Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 19 UMRÆÐAN Háskólinn á Akureyri býður upp á fjarnám um allt land í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar. Fjarnámið fer fram í gegnum vefinn og með myndfundum, auk þess sem aðrir samskiptamiðlar eru nýttir til hins ítrasta. Miðvikudaginn 10. maí kl. 18.00: Reykjanesbær, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Neskaupsstaður, Höfn, Húsavík, Þórshöfn, Ísafjörður, Patreksfjörður Fimmtudaginn 11. maí kl. 17.00: Selfoss, Vík, Hvolsvöllur, Akranes, Borganes, Stykkishólmur, Grundarfjörður, Búðardalur, Hellissandur, Sauðárkrókur, Blöndu- ós, Siglufjörður, Skagaströnd, Hvammstangi Grunnskólakennarafræði Leikskólakennarafræði Auðlindafræði með áherslu á: líftækni sjávarútvegs- og fiskeldisfræði umhverfis- og orkufræði Viðskiptafræði með áherslu á: ferðaþjónustu fjármál markaðsfræði stjórnun Mikil reynsla og þekking kennara á sviði fjarnáms Öflugt samstarf við fræðslu- og símenntunar- miðstöðvar um allt land Námsárangur fjarnema og staðnema í Háskólanum á Akureyri er sambærilegur Fjöldi fjarnema um 700 eða helmingur af heildarfjölda nemenda FJARNÁM UM ALLT LAND NÁMSFRAMBOÐ HAUSTIÐ 2006 KYNNINGARFUNDIR Umsóknarfrestur er til 5. júní. Umsóknareyðublöð, námsskrá og kynn- ingarefni eru aðgengileg á www.unak.is. spennandi valkostur Leiðandi háskóli í miðlun fjarnáms Háskólinn á Akureyri Sólborg v/Norðurslóð 600 Akureyri Sími: 460 8000 www.unak.is Í GREIN Sveins Andra Sveins- sonar, hrl., sem birtist í Morgun- blaðinu 5. maí sl., er gerð tilraun til að verja fyrri yfirlýsingar lögmannsins varðandi „Baugsmálið“ svonefnda í fjölmiðlum. Flestar yf- irlýsingar Sveins Andra um þetta mál eru með sama marki brenndar. Hvað eftir annað hefur lögmaðurinn leyft sér að koma ólesinn í sjón- varps- og útvarpsþætti og þusa þar um að- stæður, sekt eða sak- leysi fólks, sem hann þekkir lítið eða ekki neitt. Ekki vafðist fyrir lögmanninum að mæta í „Kastljós“ í Sjónvarp- inu mánudaginn 27. febrúar sl. og ræða þar um álitsgerð danska lögfræðingsins Tyge Trier, sem kynnt var opinberlega síðdegis þann sama dag, um hugsanleg mann- réttindabrot í „Baugsmálinu“, og taka þar fram í umræðum, að hann hefði „verið í dómssal“ og því ekki haft tök á að kynna sér álitsgerðina „í þaula“! Hann andmælti niðurstöðu hins danska sérfræðings frammi fyrir al- þjóð þó að augljóst væri að hann hefði ekki kynnt sér röksemdir hans að neinu gagni. Föstudaginn 28. apríl sl. var Sveinn Andri enn mættur í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins og nú með getgátur um hugsanlega niðurstöðu dómstóla vegna nýju ákærunnar í „Baugsmál- inu“. Ég vogaði mér að mótmæla þessum ummælum og samanburði við „Landssímamálið“ með yfirlýsingu, sem m.a. birtist orðrétt í Morg- unblaðinu 1. maí sl. Í grein sinni í Morgunblaðinu 5. maí fylgir Sveinn Andri ummælum sínum eftir með frösum á borð við „hreinn hug- arburður“ og „hreinn ósómi“. Fyr- irsögn greinarinnar er „Hreinn þvættingur“. Í greininni ber Sveinn Andri mér á brýn að vera með „keypt- ar“ skoðanir og hafa „leigupenna“ í þjónustu minni. Yfirlýsing mín hefur greinilega farið fyrir brjóstið á lög- manninum úr því hann finnur sér vörn í því að beita uppnefnum og vega að heiðri mínum og andlegu ástandi. Lítum aðeins á „fagleg“ rök Sveins Andra í Morgunblaðinu 5. maí sl. (1) Sveinn Andri reynir enn að halda því fram, að samanburður við „Landssímamálið“ eigi rétt á sér. Fjárhæðir séu svipaðar, ásetningsstig svipað og brotin svipaðs eðlis. En hann getur þess ekki í þessum sam- anburði að í „Landssímamálinu“ lá fyrir játning, rannsóknin tók til- tölulega skamman tíma og ákæran sjálf stóðst próf dómskerfisins. Í „Baugsmálinu“ liggur ekki fyrir játn- ing. Öðru nær. Sakborningar hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Endurskoðendur félagsins hafa fallist á skýringar sakborninga og óháðir endurskoðendur hafa rannsakað mál- ið og komist að sömu niðurstöðu. Rannsóknaraðferðir RLS hafa verið harðlega gagnrýndar af innlendum og erlendum sérfræðingum. Flestum ákæruliðum hefur verið vísað frá dómi og sakborningar sýknaðir af Héraðsdómi Reykjavíkur í þeim ákæruliðum sem fengið hafa efn- isdóm. Sjónarmiðum endurskoðenda lögreglunnar hefur þar verið hafnað. Helsta vitni ákæruvaldsins er ótrú- verðugt að mati Héraðsdóms Reykja- víkur. Það mat sætir naumast endur- skoðun í Hæstarétti Íslands. Engin mál eru eins og allur samanburður því varasamur. Getsakir utanaðkomandi um hugsanlega lengd fangelsisvistar á þessu stigi málsins – þegar aðal- meðferð hefur ekki einu sinni farið fram – eru tillitslausar og særandi fyrir þá, sem í hlut eiga. (2) Sveinn Andri segir það í sam- ræmi við íslensk lög að ákæruvaldinu gefist kostur á að endurbæta ákær- una. Þetta hafi oft gerst. Fráleitt sé um að ræða brot á reglu 6. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Sveinn Andri færir engin rök fyrir þessari skoðun. Hann fullyrðir aðeins að þetta sé svona. En það hefur aldrei reynt á þetta áður, a.m.k. ekki með sama hætti og í „Baugsmálinu“. Sveinn Andri fullyrti líka á sínum tíma í fjölmiðlum, þegar Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði fyrra málinu frá sl. sumar, að Hæsti- réttur Íslands myndi ekki vísa málinu frá. Ákæran væri eins og aðrar ákærur, sem rétturinn hefði metið góðar og gildar. Hann hafði rangt fyrir sér þá og virðist ekki gera sér grein fyrir því nú, að nýleg dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu styður frávísun málsins. Hæstiréttur Íslands hefur áður sýnt, að niðurstöður hans taka breytingum í ljósi túlkunar dómstólsins á ákvæðum Mannrétt- indasáttmálans. Í réttarríki gengur einfaldlega ekki, að dómstólar séu notaðir sem tilraunastofur fyrir ákæruvaldið. Við samanburð á fyrri ákæru og þeirri síðari er augljóst, að reynt hefur verið að sníða verstu gall- ana af málatilbúnaði ákæruvaldsins, en það nægir ekki til sakfellingar að mínu mati jafnvel þó að málið komist til efnisdóms. Sveinn Andri hefur ekki forsendur til að meta það því hann hefur ekki séð gögn málsins. (3) Sveinn Andri hvetur mig til þess í greininni að setja öll gögn málsins á netið og gera þau þannig aðgengileg almenningi, en auðvitað hef ég ekkert með birtingu þessara gagna að segja eða gera. Slíkt er að- eins á færi sakborninga og þá byggt á ráðgjöf verjenda þeirra. Um er að ræða gríðarlegt magn upplýsinga, marga tugi þúsunda skjala í 85-100 möppum. Sönnunargildi margra þeirra er vafasamt, ekki síst tölvu- pósta, sem finnast aðeins í útskrift eða einni tölvu. Aðeins dómstólar geta metið gildi þeirra og því fráleitt að þau verði birt á netinu án skýr- inga. Komi til efnismeðferðar munu vitni málsins skipta tugum. Aðal- meðferð mun sjálfsagt taka nokkrar vikur. Síðan er það hlutverk dómstóla að meta gögn og framburði og kveða upp úr um sekt eða sakleysi. Það er hvorki hlutverk Sveins Andra Sveins- sonar né Stak-Steins Morgunblaðs- ins, sem einnig vill ólmur komast í gögnin til að túlka þau með sínum hætti sbr. skrif hans í blaðinu 2. maí sl. (4) Sveinn Andri hefur sagt op- inberlega, að ný ákæra í „Baugsmál- inu“ sé betur samin en sú fyrri. Skipta má nýju ákærunni í þrennt. Í fyrsta lagi eru stórir hlutar hennar vafasamir vegna efnisdómsins, sem gengið hefur og snertir meint brot á hlutafélagalögum og öðrum sérrefsi- ákvæðum í fyrri ákærunni. Telja verður líklegt, ef Hæstiréttur Íslands staðfestir þann dóm, að allir þeir ákæruliðir nýju ákærunnar falli um sjálfa sig. Í öðru lagi eru ákæruliðir er hvíla öðru fremur á framburði að- alvitnis ákæruvaldsins og gögnum, sem það vitni hefur lagt fram. Hér- aðsdómur Reykjavíkur telur þetta vitni ótrúverðugt og deilt er um gildi gagna er frá því stafa. Hið svonefnda „bátamál“ fellur hér undir og einnig önnur mál. Í þriðja lagi er veigamesti ákæruliðurinn og sá viðurhlutamesti. Hér er átt við ásakanir í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar varðandi kaupin á 10/11. Brotalýsing í þeim kafla ákærunnar er verulega flókin og ótrúverðug. Jón Ásgeir hefur sett fram einfaldari og skýrari lýsingu á þeim þætti málsins, en ekkert hefur verið á hann hlustað. Samkvæmt brotalýsingu ákæruvaldsins á Jón Ásgeir að hafa einsett sér í byrjun september 1998 að svíkja fé út úr Baugi 7-8 mánuðum síðar eftir að fé- lagið væri orðið að almenningshluta- félagi, en það gerðist ekki fyrr en í apríl 1999. Í þessu skyni á hann að hafa gert fjöldann allan af löggern- ingum og fengið verulega stóran hóp einstaklinga og lögaðila til að taka þátt í samsærinu eða véla þá til þess. Sumir þessara einstaklinga og lög- aðila eiga síðan að hafa verið blekktir til að leggja verulega mikla fjármuni í margslungin milliviðskipti. Til þess að ákæruliður þessi gangi upp og leiði til sakfellingar verða dómstólar að viðurkenna nánast ofurmannlegan hæfileika Jóns Ásgeirs til að sjá fyrir óorðna hluti og aðstæður í framtíð- inni. Einnig til að ná stórum hópi manna undir áhrifavald sitt og gera þá að viljalausum verkfærum sínum. Í þessum hópi eru bæði lögmenn og endurskoðendur, margreyndir kaup- sýslumenn og fjárfestingafélög, tryggingafyrirtæki og bankar. Aðgát skal höfð Hreinn Loftsson svarar grein Sveins Andra Sveinssonar ’Hvað eftir annað hefurlögmaðurinn leyft sér að koma ólesinn í sjónvarps- og útvarpsþætti og þusa þar um aðstæður, sekt eða sakleysi fólks, sem hann þekkir lítið eða ekki neitt.‘ Hreinn Loftsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Baugs Group hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.