Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2 sæti NÝ UPPGÖTVUN Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar hafa fundið erfðabreyti- leika sem tengist auknum líkum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Um 19% karla af evrópskum uppruna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli eru með breytileik- ann, sem virðist auka líkurnar á því að fá þetta krabbamein um 60%. Rannsaka brunann á Mýrum Vísindamenn hyggja á viðamiklar rannsóknir eftir brunann á Mýrum í vor, og er reiknað með að rann- sóknir standi í fimm ár. Meiningin er að rannsaka jurtalíf, fuglalíf og smá- dýralíf á svæðinu, en talið er að um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka áhrif sinubruna á lífríkið. Vilja ályktun gegn Íran Frakkar og Þjóðverjar vilja að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykki ályktun þar sem Íranar verði skyldaðir til að hætta auðgun úrans en óttast er að tilraunirnar hafi að markmiði smíði kjarnavopna. Stór- veldin munu reyna að ná fram ein- ingu um aðgerðir gagnvart Írönum á fundi í New York í dag. Óttast er að deilan um kjarnorkutilraunirnar geti valdið hernaðarátökum í Mið- Austurlöndum. Mikill áhugi á jörðum Tæplega 2.000 landeigendum og ábúendum á Suðurlandi hefur verið sent bréf frá fasteigna- og lög- mannastofu þar sem athygli er vakin á miklum áhuga á lóðum á Suður- landi. Eftirspurn er eftir beitar- löndum, bújörðum og sumarbú- staðalóðum. Vilja skýr svör frá Blair Hópur þingmanna breska Verka- mannaflokksins krefst þess að Tony Blair forsætisráðherra skýri frá því hvenær hann ætli að draga sig í hlé og telja þeir að með hann við stýrið eigi flokkurinn sér ekki viðreisnar von. Gordon Brown fjármálaráð- herra varði Blair í gær og sagði að valdaskipti, þegar að þeim kæmi, yrðu að fara skipulega fram en ekki með valdaráni. Mannfall í Írak Á þriðja tug manna féll í gær í til- ræðum í Bagdad og Karbala í Írak og einnig fundust yfir 40 lík fólks sem tekið hafði verið af lífi. Bresk þyrla hrapaði á laugardag í Basra og fimm hermenn létu lífið. Ekki er ljóst hvort þyrlan var skotin niður. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 22/27 Fréttaskýring 8 Dagbók 28/30 Viðskipti 11 Myndasögur 28 Vesturland 12 Víkverji 28 Erlent 13 Staður og stund 29 Daglegt líf 14/15 Leikhús 32 Menning 16, 32/37 Bíó 34/37 Umræðan 17/19 Ljósvakar 38 Bréf 18 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞETTA er gríðarleg lyftistöng fyrir bæjarfélagið,“ segir Jón Traustason, byggingastjóri hjá Íslenskum að- alverktökum, en hann stýrir framkvæmdum við nýja sundlaug á Eskifirði. Fyrir utan laugina sjálfa, sem er 25 metrar á lengd, eru tveir heitir pottar, vaðlaug og rennibrautalaug en þrjár brautir munu liggja í hana. Þar að auki verður líkamsræktarsalur opnaður á sama tíma í húsnæði sundlaugarinnar. Jón segir að farið hafi verið í verkið í júní á síðasta ári og mun ÍAV skila því af sér 15. maí nk. Verður sundlaugin að öllum líkindum opnuð við hátíðlega athöfn laugardaginn 20. maí. Ein sundlaug er fyrir á Eskifirði en hún er innilaug og nýtist sem íþróttahús frá september og fram í apríl- mánuð. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Lokahönd lögð á nýja sundlaug á Eskifirði HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann á sextugsaldri af ákæru um eignar- spjöll og brot gegn dýraverndunar- lögum. Var manninum gefið að sök að hafa hent hvolp af tegundinni chihahua í gólfið með þeim afleið- ingum að hundurinn hálsbrotnaði og drapst nokkru síðar. Var hundurinn í eigu dóttur vinkonu mannsins. Fyrir dómi neitaði maðurinn al- farið sök og sagði hundinn hafa orð- ið fyrir slysi á meðan hann vísaði öðrum karlmanni af heimili sínu snemma morguns. Ákærði gat ekki lýst slysinu nánar en útilokaði ekki að hundurinn hefði lent fyrir fótum hans og mannsins sem vísað var út. Tók ákærði þó skýrt fram að ekki hefði komið til átaka á milli hans og hins mannsins. Vinkona mannsins og móðir stúlkunnar sem átti hundinn, sagði fyrir dómi að hún hefði legið uppi í rúmi með hvolpinn í fanginu þegar hún vaknaði við mikil læti. Var þá ákærði að öskra á annan karlmann sem sat inni í stofu á heimilinu og hafði sofnað. Í framhaldi af því hefði ákærði hent manninum út og eftir það snúið sér að konunni og sagt hana ekki hugsa um annað en þenn- an hvolpfjanda, tekið hundinn úr fangi hennar og hent honum í vegg. Þóttist sofa með hundinn Konan hefði ekki vitað hvað hún átti að gera, svo hún tók hundinn og fór upp í rúm og þóttist sofa með hann í fanginu. Segir konan að lífs- mark hafi þá verið með hundinum. Er framburður konunnar fyrir dómi á nokkuð annan hátt en fyrir lögreglu þar sem hún sagði m.a. að maðurinn, sem vísað var út, hefði verið inni í íbúðinni þegar hund- inum var hent út í horn. Í niður- stöðu héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi staðfastlega neitað sök og lýst atburðum morgunsins nokk- urn veginn á sama hátt fyrir lög- reglu og fyrir dómi. Þar segir jafn- framt að ákæra málsins sé í samræmi við framburð konunnar en hann fær ekki stoð í framburði ann- arra vitna eða ákærða og er hún því ein um að lýsa atburðum með þess- um hætti. Þá liggi fyrir vitnisburður dýralæknis um að þessi tegund hunda, chihahua, sé lítil og dýrin séu viðkvæm og þoli lítið hnjask. Þekkt sé að svona hundar hafi farið úr hálslið við það að detta fram af stofuborði. Héraðsdómarinn Halldór Hall- dórsson kvað upp dóminn. Birkir Már Magnússon fulltrúi sýslumanns sótti málið en Jón Sigfús Sigurjóns- son hdl. varði manninn. Maður sýknaður af ákæru um hundsdráp Skipulagning Gustssvæðisins hafin GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að þegar sé byrjað að skipuleggja nýtt atvinnuhverfi á Gustssvæðinu svonefnda, og segir stefnt að því að úthlutun lóða hefj- ist í haust. Bæjarráð staðfesti undirritun viljayfirlýsingar sinnar, á fundi sl. fimmtudag, um að ganga til samn- inga við viðkomandi eigendur, um kaup á hesthúsum á svæðinu. Á fundi Hestamannafélagsins Gusts var fallist á þetta fyrirkomulag fyr- ir helgi en gert er ráð fyrir því að Gustsmenn fái nýtt hesthúsahverfi í staðinn á Kjóavöllum. „Það kostar þrjá milljarða að kaupa þetta upp,“ segir Gunnar um uppkaup hesthúsa á Gustssvæðinu. Hann gerir ráð fyrir því að þessir fjármunir náist til baka með sölu á lóðum á svæðinu. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði, Flosi Eiríksson, sam- þykkti viljayfirlýsinguna, fyrir sitt leyti, á fundinum á fimmtudag og sagði m.a. í bókun að hann treysti því að yfirlýsingin yrði hesta- mennsku í Kópavogi til fram- dráttar og styrkingar. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði, þ.e. sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn, bókuðu m.a. að yfirlýsingin leiddi til hagstæðrar niðurstöðu fyrir bæj- arsjóð Kópavogs og Hestamanna- félagið Gust. Átak gegn nagla- dekkjum hefst á miðvikudag TALSVERT hefur borið á því að undanförnu að ökumenn í höfuð- borginni séu enn með negld vetr- ardekk undir bifreiðum sínum en frá 15. apríl til 1. nóvember er óheimilt að aka um á slíkum dekkj- um. Samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðardeild lögreglunnar í Reykja- vík hefur það ekki verið áherslu- atriði að leita uppi ökumenn enn sem komið er og hefur enginn verið sektaður það sem af er vori. Á því verður breyting í vikunni en að sögn lögreglu hefst átak gegn nagla- dekkjum nk. miðvikudag og mega ökumenn búast við því að sektum verði beitt ásamt því að för bifreiða á negldum dekkjum verður stöðvuð. Viðurlög við því að aka um á negldum dekkjum eru fimm þúsund krónur. Ef dekkin eru auk þess orð- in slitin eða skemmd þá er heimilt að sekta um allt að fimm þúsund krónur fyrir hvert ónýtt nagladekk sem undir bílnum er. LÍKLEGT er að skoðað verði í haust að nýju sá möguleiki að vera með ís- lenskan prest á launum á Kanaríeyj- um yfir vetrarmánuðina, segir Þor- valdur Karl Helgason, biskupsritari. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til rækilegrar skoðunar í haust, ég get ekki ímyndað mér annað, það skiptir máli þar sem þörf og áhugi er á þessu starfi, en það hefur líka alveg frábær manneskja verið þarna, og það skiptir öllu,“ segir Þorvaldur. Síðastliðinn vetur var sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir á Kanaríeyjum í hálfu starfi hjá ferðaskrifstofunni Sumarferðum, en hún sinnti starfi prests í sínum frítíma án endur- gjalds. Mikil ánægja hefur komið fram með störf Jónu Lísu ytra, nú síðast í lesendabréfi í Morgun- blaðinu í gær, sunnudag. Og því vakna spurningar um hvort ekki sé rétt að Kirkjan haldi úti presti á eyjunum yfir vetrarmánuðina, þegar gera má ráð fyrir 2–4.000 Íslendingum þar á hverjum tíma. Þorvaldur seg- ir að þetta hafi verið rætt innan Kirkjunnar á undanförnum árum, en það hafi hingað til strandað á kostnaði. Fyrir nokkrum árum hafi verið rætt við ferðaskrifstofur um samstarf um slíkt verkefni, en þar hafi ekki verið áhugi á slíku á þeim tíma. Kostnaður geti numið um 6 milljónum króna á ári, greiða þurfi laun, ferðapeninga, aðstöðu og mögulega bíl fyrir prest- inn til að komast á milli staða. Skoðað í haust að hafa prest á Kanaríeyjum Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.