Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 15 DAGLEGT LÍF Í MAÍ Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur VORBOÐINN ljúfi; lok samræmdu prófa, er kominn. Um þessar mundir eru 10. bekkingar um allt land að standa upp frá stífum próflestri og vonandi vel unnum próförkum. Fyrir nokkrum árum fór allt á hvolf þann dag sem prófunum lauk. Öryggis- vörðum var fjölgað í Kringlunni og foreldrar krosslögðu fingur í von um að sitt barn kæmist heilt í rúmið að kvöldi dags. En sem betur fer er þetta liðin tíð. Flestir skólar skipuleggja nú ein- hvers konar fögnuð fyrir sína nem- endur í samstarfi við foreldra. Al- menn ánægja virðist vera með það fyrirkomulag ekki síst meðal nem- enda. Nokkur atriði sem skipta máli Þó slíkt hafi náð að festa sig í sessi þá er ástæða til að minna foreldra og forráðmenn á nokkur atriði sem skipta verulegu máli.  Nemendur eru búnir að standa í ströngu við próflestur. Það er þraut að taka samræmd próf og álag fyrir foreldra og aðra í fjölskyldunni. Því er full ástæða til að fjölskyldan geri sér dagamun saman þegar sam- ræmdu prófin eru að baki.  Útivistarreglur leyfa börnum 13– 16 ára að vera úti til miðnættis frá 1. maí. Foreldrar geta að sjálfsögðu sett sínar reglur innan þeirra marka.  Með því að útvega börnum áfengi er verið að samþykkja að þau drekki. Rannsóknir sýna að þau börn sem fá nesti að heiman halda áfram að drekka þó nestið klárist. Þau drekka sem sagt meira. Langflestir foreldrar segjast ósammála þeim rökum að betra sé að útvega unglingum vín en að þau reddi sér sjálf landa eða öðru sulli. Þegar búið er að samþykkja drykkjuna er erfitt að snúa við.  Eftirlitslaus partý bjóða hættunni heim. Þó foreldrar treysti sínum börnum til að halda samkvæmi fyrir vini sína geta komið upp ástæður sem þau ráða ekki við. Alltaf ætti einhver fullorðinn að vera heima og foreldrar sem ætla að leyfa sínu barni að fara í partý ættu hiklaust að athuga hvort einhver fullorðinn verði á staðnum. Þeir foreldrar sem leyfa unglingum að drekka heima hjá sér eru í raun að taka fram fyrir hendurnar á öðrum foreldrum án þess að þeir fái nokkuð að gert.  Samræmdu prófunum lýkur nú á miðvikudegi og líklega fara flestir beint eftir síðasta próf upp í rútu á vit ævintýra. En það gera ekki allir. Eitthvað hefur borið á því að þeir sem sitja eftir heima reyna að blása í glæður gömlu tímanna og skella nokkrum í sig um miðjan dag. Ástæða er fyrir foreldra að vera vak- andi yfir þessu.  Helgina eftir að prófum lýkur hef- ur oft gætt eirðarleysis hjá krökk- unum. Þá vilja þau hittast og gera eitthvað sjálf. Foreldrar ættu að hafa þetta í huga því upplýsingar um partý eða drykkjustaði berast fljótt með símum og msn-um. Þó einkunnir úr prófunum séu ekki komnar, vorprófin eftir og mánuður eftir af skólanum gefa lok sam- ræmdra prófa vissulega tilefni til að fagna. Mikilvægt er að foreldrar og unglingar grípi tækifærið og fagni saman. Langflestir unglingar nota ekki tóbak eða vímuefni og þeir þurfa stuðning og hvatningu til að halda áfram á þeirri braut.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Próflokum fagnað – saman SKURÐAÐGERÐ til að minnka magann getur verið rétta leiðin, jafnvel fyrir þá sem eru ekki of feitir. Í Dagens Nyheter kemur fram að aðgerð gefi meiri árangur en megr- un, lyf og atferlismeðferð samtals. Áströlsk rannsókn gaf þessar niðurstöður en vísindamennirnir rannsökuðu áttatíu frekar feita einstaklinga á aldrinum 20–50 ára. Helmingurinn fór í aðgerð og hinn helm- ingurinn í megrun ásamt því að fá lyf og með- ferð til að breyta lífsstílnum. BMI eða þyngdarstuðull þátttakenda var á bilinu 30– 35. Þegar þyngdarstuðullinn er kominn yfir 35 er talað um sjúklega offitu og aðgerðir eru yfirleitt ekki gerðar nema BMI sé komið á það stig. Fólk í kjörþyngd er yfirleitt með BMI á bilinu 18–25. Þátttakendurnir voru einnig í áhættuhópi fyrir sykursýki og háan blóðþrýsting. Fylgst var með þeim í tvö ár. Mikill munur eftir tvö ár Fyrsta hálfa árið var þyngdartap sam- bærilegt. Á því tímabili var megrunarhóp- urinn í megrunarmeðferð þar sem fylgst var með mataræði og lyf gefin. Eftir það tímabil var aðhaldið ekki eins strangt og þá byrjuðu þátttakendurnir sem ekki fóru í aðgerð að bæta á sig kílóum á ný. Þegar árin tvö voru liðin var munurinn á hópunum tveimur orð- inn frekar mikill. Þeir sem fóru í aðgerð höfðu tapað 21,6% af þyngd sinni að með- altali en hinn hópurinn hafði tapað 5,5% af upphaflegri þyngd sinni. Í DN kemur fram að aðgerðarhópurinn mat lífsgæði sín enn- fremur meiri en hinn hópurinn að loknu rannsóknartímabilinu. Magaminnk- unaraðgerð gaf góða raun  RANNSÓKN Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð. Morgunblaðið/Eyþór Mikilvægt er að foreldrar og unglingar grípi tækifær- ið og fagni saman. Morgunblaðið/Eyþór Þótt foreldrar treysti börnum sínum til að halda samkvæmi fyrir vini sína geta komið upp aðstæður sem þau ráða ekki við. Alltaf ætti einhver fullorðinn að vera heima og foreldrar sem ætla að leyfa barninu sínu að fara í partí ættu hiklaust að athuga hvort einhver fullorðinn verður á staðnum til að fylgjast með því sem fram fer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.