Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinnan er aldrei fullkominn. Passaðu bara upp á staðreyndirnar og hafðu hemil á egóinu. Kannski hefur andstæðingurinn meira rétt fyrir sér en þú. Þú getur enn unnið með því að gera smávegis lagfær- ingar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er að sjálfsögðu dálítið viðkvæmt þessa dagana en kann að láta lítið fyrir sér fara. Hvernig væri að syngja aðeins hærra? Fólk dansar við tónlistina þína núna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitt er að þekkja tilgang sinn í lífinu, en það er hundrað sinnum magnaðra að geta lýst því með orðum á blaði. Himintunglin raða sér saman og hjálpa til við valið. Skjal þar sem forgangsröðin er negld nið- ur gæti bjargað lífi þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er metnaðargjarn og knúinn áfram af sigurvilja. Í þínum huga þurfa margir þættir að koma saman til þess að dagurinn verði árangursríkur, en þegar upp er staðið ræður sjálfstraustið mestu um útkomuna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú getur náð tökum á því smávægi- lega, getur þú líka ráðið við stórverkefni. Þannig að, ef vinnan strandar á einhverju eða sambandið fer til kaldra kola væri ekki vitlaust að draga sig í hlé og dunda sér við að búa til hina fullkomnu samloku. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu það rólega svo þér takist ætl- unarverkið í fyrstu atrennu. Einbeitni og fókus hjálpa þér við að ná forskotinu. Tví- buri eða vog veita þér uppörvun og stuðn- ing með ánægju. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Himintunglin draga margbreytileika per- sónu þinnar fram í dagsljósið. Þú ert hörð, kjörkuð og ströng eina stundina og afslöppuð, flissandi og fáránleg þá næstu. Væntanlegir ástvinir/viðskiptavinir/vinir láta heillast með því að vita aldrei hvað gerist næst. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn hefur lent í aðstæðum í gegnum tíðina sem hafa kennt honum að verja hendur sínar. Nú þegar þú kannt það, er talsverð áreynsla að byrja að reiða sig á aðra, en töfrarnir felast í því að treysta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sumir sjá hlutina eins og þeir eru, en bog- maðurinn er upptekinn við að láta sig dreyma um hluti sem aldrei hafa orðið en fela í sér þann möguleika (þótt hann sé nánast enginn). Haltu ímyndunaraflinu gangandi, það er þín sterkasta hlið í augnablikinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Himintunglin fá steingeitina til þess að dansa eftir eigin höfði. Semdu hreyfing- arnar jafnóðum. Eins og segir í popplag- inu, byrjar fyrsti kafli bókar þinnar í dag og það sem á eftir kemur er enn óskrifað blað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki satt sem sagt er að maður eigi að henda fyrstu pönnukökunni sem bak- ast. Stundum er það einmitt pönnukakan sem fyrir kraftaverk verður grunsamlega lík Albert Einstein. Fyrstu tilraunir þínar í dag verða gæddar einhverju undursam- legu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Viskan kemur úr ólíklegustu átt og ekki alltaf í svo ýkja skemmtilegum búningi. Ef einhver gagnrýnir þig, skaltu taka til þín það sem þú átt og breyta því sem þú getur. Afganginn skaltu afgreiða sem vandamál viðkomandi. Stjörnuspá Holiday Mathis Á meðan tungl er í meyju finnst manni eins og ekki sé hægt að klára neitt fyrr en búið er að vinna bug á óreiðu helg- arinnar, sópa gólfið og taka til á skrif- borði. Og svo þegar allt er orðið gljáandi og fínt láta ýmiss konar tafir á sér kræla. Kannski er aðalsýningin það sem gerist á meðan maður bíður eftir því að tjöldin verði dregin frá. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tilgerðarlegt, 8 litum, 9 veturgömul kind, 10 nöldur, 11 gabba, 13 þolið, 15 týndist, 18 missa fótanna, 21 meis, 22 digra, 23 nytjalönd, 24 málvenju. Lóðrétt | 2 styrkir, 3 baula, 4 beinpípu, 5 sam- sulli, 6 hneisa, 7 aftur- kerrt, 12 magur, 14 málm- ur, 15 sjó, 16 bardaganum, 17 fáni, 18 fljótt, 19 dáð, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hefta, 4 þófna, 7 frísk, 8 ölkær, 9 aft, 11 aðan, 13 eirð, 14 áfall, 15 flár, 17 lekt, 20 oki, 22 lemur, 23 lærin, 24 surga, 25 tanna. Lóðrétt: 1 hefja, 2 flíka, 3 aska, 4 þjöl, 5 fíkni, 6 afræð, 10 flakk, 12 nár, 13 ell, 15 fells, 16 álmur, 18 eyrin, 19 tinna, 20 orka, 21 illt. Nú eru sem óðast að koma upp haust-laukar í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er að tosast upp og verðurfarið að blómstra eftir svona tvær til þrjár vikur,“ segir Guðný Olgeirsdóttir hjá um- hverfissviði garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar. En hvaða blóm eru mest ræktuð núna í borg- inni? „Það eru nú stjúpurnar, þær hafa alltaf verið vinsælastar. En þau blóm sem koma fyrst upp eru haustlaukarnir. Páskaliljurnar koma fyrst og síðan koma túlípanarnir, þetta eru mest áberandi lauk- blómin. En fyrstur allra er þó vetrargosinn, svo koma krókusar og fleiri smálaukar.“ Hvenær eru þessir laukar settir niður? „Í september og október þegar sumarblómin eru búin að blómstra.“ Þarf að taka laukana upp eftir blómgun? „Það eru einungis túlípanalaukar sem eru teknir upp. Allir hinir fjölga sér og koma upp aftur.“ Hvaða túlípana eru þið með? „Við erum með margar tegundir, hávaxna og lágvaxna. Við höfum pantað laukana í gegnum Blómaval, flestir koma frá Hollandi.“ En eru mörg svæði sem þarf að gróðursetja í núna? „Já, það þarf að ljúka við að gróðursetja sum- arblómin fyrir 17. júní og fyrir þann tíma þarf að vera búið að taka upp túlípanalaukana. Við byrjum yfirleitt á að planta út sumarblómum í þá reiti sem laukblóm eru ekki í fyrir. Túlípanar eru mest not- aðir í Kvosinni, á Miklatúni og í Hljómskálagarði.“ Eru þið með mikla sumarblómaræktun?„Rækt- un sumarblóma sér Ræktunarstöð Reykjavíkur- borgar í Fossvogsdal algjörlega um. Við hér hjá umhverfissviði ráðum hinsvegar hvað er ræktað. Við veljum tegundir og pöntum hjá þeim á haust- in.“ Er morgunfrúin að láta undan síga fyrir tímans tönn? „Alls ekki, hún stendur alltaf fyrir sínu. Við not- um hana á hinum og öðrum stöðum, ekki alltaf á sama stað, hún er mjög harðgerð planta og það má meira að segja borða hana, bæði blómið og blöðin. Hún er fín í salöt.“ En fyrir utan stjúpur og morgunfrúr – hvað er þá vinsælast? „Aftanroðablómið hefur vakið mikla lukku hjá borgarbúum. Þetta eru bleik og stór blóm, afar glæsileg, fólk hringir hingað til að fá nafn þessara blóma, einkum hafa þau vakið athygli undir vegg Kirkjugarðsins við Suðurgötu. Nú er hægt að fá aftanroðablóm hjá ýmsum gróðrarstöðvum en áð- ur var það erfitt. Margaríturnar eru líka alltaf mjög vinsælar, þær eru bæði hávaxnar og sterk- byggðar. Þess má geta að í kerunum okkar í sumar ætlum við að hafa aftur Cordyline-pálma sem hafa vakið ánægju meðal fólks og þykja sérstaklega skemmtilegir til þessara nota.“ Garðyrkja | Haustlaukarnir sem óðast að koma upp og boða okkur komu vorsins Blóm í Reykjavík  Guðný Olgeirsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1958. Hún er skrúð- garðyrkjumeistari hjá umhverfissviði garð- yrkjudeildar Reykjavík- urborgar. Hún lauk prófi frá Garðyrkjuskóla rík- isins í Ölfusi árið 1990 og hefur unnið hjá Reykjavíkurborg síðan. Hún á eina dóttur. 1. d4 e6 2. Rf3 Rf6 3. Bg5 c5 4. e3 Be7 5. Bd3 b6 6. 0-0 Bb7 7. Rbd2 d6 8. De2 Rbd7 9. c3 0-0 10. Hfd1 He8 11. e4 cxd4 12. cxd4 Hc8 13. Rf1 Hc7 14. Hac1 Hxc1 15. Hxc1 Da8 16. Rg3 Hc8 17. He1 Rf8 18. d5 Hc7 19. dxe6 fxe6 20. Rd4 Dc8 21. Rb5 Hd7 22. Rxa7 Da8 23. Rb5 Dxa2 Staðan kom upp í AM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. The Anh Duong (2.325) frá Víetnam hafði hvítt gegn Ungverjanum Balazs Sebestyen (2.317). 24. Rf5! d5? svartur mátti alls ekki taka riddarann þar þá myndi drottningin hans falla eftir 25. Bc4+ en hinsvegar er textaleikurinn slakur þar eð hvítur vinnur mann. Skást var að leika 24. … Da5 en þá stæði hvítur eigi að síður vel að vígi eftir 25. Bd2 þar eð svartur myndi þá óumflýjanlega tapa peði. 25. Rxe7+ Hxe7 26. e5 R8d7 27. Rd6 Bc6 28. exf6 gxf6 29. Rf5 He8 30. Dh5 Rf8 31. Rh6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.