Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Dagur Hannes-son fæddist á Hólum í Stokkseyr- arhreppi 21. októ- ber 1910 og ólst þar upp. Hann lést á 96. aldursári 30. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hannes Magnússon, f. 19.10. 1858, bóndi á Hólum, og kona hans Þórdís Gríms- dóttir húsfreyja. Eftirlifandi systir Dags er Guðfinna Dagmar, f. 28.12. 1906. Systkini Dags sem látin eru: Magnús, f. 1890, Sigurður, f. 1894, Guðlaug, f. 1896, Þórdís Ágústa, f. 1901, Jóna, f. 1905, auk þess sem þrír bræður létust í bernsku. Hinn 30. september 1938 kvæntist Dagur Sigfríði Sigurð- ardóttur húsmóður, f. 28.6. 1901, d. 5.3. 1972, frá Flatey á Breiða- firði. Sonur Dags og Sigfríðar er Sigurður Hannes, f. 27.9. 1944, kennari og íþróttakennari, kvæntur Ragnheiði Lárusdóttur, f. 4.4. 1949, vörustjóra hjá Hans Petersen, dóttur Lárusar Blöndal Guðmundssonar bóksala sem nú er látinn og Þórunnar Kjartansdóttur. Börn Sigurðar og Ragnheiðar eru: a) Lárus, f. 1971, stjórnmálafræðing- ur, kona hans Heba Brandsdóttir, f. 1971, börn þeirra Andri, Daði og Ragnheiður Eva, þau eru búsett í Lúxemborg. b) Dag- ur, f. 1973, atvinnu- maður og þjálfari í handknatt- leik, kona hans Ingibjörg Pálmadóttir, f. 1973, börn þeirra Sunna, Birta og Sigurður, þau eru búsett í Austurríki. c) Bjarki, f. 1980, hefur nýlokið námi í upp- töku og hljóðvinnslu. Dagur lærði járnsmíði í Vél- smiðjunni Héðni og gekk í Iðn- skólann í Reykjavík. Hann vann við iðn sína allan sinn starfsald- ur, lengi í Ofnasmiðjunni og í mörg ár í Tækni. Dagur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Tengdafaðir minn er látinn 95 ára að aldri, eftir langa og góða ævi. Afi Dagur eins og við kusum að kalla hann var enginn venjulegur maður, hann var eins og stundum er sagt „raritet“-karl. Dagur var hægur, kurteis, mjög rólegur og þægilegur maður, aldrei þau rúm 30 ár sem við bjuggum undir sama þaki, skipti hann skapi við mig, alltaf ljúfur. Það mátti margt af honum læra, hann var nýtinn, hógvær og mikill öðlingur. Afi Dagur var mjög áhugasamur um alla þá hluti sem við fjölskyldan tókum okkur fyrir hendur, fylgdist úr fjarska vel með drengjunum okkar alla tíð og hafði gaman af því sem þeir voru gera hverju sinni og fannst mjög jákvætt hvað þeir voru fyrir að sjá sig um úti í hinum stóra heimi. Oft heyrði maður litlar hendur spila bæði á píanó og orgel hjá afa sínum og langafa, bæði synir okkar og síðar barnabörn okkar fengu að nota hljóðfærin hjá honum alveg óhindr- að. Dagur lifði mikla umbreytinga- tíma á sinni löngu ævi , uppalinn í baðstofu á Hólum í Stokkseyrar- hreppi ásamt mörgum systkinum á stóru heimili. Dagur sagði oft: „Hvernig má það vera?“ þegar ver- ið var að útskýra fyrir honum tækni nútímans, en hann var mjög áhugasamur að heyra um allar nýj- ungar. Þegar ég kynnist Degi, vann hann í Tækni ekki mjög langt frá heimili sínu, og fór hann mjög gjarnan á hjóli í vinnuna, sem var ekki mjög algengt þá. Konu sína Sigfríði missti Dagur fyrir rúmum 34 árum. Það var um það leyti sem við Siggi vorum rétt að byrja okkar búskap. Dagur var mörgum hæfileikum búinn. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og sótti ótal tónlistarvið- burði, og mannamót henni tengd. Dagur fór í tónsmíðanám árið 1984, þá orðinn 74 ára sem þótti sérstakt. Hann náði að semja mörg falleg lög. Dagur sótti kennslu og námskeið í ýmsu, m.a. esperantó og rúss- nesku. Hann hafði líka mikinn áhuga á skáklistinni og sinnti henni vel um tíma. Hann hafði lúmska bíladellu og sannaðist það vel hin síðari ár, því honum leið ótrúlega vel undir stýri á bíl sínum, sem hann keyrði alveg til dauðadags. Dagur var mikill hugvitsmaður, og var alla tíð að hanna og smíða einhvers konar vélar og tæki. Um leið og ég kveð tengdaföður minn, vil ég þakka honum sam- fylgdina og fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Guð blessi þig. Ragnheiður Lárusdóttir. Mikill maður, rólegur og alltaf sem hugur manns þegar á reyndi. Áhugasamur um tækni, tónlist og framandi heima. Hann afi Dagur er dáinn. Það er skrýtið að ímynda sér að hann sé ekki lengur hér. Ég ein- hvern veginn reiknaði með að hann færi aldrei. Það fór lítið fyrir hon- um, en samt var hann alltaf til stað- ar. Hann reyndist vel þeim sem hann þekktu. Hann var sannkall- aður klettur en jafnframt einfari og snillingur. Oft kom hann á óvart með áhugamálum sínum og þeim árangri sem hann náði í tengslum við þau. Hann fór sínar eigin leiðir, en allt sem hann kom nálægt gerði hann vel. Ég veit ekki um mörg pípuorgel í kjallaraíbúðum á höf- uðborgarsvæðinu. Öllum að óvörum endaði eitt slíkt inni í litlu stofunni hjá afa. Með örlitlum lagfæringum, að sjálfsögðu. Það lýsir honum vel. Hann var líka alltaf að vinna í ein- hverju á litla verkstæðinu sínu og oftar en ekki var mikil leynd yfir verkefninu. Hann hafði áhuga á að leysa vandamál, hvers kyns sem þau voru. Hann vildi okkur vel. Við skulum reyna að halda þeim lífs- viðhorfum áfram, elsku afi. Góður maður er fallinn frá. Minn- ingin um eilífðarvélina lifir. Lárus Sigurðsson. Öllum mönnum þeim er nokkuð komast til aldurs er það fyrirbúið að lifa margar kveðjustundir. Þær eru hluti af lífinu sjálfu og verða ekki umflúnar. Þær vekja jafnan sterkar tilfinningar þar sem sam- ofnar eru kenndir saknaðar og þakklætis. Því vakir þetta í huga mínum að nú lifi ég kveðjustund, því látinn er í hárri elli Dagur Hannesson járn- smiður, maður er ég hafði af góð kynni alla mína ævi. Hann kom fyrst til liðs við mig er ég var sólar- hrings gamall, og er ég að vonum ekki til frásagnar um þau kynni. En góðvild hans og vinátta til mín hefir staðið óslitið í þau 77 ár sem síðan eru liðin. Dagur hafði þegar í æsku bæði hneigð og hæfni til smíða og braust í því innan við tvítugt að koma sér til náms í vélsmiðjunni Héðni, en þar réð þá ríkjum Markús Ívars- son, Árnesingur að ætt og uppruna og einn af leiðtogum nýrrar tækni- aldar sem þá var upprunnin. Með þessu námi lagði Dagur grunn að farsælu ævistarfi sínu, hann var að upplagi mikill þrek- og kraftamaður sem kom sér vel í járnsmíði þessa tíma sem var mjög erfið. Þá var hið forna verklag járnsmiða, eldsmíðin, enn í heiðri höfð en nýrri tækni, logsuða og rafsuða sóttu á. Þegar náminu lauk stóð svo á að fjötrar heimskreppunnar lögðust yfir og voru fólki flestar bjargir bannaðar. Kunni Dagur margar merkar frásagnir frá þeim tíma sem hefði þurft að skrá niður. Hefðu þær verið holl lesning mörg- um þeim sem nú eru ungir. Þegar úr rættist með atvinnu og fram- kvæmdir átti Dagur jafnan vísa vinnu í sinni iðngrein því að hann var afar vel virkur og fjölhæfur til smíða, sem kom vel í ljós þegar hann reisti sér og fjölskyldu sinni um 1950 vandað íbúðarhús við Efstasund í Reykjavík. Það hús byggði hann frá grunni nánast einn enda var hann verkséður í besta lagi og hafði hugann við að létta störf og auðvelda. Á efri árum var Dagur tilkvaddur að gera upp fyrir Árbæjarsafn gömul tæki frá árdegi tækninnar í Reykjavík. Dagur átti ekki margar frístundir en þegar tóm gafst átti tónlistin hug hans og lék hann ágætlega á orgel. Svo gæti virst að járnsmíð og tónlistariðkun ætti ekki samleið, en þá má minnast þess að einn af frumherjum á tónlistarsviði í Reykjavík, Jónas Helgason dóm- organisti, var lærður járnsmiður. Dagur Hannesson var gæfumað- ur í lífinu, hann var virtur í starfi sínu sem honum var hugleikið og lék í höndum hans. Hann var far- sæll í fjölskyldulífi sínu og sá nýjar kynslóðir komast til góðs þroska og fremdar. Helstu persónueinkenni hans voru prúðmennska og kurteisi og drengileg framkoma í hvívetna. Hann var í allri framgögngu gervi- legur og fór þar saman ásýnd og innri maður. Með virðingu og þökk er hann hér kvaddur. Helgi Ívarsson. DAGUR HANNESSON ✝ Sæunn G. Guð-jónsdóttir, Fjarðarseli 18 í Reykjavík, fæddist í Hnífsdal 25. nóvem- ber 1925. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 29. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðjón Ólafsson verkamaður og Ás- gerður Jensdóttir húsmóðir sem bjuggu í Hnífsdal. Bróðir Sæunnar var Ólafur Kjart- an Guðjónsson kaupmaður í Hnífs- dal og síðar á Akranesi, hann er látinn. Sæunn giftist 25. desember 1948 Kristjáni Þorgilssyni vélstjóra frá trésmiður. Börn þeirra eru Þórdís og Inga Guðbjörg. 5) Ásgerður ræstingarstjóri í Reykjavík, f. 2.10. 1955, maki Halldór Ebenes- ersson bifreiðarstjóri. Börn þeirra eru Kristján Guðni, Bjarni Sigur- jón og Elísabet. 6) Páll Þór rafvirki í Reykjavík, f. 28.12. 1962, maki María Jónsdóttir kennari. Börn þeirra eru Kristján Jón, Ásgerður Arna og Stefán Þór. Sonur Krist- jáns er Júlíus skipstjóri Akureyri, f. 27.12. 1947, maki Steinunn Benna Hreiðarsdóttir. Börn þeirra eru Gunnur Lilja, Berglind og Herdís Júlía. Sæunn og Kristján bjuggu fyrstu árin á Skólastíg 7 í Bolunga- vík, síðar á Bakkastíg 9 og loks á Traðarstíg 2 Bolungavík. Árið 1987 fluttu þau hjón búferlum til Akraness, en þar lést Kristján árið 1989. Sæunn flutti á Fjarðarsel 18 í Reykjavík árið 1995 og bjó þar er hún lést. Sæunn verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Bolungavík, f. 8. mars 1924, d. 13. nóv- ember 1989. Börn þeirra hjóna eru: 1) Guðjón Þorgils skóla- stjóri í Sandgerði, f. 20.8. 1948, maki Ólöf Björgvinsdóttir sjúkraliði. Börn þeirra eru Björgvin, Sæunn og Kristján Þorgils. 2) Ásgerður Katrín, f. 8.12. 1949, d. 1953. 3) Hrönn hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 7.4. 1952, maki Aðalsteinn S. Guð- mundsson viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru Ársæll, Anna Rak- el og Ólafur Snævar. 4) Katrín sjúkraliði í Reykjavík, f. 2.10. 1955, maki Guðmundur Gíslason Elsku mamma mín. Það er svo sárt að kveðja þig, þó að ég viti að þetta er það sem þú óskaðir þér. Mig langar að pára nokkur þakk- arorð til þín og pabba fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig og mína fjöl- skyldu, sérstaklega þegar veikindin öll dundu yfir okkur. Þegar við vor- um öll í Bolungarvík og Guðmundur veiktist, ég veit ekki hvernig við hefðum komist í gegnum það ef þið hefðuð ekki verið til staðar. Í veikindum dóttur minnar gat ég alltaf komið til þín og grátið þegar ég þurfti. Þú varst alltaf svo hlý og góð, kvartaðir aldrei þó að þér liði ekki alltaf vel, þú fórst í gegnum allt á æðruleysinu. Mig langar líka að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þá sérstaklega þegar við vorum vestur á Arnarstapa þar sem við áttum saman bústað. Þar var mikið spilað og hlegið. Síðustu ár hafa verið þér erfið, en aldrei kvartaðir þú. Sama hvað gekk á. Ég kveð þig nú, elsku mamma mín, ég veit að þú ert komin til pabba og þjáningunum er lokið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Bestu kveðjur til pabba frá okkur öllum. Þín dóttir, Katrín. Elsku amma. Það er svo erfitt að skilja að þú skulir vera farin frá okkur. En gott að vita að þú sért búin að fá hvíldina langþráðu, og vita að þú ert komin til afa. Svona hluti er erfitt að sætta sig við og söknuðurinn er mikill því þú spilaðir svo stórt hlutverk í þessari litlu fjölskyldu. Þú varst eina amm- an sem við Þórdís og Inga kynnt- umst en þú fylltir vel í skarðið og þín verður sárt saknað af okkur öll- um. Við minnumst þín sem góðrar og hjartahlýrrar konu sem alltaf var hægt að leita til. Við áttum ynd- islegar stundir saman, í útilegum og á Arnarstapa, svo var alltaf gott að koma heim til þín og sitja með þér, en þú hafðir alltaf mikinn áhuga á okkar lífi og spurðir margs og komst með ráðleggingar ef okkur vantaði. Þú áttir mörg barnabörn og barnabarnabörn og vissir allt um alla og það hélst fram á síðasta dag. Síðustu árin voru þér erfið og oft undruðumst við á því hvernig þú komst áfram, en það var bara á hörkunni, en oft vildirðu bara fá að fara. Við kveðjum þig því núna, og samgleðjumst þér yfir að vera kom- in til afa og þeirra sem þér þótti vænt um. Þínar dótturdætur, Þórdís, Inga og Anna Rakel. Elskuleg föðursystir mín, Sæunn Guðjónsdóttir, eða Sæa frænka eins og hún hefur alltaf verið kölluð af mér og mínum, er látin. Þegar ég var að alast upp í Hnífsdal bjó hún ásamt manni sínum, Kristjáni Þor- gilssyni, og börnum þeirra í Bolung- arvík. Heimsóknir til þeirra í Víkina urðu margar og fátt vissi ég skemmtilegra en að fá að dvelja hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau hjón eignuðust sex börn á 14 árum og oftar en ekki sá Sæa að mestu ein um börn og bú auk þess að vinna utan heimilis þegar börnin fóru að stálpast, því Kitti maður hennar var sjómaður og því mikið fjarverandi. En þó heimilið væri stórt var alltaf pláss fyrir aukabarn og ég fann að ég var alltaf velkomin. Sæa og Kitti urðu fyrir því mikla áfalli að missa næstelsta barnið sitt, dóttur sem lést tæplega fjögurra ára gömul. Ég á nokkrar myndir í huganum af þessari fallegu nöfnu minni, sem var örlítið eldri en ég. Hún var líkamlega fötluð en aldrei fengu þau að vita hvað í raun hrjáði hennar veika líkama. Þessi sára lífs- reynsla hefur án efa átt sinn þátt í af hve ótrúlegu æðruleysi Sæa mætti öðrum áföllum síðar á ævinni. Aldrei minnist ég þess að heyra frænku mína skamma börnin sín eða brýna raustina, hún notaði mild- ar en um leið áhrifaríkari leiðir til að hafa stjórn á hópnum sínum. Heim- ilislífið einkenndist af glaðværð og samkennd, alltaf var nægur tími til að spjalla eða spila en samt var Sæa myndarhúsmóðir af gamla skólan- um, sívinnandi og aldrei skorti neitt. Það var foreldrum mínum og ömmu mikið gleðiefni þegar Sæa og Kitti fluttu til Akraness, en þau höfðu þá búið þar um margra ára skeið. En stuttu síðar veiktist Kitti og hann lést um aldur fram árið 1989. Tveimur dögum síðar lést ætt- móðirin, Ása amma, í hárri elli. Það varð Sæu þungbært að missa sinn góða lífsförunaut og nokkrum árum síðar létust foreldrar mínir og bróð- ir, sem öll voru henni afar kær, með stuttu millibili. Sæa var nú ein eftir af fjölskyldunni á Akranesi og flutti árið 1995 til Reykjavíkur, þar sem hún keypti íbúð í húsi með Páli Þór, yngsta syni sínum og hans fjöl- skyldu. Sæa naut þess að vera í ná- lægð við Palla, Maju og börn þeirra og öll hin börnin hennar og þeirra fjölskyldur voru henni einnig afar náin. Heilsa frænku minnar var lé- leg í mörg ár en síðasta árið í lífi hennar dundi hvert áfallið af öðru yfir og aðdáunarvert var að fylgjast með þrautseigjunni, dugnaðinum og æðruleysinu sem þessi einstaka kona sýndi. Hún notaði ekki sterk lýsingarorð yfir líðan sína, þegar vitað var að hún var sjárþjáð sagðist hún bara vera svolítið löt. Mikið á eftir að verða tómlegt að geta ekki lengur komið við hjá henni í Fjarðarselinu á leið heim úr vinnunni, eins og ég gerði gjarnan mér til upplyftingar og sálubótar, finna hlýjuna og umhyggjuna, drekka kaffibolla og þiggja köku- sneið eða nammibita. Ég bið góðan Guð að blessa minningu elsku Sæu frænku minnar og ég og fjölskylda mín vottum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Ásgerður Ólafsdóttir. SÆUNN G. GUÐJÓNSDÓTTIR Elsku amma mín. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Sérstaklega minnist ég þess þegar þú komst í mat til okkar og þegar þú bauðst okkur í skötuveislu á Þor- láksmessu. Vertu sæl amma mín og megi Guð geyma þig. Kveðja Ólafur Snævar. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.