Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 37 OFURNJÓSNARINN Ethan Hunt er mættur til leiks á ný í þriðju myndinni í Aðgerð: Ómögu- leg (Mission: Impossible) seríunni, kröftugri hasarmynd sem heldur áhorfandanum uppteknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ólíkir leikstjórar hafa fengið að spreyta sig á myndunum í röðinni – þeirri fyrstu leikstýrði Brian De Palma og síðan tók hasarleikstjór- inn John Woo við. Nú hefur J.J. Abrams, heilinn á bak við sjón- varpsþættina „Lost“ og „Alias“, tekið við taumunum og leikur sér að hasarstórmyndaforminu eins og að drekka vatn. Þegar hér er komið sögu hefur Ethan Hunt (Tom Cruise) snúið baki við köllun sinni og dregið sig í hlé frá leyniþjónustustörfum. Hann hefur gerst kennari hjá IMF-leyniþjónustustofnuninni, og er á leiðinni í hnapphelduna með sinni heittelskuðu Juliu (Michelle Monaghan). En IMF virðist ekki geta án hans verið og þegar Eth- an er kallaður í björgunarleið- angur til þess að frelsa samstarfs- konu sína og fyrrum nemanda úr klóm voldugs vopnasala, rennur honum blóðið til skyldunnar. Fyrr en varir hefur hetjan flækst í snú- ið vopnasölumál sem teygir anga sína inn í sjálfa IMF-stofnunina. Eins og lög gera ráð fyrir í njósnatryllum þeytist hetjan milli heimshorna, m.a. með viðkomu í Vatíkaninu og Sjanghæ og er jafn- víg á kínversku og hraðskreið far- artæki. Okkar maður lætur hvorki þyngdaraflið né rammgirtar höf- uðstöðvar glæpahringja hindra sig, en ólíkt fyrri myndunum tveimur er leitast við að gæða frá- sögnina tilfinningalegri vídd sem virkar ágætlega. Þannig hefst myndin ekki á hinu sígilda upp- hafsspennuatriði, heldur í há- punkti tilfinningalegs drama, þeg- ar illmennið hefur fangað Ethan og Juliu og býr sig undir að myrða eiginkonu hetjunnar fyrir framan hann. Með því að tvinna hversdagslífi hetjunnar inn í sög- una verður hún jafnframt veikari fyrir og þannig tekst að skapa meiri undirliggjandi spennu í öll- um hamaganginum. Aðgerð: Ómöguleg III er sömuleiðis of- urspennumynd sem tekur sig ekki of alvarlega og fellur ekki í þá gryfju að reyna að útskýra for- sendur spennufléttunnar í of mikl- um smáatriðum. Myndin er vel skipuð leikurum, jafnt í aðal- sem aukahlutverkum. Philip Seymour Hoffmann stelur þar senunni í hlutverki vopnasal- ans Owen Davian, en fas leikarans eitt og sér fær mannvonskuna til þess að lýsa af óþokkanum. Tom Cruise er góður að vanda og fær áhorfandann til þess að trúa því að ekkert sé þessari hetju ómögu- legt. Það er vel hægt að mæla með Aðgerð: Ómöguleg III sem góðri afþreyingu og fram- bærilegum sumarsmelli. Hetjan sem allt getur KVIKMYNDIR Mission: Impossible III / Aðgerð: Ómöguleg III Leikstjórn: J.J. Abrams. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Philip Seymour Hoffman, Michelle Monaghan. Bandaríkin, 126 mín. Heiða Jóhannsdóttir VERSLUNIN Nexus á Hverf- isgötu tók á laugardaginn þátt í „Free Comic Book Day“ ásamt nær tvö þúsund verslunum um heim allan og gaf sérútgefin myndasögu- blöð frá ýmsum útgefendum. Nexus gaf ánægðum mynda- söguaðdáendum yfir eitt þús- und blöð en alls voru gefnar hátt í tvær milljónir blaða víðsvegar um heiminn. Þetta var í fimmta skiptið sem dag- urinn var haldinn og hafa vinsældir hans aukist frá ári til árs. Nexus er sérvöru- verslun með myndasögur, hlutverkaspil, mynddiska, leikföng og fleira sem gleðja á ævintýraþyrst og lífsglöð hjörtu. Nexus fagnaði hátíðardegi myndasögunnar Hjörtun glödd með gefins blöðum Morgunblaðið/Ómar Gísli Einarsson er eigandi Nexus og var hann ánægður með daginn. Þórarinn Þórarinsson var mættur í Nexus, enda kemst hann þar í allar sínar uppáhaldsbókmenntir. Bestar þykja honum Simpsons, Star Wars og Futurama. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN eeee VJV, Topp5.is MI : 3 kl. 4 - 5:20 - 8 - 10:40 B.I. 14. MI : 3 LÚXUS VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40 FAILURE TO LAUNCH kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FIREWALL kl. 6:30 - 8:30 - 10:40 B.I. 16. SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.I. 10 V FOR VENDETTA kl. 8 WOLF CREEK kl. 10:40 B.I. 16.ÁRA. LASSIE kl. 6 BAMBI 2 M/- ÍSL TAL kl. 4 MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 INSIDE MAN kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 16 SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 - 10 B.I. 10 SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.