Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 14
Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska LYFJAMEÐFERÐ á heilsugæslu- stöðinni getur gagnast áfengis- sjúklingum jafn vel og meðferð á meðferðarstöðvum, að því er banda- rísk rannsókn bendir til. Í Dagens Nyheter kemur fram að ef áfeng- issjúklingar fá lyf og reglulega fundi með lækni eða hjúkrunarfræðingi séu miklar líkur á að það gagnist þeim til bata. Lyf eins og Revia (naltrexon) og Campral (acampros- at) eru nú notuð gegn áfengissýki sums staðar í heiminum. Leiðbein- ingar með þeim kveða á um að þau eigi að nota með atferlismeðferð en nú hafa rannsóknir sýnt að það er ekki nauðsynlegt því lyfin sjálf hafa jafngóð áhrif. Læknar ávísa of sjaldan lyfjum Að sögn Johans Franck, yfirlækn- is hjá Karólínsku stofnuninni, sem sérhæfir sig í meðferð áfengis- sjúkra, ávísa læknar of sjaldan lyfj- um gegn áfengissýki. „Alkóhólismi er sjúkdómur,“ segir hann í DN. Jafnmargir Svíar þjást af áfeng- issýki og af sykursýki, þ.e. um 300 þúsund manns. Sama hlutfall af Ís- lendingum eru um tíu þúsund manns. Niðurstöður bandarísku rannsóknarinnar sem vitnað er til birtast í vísindatímaritinu JAMA. 1.400 manns tóku þátt í rannsókn- inni sem tók sextán vikur. Í ljós kom að meðferð með lyfinu Revia ásamt reglulegum viðtölum hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi hafði jafngóð áhrif og atferlismeðferð með reglu- legum viðtölum. Árangurinn batnaði ekki ef báðar meðferðir voru not- aðar saman. Rannsóknin sýnir að ekki þarf að nota lyf með annarri meðferð, að mati Franck. Heim- ilislæknar geti skrifað upp á lyfin og sjúklingarnir geti komið í regluleg viðtöl til hjúkrunarfræðings á heilsugæslustöð. Hann segir nauð- synlegt að meðferð áfengissjúklinga verði komið í þetta horf og heilsu- gæslustöðvar taki þátt, því meðferð- arstöðvar ráði ekki við allan þann fjölda sem þurfi læknishjálp vegna áfengissýki. Meðferð fyrir alkóhólista á heilsugæslustöð  RANNSÓKN „MENN eru alveg eyðilagðir ef tími dettur niður, þetta er svo rosalega skemmtilegt,“ segir Jón Sigurjónsson, annar eigenda skartgripa- og úraverslunarinnar Jón og Óskar, en hann er í leikfimi ásamt Þórarni Klemenssyni, sem starfar hjá Glitni, og fleiri mönnum sem hittast tvisvar í viku og hreyfa sig. „Þetta byrjaði þannig að nokkrir Rót- arý-félagar sem bjuggu þarna í hverfinu fengu leikfimi- kennara í Ártúnsskóla til að kenna sér,“ segir Þórarinn. „Við erum búnir að lifa nokkrar dömur [kennara],“ bætir Jón við. „Við vorum að telja út hversu lengi við höfum stundað þetta og komumst að því að tíminn er orðinn 11 ár,“ segir Þórarinn og lýsir undrun sinni á því hversu tím- inn er fljótur að líða. „Þetta er mjög gott af því að þegar fólk er komið á þennan aldur er leikur og svona leikfimi vel við hæfi,“ seg- ir Jón. „Við erum nú allir gamlir íþróttamenn, þannig að þetta er áframhaldið af því að vera í okkar íþróttum.“ Fyrri hluta tímans er upphitun sem felst í leikfimi en í seinni hlutanum er hópnum skipt í tvennt og annar leikur körfubolta en hinn fer í bandý. „Þú sérð það að eftir að hafa æft bandý í allan þennan tíma erum við orðnir helv … góðir,“ segir Jón sem gekk í lið með bandý-mönnum en Þórarinn er í körfuboltaliðinu. „Já, Jón er orðinn dálítið góður,“ segir Þórarinn hógvær fyrir hönd félagans. „Við erum alltaf að bíða eftir að ein- hver skori á okkur, en það kannski þorir enginn í okkur,“ bætir Jón við skelmislega. „Það er nú alltaf svolítill rígur á milli körfuboltaliðsins og bandý-liðsins,“ segir Þórarinn og hlær. „Þó er það allt í góðu.“ Jón hefur nú góða útskýr- ingu á því. „Það er af því að við erum miklu betri í bandý- liðinu, þeir eru bara öfundsjúkir út af því.“ Kappið stundum meira en forsjáin Mennirnir í hópnum eru á ýmsum aldri, frá fimmtugu og upp í sjötugt. „Sá elsti er orðinn sjötugur, en flestir eru á aldrinum 50–60,“ segir Jón. „Veturinn hjá okkur snýst alveg um þetta, en á sumrin missum við húsið, erum dálítið skúffaðir yfir því.“ Flestir mennirnir í hópnum eru búsettir í Árbænum og Ártúnsholti, en einn kemur alltaf úr Garðabæ til að vera með. Á svo löngum tíma sem ellefu árum er viðbúið að ein- hver breyting verði á hópnum. „Við erum alltaf að eflast,“ segir Þórarinn um það, en fullyrðir að mannabreytingar hafi ekki verið miklar. „Þó koma einhverjir nýir á hverju ári,“ segir Jón, „einhverjir detta út og sumir slasa sig …“ „Já, stundum er kappið meira en forsjáin,“ heyrist í Þór- arni hláturmildum. „Ég er búinn að vera með allan tím- ann,“ segir Jón og „ég er búinn að vera í tíu ár,“ bætir Þórarinn við. Spurðir um inntökuskilyrði segja þeir einum rómi: „Að vera skemmtilegir,“ og Jón bætir við að menn megi líka alveg vera góðir í bandý og körfubolta. Frá upphafi hefur kona kennt þeim. Eins og fram kom í máli Jóns hér að framan er þriðja konan með þeim núna. „Við erum mjög ánægðir með að kona kenni okkur,“ segir Jón, „við fáum þjálfun fyrir allan líkamann og svo er þetta líka þjálfun fyrir augun. Við höfum nefnilega alltaf verið heppnir með það að hafa fallegar konur sem kennara,“ og Þórarinn skýtur því að að hann viti ekki betur en Olga Lísa Garðarsdóttir, núverandi kennarinn þeirra, sé mjög hrifin af þeim. Stressið á bak og burt Leikfimin léttir þeim félögum lífið á margan hátt og þeir lýsa því sem svo að allt stress fari úr þeim við hreyf- inguna. „Þetta er rosalega hressandi,“ segir Þórarinn. „Maður kemur kannski úr vinnunni útúrstressaður en á þessum klukkutíma rýkur allt stressið úr manni.“ Annað er ekki að sjá á Jóni og Þórarni en þeir séu í fínu standi líkamlega. „Ef við værum ekki í leikfiminni værum við ábyggilega helmingi feitari en við erum,“ segir Jón en aðspurðir segjast þeir þó borða það sem þá langar í. „Á vorin höfum við slútt, þá kemur ekkert annað til greina en alvöru steik,“ segir Þórarinn. Undanfarin ár hefur hópurinn, undir vaskri stjórn Olgu, endað veturinn með útihlaupum og sundlaugar- ferðum í Árbæjarlaug.  ÁHUGAMÁLIÐ | Góðir félagar hittast tvisvar í viku og hreyfa sig Morgunblaðið/Kristinn Það er líka nauðsynlegt að styrkja liðamótin. Leikfimin léttir lífið Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Styrkir magavöðvar eru lykilatriði. Þórarinn Klemensson og Jón Sigurjónsson eru endur- nærðir eftir tíma þó að þeir séu líkamlega uppgefnir. Olga Lísa Garðarsdóttir hefur stjórnað hópnum styrkri hendi undanfarin ár. Daglegtlíf maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.