Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Hrefna Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvem- ber 1917. Hún lést á Landakotsspítala 27. apríl síðastlið- inn. Foreldrar Hrefnu voru Magn- ús Gíslason, ljós- myndari, málari og ljóðskáld í Reykja- vík, f. 29. maí 1881, d. 26. mars 1969, og Jófríður Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 10. okt. 1889, d. 22. maí 1919. Systkini Hrefnu eru öll látin. Þau voru: Haukur, f. 1912, Guðlaug Sigríður, f. 1913, Eva Kristín, f. 1915, Jósteinn, f. 1919. Jófríður lést þegar Hrefna var á öðru ári og ólst Hrefna upp á Vörðustíg 7 í Hafnarfirði hjá fósturforeldrum sínum Maríu Kristjánsdóttur og Andrési Run- ólfssyni ásamt sonum þeirra Kristín Ingibjörg og Berglind Anna. c) Ólafur. 2) Lára Ingibjörg, f. 28. janúar 1945. Maki I Noël Burgess. Börn þeirra eru: a) Anna María Burgess, b) Kristján Guy Burgess, unnusta Birna Einars- dóttir, c) Sunnefa Burgess, unnusti Sebastian Zarzar, og d) Agnar Burgess, unnusta Sigurbjörg Sæ- unn Guðmundsdóttir. Maki II Sveinn Már Gunnarsson, d. 13. júlí 1995. 3) Fríður, f. 9. júní 1946. Maki I Trausti Valsson. Dóttir þeirra Hrönn, sonur hennar Krist- ófer Bruno La Fata. Maki Hrannar er Tómas Jónsson. Maki II Þórður Vigfússon, þau skildu. 4) Sigrún, f. 19. maí 1948. Börn hennar eru: a) Ólafur Hrafn, maki Jóna Sigríður Einarsdóttir, sonur þeirra Einar, b) Astrid, maki Hermann Arason, börn þeirra eru Sigrún Lind, Elma Rún og Ari, og c) Eva Dögg. 5) Sigríður, f 22. október 1949, Maki Þórður Jóhannsson, Börn þeirra eru: a) Hrefna, maki Guðjón S. Guðjónsson, sonur þeirra Bjarki Fjalar, og b) Ólafur Þór, unnusta Sandra Ósk Grímsdóttir. Útför Hrefnu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kristjáni og Sumar- liða. Hrefna giftist 9. nóvember 1943 Ólafi Guðmundssyni frá Ísafirði, f. 11. febrúar 1918, d. 10. desember 1982. Þau hófu bú- skap í Hafnarfirði og síðar á Seltjarnarnesi en fluttu 1951 í Kópa- vog og bjuggu lengst af í Melgerði 16. Síð- ustu árin bjó Hrefna í Fannborg 8 í Kópa- vogi. Börn Hrefnu og Ólafs eru fimm: 1)Rögnvaldur, f. 10. desember 1943. Maki Sigríður Júlíusdóttir. Börn þeirra eru: a) Árni Júlíus. Sonur hans Rögnvald- ur Skúli. Maki Árna er Ágústa Jónsdóttir. Börn þeirra eru Anna Hrafndís, f. 26. mars 1995, d. 11. ágúst 1995, Einar Hrafn og Jón Arnar. b) Auður Þórunn. Maki Magnús Stefánsson. Dætur þeirra Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. (Árni Helgason.) Ástvinir sáran syrgja, sæmdar konu, trygga móður. Harm í særðum brjóstum birgja, bjart er þó um hugans slóðir. Lifðu sæl í ljóssins heimi, lifðu sæl um alda aldir. Því í drottins dýrðar geimi dagar verða ekki taldir. Vertu sæl. Þig vinir kveðja vinsæla og trygga kona. Endurfundir aftur gleðja, öll við skulum þrá og vona. (Valdimar Lárusson.) Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Elsku mamma mín þakka þér fyr- ir allt. Þakka þér fyrir það sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Þakka þér fyrir það sem þú varst mér og börnunum mínum. Þú munt alltaf lifa í minningum mínum. Sigrún. Elsku amma mín. Mikið hefur þú mér gefið, margt hef ég af þér lært. Áður en ég tók fyrsta skrefið, hefur þú mína sálu nært. Mín minning er af yl ofnheitra sokka og mýkt bylgjóttra lokka, röddin þín sefandi þýð og þú ætíð yndislega blíð. Lundin þín var létt og glettin og ég vissulega heppin að kynnast því. Líka lítillát, kát og vit- ur, minningin situr eftir. Þér féll sjaldan verk úr hendi, varst ætíð hagsýn og úrræðagóð og vannst verkin þín einbeitt og hljóð. Kræs- ingar þínar settar á fat, báru af öllum öðrum og við borðuðum oft á okkur gat, já víst ertu þekkt af þeim gjörð- um. Mörg eru verkin eftir þínar lögnu hendur, fegurðar sem birtist í formi og litum, munum við njóta sem eftir sitjum. Þeir eru óteljandi hlutirnir þínir, þeir eru gulls ígildi, fyrir það vildi ég þakka. Þó þú heyrir ei þrastanna söng, né finnir blómanna angan, mun minn- ing þín vera löng, mér finnst eins og þú strjúkir mér blítt um vangann. Ég trúi að afi Olli hafi beðið þín eftir gönguferð þína um regnbogann, nú eruð þið saman í blámanum víða og þar mun annað Melgerði ykkar bíða. Heiðra, hugsa og muna vil, ei ósátt í háttinn, fara að sofa. Það með þroska betur skil það ég vil og því þér lofa. Elsku amma mín! Þakka þér óendanlega fyrir allt sem þú hefur gefið mér, alla þína blíðu og visku. Guð blessi minningu þína. Þín að eilífu, Hrönn. Elsku amman. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá mér. Ég passaði mig á því á hverju kvöldi þegar ég kyssti þig góða nótt að kveðja þig ekki eins og ég ætti aldrei eftir að sjá þig aftur því þannig trúði ég því einhvern veg- inn að þú myndir aldrei fara frá mér. Ég ætla því að skrifa mína kveðju hér til þín eins og ég væri að kveðja þig í síðasta sinn í lifanda lífi. Ég myndi liggja við hliðina á þér og halda í höndina þína og hvísla í eyra þitt hversu mikið mér þykir vænt um þig. Ég myndi segja þér hversu þakklát ég væri fyrir að eiga þig. Ég myndi segja þér hversu yndisleg mér finnst þú vera. Ég myndi segja þér að þú værir besta manneskjan í heiminum. Svo myndi ég knúsa þig og þú myndir spyrja mig hvort ég væri með nóga sæng, hvort ég hefði nóg pláss. Ég myndi segja að það færi ofsalega vel um mig og svo myndi ég hjúfra mig í hálsakotið þitt. Ég myndi horfa aðeins uppí loftið og hugsa hvernig ég gæti komið í orð öllu því sem mig myndi langa til að segja þér. Svo myndi ég horfa í fal- legu bláu augun þín og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, allan stuðninginn í gegnum tíðina, allan skilninginn sem þú hefur alla tíð sýnt mér, alla ástina sem þú hefur veitt mér, alla hlýjuna og allt, allt hitt sem ég get ekki einu sinni komið í orð. Þá myndir þú taka mig og knúsa og segja „elsku drottningin hennar ömmu sinnar“. Svo myndum við liggja í faðmi hvor annarrar og rifja upp allar góðu stundirnar okkar og hlæja saman. Svo kæmi nóttin og þú værir orðin þreytt. Þá myndi ég standa upp úr rúminu og hita þér að- eins á tánum áður en ég færi og kannski kitla þig smá. Svo myndi ég kyssa þig á báða vanga og þú mig og svo á ennið. Ég myndi horfa í augun á þér og þú myndir brosa og strjúka á mér vangann. Svo myndi ég ganga útí dyr og snúa mér við til að senda þér fingurkoss, þú myndir senda mér einn til baka og svo myndir þú vinka mér með báðum með bros á vör. Þá myndi ég vinka þér á móti og kalla „amma mín, ég elska þig“ og leyfa þér að sofna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Anna María saknar þín sárt. Hún er búin að tala svo mikið um þig en við erum búin að segja henni að þú sért núna hjá Guði og að Guð og afi, Sveinn Már og Solla séu núna að passa þig. Hún veit að þú ert í góðum höndum. Hún teiknaði mynd handa þér. Það er mynd af þér. Mynd af þér með krullaða fallega hárið þitt, bros- andi og vinkandi með annarri hend- inni en með þumalinn upp á hinni og það er eins og þessi mynd þýði „bless, þetta er allt í fína, ég spjara mig“. Svo skrifar Anna María stórt H sem er stafurinn þinn. Ég veit hvað henni þótti ofsalega mikið vænt um þig og hvað þú varst alltaf góð við hana. Ég veit að hún sendir þér kossa á báðar og einn á ennið og fingurkoss. Elsku amma. Nú ertu komin til himna og við erum svo vissar um að þar beið þín heiðurssæti en við erum ekkert svo vissar um að þú notir það mikið því þú hefur örugglega drifið í því að fá þér bílpróf og ert örugglega alveg óstöðvandi á rúntinum núna. Nú geturðu sýnt afa að þetta getir þú nú alveg og hann verður bara að gera sér það að góðu að vera farþegi. Ég og þú getum glaðst yfir því að þú þarft ekki framar að reyna að binda mig niður á Íslandi heldur get- urðu núna komið með mér hvert á land sem er og við getum blikkað saman alla sætu strákana útí heimi. Keyrðu varlega og Guð veri með þér, elsku amma. Þínar Sunnefa og Anna María. Hún amma mín var alveg frábær. Dásamleg manneskja sem gaf mér svo margt, og þá er ég ekki bara að meina listaverkin sem hafa glatt svo marga, heldur hjartagæskuna, HREFNA MAGNÚSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTMUNDUR B. KARLSSON, Hraunbæ 64, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi á Gran Kanari mánudaginn 24. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð. Inga Sólveig Sigurðardóttir, Erling S. Kristmundsson, Vignir Kristmundsson, Ólöf Elmarsdóttir, Ingibjörg Linda Kristmundsdóttir, Gestur Ólafsson, Ari Kristmundsson, Hanna Vilhjálmsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllu því góða fólki sem sýndi okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar, tengdasonar og afa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Staðarhrauni 20, Grindavík. Alda Bogadóttir, Kristján Karl Guðmundsson, Jón Fannar Guðmundsson, Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir, Guðrún Helga Guðmundsdóttir, Yngvi Páll Gunnlaugsson, Arnar Freyr Guðmundsson, Fanney Guðmundsdóttir, Bogi G. Hallgrímsson, og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN BERGÞÓR ARNGRÍMSSON, vélstjóri, Skarðshlíð 18, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 5. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Axelsdóttir, Sigurður Bergþórsson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Guðrún Bergþórsdóttir, Jón Magnússon, Þórhallur Bergþórsson, Ásdís Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, síðast til heimilis að Jöklaseli 23 í Reykjavík, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi aðfararnótt 6. maí sl. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 13. maí kl. 14. Sigurður Hauksson, Björk Helgadóttir, Þorsteinn Hauksson, Birgitta Bjargmundsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Bolli Valgarðsson, Vala Hauksdóttir, Þráinn Jensson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.