Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Jónmundur Guðmarsson,bæjarstjóri á Seltjarnar-nesi, segir að Lönguskertilheyri Seltjarnarnesi og því sé ekki hægt að koma þar fyrir flugvelli án samráðs við bæinn. Jónmundur segir að málið hafi ekki verið rætt formlega í bæj- arstjórn en persónulega sé hann andvígur því að innanlandsflugvelli verði komið fyrir á Lönguskerjum. Björn Ingi Hrafnsson, efsti mað- ur á framboðslista framsóknar- manna í Reykjavík, vísar því að- spurður alfarið á bug að þetta þýði að hugmyndin um innanlandsflug á Lönguskerjum sé fallin um sjálfa sig. Hann segir að hinir ýmsu bæj- arstjórar Sjálfstæðisflokksins í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur hafi gert tilkall til Lönguskerja. Aðspurður kveðst hann vísa til þeirra Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, Guð- mundar Gunnarssonar, bæj- arstjóra á Álftanesi og nú síðast Jónmundar, sem leið- ir lista sjálfstæðismanna á Nesinu. „Þannig að ég kalla bara eftir fleiri sjónarmiðum um það hverjir eiga Löngu- skerin,“ segir Björn Ingi. Rýri lífsgæði Seltirninga Jónmundur segir að Löngu- skerin og nytjar af þeim hafi á sínum tíma tilheyrt jörð- unum Bakka, Lambastöðum og Hrólfsskála. Þær jarðir falli innan marka Seltjarn- arnesskaupstaðar. Þar með hafi Seltjarnarnesbær lög- sögu yfir Lönguskerjum. Hann vís- ar m.a. í Jarðabók Árna Magnús- sonar, máli sínu til stuðnings. „Því er ómögulegt að staðsetja flugvöll á Lönguskerjum án þess að Sel- tjarnarnesbær komi þar að máli. Þar fyrir utan er ég persónulega andvígur því að flugvöllurinn verði settur þarna. Fyrst og vegna þess að ég tel að Lönguskerjum muni rý Seltirninga. Staðsetnin leiða til þess að flugleið liggja að stórum hluta þ bæinn, með tilheyrandi Jónmundur segir að yfi Segir að Lönguskeri Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Jónmundur Guðmarsson Björ Hra MIKILVÆGT UPPELDI Það skiptir máli að hefja tónlist-aruppeldi ungs fólks snemma.Fyrr á árum tóku hugsjóna- menn það að sér. Menn á borð við dr. Heinz Edelstein, sem var einn af frumkvöðlum þess á Íslandi 20. ald- arinnar og Ingólfur Guðbrandsson, sem hefur haft meiri áhrif á tónlistar- upplifun Íslendinga en flestir aðrir. Í fyrradag efndi Sinfóníuhljómsveit Íslands til tónleika, sem eru mikilvæg- ur þáttur í tónlistaruppeldi yngstu kynslóðarinnar í upphafi 21. aldarinn- ar. Þessi starfsemi Sinfóníunnar er til algerrar fyrirmyndar og framkvæmd og umbúnaður tónleikanna með þeim hætti að betur verður varla gert. Hlutur Höllu Vilhjálmsdóttur, leik- konu, sem var kynnir á tónleikunum var mikill. Hún kynnti verkin og æv- intýrin að baki þeim á þann veg, að hún náði til ungu kynslóðarinnar, sem sótti tónleikana. Hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba og hljómsveitin sjálf létu ekki sitt eftir liggja og ánægjulegt að sjá unga stúlku, Valdísi G. Gregory þreyta frumraun sína með hljómsveit- inni með glæsibrag. Þessir tónleikar og aðrir slíkir geta orðið upphafið að tónlistarferli eða ánægjustundum þess unga fólks, sem þarna var að kynnast alvöru tónlist- arflutningi kannski í fyrsta sinn. Fátt er mikilvægara en að standa vel að tónlistaruppeldi þjóðarinnar og þá sérstaklega æskunnar. Þess vegna á fremur að efla þennan þátt í starf- semi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. ÁHERZLA Á MENNINGU Það er óneitanlega athyglisvert aðsjá hvað sjálfstæðismenn í Kópa- vogi leggja mikla áherzlu á menningu í kosningastefnuskrá þeirri, sem þeir kynntu í gær. Að vísu hefur það kom- ið fram áður. Byggingu Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns, sem lengi hafði staðið hálfklárað var lokið fljót- lega eftir að þeir komust til valda. Í kjölfarið var byggt fyrsta sérhannaða tónlistarhúsið á Íslandi, sem hefur leitt til þess, að Kópavogur er orðinn ein helzta miðstöð tónlistarflutnings á Íslandi. Augljóst er að áhrifa Jón- asar Ingimundarsonar, píanóleikara, hefur gætt í þessari þróun. Þegar Gunnar I. Birgisson, núver- andi bæjarstjóri í Kópavogi, setti fyrst fram hugmyndir um byggingu óperuhúss í Kópavogi voru þeir ekki margir, sem tóku hann alvarlega. En smátt og smátt varð mönnum ljóst að bæjarstjóranum var alvara. Nú er bygging óperuhúss í Kópa- vogi orðin að formlegri stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og eru því meiri líkur en minni á því, að bæjarstjórinn efni þessi fyrirheit fái hann til þess aðstöðu að kosningum loknum. En það er fleira, sem vekur athygli af þessu tagi í kosningastefnuskrá sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þannig kemur fram, að þeir vilja stefna að samfelldu skóla- og tónmenntastarfi með sérstökum tónmenntastofum við alla grunnskóla, þeir vilja opna lista- og menningarhús fyrir ungt fólk strax í haust og fjölga tónlistarkenn- urum við Tónlistarskóla Kópavogs. Þessi áherzla á menningu og ekki sízt tónlist vekur athygli. Að vísu hef- ur lengi verið sterk tónlistarhefð í Kópavogi, ekki sízt vegna þess að þar hefur verið byggður upp tónlistar- skóli, sem frá upphafi hefur gert miklar kröfur til bæði kennara og nemenda og hefur áreiðanlega verið með betri tónlistarskólum landsins. Engu að síður vekur athygli, að flokkur, sem frekar hefur verið kenndur við verklegar framkvæmdir, alla vega í Kópavogi, skuli leggja svo mikla áherzlu á menningu í kosninga- baráttu sinni. Það er vísbending um að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins í þessu til- tekna bæjarfélagi geri sér góða grein fyrir því, að fátt skiptir meira máli fyrir samfélag á borð við sveitarfélög- in almennt en öflugt og sterkt menn- ingarlíf. Sumarblíðan lék viðlandsmenn umhelgina, og margir áfaraldsfæti. Straum- urinn virðist hafa legið jafnt norður og austur úr höfuð- borginni, að sögn lögreglu, og víst að sumarbústaðir lands- manna voru vel nýttir í góða veðrinu. Hiti komst hæst í 19 stig í gær á Þingvöllum, en á höf- uðborgarsvæðinu komst hitinn í 18 stig, segir Sigrún Karls- dóttir, veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands. Hitatölur voru annars háar um allt land, í Eyjafirði fór hitinn mest í 17 stig og í 16 stig í Borgarnesi. Minnstur var hitinn á Vest- fjörðum og á landinu aust- anverðu, en þar fór þó hitinn í 14-15 stig þar sem heitast var. Höfuðborgarbúar nýttu að sjálfsögðu þessa fyrstu sum- arhelgi ársins til útiveru, og var þétt setinn bekkurinn fyrir utan kaffihús í miðbænum. Einnig lögðu margir leið sína í sundlaugarnar og Nauthólsvík, og eflaust margir sem nýttu helgina til göngu- og hjólatúra. Hundarnir vilja sinn göngutúr, sama hvernig viðrar, en ekki er verra fyrir eigendurna að ganga í sól og Gaman er að senda hundana eftir trjágreinunum við Geldinganes, eins og þessir seppar fengu að reyna Á laugardaginn var svokallaður langur laugardagur á Laugavegin bandarískur fiðluleikari, sem búið hefur hér á landi í nokkur ár, á Landsmenn nutu sumarblíðu um all FANGABÚÐIRNAR VIÐ GUÁNTANAMO-FLÓA Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfirí sjónvarpsviðtali við þýzka sjón- varpsstöð í gær, að hann vildi að fanga- búðunum við Guántanamo-flóa á Kúbu yrði lokað og að réttað verði yfir föng- unum, sem þar eru í haldi. Talið er að um 490 fangar séu í búðunum. Í viðtalinu sagði Bush m.a.: „Ég vil gjarnan loka Guántanamo, ég vil að réttað verði yfir fólki.“ Fangabúðir Bandaríkjamanna á þessum stað eru orðnar alræmdar. Þangað hafa Bandaríkjamenn flutt fólk, sem þeir hafa haldið án dóms og laga, sem hlýtur að vera brot á öllum hugsanlegum mannréttindasáttmál- um. Þessi vinnubrögð hafa auðvitað haft neikvæð áhrif á orðspor Bandaríkja- manna. Hvernig er hægt að segja ann- ars vegar að Bandaríkin séu brjóstvörn friðar, réttlætis, frelsis og mannrétt- inda og hins vegar svipta fólki frelsi, loka það inni og halda því árum saman án þess að það sé nokkru sinni leitt fyr- ir dómstól? Það er ekki auðvelt fyrir Bandaríkja- forseta að sitja á fundum með forseta Kína og krefjast þess, að mannréttindi verði virt þar í landi, þegar forseti Kína getur spurt á móti hvað Bandaríkja- menn ætli að gera við fangabúðir sínar á Kúbu og hugsanlega annars staðar, þar sem fólki hefur verið haldið með þeim hætti, sem alþjóða samfélagið veit allt um. Það er fagnaðarefni, að Bandaríkja- forseti hefur nú gefið skýra yfirlýsingu um að fangabúðunum verði lokað og fangarnir leiddir fyrir rétt. En rekstur þessara búða verður lengi svartur blettur á Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.