Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 16
hljómsveitina vinna fyrir kaupi sínu, enda var fjarska fátt um hvíldarstaði undir stanzlausum vígamóði Waltons. Fyrir vikið naut fagmannlegur ritháttur hans sín ekki sem skyldi, og vitanlega bætti afleit akústíkin ekki úr skák. Sviptingar voru að sama skapi miklar í II. þætti (Presto con mal- izia), en þó naut hér fleiri og breiðari andstæðuflata en í upp- hafsþættinum. Hljómsveitin skilaði sem fyrr sínu með adrenalínfyss- andi snerpu. Meiri kyrrð færðist yfir í melankólska III. þættinum, er borinn var uppi af íðiltærum tréblæstri áður en hljómavefur þykknaði undir lokin. Aðgengilegastur og „enskastur“ var fínallinn, er sló oft á glaðlega strengi í anda Holsts, Vaughans Williams og Deliusar. Það var því nánast sem höfundur væri loks kominn heim í heiðardalinn, og bobblandi fúgatókaflinn undirstrik- aði enn gerr að honum virtist nóg komið af hamagangi að sinni. Strengirnir ófu víravirki sín af tif- andi nákvæmni, og þó að hljóm- kviðan hefði framan af verið eins krassandi ágeng og síðrómantík getur frekast orðið, slotaði sinfón- íska óviðrinu um síðir og allt féll í ljúfa löð. Umsögn Árna Heimis Ingólfs- sonar í tónleikaskrá var að vanda „infotainment“ af fyrstu gráðu, og fer þeim skrifum jafnvel batnandi. fiðlufjölskyldunnar á aðeins kontrabassinn erfiðara uppdráttar en sellóið að því leyti, en þó að Háskólabíó sé trúlega eitt versta sellóhús á byggðu bóli, barst Alban Ger- hardt að mestu klakklaust gegnum hljómsveitarvefinn á jafnvel veikasta pían- issimói, þökk sé að auki fyrirmyndargóðu samvægi stjórnand- ans. Hér var margt geysivel spilað, hvort heldur af hljómsveit sem sólista. Gerhardt var öryggið uppmálað í öllum hraðarunum en veitti sér samt þroskað svigrúm til yfirveg- unar á kyrrlátari stöðum, eins og í kadenzu II. þáttar. Sú yfirvegun einkenndi sömuleiðis túlkun hans á aukalaginu, hinni bariolage hlöðnu Prelúdíu Bachs að 6. sellósvítunni í D. Í fyrstu verkuðu smárúbatóin svolítið tízkutiktúruleg, en vöndust aftur á móti furðufljótt. Einkum þökk sé þeirri fersku innsýn sem virtúósinn veitti hlustendum í þetta á yfirborðinu dansdunandi verk. Eftir bæheimska heiðríkju Dvoráks hljóp allt annað hljóð í strokkinn þegar leikar færðust 40 ár fram í tíma með 1. sinfóníu Williams Waltons (1902–83). Hún var hér flutt í fyrsta sinn á Ís- landi. Þótt talin sé meðal sinfón- ískra höfuðverka Breta frá milli- stríðsárum (1934), kom hún við fyrstu heyrn fyrir sem rótlaus leit að persónulegu tónmáli, að maður segi ekki á köflum kaótísk sam- suða á barmi örvæntingar. Og – a.m.k. í fyrstu þáttum – með allt of miklu á lofti í senn. Til að bæta gráu ofan á svart virtist Rumon Gamba ætla að taka salinn með áhlaupi, ef marka mátti ákafar bendingar hans og nærri ærandi hljómstyrkinn sem af þeim hlauzt. Ég man ekki í svipinn eftir öðrum eins hávaða – og jafnlangvarandi – úr hofi æðri tónlistar hér á landi og í I. þætti, er sannarlega lét NÆSTSÍÐUSTU rauðu tónleikar vetrarins runnu upp í blíðskap- arveðri á fimmtudagskvöld. Rífleg miðlungsaðsóknin var efalítið Sellókonsert Dvoráks frá 1895 að þakka, einum vinsælasta sellókons- erti 20. aldar. Ekki aðeins vegna ómældrar melódískrar auðgi, held- ur ekki sízt fyrir hversu slyng orkestrun Dvoráks leyfir hinu ann- ars auðkæfða einleikshljóðfæri að skína í gegn. Af öllum meðlimum „Gerhardt var öryggið uppmálað í öllum hraðarun- um en veitti sér samt þroskað svigrúm til yfirveg- unar á kyrrlátari stöðum,“ segir m.a. í gagnrýni. TÓNLIST Háskólabíó Dvorák: Sellókonsert í h Op. 104. Walton: Sinfónía nr. 1. Alban Gerhardt selló; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 4. maí kl. 19.30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Krassandi ensk síðrómantík 16 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DONALD Kaasch heillaði áheyrendur uppúr skónum þegar hann kom hingað til lands í fyrra- vor og söng titilhlutverkið í Fordæmingu Fausts eftir Berlioz með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hann kom síðan aftur til landsins sama ár, að þessu sinni til þess að syngja íslensk og erlend sönglög við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur á Reykholtshátíð – nokkuð sem heillaði áheyrendur sem gagnrýnendur ekki síð- ur en áður. Nú er tenórsöngvarinn mættur hingað til tón- leikahalds í þriðja sinn og ætlar að flytja nokk- urn veginn sömu efnisskrá og síðast, að þessu sinni í Salnum í Kópavogi – fyrir þá sem ekki gátu lagt leið sína upp í Reykholt fyrra skiptið. Á efnisskránni eru til dæmis tveir ljóðaflokkar eftir Gerald Finzi, „Till Earth Outwears“ op. 19 við ljóð eftir Tomas Hardy og „Oh fair to see“ op. 13 við ljóð eftir ýmsa höfunda. Einnig verða flutt lög ýmissa tónskálda við ljóð Paul Verlaine auk íslenskra sönglaga, sem Kaasch ku hafa mikið dálæti á. „Þau eru forkunnarfögur, og tungumálið er svo tónvænt,“ segir hann í samtali við Morg- unblaðið, alsæll með að vera mættur til leiks á Íslandi. „Það sem er svo fagurt við þau er hve myndræn þau eru, sem er nokkuð sem höfðar mjög til mín.“ Kaasch segist ekki venjulega syngja efnis- skrá eins og hann gerir á tónleikunum á þriðju- dagskvöld, en umhverfið hér og leiðsögn Stein- unnar Birnu sé í raun meginástæða þess að hann geti – og vilji – syngja tónleika á borð við þessa. Þó virðist hann hafa einstakt lag á grein- inni, því Jónas Sen, tónleikagagnrýnandi Morg- unblaðsins, sagði flutninginn síðastliðið sumar hafa verið frábæran, þar sem saman fór yfir- burðatækni, stórfengleg rödd og listræn dýpt Hann benti ennfremur á hve frískandi það hefði verið að heyra útlending flytja íslensku lögin – upplifunin hefði verið eins og að heyra þau í fyrsta sinn. Aðspurður um þetta atriði seg- ist Kaasch afar þakklátur, og segist telja að hefðir eigi stóran hlut að máli. „Íslendingar eru vanir að heyra þessi lög flutt af söngvurum sem standa föstum fótum í hefðinni. Fyrir þann sem er ekki hluti af þeirri hefð, eru þetta bara nótur á blaði. Ég heyri ekki ákveðnar upptökur eða gamla frænda að syngja þegar ég fer yfir þessi lög. Ég syng bara það sem stendur í nótunum, og set í það mína litlu tilfinningu um hvað er í þessum lögum. Ef það er skilið sem frískandi og gott, er það yndisleg athugasemd,“ segir hann og nefnir dæmi um tónlist sem ekki má breyta túlkuninni á, án þess að vera púaður niður. „Það er hræðilegt, finnst mér.“ Kristinn kynnti Ísland Kaasch er tíður gestur í óperuhúsum víða um heim og hefur sungið með virtum hljómsveitum og hljómsveitarstjórum á borð við Claudio Abbado, James Levine og Simon Rattle. Hví skyldi hann kjósa að koma endurtekið til Ís- lands til að halda nokkuð smáa söngtónleika? „Þetta hófst allt með Kristni Sigmundssyni,“ svarar hann. „Fyrir mörgum árum hittumst við og urðum undireins vinir. Við erum enn nánir, við ræddum til dæmis saman í síma í 2-3 klukkutíma fyrir stuttu, þegar ég var að syngja í Amsteradm og hann í Trieste. Hann er svo stoltur af landinu sínu og arfleifð, að hann vildi ólmur að ég kæmi hingað.“ Framhaldið er kunnuglegt; Kaasch heillaðist af landi og þjóð og mælir óspart með að fólk komi hingað í fríum sínum í stað þess að fara til Hawaii, svo tekið sé dæmi. Sjálfur kemur hann frá hinu „gamla Vestri Bandaríkjanna“ og segir Ísland minna að nokkru leyti á heimaslóðirnar. „En mér líkar smæðin hér – hér er svo heim- ilislegt. Og fólkið hér er einstakt,“ segir hann og segist vona að hann geti fært Íslendingum ánægjulega kvöldstund. „Fyrir mér snúast tón- leikar af þessu tagi um sameiginlega upplifun allra sem taka þátt í kvöldinu. Ég færi fólki ekki Vetrarferðina, en vonandi getum við Steinunn Birna fært áheyrendum einhvern hluta af okkur sjálfum.“ Tónlist | Donald Kaasch ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í Salnum á morgun Morgunblaðið/Kristinn „Það sem er svo fagurt við þau er hve myndræn þau eru, sem er nokkuð sem höfðar mjög til mín,“ segir Donald Kaasch um íslensk sönglög, sem hann flytur í Salnum. Íslenskar perlur í útlenskum búningi Tónleikar Donald Kaasch og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur í Salnum á þriðjudagskvöld hefjast kl. 20. Kaasch heldur einnig master- klassa í Tónlistarskólanum í Reykjavík á mið- vikudag kl. 9-12 og kl. 14-17, og í FÍH á fimmtudag kl. 9-12 og kl. 13-15. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is JAMES Sewell-ballettflokkurinn kem- ur frá Minnesotafylki í Bandaríkj- unum, tvíburaborgunum Minneapolis og St. Paul. Flokkurinn var stofnaður 1990 af hjónunum James Sewell, fyrr- verandi dansara American Ballet Theater 2 og eiginkonu konu hans Sally Rousse fyrrverandi dansara Royal Ballet of Flanders. Dansstíll flokksins er háklassískur ballett bland- aður nútímadansívafi. James Sewell hefur samið um 50 dansverk á dansævi sinni og er sjálfur einn af átta döns- urum flokksins. Allir dansararnir hafa starfað við virta klassíska ballettdans- flokka í Bandaríkjunum. Fyrsta dansverk kvöldsins hófst á sólódans við Sónötu fyrir arpeggione og píanó í a-moll eftir Franz Schubert. Dansararnir voru klæddir í klassíska ljósgula ballettbúninga. Kjólar kvennanna með glitsteinum og táskór við. Dansgerðin var afar klassískur ballett með litlum uppbrotum, svona eins og til gamans gert. Mikið var lagt upp úr lyftum og tvídansi para. Dans- inn var krefjandi og miklar hreyfingar og gassagangur var á sviðinu undir angurværum fiðlutónum. Ástæðan fyrir uppbrotunum á klassískum ball- etthreyfingunum var lítt skiljanleg. Dansgerðin var dálítið eins og blanda af ólíkri matargerð frá óskyldum menningarheimum. Fyrir augum bar eitt augnablik fallegan ballett, ágæt- lega dansaðan en með klénum upp- brotum á óvæntum stöðum. Dans- ararnir, sérstaklega kvendansararnir, voru vel þjálfaðir og í nokkuð háum gæðaflokki. Þeir komu hinsvegar ekki nógu vel út í dansgerðinni og hafði þröngt sviðið nokkuð um það að segja. Sviðið í Austurbæ er í það minnsta fyr- ir svona verk og ljósastellið uppsviðs truflaði hreinleika klassíska ball- ettsins. Þetta dansverk náði aldrei flugi nema sem klassískt ballettdans- verk að reyna að vera nútímadans á léttum nótum. Því miður var það hjá- kátlegt á köflum. Í Involution birtust dansararnir á sviðinu í aðsniðnum grænum bún- ingum og hreyfðu sig við einskonar djúpsjávarnið sem síðar breyttist í annarskonar hljóm. Þeir rykktust á sinn hvorn mátann og mynduðu myndræna heild á sviðinu. Verkið var mikið fyrir augað. Falleg bleik, rauð og græn lýsingin átti þar stóran þátt. Dansgerðin var einkar vel úr garði gerð og margar fallegar myndir renna enn fyrir hugskotssjónum. Penelope Freeh, snaggaralegur kvendansari, greip augað þegar hún einbeitt bland- aði snerpu við mýkt. Hver hugmyndin er að baki verksins, er óljós, þar sem engar upplýsingar um verkin fylgdu aðgangsmiðunum. Reyndar voru kafl- ar í því illskiljanlegir eins og t.d. af hverju par gekk um sviðið með ýktu brosi. Af hverju riðlaðist einn dansari upp úr þurru á fæti annars? Engin uppbygging var að atriðunum og eng- in ástæða sjáanleg. Þrátt fyrir það þá var þetta verk í heild sinni fallegt og myndrænt í meðförum flokksins og dansararnir tóku sig mun betur út í þessu verki en því fyrra. Síðasta verk á dagskrá var sögu- ballett í gamaldags stíl. Verkið fjallar um leynilöggu sem fellur fyrir tál- kvendinu Alexa. Tónlist og búningar voru í anda sjötta áratugarins. Sögu- sviðið er danskeppni þar sem keppt er um dansfærni með verkfæri og var keppnin í „showbusiness“-stíl. Dans- ararnir komu vel út í verkinu og stíll- inn hentaði þeim greinilega. Þáttur Justins Leaf um mikilvægi hjálma og hlífðargleraugna vakti mikla kátínu áhorfenda. Búningarnir voru vel úr garði gerðir. Þessi grínballett með óvæntum endi var vel dansaður. Dansverkið skilur engu að síður lítið eftir sig annað en minningu um fal- legar fótahreyfingar táskódans- aranna, eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérlendis. Einnig ágætis útfærslu á spaugilegum hugmyndum. Sýning James Sewell-ballettsins velti óhjákvæmilega upp spurningum um hvert listdans á Íslandi stefnir og hefur stefnt undanfarin ár. Það var ekki hægt annað en að vera stoltur af hugmyndaauðginni og fjölbreyttri danstækninni sem einkennir dans- listamennina okkar hérlendis. Óljósar hugmyndir DANS Austurbær Anagram eftir James Sewell. Tónlist: Franz Schubert. Involution eftir James Sewell og dansflokkinn. Tónlist: Thomas Newman. Guy Noir: Ballettinn. Höfundur sögu; James Sewell og Sally Rousse, sögumaður; Garrison Keillor. Danshöf- undur; James Sewell. Persónur eftir Garrison Keillor. James Sewell Ballet, Austurbæjarbíó föstudaginn 5. maí. Anagram Lilja Ívarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.