Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 21 Á nýafstöðnum aðal-fundi Landverndarvoru samþykktarnokkrar ályktanir sem vert er að fagna. Þær gefa til kynna afdráttarlausa stefnu samtakanna og kalla fram minningar um kraft- miklar ályktanir Nátt- úruverndarráðs, sem starfaði samkvæmt lög- um til loka árs 2001 þegar um- hverfisráðherra Framsókn- arflokksins Siv Friðleifsdóttir gekk fram fyrir skjöldu og lagði það niður. Við þá gjörð var því haldið fram að frjáls fé- lagasamtök myndu taka við hlutverki ráðs- ins. Ljóst var þá þegar að þetta var óraunsætt enda ekki orðið raunin hingað til. Þar kemur m.a. til sú stað- reynd að fjár- hagslegt bol- magn samtaka áhugafólks hefur verið afar takmarkað og ekki gert þeim kleift að leggjast á árar eins og hugur stendur til. Á sama tíma hafa stjórnvöld sett ómælda fjár- muni í áróður fyrir stór- iðjustefnu sinni, og ráðist með því til atlögu við sjón- armið náttúruverndar og ekkert til sparað. Þannig hafa stjórnvöld teflt fram skrifstofu markaðsmála í iðn- aðarráðuneytinu (áður MIL og nú „Invest in Iceland Agency“) auk verkefnaráð- inna áróðursskrifstofa á veg- um Landsvirkjunar. Áhuga- mannasamtök um náttúru- vernd hafa ekki haft forsendur til að hrinda þessu ofurefli þótt fjölmargir skipi sér þar í sveit. Félagasam- tökin eru nú í auknum mæli að átta sig á nauðsyn þess að stjórnvöld fái skýr og af- dráttarlaus merki um vilja þeirra sem unna náttúru landsins. Í því umhverfi sem nú hefur skapast er mik- ilvægt að áhugamannasamtök á sviði náttúruvendar fái til liðs við sig sérfræðinga á ýmsum sviðum náttúruvís- inda, sérfræðinga sem skv. eldri lögum áttu formlega að- ild að Náttúruverndarráði. Með slíku samstarfi munu ályktanir samtaka áhugafólks fá aukið vægi og stjórnvöld eiga erfiðara með að hundsa þær og ýta til hliðar. Gegn stóriðjustefnu Ályktanir Landverndar, sem áður eru nefndar, fjalla um veigamikil atriði og í þeim er fólgin afdráttarlaus krafa til stjórnvalda um að þau endurskoði stóriðjuáform sín og önnur áform sem fyr- irsjáanlega valda röskun á náttúru og lífríki. Þannig er kallað eftir stefnumörkun um hálendisvegi og aðra mann- virkjagerð á hálendinu. Slík stefnumörkun tryggi að ekki verði lagðir fleiri uppbyggðir vegir í viðkvæmu landslagi hálendisins né heldur reistar hálendismiðstöðvar eða hótel. Slík mannvirki eigi að reisa í jaðri hálendisins, eins og gildandi skipulag miðhálend- isins gerir ráð fyrir. Þá er hvatt til þess að stjórnvöld láti af umsátri sínu um há- lendi Íslands, hálendið eigi að vera griðasvæði og afar brýn- ir hagsmunir þurfi að vera til staðar ef heimila eigi þar mannvirkjagerð. Rammaáætl- un um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er fundinn staður í ályktunum Landverndar og hvatt til þess að frekari áform um virkj- anir verði lagðar á hilluna a.m.k. fram til ársins 2009, þegar gert er ráð fyrir að öðrum áfanga rammaáætlunar ljúki. Loks má geta þess að aðal- fundur Land- verndar hvetur til víðtækrar sáttar um að Reykjanes verði lýst eld- fjallagarður og fólkvangur, en slíkt stríðir gegn stórfelldum virkj- unaráformum orkufyrirtækja á svæðinu. Forgangsraðað í þágu nátt- úruverndar Öllum þessum ályktunum ber að fagna um leið og látin er í ljósi sú von að Landvernd endist kraftur og fjármagn til að vinna að framgangi þessara brýnu verkefna á næstu misserum. Mínum stuðningi við þá vinnu er heitið hér með. En þegar þær kröfur, sem settar eru fram í ályktunum aðalfund- arins, eru bornar saman við stefnu ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna almennt hlýtur að skjóta upp kollinum spurningin um það með hvaða hætti fólk sem ber umhverfis- og náttúruvernd fyrir brjósti geti tryggt hugsjónum sínum brautargengi í sveitar- stjórnum og á Alþingi. Varla sjá menn bjargvætt í Sjálf- stæðisflokknum, sem ásamt Framsókn hefur staðið fyrir stefnu sem valdið hefur stór- felldu raski á hálendi Íslands í tíð samstjórnar þessara flokka allt frá árinu 1995. Þar hefur Framsókn dregið vagn- inn og fáir munu hugsa til stuðnings við þann flokk og skilgetið afkvæmi hans í Reykjavík undir felustöfunum ex-bé. Mörgum er líka eflaust ljóst að Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn hafa í reynd stutt við bakið á rík- isstjórninni í stóriðjuáform- unum, bæði á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur, þótt einstakir félagar þessara flokka hafi andæft. Ég hlýt að vænta þess að nátt- úruverndarfólk átti sig á því í ríkari mæli en áður að það stendur í pólitískri baráttu. Stuðningur við náttúruvernd er pólitík í síst minna mæli en aðrir hagmunir. Því hljóta margir að hugleiða vel hvern- ig atkvæðinu verði best varið í komandi kosningum. Von- andi komast sem flestir þeirra að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að forgangs- raða í þágu náttúruverndar og styðji í kjörklefanum Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem teflir fram hreinum línum í þágu nátt- úruverndar nú sem fyrr. Náttúruvernd, pólitík og kjörklefinn Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur Kolbrún Halldórsdóttir ’Stuðningur viðnáttúruvernd er pólitík í síst minna mæli en aðrir hags- munir.‘ Höfundur er þingmaður vinstri-grænna í Reykjavík. fremst flugvöllur á ýra lífsgæði gin mun ðir munu þvert yfir i hávaða.“ irflugið muni aukinheldur hafa áhrif á öryggi íbúa og tekur einn- ig fram að talsverð sjón- mengun muni hljótast af flugvelli á Lönguskerjum fyrir bæjarbúa. Jónmundur segir að fyrir utan allt þetta liggi ekki einu sinni fyrir að Löngu- skerin séu hentugasta stað- setningin fyrir nýjan innan- landsflugvöll verði hann færður úr Vatnsmýrinni. „Af þeim ástæðum einum finnast mér bollaleggingar Framsóknarflokksins í Reykjavík um að setja flug- völlinn á Löngusker, ótíma- bærar.“ Aðspurður segir Jónmundur að bæjarfélagið hafi ekki mótað af- stöðu til staðsetningu innanlands- flugsins. „Mín skoðun er hins veg- ar sú að einungis tveir kostir séu í stöðunni; annars vegar að völlurinn verði áfram á sínum stað, þá mögu- lega í smækkaðri mynd, og hins vegar að hann verði fluttur til Keflavíkur. Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík segist í stefnuskrá sinni fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor boða þjóðarsátt um nýjan innan- landsflugvöll á landfyllingum á Lönguskerjum. Björn Ingi Hrafns- son segir, vegna fyrrgreindra um- mæla Jónmundar, að hinir ýmsu bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins í nágrannasveitarfélögum Reykja- víkur hafi gert tilkall til Löngu- skerja, að undanförnu. Umræða verið í 35 ár „Það vill hins vegar til að umræða um flugvöll á Lönguskerjum hefur staðið yfir í 35 ár, og það liggur fyrir að hann [flugvöllur á Löngu- skerjum] er annar af tveimur kost- um sem koma til álita hjá nefnd borgarstjórnar og samgöngu- yfirvalda í landinu. Það getur því ekki komið bæjarstjóranum á Sel- tjarnarnesi á óvart að verið sé að ræða þennan möguleika. Fari svo að þessi möguleiki verði ofaná á endanum, sem ég tel líklegt, gefur augaleið að þá fari í hönd samráðs- ferli við Seltirninga og önnur sveit- arfélög í kring.“ in tilheyri Seltirningum rn Ingi fnsson                !              g blíðu. a í gær. Morgunblaðið/Ómar num og lék Cirese Summerrose, fiðlu sína fyrir vegfarendur. Sól og ís fara óneitanlega vel saman eins og flestir vita. Þessar stúlkur virtust í það minnsta sannfærðar þar sem þær spókuðu sig með ísinn á Ingólfstorgi í blíðunni í gær. Mikill fjöldi lagði leið sína í sundlaugar borgarinnar, og þessir spræku krakkar léku sér í sólinni í sundlauginni í Kópavogi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við í gær. lt land Í Nauthólsvík var gleði og gaman í gær og þónokkur mannfjöldi saman kominn á sandinum. Það gerði lítið til þótt ekki tækist alltaf að halda sig á steinunum, enda sjórinn ylvolgur og föt og fólk fljótt að þorna í sól og 18 stiga hita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.