Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 29
DAGBÓK
OSLÓ – VORVILDARTILBOÐ
22.000 VILDARPUNKTAR*
*Auk flugvallarskatta 7 010 kr Sölutímabil: Til og með 17 maí
FLUG TIL OSLÓ Í MAÍ OG JÚNÍ
Osló er heillandi borg í sumarblíðu, einstakur staður
í fallegu umhverfi þar sem mannlífið blómstrar frá
morgni til kvölds, margt er að skoða og stutt er að aka
upp í hlýlegar sveitir og heimsækja vinalega smábæi og
þorp. Takmarkað sætaframboð.
+ Bókaðu á www.vildarklubbur.is eða í síma
50 50 100 en þá leggst 2.000 kr. þjónustugjald á.
Vildarklúbbur
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
2
5
5
1
0
5
/2
0
0
6
Íslandsmótið.
Norður
♠42
♥D98
♦DG104
♣DG62
Suður
♠Á3
♥ÁK2
♦ÁK983
♣Á74
Ekki er útlitið bjart - suður spilar
sex tígla og fær út spaðakóng.
Er einhver von?
Frómt frá sagt, þá er eina raunveru-
lega vinningsvonin sú að laufkóngur sé
blankur. Spilið kom upp í undankeppi
Íslandsmótsins í tvímenningi og sex
tíglar voru spilaðir á fjórum borðum.
Laufkóngur var ekki blankur, en þó
unnu tveir sagnhafar slemmuna.
Hvernig þá?
Norður
♠42
♥D98
♦DG104
♣DG62
Vestur Austur
♠KDG86 ♠10975
♥G7654 ♥103
♦75 ♦62
♣10 ♣K9853
Suður
♠Á3
♥ÁK2
♦ÁK983
♣Á74
Annar fékk út spaðakóng. Sá drap á
spaðaás, tók tvisvar tromp og svínaði
laufdrottningu. Þegar hún hélt, voru
þrír efstu í hjarta teknir og spaða spil-
að.
Hvorugur varnarspilarinn kærði sig
um þann slag. Vestur sá fyrir sér að
hann yrði að spila í tvöfalda eyðu og
austur var ekki í betri stöðu að spila
laufinu frá kóngnum – úr því hann
„gleymdi“ að leggja á drottninguna.
Hinn sagnhafinn fékk út lauftíuna og
austri láðist líka að splæsa kóngnum á
drottninguna. Sagnhafi gat því hreins-
að upp rauðu litina og spilað spaðaás
og spaða með sömu niðurstöðu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Um ríkissjónvarp
SJÓNVARP er tæki til að safna sam-
an fólki til þess að eigandi sjónvarps-
stöðvar geti flokkað fólkið í mark-
hópa (til dæmis eftir aldri, kyni og
áhugamálum) og selt að því aðgang.
Þann aðgang þekkjum við áhorf-
endur sem sjónvarpsauglýsingar svo
dæmi sé tekið. Þetta birtist einnig í
öðru formi eins og kostun á birtingu
sjónvarpsefnis. Venjulega er þetta
beggja hagur, áhorfandinn fær þá af-
þreyingu sem hann leitar eftir og
sjónvarpsstöðvareigandinn fær sína
flokkuðu markhópa, getur mælt
áhorf og reiknað út snertiverð og
annað slíkt sem sjónvarpsstöðvareig-
andi þarf að gera til að geta selt þá
vöru sem við áhorfendur erum í hans
höndum. Geri ég ekki athugasemd
við þetta enda allir aðilar sáttir, en
sáttin einkennir góð viðskipti.
Ég staldra hins vegar við þegar ég
lít á hlutverk ríkisins á þessum mark-
aði. Það er ekki eðlilegt að ríkið skuli
með þessum hætti flokka þegna sína í
markhópa og selja að þeim aðgang.
Og enn frekar er mér á móti skapi að
ríkið skuli flokka börnin í markhópa
og selji í kringum barnaefnið að þeim
aðgang. Það er ekki og getur aldrei
orðið hlutverk ríkisins að selja að-
gang að þegnum sínum. Það er kom-
inn tími til að ríkið láti af þessari
hegðun. Og ég hef engar áhyggjur af
því rými sem ríkissjónvarpsstöðin
mun skilja eftir sig á auglýs-
ingamarkaðnum. Það mun nýtast í
vel óþvinguðum viðskiptum á þessum
markaði.
Í lokin vil ég árétta að ég er ekki að
tala fyrir afnámi ríkisreksturs á
ljósvakamiðlum. Ég er á þeirri
skoðun að ríkið eigi að reka ljós-
vakamiðla, það sé beinlínis bráðnauð-
synlegt.
Geir Hólmarsson,
nemi og framsóknarmaður.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður
kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30.
Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna,
bútasaumur, samverustund, fóta-
aðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið
öllum opið. Leiksýningin Átta kon-
ur í Þjóðleikhúsinu fös. 12. maí kl.
20. Uppl. í s. 588 9533.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofa félagsins opin í dag kl.
10–11.30. Félagsvist í kvöld kl
20.30 í félagsheimilinu Gullsmára.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Kaffitár með ívafi kl.
13.30. Línudanskennsla kl. 18.
Samkvæmisdans framh. kl. 19 og
byrjendur kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Hagyrð-
ingakvöld kl. 20 Ljóðahóps Gjá-
bakka. Aðgangseyrir kr. 1000, inni-
falið kaffi og meðlæti.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Gullsmárabrids. Mæting kl. 12.45.
Aðgangur kr. 200.– Kaffi og með-
læti í hléi.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45
í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl.
12.30–16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Virka
daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dag-
skrá. Veitingar í hádegi og kaffi-
tíma í Kaffi Berg. Strætisvagnar
S4, 12 og 17.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl.
14 sagan og kl. 14.45 koma fram-
bjóðendur frá Vinstri–grænum til
að kynna stefnuskrá sína.
Gerðuberg, félagsstarf | Kl. 14.30
kóræfing, stjórnandi Kári Frið-
riksson.
Hraunbær 105 | Kl. 9 Perlusaum-
ur, handavinna, kaffi, spjall, dag-
blöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 12 há-
degismatur. Kl. 13 hárgreiðsla. Kl.
15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl.
9. Pútt kl. 10. Ganga kl. 9.30. Gafl-
arakórinn kl. 10.30. Tréskurður kl.
13. Glerbræðsla kl. 13. Félagsvist kl.
13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu-
stofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu. Jóga kl.
9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir.
Sími 535 2720.
Hæðargarður 31 | Opið virka daga
kl. 9–16. Kaffi, dagblöðin o.fl. Fastir
liðir eins og venjulega. S.
568 3132. Átta konur 12. maí.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sund-
leikfimi á morgun í Grafarvogslaug
kl. 9.30.
Lífeyrisþegadeild Lands-
sambands lögreglumanna | Síð-
asti fundur vetrarins 10. maí kl. 10,
Brautarholti 30.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10
ganga, kl. 13 opin vinnustofa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hár-
greiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–
15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia.
Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 há-
degisverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl.
13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30–
15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja
kl. 9–12.30, bókband og hár-
greiðsla kl. 9, handmennt almenn
kl. 9–16.30, morgunstund og fóta-
aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10,
glerbræðsla kl. 13, frjáls spila-
mennska kl. 13.
Kirkjustarf
Aglow | Síðasti fundur vetrarins
að Háaleitisbraut 58–60 kl. 20.
Hjálpræðisherinn á Akureyri |
Heimilasamband kl. 15.
Kristniboðssalurinn | Fjáröfl-
unarsamkoma Kristniboðsflokks
KFUK, miðvikud. 10. maí kl. 20 að
Háaleitisbraut 58–60. Kökusala.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Laugarneskirkja | Raddbandafélagið stígur
á stokk kl. 20 með tónleika. Íslensk, norræn
og rússnesk söng- og þjóðlög. Einnig verða
flutt dægurlög úr ýmsum áttum.
Söfn
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður
Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti
hjá safninu. Sýnir Sigríður myndir sem hún
hefur tekið af börnum. Til 7. júní.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd-
um munum. Opið alla dag kl. 11–18. Sjá nánar
á www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal:
Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–
2006. Skáldsins minnst með munum,
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar
sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda,
Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminja-
safnið svona var það – þegar sýning þess
var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru
sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið
alla daga kl. 10–17.
Myndlist
101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í
skriðu. Opið fim.–laug. kl.14–17. Til 3. júní.
Aurum | Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sýnir
grafíkverkin Pá – lína sem er prentuð á
striga til 15. maí.
Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlistar-
nemar úr Garðabæ með málverkasýningu í
húsnæði Bókasafns Garðabæjar. Síðustu
þrjú ár hefur hópurinn verið á kvöld-
námskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Garða-
bæ undir handleiðslu Sigríðar Sigurð-
ardóttur myndlistarkennara.
Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir
málverk, teikningar og prjónaskap þar sem
sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní.
Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður
þráður. Myndirnar eru ellefu talsins málaðar
með blandaðri tækni – akrýl á striga. Til 19.
maí.
Gallerí Fold | Tryggvi Ólafsson sýnir mál-
verk. Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16 og
sunnud. 14–16. Sýningunni lýkur 14. maí.
Gallerí Húnoghún | Sýning Þorvaldar Óttars
Guðlaugssonar á íslenskum fjöllum úr áli
hefur verið framlengd til 12. maí nk.
Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar er
Guðrún Benedikta Elíasdóttir, hún sýnir
akrílmálverk sem eru að mestu máluð í
Frakklandi á síðastliðnu ári. Til 20. maí.
Gallerí Sævars Karls | Graeme Finn sýnir
300 teikningar sem mynda innsetningu .
Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York
sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sög-
ur“ stendur yfir til 31. maí.
Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er
myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg.
Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafn-
arborgar ganga undir heitinu „Svarthvítir
dagar“. Til 29. maí.
Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd-
höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar.
Opið alla daga nema þriðjud. kl. 11–17, á
fimmtud. er opið frá kl. 11 til 21.Til 29. maí.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í
Listasafni ASI. Opið 13–17. Aðgangur ókeyp-
is. Til 28. maí.
Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN?
Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær-
eysk náttúra. Þeir sem eiga verk á sýning-
unni eru: Amariel Norðoy, Bárður Ják-
upsson, Eyðun av Reyni, Kári Svensson,
Torbjörn Olsen og Össur Mohr. Sýning-
arstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr eign Ásmundarsafns,
sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn
notaði mismunandi efni – og hvernig sömu
viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam-
starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og
Listaháskóla Íslands. Um 75 nemendur í út-
skriftarárgangi myndlistar– og hönn-
unarsviðs sýna verk sín. Stendur til 25. maí.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu
útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem
kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Stendur til 3. desember 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept-
listamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Sýningin stendur til 5. júní.
Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn-
ing á verkum Marissu Navarro Arason
stendur nú yfir til 24. maí
Mokka-kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir
vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til
15. maí.
Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás-
mundsson þróað með sér andlega tækni í
málaralist. Orkuflámamyndir hans sem eru
taldar hafa lækningarmátt hafa vakið sterk
áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina. Til
28. ágúst.
Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sig-
urjónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí. Opið alla
daga frá 11–18.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob
Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um
Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og
vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára.
Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist
fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru
nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær
nutu þeirra forréttinda að nema myndlist
erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp
úr aldamótum.
Fyrirlestrar og fundir
Líknarsamtökin höndin – sjálfstyrktar-
hópur | Síðasti fundur vetrarins í kjallara
Áskirkju 9. maí kl. 20.30. Hugleiðingu flytur
Sigursteinn Másson formaður Öryrkja-
bandalags Íslands. Gestir fundarins verða
fulltrúar framboðanna sem bjóða fram lista
í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | Fjöll og firðir
12.–17. júní. Kjölur – Akureyri – Möðrudalur –
Egilsstaðir – Mjóifjörður – Kárahnjúkar –
Höfn. Skráning fyrir 8. maí. Uppl. gefur
Hannes Hákonarson í síma 892 3011.
Húnvetningafélagið í Reykjavík | Aðal-
fundur félagsins verður haldinn í Húnabúð
Skeifunni 11 3. hæð (lyfta), 9. maí kl. 19.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Frístundir og námskeið
Magadanshúsið | Magadanshúsið, Ármúla
18, verður með áframhaldandi starfsemi í
allt sumar. Ný byrjendanámskeið í maga-
dansi og súluleikfimi verða í hverjum mán-
uði. Kennarar eru Josy Zareen, Jóhanna
Jónas, Kristína Berman, Rosanna Ragimova
og Heiða Jónsdóttir. Danssýning verður 27
maí. Nánari uppl. www.magadans.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is