Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Bologna á Ítalíu 17. maí. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Ítalíu 17. maí frá kr. 19.990 Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 17. maí. Netverð á mann. UPPSALIR, innst í Selárdal, þar sem einbúinn Gísli heitinn Gíslason bjó, Braut- arholt, sem var fyrrum íbúðarhús Samúels Jónssonar listamanns, og bærinn Kolbeins- skeið í Selárdal eru meðal íbúðarhúsa, mannvirkja og lóða í Selárdal í Vestur- byggð, sem landbúnaðarráðuneytið aug- lýsti til leigu í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Einnig auglýsir ráðuneytið til leigu fyrr- verandi íbúðarhús á Melstað og Selárdal, sem er íbúðarhús fyrir miðjum dal ásamt um 1.500 fermetra lóð. Þarfnast mikilla endurbóta Tekið er fram að íbúðarhúsin séu flest í bágu eða mjög bágu ástandi eða þarfnist mikilla endurbóta. Lóðirnar eru flestar um 1.000 fermetrar að stærð og verða þær leigðar til 50 ára. Verður leigugjald 4% af fasteignamati lóðar sem er í dag um 33 þúsund kr. á ári. Er gert ráð fyrir að leigjendur taki við þeim mannvirkjum sem á lóðunum eru að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Fyrir tveimur árum var ráðist í það af hálfu landbúnaðarráðuneytisins að gera þarna upp hús og mannvirki sem tilheyrðu Samúel heitnum Jónssyni listamanni og Félag áhugamanna um uppbyggingu lista- safnsins tók að sér að gera við listaverkin,“ segir Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. „Landbúnaðarráðherra vildi að kannað yrði hvort hægt væri að lífga þennan dal, koma aftur vori í dal í Selárdal. Nið- urstaðan var sú að auglýsa núna þessi fornu hús sem þarna eru í mismunandi ásigkomulagi,“ segir hann. Byggt verði upp í þeim anda sem þarna var „Ætlun okkar er að vita hvort áhuga- samir einstaklingar vilja byggja þetta upp og laga í einhverri breyttri mynd, en samt innan ákveðins ramma. Við viljum að byggt verði í þeim anda sem þarna var en sum húsin þarf að byggja nánast frá grunni,“ segir Níels Árni. Að sögn hans hefur, auk endurbótanna að undanförnu, verið fenginn maður til að hreinsa dalinn. Einnig var Landbúnaðarháskóla Íslands falið að vinna hugmyndir að skipulagi í dalnum. „Því er ekki að neita að þeir sem hafa spurst fyrir um þetta eru fyrst og fremst brottfluttir íbúar og aðrir sem hafa haft tengsl við Selárdal og þekkja staðhætti,“ segir hann. Rafmagnslína liggur út í Selárdal en mannvirkin verða afhent án rafmagns, vatns og frárennslis og mun ríkið ekki veita neina sérstaka þjónustu s.s. við lagningu vega, rafmagns, frárennslis eða vatn. Þá fylgir sú kvöð að uppbygging húsa sé í samræmi við fyrra útlit þeirra og nýbygg- ingar í samræmi við þau hús sem fyrir eru. Ber leigutökum að leggja fram fram- kvæmdaáætlanir til fimm ára og hefja skipulagðar framkvæmdir innan tveggja ára. Friðaður fyrir búfjárbeit Selárdalur er friðaður fyrir búfjárbeit og er lausaganga búfjár þar bönnuð. Mikið er af fornleifum í Selárdal og er tekið fram að ekki megi spilla fornleifum en forn- leifaskráning hefur ekki verið unnin. „Hér er um mjög sérstakar lóðir að ræða og því mikilvægt að leigutakar geri sér fulla grein fyrir ástandi lóða og mannvirkja, hafi kynnt sér hugmyndir um endurreisn Selárdals og sýni fram á getu til fram- kvæmda,“ segir í auglýsingu landbún- aðarráðuneytisins. Landbúnaðarráðuneytið auglýsir eftir leigjendum að íbúðarhúsum og lóðum í Selárdal til 50 ára Sögufrægu bæirnir Uppsalir og Brautarholt boðnir til leigu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Listamaðurinn Samúel Jónsson (1884–1969) bjó í Brautarholti í Selárdal í Arnarfirði. Listaverk hans vekja mikla athygli allra sem í Selárdal koma en árið 1998 var stofnað áhugamannafélag um endurreisn listaverka Samúels. Íbúðarhúsið er timburklætt og í mjög bágu ástandi. Hinn þjóðfrægi einsetumaður Gísli heitinn Gíslason bjó á Uppsölum sem er innst í Sel- árdal. Íbúðarhúsið sem Gísli bjó í var byggt 1931 og er sagt í mjög bágu ástandi. Ljósmynd/Árni Johnsen Á fjórða þúsund á hverju sumri TALIÐ er að á fjórða þúsund ferða- menn komi í Selárdal á hverju sumri, ekki síst til að skoða listaverk og mann- virki Samúels Jónssonar. „Þau voru mjög illa farin en núna er unnið að viðgerð á listaverkunum, og mun því væntanlega ljúka í sumar. Hús- in, bæði kirkjan og listasafnið, eru kom- in í sína upprunalegu mynd. Enn er þó íbúðarhús Samúels eftir, sem er mjög illa farið,“ segir Níels Árni Lund, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. „Þarna er líka hús Gísla heitins á Uppsölum, þess fræga manns og svo sjálft Selárdalshúsið, sem er illa farið en að margra mati má vel gera við það.“ LÖGREGLUNNI í Hafnarfirði var í gærdag tilkynnt að skáli skátafélagsins Hraunbúa sem staðsettur er í Krýsuvík hefði verið brenndur til kaldra kola. Þar að auki voru unnin skemmdarverk á skýli, sem við skálann stóð, og það dregið með bifreiðum um svæðið. Gistiaðstaða var í skálanum, sem var um þrjátíu fermetr- ar, en hún hafði ekki verið nýtt nýlega að sögn forsvars- manns Hraunbúa. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið fullvíst að kveikt hafi verið í og verður málið rannsakað áfram. Morgunblaðið/Guðvarður Ólafsson Kveikt í skála skátafélags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.