótshverfi, þar átti hann að vera eitt sumar. Það endaði með að hann ólst þar upp hjá Helga Bjarnasyni bónda og Agnesi Sigmunds- dóttur og syni þeirra Sigmundi Þorsteini og sambýliskonu hans Þórdísi en þau eru öll látin. Hann fór frá Núp- um þegar framhaldsskólagangan hófst. Franz gekk tvo hálfa vetur í barnaskóla í Múlakoti á Síðu, lauk landsprófi í Skógaskóla 1953, var næstu þrjú ár í ML en tók stúdents- próf í MR vorið 1957, lauk dipl. hist.-prófi í sögu í háskólanum í Leipzig í ágúst 1965 og prófi í upp- eldis- og kennslufræði í HÍ 1967. Franz vann sveitastörf í bernsku, var verkamaður á náms- árunum, blaðamaður á Þjóðviljan- um sumarið 1957 og skrifaði næstu ár allmikið í blaðið, gegndi skrif- stofustarfi hjá Verðlagsstjóra 1958-59, kenndi í Gagnfræðaskól- anum í Kópavogi 1965-66 en var síðan kennari við Vélskóla Íslands uns hann fór á eftirlaun í ársbyrj- un 2000. Franz starfaði auk þess mörg sumur sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn. Franz var mjög virkur í ýmsum samtök- um ungra sósíalista 1958-69, Æskulýðsfylkingunni, SÍA, HRÍM. Hann var félagi í Alþýðubandalag- inu í fáein ár en gekk út 1969, sagði sig úr Þjóðkirkjunni um svipað leyti og var síðan óvirkur í félagsmálum að frátöldum kenn- arafélögum, húsfélögum og Pabbi sagði oft við mig að ef manni liði illa væri gott að skrifa það niður því þá gæti maður betur skilið hvað væri að. Ég veit svo sem hvað er að núna, pabbi er dáinn, en samt held ég að best sé að rita nið- ur einhver orð til að skilja hvers vegna það tekur mig svo sárt. Þegar ég var lítill minnti pabbi mig á jólasveininn; kannski var það skeggið, kannski lundarfarið – eða hann var svo oft á fjöllum eins og hann. Síðar þegar ég varð stærri tók hann mig oft með sér upp á fjöll. Þegar við fórum á Horn- strandir fauk tjaldið ofan af okkur fyrstu nóttina og við þurftum að flýja í sæluhús, pabbi var alla nótt- ina að sauma tjaldið saman. Held að hvaða saumakona sem er hefði get- að verið stolt af slíkum saumaskap því tjaldið hélt þær vikur sem við gengum frá Jökulfjörðum yfir á Látravík og svo hvern fjörð og vík á Hornströndum uns við komum í Að- alvík. Það sem stendur upp úr þeg- ar við vorum á Lónsöræfum var að við gengum upp Snæfell á fyrsta degi. Mér leið þá eins og alvöru fjallgöngumanni (Pabbi var Hillary og ég Tenzing), aðeins 12 ára gam- all og hugsaði að næsta fjall yrði Everest eða Tindfjöll. Við komumst að vísu aldrei upp á Tindfjöll en við reyndum þó tvisvar, Everest held ég að verði að bíða. Á göngum með pabba var hann duglegur að fræða mig bæði um land og þjóð, en að- allega frá Njálu. Hann hlýtur að hafa sagt mér alla söguna í þessum ferðum því þegar ég var í fram- haldsskóla og þurfti að lesa Njáls- sögu fyrir próf kunni ég hana nær utan að. Held það hafi glatt hann því nauðgun mín á íslenskri tungu var nú ekki alltaf að hans skapi. Þegar pabbi var ekki á fjöllum, þá glitti í hann bak við ritvél og síð- ar þegar tækninni fleygði fram á bak við tölvu. Var hann þá að þýða eða semja eitthvert stórvirkið. Hann kom líka oft með ferskeytlur og sú sem stendur mér efst í huga er stakan sem hann samdi um okk- ur bræðurna: Röltir út á rólugrund rándýrsson frá Grænlandi brosir títt með ljúfa lund lítill hóll frá Írlandi Mér fannst nú óttalega lélegt þegar ég var yngri að vera kallaður „lítill“ en þegar ég stálpaðist fannst mér samt ekki amalegt að eiga um mig vísu og ekki verra að vita hver höfundurinn var. En þegar ég var lítill fannst mér þó mest varið í stökuna sem hann samdi um kött- inn minn: Liggur oft og latur er líður skrýtið stýrið teygir haus á tána á sér trítill heitir dýrið Það er svo margt sem ég vildi minnast um pabba, en held ég viti nú eftir þessi skrif hvers vegna mig tekur það svo sárt að hann sé far- inn. Vinir mínir sögðu oft: „Pabbi þinn er fínn karl“ og ég held að það sé mergur málsins. Ég vona að vinir barnanna minna muni segja það sama um mig þegar ég verð stór. Bless pabbi. Þinn sonur, Brjánn. Við Franz vorum hálfbræður, Franz og Ágúst voru synir móður minnar frá fyrra hjónabandi henn- ar. Franz fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1935 en Ágúst 3. október 1938. Ég er fæddur í síðari hjóna- bandi móður minnar 5. nóvember 1956. Ágúst dó 9. apríl 2001. Þetta er kannski tilviljun að þeir bræður Ágúst og Franz skyldu andast í sama mánuði, í apríl. Eða kannski veit það á eitthvað. Upp úr 1950 var það ekki nema fyrir sérstök gáfumenni að ljúka stúdentsprófi og fara í háskóla, sér- staklega erlendis, og ljúka námi. Franz Gíslason var einn af þeim sem luku háskólaprófi erlendis á þessum tíma. Á þessu tímabili á Ís- landi, milli 1945 og 1970, var mikill skortur á háskólamenntuðum kenn- urum sem vantaði í íslenska menntakerfið – vegna þess að nú til dags eru menntaskólar og grunn- skólar fleiri. Það eru þúsund nem- endur í mörgum menntaskólum að læra nú til dags hér á landi. Franz Gíslason hálfbróðir minn lauk landsprófi í Skógaskóla 1953, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957 og fór þá til náms í Leipzig í Austur-Þýskalandi 1957 og lauk prófi í sagnfræði 1963 það- an. Einnig lauk hann prófi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands 1964–1965. Eftir það gerðist hann kennari við Vélskóla Íslands og gegndi því kennarastarfi þangað til hann fór á eftirlaun. Franz ólst upp á Núpum í Vestur-Skaftafellssýslu og það þurfti kjark og dugnað fyrir sveitapiltinn að manna sig upp til að ljúka stúdentsprófi og fara í há- skólanám erlendis og ljúka því. Ég hef það fyrir satt að Franz hafi ver- ið yfirburðamaður í fimleikum á menntaskólaárum sínum á Laugar- vatni. Ætli ég hafi ekki verið um sjö ára aldur þegar ég sá Franz í fyrsta sinn að hann gaf mér súkku- laðistykki þegar hann kom til Ís- lands í stutta heimsókn frá námi sínu um 1962. Þegar hann lauk námi um 1963 bauð hann Marokkó- manni í stutta heimsókn eða Alí sem hann heitir. Alí og Franz voru saman í háskólanum í Leipzig. Franz tjáði mér að Alí hefði lent í slysi á námsárum sínum í Leipzig og ílengst í Þýskalandi. Alí býr nú í Hamborg í Þýskalandi og flytur inn ávexti frá Marokkó til Þýskalands vegna þess að hann lenti í slysi. Ég hef það fyrir satt frá móður minni heitinni að Alí og Franz hafi á námsárum sínum í Þýskalandi borð- að myglaðan mat. Þegar Franz var við nám var nokkrum erlendum námsmönnum boðið til Sovétríkjanna. Þar hitti Franz Yuri Gagarín, fyrsta geimfar- ann, og í veislunni fékk Franz eig- inhandaráritun hjá Gagarín. Einnig starfaði Franz í fjölda ára sem leiðsögumaður á sumrin fyrir erlenda ferðamenn, aðallega þýska og enska ferðamenn. Þegar ég veiktist 1975 og lagðist inn á Kleppsspítalann í fyrsta sinn 1976 kom Franz í heimsókn til mín á spítalann. Þegar ég lá fárveikur á Kleppsspítalanum var Franz sá eini sem heimsótti mig þar. Franz hefur verið stoð mín og stytta í veikindum mínum. Þegar ég hef þurft á aðstoð að halda hefur Franz alltaf verið hjálpsamur. Nú þegar Franz er horfinn á braut bið ég að heilsa öll- um dánum og framliðnum. Ég votta öllum ættingjum og skyldmennum samúð mína. Þinn hálfbróðir, Gizzur Björn Eiríksson. Leiðir okkar Franz lágu fyrst saman á vordögum 2002 í Rúg- brauðsgerðinni í Reykjavík. Þar var Grasaættin kölluð til fundar til und- irbúnings niðjamóts. Ættin telur frá þeim hjónum sem lengst af bjuggu í Kálfafellskoti í Vestur-Skaftafells- sýlu, en síðar í Brúnavík í Borg- arfjarðarhreppi eystra, þeim Þór- unni Gísladóttur ljósmóður og grasakonu og Filippusi Stefánssyni bónda og silfursmið. Gengið var rösklega til verka þarna á fund- inum, ákveðið að gefa út ættarrit um afkomendur þeirra hjóna. Franz tók að sér ritstjórn verksins og rit- nefndin starfaði síðan undir styrkri stjórn hans. Ritið, allmikið að vöxt- um, kom svo út tveimur árum síðar, með upplýsingar um 768 afkomend- ur þeirra hjóna og sögu ættarinnar. Þar tvinnar hann listilega saman ættarsögunni og sögu þjóðarinnar á þessum tíma; sögu fátæks alþýðu- fólks sem var að brjótast til bjarg- álna um aldamótin 1900. Þórunn grasakona þótti stjórn- söm og stórlynd, hennar nánustu hafi nánast orðið að sitja og standa eins og hún mælti fyrir um. Franz segir í bókinni „Langt er síðan ég heyrði að hún hefði haft afskipti af kvonfangi Gissurar afa míns þegar honum varð það á að stíga siðferði- legt víxlspor með ömmu minni, Helgu Jensdóttur, bláfátækri stelpu úr Önundarfirði vestur. Hvað um það, þessu víxlspori þakka ég mína eigin tilvist!“ Kannski er þarna komin skýring á því hversu fáa hann þekkti í ættinni og sjálfur seg- ir hann m.a. „… þegar við tókum að safna efni í bókina gat ég talið þá sem ég þekkti á fingrum annarrar handar – núna þekki ég flesta með nafni og jafnvel í sjón. Þetta er gott. Kynni við annað fólk auðgar æv- inlega tilveru okkar og gerir líf okk- ar innihaldsríkara.“. Undir þetta tökum við því það var virkilega fengur í að kynnast Franz en kynn- in hefðu mátt vera miklu lengri. Við sem með fleirum sátum í rit- nefnd Grasaættarinnar viljum að lokum þakka Franz fyrir mikið og óeigingjarnt starf við útgáfu bók- arinnar og afar ánægjuleg kynni. Það er alveg ljóst að ef ekki hefði komið til eljusemi hans þá hefði hún seint orðið að veruleika. Við vottum sonum Franz og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Ásta Gunnarsdóttir, Gissur Þór Árnason, Gróa Sigurbjörnsdóttir, Halldór Árnason. Ég hef átt því láni að fagna að hafa getað talið Franz með vinum mínum um 35 ára skeið. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman er við vorum samflota sem fararstjórar með þýskumælandi ferðamenn um há- lendi Íslands. Franz var hafsjór af fróðleik um Ísland og fannst gaman að miðla þekkingu sinni til ferða- manna. Ef saman fór fróðleiksfús hópur og viljugur til göngu þá var hann í essinu sínu. Hann var mikill göngumaður og var því eftirsóttur fararstjóri fyrir atorkusama hópa eins og þýska alpaklúbbinn. Við þetta starfaði Franz flest sumur í um 40 ár. Aðalstarf hans var þó kennsla. Hann réðst til Vélskóla Ís- lands sem tungumálakennari 1966. Fyrir hönd nemenda sinna og skól- ans hafði Franz mikinn metnað og gerði kröfur til nemenda. Sam- kennarar og nemendur mátu Franz mikils; hann var deildarstjóri í máladeild skólans, formaður kenn- arafélags, sat í skólaráði og um ára- bil buðu útskriftarnemar 4. stigs Franz með sér sem fararstjóra í út- skriftarferðina. Þetta þótti mikil viðurkenning fyrir kennara; sýndi að nemendur mátu viðkomandi sem félaga en ekki eingöngu sem læri- föður. Sumarið 1977 vissi Franz að ég var að leita að vinnu og varð hann þá til þess að fá mig til kennslu í eðlisfræði í 4. stigi Vélskólans. Með þessu hafði Franz mikil áhrif á mitt líf, því þar hef ég verið síðan. Við vorum því samkennarar í 25 ár og er margs að minnast, því ýmislegt var brallað, sérstaklega hér á árum áður! Oft naut ég íslensku- og mála- kunnáttu hans vegna kennslu- eða þýðingarstarfa minna. Franz varð smám saman einn helsti sérfræðingur landsins í þýð- ingum á tækni-, vélfræði- og sjó- mennskuorðum og voru gefnar út orðabækur á dönsku og ensku, sem hann vann með, og í samráði við, samkennara sína. Þjóðþekktur hefur Franz orðið vegna kynningarvinnu sinnar á ís- lenskum skáldverkum og skáldum í Þýskalandi. Þar vann hann gífur- lega mikið og óeigingjarnt starf með ýmsum íslenskum og þýskum fræðimönnum. Franz var ættrækinn maður og fannst mikilvægt að halda á lofti minningu forfeðra sinna. Þessi vinna hans var að mestu leyti sjálf- boðavinna og gat hann þá setið löngum stundum við tölvuna púandi pípuna sína milli tarna. Seinni árin átti Franz við nokkurt heilsuleysi að stríða en fáa grunaði að komið væri að kveðjustund, enda nýbúið að halda upp á sjötugsaf- mæli kappans. Það var hins vegar hans stíll að vera ekki að gera veður út af hlutunum heldur að ganga í málið, þetta væru ekki vandamál, heldur verkefni. Ég er þakklátur hans vegna að hann þurfti ekki að dvelja óvinnu- fær, langdvölum á sjúkrastofnun- um. Í lok apríl birtist viðtal við Franz í menningarkálfi Morgun- blaðsins vegna vinnu hans við nýtt hefti þýska tímaritsins „Die Horen“, þar sem fjallað er eingöngu um íslenska samtímaljóðlist. Virtist hann vera við hestaheilsu á mynd sem fylgdi með viðtalinu. Þetta var eins og Franz vildi hafa það, enda þótt svo skjótur viðskilnaður sé ætt- ingjum og vinum oft erfiður. Við samkennarar Franz í Vélskól- anum söknum vinar og góðs félaga. Hans verður minnst er við hittumst og verður hans góði og létti andi okkur veganesti þar til okkar er æv- in öll. Eftirlifandi bróður Franz, sonum, tengdadætrum og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigurður R. Guðjónsson. Með Franz Gíslasyni kveðjum við þýðendur einn mikilvægasta bók- menntaþýðanda síðustu áratuga og hefur hann í samvinnu við marga félaga sína unnið sleitulaust að brú- arsmíðum þeim milli menningar- heima sem þýðingar eru. Franz hef- ur verið sérstaklega iðinn að koma íslenskum bókmenntum á framfæri á hinu þýska málsvæði og má með réttu þakka honum fyrir hluta þess árangurs sem nú er að nást í kynn- ingu íslenskra bókmennta í Þýska- landi. Hann hefur einnig verið með- al þeirra sem ötullega hafa þýtt erlendar bókmenntir á íslensku bæði úr ensku og einkum þýsku. Hefur framlag hans á því sviði án efa auðgað íslenskar samtímabók- menntir. Við þýðendur söknum því eins öflugasta liðsmannsins úr okk- ar hópi því við vitum að fáir verða til að fylla það skarð sem Franz skilur eftir. Hins vegar munu verk hans lengi lifa. Gauti Kristmannsson, formaður Bandalags þýðenda og túlka. FRANZ GÍSLASON  Fleiri minningargreinar um Franz Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigurður A. Magnússon, Örn Erlendsson, Wolfgang Schiffer,Ragnar Stef- ánsson, Kristín Benediktsd́óttir, Jón Bjarni Atlason, Gísli Már Gísla- son, Árni Hjartarson og Árni Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.