Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veltan nam samtals 16,8 milljörð- um króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 27,4 milljónir króna. Varð 32,5% samdráttur í fjölda kaupsamninga í apríl miðað við mánuðinn á undan og samdrátt- ur í veltu var um 27,5%. 908 kaup- samningum var þinglýst í mars og var upphæð veltu 23,1 milljarður króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 25,4 milljónir króna. Það er þó talið skýra þenn- an samdrátt að einhverju leyti, eins og fyrr segir, að fleiri helgi- dagar voru í apríl vegna páskanna. FASTEIGNASALAR telja sig merkja að nokkuð sé farið að hægj- ast um á fasteignamarkaðinum og meira jafnvægi að komast á. Enn er þó mikil hreyfing í fasteigna- viðskiptum og verð er enn á upp- leið, skv. upplýsingum Björns Þorra Viktorssonar, formanns Fé- lags fasteignasala. Hann segir flesta þeirrar skoð- unar að nokkurs samdráttar gæti á markaðinum en það sé þó almenn skoðun að hann sé ekki eins mikill og tölur Fasteignamats ríkisins fyrir aprílmánuð gefi til kynna. Þar komi m.a. til áhrif helgidaga um páskana í seinasta mánuði. „Hins vegar er alveg ljóst að markaðurinn er áfram að leita meira jafnvægis og farið er að hægja á þessari gríðarlegu spennu sem verið hefur, þó það sé ennþá mikil hreyfing,“ segir Björn Þorri. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins var 613 kaup- samningum um fasteignir þinglýst við sýslumannsembættin á höfuð- borgarsvæðinu í seinasta mánuði. Ef þessi fasteignaviðskipti eru borin saman við apríl á síðasta ári nemur samdráttur í fjölda kaup- samninga 33% og 22,3% í veltu en hafa ber í huga að páskar voru í marsmánuði á seinasta ári. Viðskipti með eignir í fjölbýli í apríl námu samtals 10,2 milljörðum króna, viðskipti með eignir í sér- býli 4,6 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2 milljörðum króna. Björn Þorri segir ljóst að ef töl- ur eru skoðaðar í samhengi yfir lengra tímabil megi sjá að enn sé mikil hreyfing á markaðinum þó hún sé vissulega ekki eins mikil og þegar hún var sem mest. „Það kemur fram í tölum Fasteigna- matsins að það er að hægja aðeins á stærstu eignunum. Þar hefur veltan aðeins minnkað en það er al- veg eðlilegt og gerist alltaf þegar dregst aðeins saman og spennan minnkar.“ Ekki hægt að tala lengur um sveiflur í verði Þrátt fyrir að dregið hafi úr spennu á fasteignamarkaðinum sjást þess þó ekki merki í söluverði á fasteignum. „Verðin hafa áfram verið heldur á uppleið en það er ekki hægt að tala lengur um neinar sveiflur í verðum,“ segir hann. „Þar er allt í miklu meira jafnvægi en áður og ástandið farið að líkjast meira normal markaði ef það má orða það þannig,“ segir hann. „Fólk er líka farið að sjá að það er aftur farið að taka einhverjar vikur eða mánuði að selja fasteign og það er líka alveg eðlilegt. Mark- aður þar sem allar eignir seljast á einni eða tveimur vikum er ekki í jafnvægi,“ segir Björn Þorri. Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir fækkaði um 32,5% milli mánaða Minni spenna á fasteignamark- aði en verðið enn á uppleið Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is                                  !  "  " !   "  "                                                   YFIR tvö þúsund miðar seldust á afmælistónleika Bubba Morthens í forsölu Og Vodafone sem fram fór á laugardag. Mikil örtröð mynd- aðist fyrir ut- an verslun fyr- irtækisins í Síðumúla þeg- ar forsala hófst og talið er að um hundrað manns hafi beðið fyrir ut- an verslunina. Að sögn Gísla Þor- steinssonar, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, seldust nær allir miðar í stúku uppauk þess sem seldir voru um eitt þúsund miðar í stæði en rúm- lega fimm þúsund miðar voru í boði. Almenn miðasala á tónleikana hefst í dag í verslunum Og Voda- fone og á vefsíðu fyrirtækisins, www.ogvodafone.is. Á afmælistónleikunum sem eru í tilefni af 50 ára afmæli Bubba, sem eru 6. júní, mun tónlistarmað- urinn líta yfir farinn veg að flytja tónlist frá öllum sínum ferli und- anfarin 26 ár. Á þriðja tug tónlist- armanna koma fram með Bubba á tónleikunum og meðal hljómsveita eru Utangarðsmenn, Egó, GCD og Das Kapital. Mikil áhugi á afmælistónleikum Bubba Morthens Bubbi Morthens SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað út að gamla Hamp- iðjuhúsinu við Brautarholt laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt sunnudagsþar sem eldur hafði komið upp. Mikill reykur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn og þurfti mikla reykköfun til að finna upp- tök eldsvoðans því húsið er mjög stórt. Þegar upptökin voru ljós gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem var staðbundinn við gám sem fullur var af blöðum og drasli. Reyklosun tók hins vegar töluverð- an tíma. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða en húsið stendur að mestu autt. Klink og bank var áður með listastarfsemi í Hampiðjuhúsinu og eftir að hún leið undir lok hefur slökkvilið haft nokkrar áhyggjur af því að hústökufólk leiti sér þar skjóls. Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu SÉRSTÖK umfjöllun verður um Kauphöll Íslands á sjónvarpsstöð- inni Sky News í kvöld kl. 20 að ís- lenskum tíma. Umfjöllunin kemur í kjölfar þess að Kauphöllin hlaut ný- verið verðlaun Business Britain Magazine fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi. Kauphöll hef- ur ekki áður hlotið þessi verðlaun. Talið er að útsendingar Sky News nái til um 80 milljóna manna. Kauphöllin á Sky News Í MÝVATNSSVEIT komu engir framboðslistar fram til sveitarstjórnarkosninganna sem fram undan eru og er því ljóst að óhlutbundin kosning verður viðhöfð í sveitinni. Slíkt fyrirkomulag var þar síðast árið 1962, en þar með eru allir íbúar í kjöri. Friðrik Lange, hreppstjóri og kjörnefndarmaður, og Finnur Bald- ursson, formaður kjörnefndar, færðu tíðindin til bókar. Allir í kjöri í Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH EPLI sem meðhöndluð hafa verið með svokallaðri „smart- fresh“-aðferð eru ekki til sölu hér á landi að því er næst verð- ur komist. Um er að ræða epli sem sprautuð eru með efninu 1-MCP sem stöðvar nátt- úrulegan þroska og rotnun, og gerir það að verkum að ársgömul epli virka eins og ný í ávaxtaborðinu. Fjallað var um þessa geymsluaðferð í Morgun- blaðinu á laugardag, en þar kom fram að talsmenn sænskra neytenda séu ósáttir við að epli sem meðhöndluð eru með þess- ari aðferð séu ekki merkt sér- staklega. Það þarf ekki þar sem aðferðin er viðurkennd af Evr- ópusambandinu, og því engin leið til að þekkja epli sem með- höndluð hafa verið með þessari aðferð frá öðrum. Sigurður Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem selur verslunum Kaupáss og Samkaupa ávexti og grænmeti, segir að epli meðhöndluð með þessari aðferð séu ekki flutt inn af Búri. Þau epli sem flutt séu inn séu geymd með aðferðum sem nýti sér lofttæmingu til að lengja líftíma eplanna, en þar sé engum efnum beitt til að þau haldi sér sem lengst. Í sama streng tekur Kjartan Már Friðsteinsson, fram- kvæmdastjóri Banana, sem selja verslunum Haga græn- meti og ávexti. Hann segir epli geymd með þessum aðferðum ekki flutt inn á vegum Banana. Sér vitanlega sé einhverskonar efnameðferð aðallega beitt á epli sem seld eru niðursneidd eða í bitum til að ekki komi á þau brún húð. Bananar selji þó engin niðursneidd epli, einmitt vegna þess að á þau sest strax brún slikja. „Smart- fresh“-epli ekki til sölu hér á landi KARLMAÐUR á fertugsaldri slas- aðist töluvert þegar jeppabifreið hans valt skammt norðan við Brú í Hrútafirði á öðrum tímanum í gær- dag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er talið að dekk undir bílnum hafi sprungið með þeim afleið- ingum að maðurinn missti stjórnina og hafnaði utan vegar. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn töluvert slasaður og beinbrotinn en ekki í lífshættu. Bílvelta í Hrútafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.