Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hann er sá besti í heimi. Hann segir að þetta sé bara bla-bla í þér.
Vildarklúbbur
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
2
5
5
1
0
5
/2
0
0
6
MANCHESTER – VORVILDARTILBOÐ
22.000 VILDARPUNKTAR*
*Auk flugvallarskatta, 8.060 kr. Sölutímabil: Til og með 17. maí.
FLUG TIL MANCHESTER Í MAÍ OG JÚNÍ
Manchester er nýr og spennandi áfangastaður
Icelandair á Englandi, frábær ferðamannaborg sem
sameinar verslun, skemmtun, fallegar ferðamannaslóðir,
útivist, fótbolta og golf.
Flogið er til og frá Manchester á föstudögum og
mánudögum. Takmarkað sætaframboð.
+ Bókaðu á www.vildarklubbur.is eða í síma
50 50 100 en þá leggst 2.000 kr. þjónustugjald á.
Flugvallarmálið eraugljóslega eitthelsta hitamál
borgarstjórnarkosning-
anna í ár. Má það merki-
legt heita, því fyrir liggur
samningur milli ríkis og
borgar um að Reykjavík-
urflugvöllur verði notaður
í 10 ár í viðbót, eða fram til
ársins 2016. Í kjölfar
þessa samkomulags var
ráðist í viðamiklar umbæt-
ur á vellinum, sem fólust
m.a. í því að flugbrautirn-
ar voru endurbyggðar fyrir millj-
arða króna. Útspil framsóknar-
manna, um að byggður verði nýr
flugvöllur á Lönguskerjum, hefur
hleypt þessari umræðu af stað.
Í nýútkomnu fréttabréfi Félags
íslenskra atvinnuflugmanna er
birt umsögn sem félagið hefur
sent samráðsnefnd um úttekt á
Reykjavíkurflugvelli. Flugmenn-
irnir Grétar Mar Óðinsson og
Össur Brynjólfsson unnu þessa
umsögn í samráði við Halldór Þ.
Sigurðsson, formann FÍA. Í sem
stystu máli er það niðurstaðan, að
Reykjavíkurflugvöllur verði
áfram á sínum stað.
Halldór sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann teldi að
það væri almenn skoðun íslenskra
flugmanna, að best væri að flug-
völlurinn yrði áfram á sínum stað.
Ætla má að mikið mark verði tek-
ið á þessari umsögn FÍA.
Í inngangi með umsögninni
kemur m.a. fram, að Vatnsmýrin
hafi frá upphafi verið samgöngu-
miðstöð þjóðarinnar og hún hafi
tryggt landsmönnum og gestum
okkar gott aðgengi að höfuðborg-
inni, þar sem sé að finna þunga-
miðju stjórnsýslu, viðskipta- og
heilbrigðisþjónustu.
Flugmenn telja að núverandi
staðsetning sé sú besta sem völ sé
á, og engin önnur staðsetning
flugvallar komist þar í hálfkvisti.
Í umsögninni segir orðrétt:
„Allir flugrekstraraðilar, flug-
menn og aðrir þeir sem gera út
frá eða sækja til Reykjavíkurflug-
vallar þekkja vel hversu land-
fræðilega vel í sveit settur hann er
í Vatnsmýrinni sé horft til veður-
farslegra áhrifa. Flugvöllurinn er
staðsettur við sjávarmál en þó
laus við ágang sjávar, er vel var-
inn óreglulegum vindi og að
mestu laus við háar hindranir í að-
og brottflugi. Annar slíkur staður
á stór-höfuðborgarsvæðinu er
vandfundinn eða þá þegar nýttur
með öðrum hætti.“
Í umsögninni segir að fjölmarg-
ar öryggisástæður séu fyrir tilvist
Reykjavíkurflugvallar í Vatns-
mýrinni. Hann sé mikilvægur
varaflugvöllur og gegni lykilhlut-
verki í sjúkraflutningum af lands-
byggðinni.
Sjúkraflug til Reykjavíkur
eru 500 talsins á ári hverju
„Í Reykjavík er staðsett full-
komnasta sjúkrahús landsins og
eru flogin um 500 sjúkraflug til
Reykjavíkur á ári hverju. 80%
þessara sjúkrafluga fara fram
með flugvélum en afgangurinn
með þyrlum. Því hefur verið oft
haldið fram að allt sjúkraflug
muni í framtíðinni verða með
þyrlum. Draga verður í efa að
slíkt verði vegna þeirra annmarka
sem land- og veðurfarslegar að-
stæður setja þyrlum. Einnig
þurfa þyrlur sambærilegan blind-
flugsbúnað og flugvélar og örygg-
issvæði til athafna en slíkar að-
stæður eru til staðar á Reykja-
víkurflugvelli,“ segir í umsögn-
inni.
Ein af hugmyndunum sem fram
hafa komið er að leggja niður
Reykjavíkurflugvöll og flytja inn-
anlandsflugið til Keflavíkur. Hall-
dór Þ. Sigurðsson formaður FÍA,
segir að verði sú niðurstaðan þurfi
að reisa annan flugvöll á suðvest-
urhorninu, sem varaflugvöll. Um
þennan þátt er einnig fjallað í um-
sögn FÍA.
Völlurinn gríðarlega mikil-
vægur sem varaflugvöllur
Þar segir orðrétt: „Í um-
ræðunni um núverandi staðsetn-
ingu Reykjavíkurflugvallar hefur
margsinnis verið ítrekað hlutverk
hans sem varaflugvallar fyrir
millilandaflug. Þó er hlutverk
vallarins jafnvel enn mikilvægara
sem varaflugvöllur fyrir allt inn-
anlandsflug og nauðsynlegt í því
sambandi að leikmenn geri sér
grein fyrir hlutverki og þýðingu
varaflugvallar. Það að hafa til taks
varaflugvöll fyrir atvinnuflug er
bundið í reglugerð um flutninga-
flug, þar sem nákvæmar kröfur
um aðbúnað flugvalla og veður-
lágmörk eru settar. Sérhvert flug
sem flogið er samkvæmt reglu-
gerð um flutningaflug undir blind-
flugsreglum skal hafa tiltækan
varaflugvöll fyrir ákvörðunarstað
og/eða brottfararstað, jafnt um
sumar, vetur, vor og haust. Í því
sambandi styðja Reykjavíkur- og
Keflavíkurflugvöllur hvor annan
sérlega vel en standa aftur á móti
ákaflega höllum fæti einir á báti
með tilheyrandi skerðingu á flug-
þjónustu og öryggi.“
Í þessu sambandi bendir Hall-
dór Þ. Sigurðsson á, að í þeim
norðanáttum sem voru ríkjandi
hér á landi í mars og apríl sl. hefði
flug fallið niður marga daga ef
varaflugvöllur hefði ekki verið
fyrir hendi á suðvesturhorninu.
Menn tefldu ekki í tvísýnu ef vara-
flugvallar nyti ekki við.
Fréttaskýring | Flugvallarmálið er eitt
mesta hitamál kosningabaráttunnar
Flugmenn vilja
völlinn áfram
Hefur tryggt landsmönnum og gestum
okkar aðgengi að höfuðborginni í áratugi
Um 500 manns starfa
beint við flugið á vellinum
Á Reykjavíkurflugvelli eru um
500 manns í störfum sem tengj-
ast beint þeirri flugstarfsemi
sem þar fer fram. Um er að ræða
farþegaflug, kennsluflug,
sjúkraflug og útsýnis- og leigu-
flug. Þá er ótalinn sá fjöldi
manna sem tengist starfseminni
á vellinum með óbeinum hætti.
FÍA telur að öll atvinnuflug-
mannskennsla flytjist úr landi
verði völlurinn í Vatnsmýrinni
lagður niður.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111