Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 25
væntumþykjuna, brosið sem ég fékk að njóta fram á síðasta dag. Minn- ingin um hana kallar fram hlýjar til- finningar sem ná um allan kroppinn, út í tærnar og fram í fingurgóma. Ætli það heiti ekki að maður brosi með hjartanu þegar maður hugsar um hana, ef það er þá hægt. Söknuðurinn hittir á sömu staði. Hún hefur alltaf verið ein af þessum yndislegu konum sem hafa hjálpað manni gegnum lífið og fengið mann til að skilja heiminn aðeins betur. Það verður erfiðara að halda áfram án hennar en góðar minningar eru ómetanlegt vegarnesti. Þótt amma hafi verið einstaklega blíð og ljúf við alla og yfir höfuð lifað góðu lífi í tæpa níu áratugi, þá hafði hún líka upplifað erfiða daga, veru- leika sem er fjarri því sem flest okk- ar glíma við í dag. Móðir hennar dó úr spænsku veikinni þegar amma var ekki orðin tveggja ára og pabbi hennar, skáldið, gat ekki séð um börnin sín. Einhver áhrifamesta ljós- mynd sem tekin hefur verið á Íslandi er af þessum systkinum við kross sinnar ungu móður. Amma fór í fóstur á ástríku heimili í Hafnarfirðinum þangað sem við keyrðum oft í okkar fjölmörgu bíl- túrum og hún sagði frá lífinu á Vörðustígnum, þegar hún hljóp um hæðir og móa, keppti í handbolta, lék við hina krakkana. Uppeldisbræður hennar voru ein- hverjir áhrifamestu sósíalistar í landinu á meðan pabbi þeirra var harðasta íhald. Amma brást við þessu með því að gera bandalag við æskuvin sinn um að þau væru ekkert í pólitík. Hún stóð við sitt en æsku- vinurinn, Magnús Kjartansson, varð ritstjóri Þjóðviljans. Amma fór til Ísafjarðar til að læra að verða húsmóðir, í Grautó eins og hún kallaði skólann, og kynntist afa. Það reyndi fljótt rækilega á mennt- unina því þau eignuðust fimm börn á innan við sex árum. Á sama tíma og þau ólu skarann upp byggðu þau húsið sitt í Melgerði 16, sem er í mín- um huga fallegasta hús í heiminum. Þau voru landnemar í Kópavoginum og mér fannst eins og amma þekkti alla sem bjuggu þar. Ég á mynd hér heima af ömmu og afa í sinni fyrstu utanlandsferð. Þá voru þau rétt tæplega fimmtug og voru að heimsækja elstu börnin sín sem þau höfðu stutt til háskólanáms í Skotlandi. Það er hollt fyrir okkur sem lítum á það sem sjálfsagðan hlut að geta stokkið hvert sem er í heim- inum, að átta okkur á að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Afar okkar og ömmur þurftu að hafa fyrir hlutun- um. Margt af því sem við lítum á sem sjálfsögð lífsgæði í dag, kostuðu mikla vinnu á þeim tíma. Þetta eig- um við að meta og virða. Það getur verið átakanlegt að fylgjast með því hvernig aldurinn færist yfir fólk, hvernig líkaminn lætur undan, hvernig leiðinlegir sjúkdómar herja á hugann. Manni finnst gangur lífsins ekki alltaf sann- gjarn. Amma sem alltaf hafði verið á fleygiferð, var allt í einu upp á aðra komin. Hún tók öllu þessu af æðru- leysi, kvartaði ekki og það var alltaf gaman að hitta hana. Augun ljómuðu, stríðnisglampinn aldrei langt undan, brosið hlýjaði niður í dýpstu hjartarætur. Okkur þótti óskaplega vænt hvoru um ann- að. Ég er við þessi leiðarlok afskap- lega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu minni, söknuður- inn er sár en minningin svo ofsalega góð. Kristján Guy Burgess. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Hrefnu Magnúsdóttur. Kynni okkar hjóna og Hrefnu hafa staðið óslitið í tugi ára. Þar var bæði um vina- og fjölskyldutengsl að ræða því Ólafur eiginmaður Hrefnu og undirritaður voru systkinasynir. Þau hjónin byggðu hús við Mel- gerði í Kópavogi og bjuggu þar uns Ólafur lést 64 ára að aldri. Hrefna keypti síðan íbúð í Fannborg og hef- ur búið þar síðan uns hún var lögð inn á sjúkrahús þar sem hún and- aðist eftir stutta legu. Fimm voru bönin sem alin voru upp í Melgerði 16 og skilað út í lífið sem menntuðu, duglegu og sjálf- bjarga fólki auk barnabarna sem Hrefna annaðist af þeirri ást og hlýju sem henni var eiginleg. Fyrir hálfri öld var ekki auðvelt að fram- fleyta stórum barnahópi en þetta tókst þeim hjónum ekki síst fyrir frá- bæran myndarskap og hagsýni hús- móðurinnar sem aldrei fell verk úr hendi. Allt var saumað og unnið heima og líklega aldrei spurt um hve vinnudagurinn var langur. Glaðlyndi Hrefnu og ljúfmennsku var við- brugðið og gott var að líta inn til þeirra hjóna meðan Ólafur lifði og svo til Hrefnu í Fannborgina eftir að hún var orðin ein. Hrefna var ákaf- lega listfeng og var sama við hvað hún fékkst saumaskap, postulíns- málun eða hvað annað sem hún tók sér fyrir hendur. Á handavinnusýn- ingu sem haldin var í Gjábakka fyrir réttu ári, var til þess tekið hve fal- legir hennar hlutir voru og einstak- lega vel unnir af konu kominni hátt á níræðisaldur. Hrefna var afar sjálfstæð og henn- ar afstaða í lífinu var að standa á eig- in fótum og vera fremur gefandi en þiggjandi. Hún var börnum sínum góð móðir, barnabörnum sínum ein- stök amma og hagur hópsins hennar sat alltaf í fyrirrúmi. Hún var líka góður og tryggur vinur vina sinna og gott til hennar að leita. Við kveðjum hana því með söknuði og þökkum samfylgdina. Hópnum hennar send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim allrar bless- unar. Geirþrúður og Ólafur. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 25 MINNINGAR Elskuleg móðir mín, amma og systir, SONJA WERNER GUÐMUNDSDÓTTIR, Fossheiði 62, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 13.30. Guðmundur Þór Werner Magnússon, Gabríel Werner Guðmundsson, Ingibjörg H. Werner Guðmundsdóttir. Okkar ástkæri, MAGNÚS INGVAR JÓNASSON, Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 10. maí kl. 15.00. Áslaug Jónsdóttir, Jón Oddur Magnússon, Ragnheiður M. Þórðardóttir, Magnús Ingi Magnússon, Aðalheiður Olgudóttir, Inga Lára Hjaltadóttir, Elías Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA GUÐMUNDA ÁRNADÓTTIR frá Sóleyjartungu, Akranesi, sem lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, mánudaginn 1. maí, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 14.00. Arndís Halla Guðmundsdóttir, Þórir Þorsteinsson, Sveinbjörn Már Guðmundsson, Mary Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Torben Jacobsen, Ingibjörg Huld Guðmundsdóttir, Helga Sesselja Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐNASON, Sléttuvegi 13, áður Heiðargerði 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðviku- daginn 10. maí kl. 13.00. Elísa S. Magnúsdóttir, Jóhann Magnússon, Jenný G. Magnúsdóttir, Stefán Bergsson, Guðleifur Magnússon, Ásta Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi. ÓLAFUR G. BJÖRGÚLFSSON HDL. fv. skrifstofustjóri Tryggingastofnunar Ríkisins, er látinn. Marta Marteinsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Friðrik Skúlason, Marta Kristín Friðriksdóttir. Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON, andaðist laugardaginn 6. maí á líknardeild Lands- pítalans í Kópavogi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásdís Sveinsdóttir. ✝ Lilja Guðmunds-dóttir fæddist 20. september 1984. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 1. maí síðastliðins. Foreldrar hennar eru Kristjana Krist- jánsdóttir, f. 14.1. 1958, og Guðmund- ur Örn Njálsson, f. 31.3. 1955. Krist- jana er gift Birgi Laxdal, f. 31.5. 1951, og Guðmundur er kvæntur Guðrúnu Birnu Jóhanns- dóttur, f. 28.9. 1962. Systur Lilju eru, Sjöfn, f. 16.5. 1978, gift Sigurði Áka Eðvalds- syni, f. 19.5. 1973, börn þeirra eru Kristján Blær, f. 2.9. 1997, og Em- ilía Marín, f. 13.6. 2003, og Anný Rós, f. 24.7. 1982, sambýlismaður Birkir Freyr Stef- ánsson, f. 11.8. 1982. Samfeðra eru, Katr- ín Lind, f. 22.9. 1975, gift Jóhanni Guðmundi Eyþórs- syni, f. 8.10. 1977, sonur þeirra er Sindri Fannar, f. 11.3. 2003, og Dagný, f. 14.1. 1998. Lilja ólst upp á Flateyri fyrstu 8 ár ævinnar, en frá 1994 var hún búsett á Akureyri. Hún var mjög virk í félagsmálum og var til að mynda í framboði til bæjar- stjórnar Akureyrar í komandi kosningum fyrir hönd Vinstri – grænna þegar hún lést. Útför Lilju verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Lilja, það er svo óendanlega erfitt að þurfa að átta sig á þessum mikla missi og að þurfa að kveðja svona yndislega manneskju eins og þig. Þegar ég áttaði mig loks á því hvað gerst hafði var eins og eitthvað innra með mér hefði dáið líka. Ég varð svo reið og gat ekki hugsað mér neina ástæðu af hverju þú þurftir að vera tekin svona snemma í burtu frá okkur. Ætli það sé ekki satt að Guð tekur fyrst í burtu þá sem hann elsk- ar mest. Ég get allavega alveg skilið af hverju hann elskaði þig mikið, því að þú ert yndislegasta manneskja sem að hægt er að hugsa sér. Síðan mér bárust þessar ömurlegu fregnir hefur hugur minn stanslaust verið hjá þér. Ef ég læt hugann reika, og leita að minningum af þér fyllist ég stolti. Það sem einkenndi þig var náttúruleg fegurð, hversu ótrúlega hress og já- kvæð þú varst alltaf, þú varst alltaf góð við alla í kringum þig og þú hafðir svo mikla útgeislun að mér leið alltaf vel í návist þinni. Ég sat í dágóðan tíma ein og hugsaði um þig, fór að rifja upp allt sem að minnir mig á þig. Eftir mikla umhugsun komst ég þó að einni niðurstöðu. Eftir að ég hafði safnað saman fullt af minningum af þér sá ég hvað eitt var augljóslega sameiginlegt með þeim öllum og það var gleðin og kátínan sem ávallt fylgdi þér. Sama í hvaða ástandi þú varst, varstu alltaf til í að hjálpa öðr- um, þú hélst í vonina og náðir á svo aðdáunarverðan hátt einhvern veg- inn alltaf að vera jákvæð og líta á björtu hliðarnar á öllu. Alltaf þegar einhver spurði mig um líðan þína fylltist ég stolti og sagði fólki hversu ótrúlega hugrökk þú værir og mikil hetja að berjast og gefast ekki upp. Ég leit upp til þín og geri enn. Þú varst alltaf svo spes, alltaf svo frum- leg og alltaf bara þú. Þú varst Lilja, stúlkan sem öllum þótti vænt um, stúlkan sem alltaf var svo góð og stúlkan sem alltaf var hægt að treysta á. Maður gat alltaf treyst á að fá að koma til þín og bara vera maður sjálfur og líða vel og njóta félagsskap- ar þíns. Þú tókst engu sem sjálfsögð- um hlut, barðist og varst hugrökk. Hvernig sem ástand þitt var gerðir þú alltaf það besta úr öllu og reyndir að vera jákvæð. Þú ert fyrirmynd mín og ég hef ávallt litið upp til þín. Elsku besta Lilja frænka, ég kveð þig núna með trú um að þú sért komin á betri stað. Ég veit að þú munt líta niður til okkar og hjálpa okkur að halda áfram án þín. Ég geymi brosið þitt í huga mínum og hjálpar mér það að komast í gegnum þennan erfiða tíma. Þín verður sárt saknað en minn- ingin um þig mun lifa í hjarta allra þeirra sem þig þekktu. Ég þakka fyr- ir þau forréttindi að fá að hafa kynnst þér og eignast með þér minningarn- ar. Elsku Lilja frænka, ég og Laufey hugsum til þín með hlýju í hjarta, yndislega frænka. Þínar frænkur, Jónína Rut og Laufey Dröfn. Elsku frænka mín. Við söknum þín afar mikið og er ég enn alveg að skilja að þú sért farin og komir ekki aftur. Ég fór á Amour áðan og bjóst bara við því að þú værir á langa borðinu með þitt smitandi bros og töfrandi hlátur en hvergi varstu. Manstu dansinn okkar sem við sömdum á Árskógssandi þegar við vorum krakkar og hlustuðum á Ný Dönsk eða þegar við vorum að leika saman í fjörunni á Flateyri. Þú varst alltaf svo fyndin og hress, komst öllum bekknum til að emja úr hlátri þú þegar þú gerðir „risaeðlu LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 26 Elsku engillinn okkur. Takk fyrir að vera systir okkar. Við söknum þín meira en orð geta lýst. Þínar systur, Sjöfn og Anný. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Lilja, ég sakna þín, þín litla systir, Dagný. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.