Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDIRSKRIFTARSÖFNUN INNANHÚSS TENNISAÐSTAÐA Í REYKJAVÍK Skráningu lýkur 9.maí WWW.TENNIS.IS MILLJÓNIR sjálfboðaliða, fé- laga og starfsmanna Rauða krossins og Rauða hálfmánans, minnast þess að í dag er alþjóðadagur hreyfing- arinnar. Sjálfboðaliðar Rauða kross- ins starfa við afar misjafnar að- stæður og að ólíkum verkefnum en alltaf eftir sömu hugmyndafræði og hugsjón. Starf hreyfingarinnar byggist á löngun til að veita aðstoð án manngreinarálits, að koma í veg fyrir og létta þjáningar fólks, að vernda líf og heilsu og tryggja virð- ingu fyrir mannlegu lífi. Sjálfboðaliðar láta víða til sín taka í íslensku samfélagi og störf þeirra skipta miklu máli fyrir fjölmarga einstaklinga og samfélagið allt. Og ólíkt því sem ætla mætti af um- ræðum um vaxandi græðgi og sér- gæsku í íslensku samfélagi verðum við vör við ört vaxandi áhuga á því að vinna sjálfboðið starf í þágu ann- arra. Sjálfboðaliðum Kópavogs- deildar Rauða krossins hefur fjölgað ört á síðustu misserum og það er uppörvandi að ungt fólk lætur þar í vaxandi mæli að sér kveða. Sjálf- boðaliðar deildarinnar eru af báðum kynjum og á ýmsum aldri og vinna að margvíslegum verkefnum í sam- ræmi við stefnu deildarinnar og fé- lagsins og hugsjónir hreyfingar- innar um mannúð og óhlutdrægni. Allra hagur Óhætt er að fullyrða að sjálfboðið starf er allra hagur. Hagur sam- félagsins er ótvíræður því störf sjálfboðaliða eru verðmæt viðbót við störf launaðra starfsmanna í örygg- is- og velferðarkerfinu. Nægir þar að minna á störf sjálfboðaliða að neyðarvörnum, björgunarstörfum og félagslegum verkefnum á borð við heimsóknaþjónustu. Hjá Kópa- vogsdeild einni sinna um 50 sjálf- boðaliðar heimsóknum til aldraðra, sjúkra og einmana. Vart þarf að fjöl- yrða um ávinning þeirra sem fá til sín heimsóknavini. Við þekkjum svo mörg dæmi um hvaða þýðingu það hefur fyrir lífsgæði einstaklinganna. Loks má ekki gleyma ávinningi þess sem tekst á hendur reglulegt sjálfboðið starf í vel skipulögðu um- hverfi. Sjálfboðaliði á vegum Kópa- vogsdeildar Rauða krossins gengur að ákveðnum hlutum vísum: 1. Hann fær þá þjálfun og fræðslu sem nauðsynleg er og hentar hverju verkefni. 2. Hann fær verðugt verkefni við hæfi. 3. Hann nýtur sjálfsagðrar við- urkenningar, umbunar og stuðn- ings. 4. Hann öðlast mikilvæga reynslu sem getur nýst honum á margan hátt í lífi og starfi. 5. Hann hefur vissu fyrir því að framlag hans er mikilvægt. 6. Hann kemur í vel skipulagt starfsumhverfi og góðan fé- lagsskap. Mikilvæg þjálfun og reynsla Starf Rauða krossins er borið uppi af starfskröftum sjálfboðaliða á ýmsum aldri með margvíslega menntun og reynslu. Að sama skapi getur sjálfboðið Rauða kross-starf verið góð leið til þess að öðlast mik- ilvæga þjálfun og reynslu. Á þeirri forsendu tókst nú í vetur samstarf með Kópavogsdeild Rauða krossins og Mennta- skólanum í Kópavogi um að setja á fót val- áfanga um sjálfboðið Rauða kross-starf. Hann var kenndur í fyrsta sinn nú á vor- önn. Sextán nem- endur tóku þátt og fengu tvær einingar fyrir. Námið byggist fyrst og fremst á þátttöku í marg- víslegum verkefnum deildarinnar, svo sem heimsóknaþjónustu, starfi með ungum innflytjendum og stuðn- ingi við geðfatlaða. Nemendur fá einnig ýmiss konar fræðslu sem nýt- ist þeim á margan hátt. Ljóst er af ummælum nemenda að þeir eru góðri reynslu ríkari, auk eininganna tveggja. Óhætt er að segja að vel hafi tek- ist til og vonir standa til að áfanginn verði reglulega í boði í MK og kannski víðar þegar fram líða stund- ir. Að byggja betra samfélag Framtak MK er ánægjuleg við- urkenning á mikilvægi sjálfboðins starfs. Fyrir því finnum við víðar. Það færist til dæmis mjög í vöxt að sjálfboðaliðar okkar leiti eftir stað- festingu á framlagi þeirra og jafnvel meðmælum þegar þeir sækja um störf og námsvist, ekki síst í háskól- um innan lands og utan. Með þessum orðum erum við ekki að hvetja ungt fólk til að ganga til liðs við okkur af eigingjörnum hvöt- um. Við bendum aðeins á þá stað- reynd að sjálfboðaliðinn sjálfur get- ur haft margháttað gagn af störfum sínum, auk ánægjunnar af því að leggja öðrum lið og taka þátt í að byggja betra samfélag. Við sendum félögum okkar í Rauða krossinum bestu óskir á al- þjóðadegi hreyfingarinnar með von um að sjálfboðið Rauða kross-starf haldi áfram að þróast og dafna. Vaxandi áhugi á sjálfboðnu Rauða kross-starfi Garðar H. Guðjónsson og Fanney Karlsdóttir fjalla um störf sjálfboðaliða á alþjóðadegi Rauða krossins ’Ólíkt því sem ætlamætti af umræðum um vaxandi græðgi og sér- gæsku í íslensku sam- félagi verðum við vör við ört vaxandi áhuga á því að vinna sjálfboðið starf í þágu annarra.‘ Fanney Karlsdóttir Garðar er formaður og Fanney framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins. Garðar H. Guðjónsson HINN 8. maí heldur Rauða kross- fólk í yfir 180 löndum upp á Al- þjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans, á fæðingardegi Henry Dunants stofnanda hreyfingarinnar. Þessi dagur er venju fremur helg- aður 90 milljón sjálfboðaliðum um allan heim og þeirri aðstoð og stuðn- ingi sem þeir veita meðbræðrum sín- um í neyð. Verkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans í heiminum eru margvísleg og störf sjálfboðaliða þeirra gætu í fyrstu virst jafn ólík og löndin eru mörg. Hvað á sjálf- boðaliði Rauða kross Íslands til að mynda sameiginlegt með sjálf- boðaliðunum í Afríku sem hlúa að al- næmissjúkum eða þeim sem brugðust við hamfarabylgj- unni í Asíu og jarð- skjálftanum í Pak- istan í fyrra? Svarið er einfalt. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans um gjör- vallan heim hafa það að leiðarljósi að veita þeim aðstoð sem minnst mega sín í þjóðfélaginu – hvort sem um velferð- arsamfélag eða þróunarríki er að ræða. Á hverju ári koma þeir millj- ónum manna til aðstoðar vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara, en að öllu jöfnu vinna sjálfboðaliðarnir að því að byggja betra samfélag meðal eigin þjóðar með því að hlúa að þeim hópum sem eiga erfitt upp- dráttar – oftar en ekki sökum fá- tæktar, einangrunar eða mismun- unar. Rauði kross Íslands er þar engin undantekning. Auk þess að sinna al- þjóðastarfi gegnir Rauði krossinn veigamiklu hlutverki í neyðar- vörnum landsins og starfar með þeim hópum sem minnst mega sín í samfélaginu. Félagið hefur um ára- bil staðið að skipulegum athugunum undir formerkjunum „Hvar þrengir að? til að nálgast þá hópa sem hallar á í velferðarríkinu Íslandi. Stefna Rauða krossins er að miða verkefni sín innanlands við þarfir þeirra hópa sem minnst mega sín hverju sinni og hafa fæst úrræði til úr- bóta. Fyrsta könnun Rauða krossins undir formerk- inu „Hvar þrengir að? var gerð árið 1994 og í kjölfar hennar var sett á fót verkefni til að auð- velda ungum atvinnu- lausum mæðrum að sækja sér menntun. Árið 2000 var önnur könnun birt undir sömu for- merkjum. Út frá niðurstöðum henn- ar var verkefnum hrint úr vör sem lutu að heimsóknarþjónustu fyrir þá sem eru félagslega einangraðir, stuðningi við geðfatlaða, og forvarn- arstarfi með börnum og unglingum. Rauði kross Íslands mun efna til málefnaþings hinn 21. maí næstkom- andi til að fjalla um niðurstöður nýj- ustu könnunar sinnar um „Hvar þrengir að? í íslensku þjóðfélagi. Fyrstu niðurstöður sýna að kjör þeirra sem minnst mega sín hafa síst farið batnandi á síðustu sex árum og að margir búa við fátækt, fordóma og einsemd. Enn sem fyrr búa ákveðnir hópar bótaþega og láglaunafólks við svo þröngan kost að hægt er að tala um fátækt. Hér má einkum benda á hóp eignalausra aldraðra, öryrkja og sjúkra; tekjulítilla fjölskyldna og einstæðinga; og svo innflytjendur sem margir hverjir búa við erfið skilyrði í samfélaginu. Á málefna- þinginu mun Rauði krossinn efna til víðtækrar umræðu um raunhæfar leiðir til að til að leysa þessa hópa úr vítahring fátæktar og fordóma. Sameiginlegur vilji atvinnulífs, stjórnvalda, félagasamtaka og al- mennings er nauðsynlegur til að ár- angur náist. Rauði krossinn er fjöldahreyfing borin uppi af sjálfboðaliðum sem hefur það að markmiði að aðstoða þar sem þörfin er mest hvar sem er í heiminum. Það á einnig við um Rauða kross Íslands. Í kjölfar mál- efnaþingsins mun félagið á næstunni endurskoða verkefni sín og leita leiða með sjálfboðaliðum sínum til að það geti best aðstoðað þar sem mest þrengir að. Íslenskt samfélag – hvar þrengir að? Úlfar Hauksson fjallar um starfsemi Rauða krossins í tilefni af alþjóðadegi ’Rauði krossinn erfjöldahreyfing borin uppi af sjálfboðaliðum sem hefur það að markmiði að aðstoða þar sem þörfin er mest hvar sem er í heiminum.‘ Úlfar Hauksson Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR er ein mesta samgönguæð á höf- uðborgarsvæðinu. Það sem mér finnst skrýtið og algjörlega fráleitt í sambandi við næstkomandi sveit- arstjórnarkosningar er að það er aðeins einn flokkur á höfuðborg- arsvæðinu sem vill hafa hann áfram í Vatnsmýrinni það er Frjálslyndi flokkurinn. Að mínu mati er þetta eini flokkurinn sem hugsar rétt. Að flytja flugvöllinn út á Löngusker er alveg fráleitt það myndi skerða inn- siglinguna inn í Kópavogshöfn og hávaðamengun myndi aukast yfir Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópa- vogi. Auk þess myndi þetta verða sjónmengun fyrir íbúa Seltjarn- arness sem búa við sjóinn og hvar ætla þeir að planta einkafluginu? Í Vestmannaeyjum varð að hætta einkaflugi út af salti. Svo má ekki gleyma sjúkrafluginu, sem er mjög mikilvægt, þarna kemur enn eitt dæmið um mikilvægi flugvallarins. Það er ekki hægt að stunda sjúkra- flug á Íslandi með þyrlum. Þyrlur eru ekki búnar eins góðum afísing- arbúnaði og flugvélar, auk þess sem mjög breytilegt veðurfar er á Ís- landi. Þannig að mitt mat er að það er algjörlega fráleitt að flytja hann út á Löngusker hvað þá Samfylk- ingin sem vill völlinn upp á Hólms- heiði, það er eins og að flytja hann til Keflavíkur . Á Reykjavíkur- flugvelli fer fram mikil atvinnu- starfsemi, það er eins og fólkið í landinu geri sér ekki fulla grein fyr- ir því hve mikið gildi það hefur fyrir Reykjavík að hafa völlinn í borg- inni, þar vinna hundruð manna við margvísleg störf meðal annars við afgreiðslu, hleðslu, bókun og margt fleira. Þannig að eins og hefur kom- ið fram er aðeins ein lausn í stöð- unni að hafa völlinn en þá í Vatns- mýrinni, byggja samgöngumiðstöð og lengja braut 31-13 og leggja nið- ur áform Háskólans í Reykjavík um að byggja skólann beint fyrir aftan braut 31 það á varla eftir að líða vika þangað til þeir fara að kvarta yfir hávaða og ófriði. DAÐI FREYR GUNNARSSON, 13 ára, Reynihlíð 7, Reykjavík. Um framtíð Reykjavíkurflugvallar Frá Daða Frey Gunnarssyni HEIÐRUÐU þingmenn! Ég hef haft af því veður, að ykkur öllum hafi borist bréf frá Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu varðandi grafalvarlega stöðu land- ræktarmála. Af hverju liggur það í þagnargildi að Landgræðsla rík- isins hefur aldrei haft undan gróð- ureyðingu á Íslandi, þau 99 ár sem hún hefur starfað? Aldar- afmælið verður félegt á næsta ári eða hitt þó heldur. Er það rétt að einhver bráð- smellin þingríma, hafi staðið í vegi fyrir landræktarátaki í þinginu ár- um saman? Af hverju standa þing- menn þjóðarinnar ekki vörð um faglegan metnað forstöðumanna ríkisstofnana, eins og Land- græðslu ríkisins, sem fram- kvæmdavaldið virðist hafa náð að kæfa? Veslast þingmenn upp við þjóðarskömm, þöngulhausar hafa tak á þeim. Tækifærismennsku taug er römm, takandi um þingið höndum tveim. Gersemar gróðurþekju gráta, galgopar samt henda gaman að. Af rányrkju og auðn sig státa, alfriðað er sandfok heim á hlað. Guð geymi landið okkar. BJÖRN HJÁLMARSSON, barnalæknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum barna. Áskorun til alþingismanna Frá Birni Hjálmarssyni Kristinn Pétursson: Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Kosningar 2006 Hildur Baldursdóttir: „Við mæðgurnar.“ Úrsúla Jünemann: „Kosninga- jeppi.“ Íris Jóhannsdóttir: „Bréf til frambjóðenda í Mosfellsbæ“ Guðvarður Jónsson: „Kosn- ingaloforð“ Kári Páll Óskarsson: „Enginn vill búa við mengun“ Toshiki Toma: „Þátttaka og viðhorf í borgarstjórn“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.