Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Grímsey | Magnús Bjarnason skipstjóri á Sædísi EA 54 fékk heldur bet- ur stóran feng þegar hann fór og vitjaði hákarlalóðar sem hann hafði lagt 5 mílum sunnan við Grímsey. Þetta var 798 kg hákarl, 4,30 metrar á lengd. Í hífingunni kom í ljós að karl var pakksaddur því upp úr hon- um komu tveir heilir kópar ásamt ýmsu smálegu. Með Magnúsi í ferð- inni var Monika Stefánsdóttir. Morgunblaðið/Helga Mattína Monika og Magnús skipstjóri ásamt forvitnum krakkaskara sem flykktist niður á bryggju til að sjá bæði hákarlinn og kópana tvo. Hákarlinn gubbaði tveimur kópum ÞRJÁR bifreiðar eru gjörónýtar eftir íkveikju í Salahverfi í Kópavogi á þriðja tím- anum aðfaranótt sunnudags. Þegar lögregl- an í Kópavogi kom á vettvang var jeppa- bifreið alelda og áður en slökkvilið kom á staðinn hafði eldurinn breiðst út í tvo nær- liggjandi bíla. Miklar sprengingar fylgdu brunanum þannig að hætta stafaði af en slökkvistarf gekk greiðlega. Fljótlega vöknuðu grunsemdir um að ákveðinn maður hefði kveikt í bílunum og var hann handtekinn í heimahúsi í Reykja- vík og færður til yfirheyrslu þar sem hann játaði verknaðinn. Ekki liggur fyrir hvaða hvatir bjuggu að baki íkveikjunni. Morgunblaðið/Ómar Þrír bílar brunnu VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem tengist aukn- um líkum á algengu formi krabbameins í blöðru- hálskirtli. Uppgötvunin var gerð í erfðarann- sóknum hér á landi og hefur verið staðfest af samstarfsaðilum í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Niðurstöðurnar eru birtar í dag í grein eftir vísindamenn ÍE og íslenska, bandaríska og sænska samstarfsaðila þeirra í vísindatímarit- inu Nature genetics. Greint var frá þessari upp- götvun og þýðingu hennar í krabbameinsrann- sóknum í ítarlegri grein sem birtist í New York Times í gær. „Um 19% karla af evrópskum uppruna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli eru með þennan breytileika sem virðist auka lík- ur á þessu tiltekna krabbameini um 60% og vera ábyrgur fyrir um 8% tilfella. Breytileikinn hefur sambærileg áhrif meðal svartra Bandaríkja- manna en vegna mun hærri tíðni er hann talinn ábyrgur fyrir um 16% tilfella meðal þeirra og skýrir að hluta hærri tíðni þessa krabbameins í svörtum Bandaríkjamönnum,“ segir í fréttatil- kynningu Íslenskrar erfðagreiningar þar sem greint er frá niðurstöðunum í gær. Breytileikinn fannst á svæði á litningi 8 sem mjög oft er afbrigðilegt í æxlum í blöðruháls- kirtli og hefur mögulega að geyma erfðavísi með óþekkt hlutverk. svonefndri CAPS1 rannsókn á blöðruhálskirt- ilskrabbameini í Svíþjóð og úr erfðarannsókn- um á blöðruhálskirtilskrabbameini við North- western og Michigan háskólana í Banda- ríkjunum. Skv. upplýsingum ÍE voru alls greind sýni úr 3.430 sjúklingum og 2.675 einstaklingum í við- miðunarhópi í rannsókninni. Upplýsingar um sjúklinga á Íslandi komu úr Íslensku krabba- meinsskránni en erlend sýni og greiningar úr Vísindamenn ÍE finna áhættuþátt krabbameins í blöðruhálskirtli Virðist auka líkur á krabbameininu um 60% Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞAÐ er mjög áhugavert að þetta er í fyrsta skipti sem það finnst breytanleiki sem eykur líkurnar á blöðruháls- kirtilskrabbameini. Einu [áhættuþættirnir] sem menn hafa fundið hingað til sem tengjast auknum líkum á þessu krabbameini eru fjöl- skyldusaga og aldur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, við Morgunblaðið. Að mati Kára er hér um að ræða mjög mik- ilvæga uppgötvun frá læknisfræðilegu sjón- arhorni. Kári segir það einnig mikilvægt að þessi breytileiki virðist hafa sterkari tengsl við alvarlegri tilfelli krabbameins í blöðruháls- kirtli. Einnig er þýðingarmikið, að sögn hans, að þrátt fyrir að sú áhætta sem felst í þessum breytileika sé hin sama fyrir hvíta og svarta, þá finnst þessi erfðabreytileiki oftar hjá svört- um en hvítum. „Svartir Bandaríkjamenn hafa mun hærri tíðni blöðruhálskirtilskrabbameins en hvítir, þeir fá 1,6 sinnum oftar blöðruháls- kirtilskrabbamein en hvítir og þeir deyja 2,5 sinnum oftar úr þessu krabbameini en hvítir. Þessi breytileiki skýrir því að hluta til hvort tveggja; þeir fá oftar krabbamein vegna þess að þessi breytileiki er algengari hjá þeim og hann skýrir hærri dánartíðni vegna þess að þegar svartir fá svona krabbamein þá er lík- legra að þeir hafi þennan breytileika, sem tengist illkynjaðri tegundum þessara æxla.“ ÍE vinnur nú að þróun greiningarprófs sem byggist á þessari uppgötvun. „Eitt af vanda- málunum sem blasa við þegar menn greinast með svona æxli er að meta hversu líklegt er að það verði illkynja. Meðferðin er ekki þægileg og því væri mjög gott að hafa próf sem hjálpar til að meta líkurnar á því hvort æxli sem sprettur upp verði illkynja eða ekki,“ segir Kári. Mikilvæg uppgötvun Kári Stefánsson VÍSINDAMENN hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru að leggja lokahönd á rannsókn- aráætlun vegna sinubrunans á Mýrum í vor. Áætlunin miðast við að rannsóknirnar standi í fimm ár. Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun segir að þarna gefist einstakt tækifæri til að rannsaka áhrif sinubruna á lífríkið. Rannsóknaráætlunin gerir ráð fyrir að jurtalíf, fuglalíf og smádýralíf á brunasvæð- inu verði rannsakað. Miðað er við að ítarleg rannsókn verði gerð fyrsta árið. Fylgst verður með fuglalífi árlega en sjaldnar með sumum öðrum þáttum. 12-15 vísindamenn hafa komið nálægt því að setja saman rann- sóknaráætlunina á Mýrunum. Guðmundur sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga á verkefninu. Svæðið væri mjög stórt og því væri hægt að gera mjög forvitnilega rannsókn á áhrifum brunans. Svona rannsókn hefur aldrei verið gerð hér- lendis áður. „Þetta er mjög áhugavert og spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Rannsóknin verður mjög víðtæk, t.d. er áformað að rannsaka áhrif brunans á mýs á svæðinu. 5 ára rann- sókn gerð á brunanum á Mýrum KARLMAÐUR á fimmtugsaldri lést í um- ferðarslysi á Kjósarskarðsvegi á tólfta tím- anum í gærmorgun. Maðurinn ók bifhjóli sínu norðvestur Kjósarskarðsveg og var á móts við Valdastaði þegar hjólið fór út af veg- inum og niður í skurð. Líklegt þykir að mað- urinn hafi misst stjórn á bifhjólinu í lausamöl. Tilkynning barst til lögreglunnar kl. 11:17 og voru þrjár sjúkrabifreiðar sendar á vett- vang, tvær frá Reykjavík og ein frá Akra- nesi, auk þess sem þyrla Landhelgisgæsl- unnar var ræst út. Var maðurinn úrskurðaður látinn þegar sjúkralið kom á staðinn og er talið að hann hafi látist sam- stundis af áverkum sínum. Hann var ekki með öryggishjálm á höfði og klæddur æf- ingabuxum og bol. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Banaslys á Kjós- arskarðsvegi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.