Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 17 UMRÆÐAN flugfelag.is | 570 3075 Taktu flugið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 3 14 47 02 /2 00 6 árshátíð - m enning - áskorun - hóp ef li - h ví ld - d ja m m - s am staða - óvissa - upplifun - æv int ýr i - fé lö g - klúbbar - vinir - Nýr vefur - flugfelag.is 500 sæti á aðeins 1.000 kr. Við höfum opnað nýjan, glæsilegan og aðgengilegan vef á flugfelag.is Bókanir, upplýsingar, nettilboð og margt fleira. Taktu flugið beint inn á flugfelag.is *Ferðatímabil 8. - 14. maí - takmarkaður sætafjöldi. * GREIÐAR flug- samgöngur eru einn af mikilvægum innviðum þjóðfélagsins rétt eins og önnur nútíma tæknikerfi. Þær gegna vafalaust vax- andi hlutverki í framtíð- inni með bæði n.k. „innri og ytri tengslum“. Teng- ing landsins til útlanda verður aðeins tryggð með skilvirkum flugsamgöngum. Teng- ing höfuðborgar við landsbyggðina er og verður lífsnauðsynleg þrátt fyrir þróun vegakerfis sem þjónar einkum nálægum byggðum en kem- ur ekki í stað flugsins. Að lokum þarf að huga að þeim innri tengslum sem felast í sam- göngum og aðgengi innan sjálfs höf- uðborgarsvæðisins. Þessi sjónarmið kalla á staðsetningu framtíðar- flugvallar er sættir sem best ofan- greindar þarfir fyrir tengingar, þ.e. sem næst kjarna höfuðborgarsvæð- isins, en þannig að borgin og landið allt með góðum samgöngum standist aukna samkeppni í hnattvæddum heimi framtíðarinnar. En hvar er slíkur kjarni? Svarið hlýtur að vera nálægt „miðborg“ er hefur lifandi starfsemi sem hleður utan á sig svo sem með þekkingarþorpi eða öðru margvíslegu aðdráttarafli mið- borgar. Orðatiltækið „maður er manns gaman“ hefur auðvitað dýpri merkingu eins og ávallt í borg. En þessi hugsun kallar einnig á nægi- legt áframhaldandi rými fyrir upp- byggingu. Slíkt rými þarf að vera nálægt en jafnframt „vel tengt“! Með þessum inngangi að málinu vil ég beina sjónum að þróun- armöguleikum með nýrri byggð í Vatnsmýrinni samtengt flutningi Reykjavíkurflugvallar um set, þar sem einkum nýlega hefur verið horft til Hólmsheiðar og Lönguskerja. Þeir valkostir og fleiri eru hins veg- ar enn til skoðunar af samráðsnefnd undir forystu Helga Hallgrímssonar fv. vegamálastjóra sem hefur nú birt hlutaniðurstöður og er lokaniður- stöðu að vænta í haust. Kostnaður hefur nú verið metinn en eftir er að gera hagræna þjóðhagslega heildar- úttekt. En þótt margir sérfræðingar komi að slíkum málum er endanleg niðurstaða alltaf háð bæði faglegu og pólitísku mati. Hvers kyns lausn getur náðst sátt um og hvað hentar best þegar á allt er litið? Lítum bet- ur á nokkrar hliðar málsins. Hugmyndin um flugvöll á Löngu- skerjum var fyrst sett fram af Trausta Valssyni prófessor á ár- unum 1974/75. Hún er einstök og heillandi að ýmsu leyti, flugvöllur er færður á áður ónýtt „svæði“, þ.e. með landfyllingum „út í sjó“, en er jafnframt nátengdur kjarna byggð- ar. Nýtt „miðborgarsvæði“ myndast í staðinn sem samt er nátengt flug- velli. Getur þessi nálægð gefið höf- uðborgarsvæðinu og landinu öllu tækifæri sem annars fengist ekki, reynist þessi kostur raunhæfur og hagkvæmur? En hvað kostar flug- völlur „úti í sjó“ og þær landfyllingar sem nauðsynlegar eru? Þessu er nú búið að svara að hluta með bráða- birgðaniðurstöðum samráðsnefnd- arinnar með samanburði við hinn meginkostinn, Hólmsheiði. Sá kost- ur virðist hins vegar síðri út frá flug- tæknilegu og öryggissjónarmiði og er í allt annarri fjarlægð frá borg- arkjarnanum. Þótt samráðsnefndin hafi nú metið Hólmsheiðina verulega ódýrari í byggingu, eða 11–13 millj- arða á móti 20–22 milljörðum miðað flugvöll við Löngusker, á eftir að meta allan ávinning af hinni sam- tengdu lausn sem felst í áður nefndri nálægð, svo sem vegna ferðakostn- aðar og tíma til og frá flugvelli, flug- öryggissjónarmið o.s.frv. Vonandi mun hin hagræna úttekt nefnd- arinnar varpa ljósi á sem flest atriði. Fjölmörg fleiri rök eru hluti myndarinnar. Nefna má að á nýj- um flugvelli geta skapast nýir mögu- leikar til millilanda- flugs umfram Kefla- víkurflugið. Hvers virði er slíkt í heimi sem skreppur sam- an þegar nánast má líta á flug til ná- grannalandanna sem nútíma innan- landsflug? Hvers virði eru tengingar við athafnalíf þegar flogið er í viðskiptaferðum svo að segja beint inn í miðborg Reykja- víkur? Með staðsetningu flugvallar á Lönguskerjum fæst einnig eðlileg umferðartenging með aðkomubraut- um bæði inn í miðborg og einnig í framhaldinu til suðurs yfir Álftanes- ið við Garðabæ, Hafnarfjörð o.s.frv. Þar með fjölgar umferðartengingum til miðbæjarsvæðisins sem of mikið eru nú bundnar við Miklubraut/ Hringbraut. Þetta eykur sveigjan- leika til viðbótar við Öskjuhlíðar- göng og Sæbraut/Sundabraut og byggð á Álftanesi mun styrkjast. Þannig hangir flugvöllurinn sem val- kostur saman við lausnir varðandi framtíðar umferðartengingar að miðborgarsvæði í þróun. Fjölmörg fleiri rök koma að þessu máli sem ekki er rúm til að útlista hér. Úttektir og útreikningar í al- mannahagsmunamáli sem þessu eru alltaf nauðsynlegar og góðra gjalda verðar en endanleg niðurstaða er og verður háð mati er byggist á breiðri yfirsýn yfir málið; bæði pólitísku og faglegu mati. Útreikningar sérfræðinga skila okkur aðeins áleiðis. Hvaða lausn viljum við? Höfum við efni á henni? Í framhaldinu þarf að taka afstöðu og vinna út frá henni með forystu, frumkvæði og kjark að leiðarljósi. Frumkvæði Framsóknarflokksins í Reykjavík undir forystu Björns Inga Hrafnsonar um að taka slíka afstöðu í þessu máli fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, í stað þess að bíða, er einmitt til þess fallin að skapa þá sátt og samhæfingu og um áður nefnd sjónarmið sem nauðsyn- leg er til að leiða málið farsællega til lykta. Flugvöllur, tengsl og vöxtur í framtíðarhöfuðborg Egill B. Hreinsson fjallar um Reykja- víkurflugvöll ’… þótt margir sérfræð-ingar komi að slíkum mál- um er endanleg niður- staða alltaf háð bæði faglegu og pólitísku mati.‘ Egill B. Hreinsson Höfundur er prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.