Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópavogi setja fjöl- skyldumálin á oddinn í stefnuskrá sinni fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar, að því er fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kópavoginum í gær. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og efsti maður á framboðslista sjálfstæðismanna í bænum, sagði að sjálfstæðismenn stefndu að því að ódýrast yrði fyrir barnafjölskyldur að búa í Kópavogi. Hann sagði að sjálfstæðismenn í bænum væru þó ekki með yfirboð, um að allt ætti að vera gjaldfrjálst, eins og aðrir flokkar gerðu m.a. í nágrannasveit- arfélögunum. Hann sagði að innstæða væri fyrir loforðum sjálfstæðismanna í Kópavogi og að bæj- arbúar ættu að njóta þess. Sjálfstæðismenn kynntu stefnuskrá sína á fund- inum og sagði Gunnar að framkvæmdirnar, sem þar væru lagðar til, kostuðu á bilinu tólf til fjórtán milljarða á næstu kjörtímabili. Hann sagði enn- fremur að aukning á rekstri bæjarins gæti numið nokkrum hundruðum milljóna króna á ári. „Á móti erum við að fá gífurlegan fjölda af íbúum í bæinn,“ sagði hann. Fram kom í máli Gunnars að bæj- arbúum hefði fjölgað úr ríflega 16 þúsund í ríflega 27 þúsund á síðustu fimmtán árum. „Á næstu fjór- um árum munum við fara upp í 35 þúsund,“ sagði hann. Slagorð sjálfstæðismanna í Kópavogi, í kosningabaráttunni, er: Það besta fyrir Kópavog. Í bæjarstjórn Kópavogs eru ellefu aðalfulltrúar; þar af eru nú fimm fulltrúar D-lista, sjálfstæðis- manna, þrír fulltrúar B-lista, framsóknarmanna, og þrír fulltrúar S-lista, Samfylkingarinnar. Vilja koma á vöggustofum fyrir yngstu börnin Sjálfstæðismenn í Kópavogi leggja m.a. til að vöggustofur fyrir börn á aldrinum níu til tuttugu mánaða verði komið á í bænum. Þær eigi ýmist að vera reknar af bænum eða af einkaaðilum. Þá segjast þeir vilja tryggja samfellt skóla- og tón- menntastarf, með sérstökum tónmenntastofum við alla grunnskóla Kópavogs. Þeir leggja einnig til að foreldrar greiði aðeins fyrir eitt barn á leik- skóla og að leiðakerfi Strætó verði bætt og innan- bæjartengingar verði efldar, svo fleiri dæmi séu nefnd úr stefnu þeirra í fjölskyldumálum. Auk þess vilja þeir að fasteignagjöld verði lækkuð enn frekar. Í öldrunarmálum segjast þeir ætla að beita sér fyrir því að fyrsta áfanga í byggingu nýrra hjúkr- unar- og öryggisíbúða við Boðaþing verði lokið 2007. Þá hyggjast þeir m.a. beita sér fyrir átaki til að koma í veg fyrir félagslega einangrun eldri borgara. Að auki segjast þeir vilja afnema tekjuteningar lífeyrisbóta. Gunnar sagði að þetta stefnumál hefði verið samþykkt á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Það væri á valdi ríkisins að efna það, „og við munum berjast fyrir því að við það verði stað- ið,“ sagði hann. Í menningarmálum vilja þeir m.a. beita sér fyrir byggingu óperuhúss á miðbæjarsvæðinu og sagði Gunnar að hann hefði þegar fengið vilyrði fyrir um 40% byggingarkostnaðarins frá einkaaðilum. Þá ætla þeir m.a. að beita sér fyrir því að tónlist- arkennurum í tónlistarskólum Kópavogs, verði fjölgað, svo fleiri dæmi séu nefnd úr stefnuskrá þeirra í menningarmálum. Hesthúsahverfi rísi á Kjóavöllum Í íþrótta- og æskulýðsmálum leggja þeir m.a. áherslu á byggingu íþróttaakademíu við Vatns- enda með knatthúsi, skóla og annarri íþrótta- aðstöðu. Og ennfremur leggja þeir m.a. áherslu á byggingu hesthúsahverfis á Kjóavöllum, með fjöl- breyttum og bættum reiðleiðum og reiðhöll. Í skipulagsmálum vilja sjálfstæðismenn m.a. tryggja nægt framboð byggingarlóða í bænum og ennfremur endurskipuleggja byggð á hafnarsvæði og á vestanverðu Kársnesi, svo dæmi séu nefnd. Þá vilja þeir byggja upp atvinnusvæði á gamla Gustssvæðinu og í nágrenni Vatnsenda. Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynna stefnuskrá sína fyrir komandi kosningar Ódýrast verði fyrir barnafjöl- skyldur að búa í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar Gunnar I. Birgisson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi, kynnir stefnuskrá flokksins í bænum, á blaðamannafundi í gær. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FÉLAGAR í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í Reykjanesbæ settu saman framboðslista í Reykjanesbæ á skömmum tíma og lögðu inn áður en frestur til að skila inn framboðslistum rann út á laugardaginn. Sigurður Eyberg Jóhannesson leikari skipar fyrsta sæti listans. VG bauð ekki fram í Reykjanesbæ við kosningarnar 2002 og hefur ekki verið með sjálf- stætt framboð þar áður. A-listinn fann engan úr VG til að ræða við um samstarf Þegar A-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Framsókn- arflokks og óflokksbundinna, var kynntur í vetur var því lýst yfir að listanum væri sérstaklega stillt upp til að fella núverandi meiri- hluta Reykjanesbæjar. Eysteinn Jónsson, talsmaður kosningastjórnar A-listans, sem skipar annað sæti á listan- um, segir að VG hafi ekki boðið fram við kosning- arnar 2002 og Vinstri grænir séu ekki með neitt félag í Reykjanesbæ. Þegar viðræður stóðu yfir á milli Fram- sóknarflokks og Samfylkingar um sameiginlegt framboð félags- hyggjuaflanna í Reykjanesbæ, hafi því ekki verið neinn úr VG til að ræða við um mögulegt samstarf. „Við vissum ekki að það væri neinn slíkur hugur hjá þeim,“ segir Eysteinn. „Við heyrum síðan af þessu [framboði VG] og að þetta sé að undirlagi forystunnar í Reykja- vík. Efsti maður á lista þeirra er að vísu fæddur og uppalinn í Kefla- vík en hefur búið í Reykjavík í mörg ár og flutti bara lögheimili sitt hingað til að bjóða sig fram eftir því sem mér er sagt. Ég vona bara að þeim gangi vel og að þeir komi þá sínum málstað á fram- færi.“ Spurður hvort óvænt framboð VG gæti sett strik í reikning þeirra áforma A-listans að fella núverandi meirihluta segist Eysteinn ekki telja að svo verði. Átökin í vor muni standa á milli A-listans og lista sjálfstæðismanna. Höfðu skoðað samstarf við Frjálslynda flokkinn Þorvaldur Örn Árnason, formað- ur svæðisfélags Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs á Suð- urnesjum, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins um helgina að VG hafi ekki verið boðið neitt samstarf við Samfylkinguna í Reykjanesbæ, „þó hef ég heyrt að auglýst hafi verið eftir slíku sam- starfi í blöðunum en sú auglýsing fór framhjá okkur,“ sagði hann. „Okkur grunaði ekki að við vær- um velkomin í það kompaní og höfðum skoðað ýmislegt eins og til dæmis samstarf við Frjálslynda en það gekk ekki þegar á reyndi,“ sagði Þorvaldur Örn. „Við komum saman flottum lista á ótrúlega skömmum tíma, hugmyndin kom upp 30. apríl og að kvöldi 1. maí var listinn að miklu leyti kominn,“ sagði Þorvaldur. Hann sagðist telja, að öflug herkveðjuhátíð, sem flokkurinn hélt, hefði ýtt við mönn- um og komið þessu framboði af stað. Frjálslyndi flokkurinn býður einnig fram við sveitarstjórnar- kosningarnar í Reykjanesbæ en lagður var fram fullskipaður fram- boðslisti flokksins á laugardaginn. Kristinn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri leiðir listann. VG býður fram lista í fyrsta skipti í Reykja- nesbæ FORMAÐUR Vöku á Siglufirði vill að öll verkalýðsfélög í Eyjafirði sam- einist í einu deildaskiptu félagi og telur að slíkt félag, með 8–10 þúsund félagsmenn, gæti skipulagt starf sitt í samræmi við nútíma- og ekki síður framtíðarkröfur. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, varpaði þessari hugmynd fram í að- alræðu 1. maí hátíðahaldanna á Ak- ureyri. Hún upplýsti við sama tæki- færi að hugmyndir um sameiginlegt stéttarfélag við Eyjafjörðinn hefðu þegar verið ræddar við forystufólk viðkomandi félaga og þeim verið ótrúlega vel tekið, eins og hún komst að orði. „Fyrir sunnan ræða menn breytt skipulag innan ASÍ, sem myndi verða til þess að útiloka landsbyggð- ina frá innstu forystu og að öllum lík- indum yrði einungis ein kona í fram- varðasveitinni,“ sagði Signý. „Miðstýringarmenn í forystu stéttarfélaganna tala um landsfélög til að efla baráttuna,“ bætti hún við og spurði: Er þetta það skipulag sem við viljum hafa? Landsfélög með að- alskrifstofu í Reykjavík? Verða útibú á landsbyggðinni eða eigum við bara að hringja suður? Ekki er það glæsi- legt. En hvað er þá til ráða? Verka- lýðshreyfingin hefur rætt skipulags- mál sín fram og aftur um áratuga skeið. Sumir sem þátt hafa tekið í þessari umræðu segja að við séum íhaldssamari en kirkjan og við viljum helst engu breyta. Stéttarfélögin eru samt alls ekki öll skipulögð með sama hætti.“ Signý tók sem dæmi að allt annað skipulag væri á starfsemi hennar fé- lags, Vöku, en er á félögunum á Ak- ureyri. „Frá því 1994 hafa á Siglufirði starfað saman í einu félagi verka- karlar og konur, sjómenn, verslunar- menn og iðnaðarmenn á járn og tré. Hér á Akureyri eru félögin hinsveg- ar starfsgreinaskipt. Þessi aðferð að fylkja saman verkafólki, þvert á starfsgreinar, í eitt félag og styrkja með þeim hætti grundvöll undir öflugu starfi, hefur reynst siglfirsku verkafólki farsæl. Fjárhagslegur grunnur starfsem- innar hefur í raun byggst á því að þeir tekjuhærri hafi stutt þá tekju- lægri, en á sama hátt má t.d. nefna að sjómannadeildin hefði ekki með nokkru móti getað staðið undir við- unandi greiðslum til veikra sjó- manna úr eigin sjúkrasjóði, vegna þess að þar til fyrir tæpum tveimur árum var einungis greitt af kaup- tryggingu sjómanna í sjúkra- og or- lofssjóð en ekki af öllum launum eins og tíðkast hefur um árabil hjá verka- fólki í landi. Styrkurinn hefur svo ekki síður verið falinn í þeirri fé- lagsvitund sem skapast með sam- vinnu innan þverfaglegs félags. Við eru öll í Vöku, enginn veltir því fyrir sér í hvaða landssambandi hann er.“ Signý segist reyndar telja að Norðurland allt, „þess vegna [frá] Bakkafirði til Hvammstanga gæti orðið sameiginlegt félagssvæði“ en rétt sé að horfa á Eyjafjörðinn í fyrstu atrennu. „Það væri líka ástæða til að ræða tilvistarlega tímaskekkju BSRB og hugsanlega sameiningu við ASÍ. En við skulum láta það bíða síðari tíma.“ Öll verkalýðsfélög við Eyjafjörð sameinist í eitt Formaður Vöku á Siglufirði segir forystufólk viðkomandi félaga hafa tekið vel í hugmyndina Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.