Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 20/5 kl. 14 Su 21/5 kl. 14 Su 28/5 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Í kvöld kl. 20 UPPS. Þr 9/5 kl. 20 UPPS. Mi 10/5 kl. 20 UPPS. Fi 18/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 22:30 UPPS.Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 UPPS. Su 28/5 kl. 20 UPPS. Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 22:30 UPPS. Má 5/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Forsýningar miðaverð 1.500 Fö 12/5 kl. 20 UPPS. Lau 13/5 kl. 20 UPPS. Má 15/5 kl. 20 UPPS. Þri 16/5 kl. 20 UPPS. Mi 17/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 Fö 26/5 kl. 20 Fö 2/6 kl. 20 Lau 3/6 kl. 20 Má 5/6 kl. 20 Fi 8/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 MIKE ATTACK Einleikur Kristjáns Ingimarssonar Su 14/5 kl. 14 SÍÐASTA SÝNING MIÐAVERÐ 1.900 MARLENE DIETRICH-Íd Má 15/5 kl. 20 Þr 16/5 kl. 20 Mi 17/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝN. BELGÍSKA KONGÓ Su 14/5 kl. 20 Fi 18/5 kl. 20 Mi 24/5 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HUNGUR Su 14/5 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING TENÓRINN Fi 18/5 kl. 20 Lau 27/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝN. HLÁTURHÁTIÐ HLÁTURHÁTÍÐARVIÐBURÐIR Í MAÍ Fi 11/5 kl. 22:30 PÖRUPILTAR OG DRAGDROTTNINGAR Pörupiltarnir troða upp ásamt óvæntum gestum. Þeir sem mæta í “dragi” fá frítt inn! MIÐAVERÐ 1.000 Fi 18/5 kl. 22:30 LEiKTU FYRIR MIG Leikarar leika eftir pöntun þín uppá- haldsatriði úr Áramótaskaupunum. MIÐAVERÐ 1.000. Fi 25/5 kl. 22:30 BANANABIKARINN Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur og Leik- félagi Akureyrar, keppa í leikhússporti MIÐAVERÐ 1.000. Su 28/5 kl. 20:00 HLÁTURNÁMSKEIÐ Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason kenna hláturjóga. MIÐAVERÐ 1.000 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga Símasala kl. 10-18. þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Óperuvefnum allan sólarhringinn www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 LAUGARDAGUR 13. MAÍ KL. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT SUN. 14. MAÍ KL. 19 - UPPSELT LAU. 3. JÚNÍ KL. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Frábær sýning sem hefur slegið algjörlega í gegn. Sýnd í Óperunni í maí og júní. Miðasala hafin LITLA HRYLLINGSBÚÐIN LAU. 20. MAÍ KL.19 - NOKKUR SÆTI LAUS LAU. 27. MAÍ KL. 15 - Aukasýning LAU. 27. MAÍ KL. 19 - ÖRFÁSÆTI LAUS Sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar LAU. 10. JÚNÍ KL. 19 - Laus sæti Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Fim. 4/5 kl. 21 AUKASÝN. UPPSELT Fös. 5/5 kl. 19 UPPSELT Fös. 5/5 kl. 22 AUKASÝN. UPPSELT Lau. 6/5 kl. 19 UPPSELT Lau. 6/5 kl. 22 UPPSELT Vegna gríðarlegrar aðsóknar: Aukasýningar í September! Sala hafin: 2/9, 3/9, 8/9, 9/9, 10/9. Tryggðu þér miða. Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Allt að seljast upp! Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sala hafin! 100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson Vegna óviðráðanlegrar aðsóknar verður sýningum fjölgað. Mánudagur 8. maí 2006 kl. 21:00 Miðvikudagur 10. maí 2006 kl. 22:00 Takið eftir óvenjulegum sýningartíma. Sýningarstaður Ylströndin í Nauthólsvík. Munið hlýlegan klæðnað. Miðasala í síma 899 8163, fruemilia@simnet.is og við innganginn www.100arahus.blogspot.com sýningin stendur eiginlega ekki undir því loforði sínu að segja eitt- hvað beitt og áhugavert um fegurð- ardýrkun nútímans. Fléttan sem snýst í kringum baráttu fallegra og ljótra þvælist heldur fyrir því sem að formi til er algerlega hefðbundin sjúkrahúsrevía. En þetta kemur líka lítið að sök, þökk sé frábærri vinnu á ýmsum póstum. Stærsti plúsinn fæst fyrir karaktervinnuna, sem samkvæmt leikskrá er byggð á námskeiði sem Margrét Sverrisdóttir hélt fyrir hluta leikhópsins. Skrípamyndir þær sem sumir leikaranna draga upp eru firnaskýrar og bráð- skemmtilegar þótt sumar þeirra væru alveg við það að vera orðnar þreytandi. Hér verður að nefna sér- staklega Guðmund L. Þorvaldsson sem er alveg yndislegur sem hinn lánlausi klaufi dr. Keliman. Einnig má alveg ljúka lofsorði á skötuhjúin í kjallaranum, þau Sigstein Sig- urbergsson og Bylgju Ægisdóttur. Og fleiri svo sem, en látum þessi þrjú standa fyrir heildina í per- sónugalleríinu sem er helsti styrk- leiki sýningarinnar. Svo og hátt orkustig hópsins í heild og öryggi í óvenju tæknilega flóknu verki. Þá eru mörg atriðanna skrambi vel gerðir sketsar. Barnabarnið að leita að líki afa síns í endur- vinnslustöð sjúkrahússins, svo og óborganleg byrjunin standa kannski upp úr í minningunni. Annað sem á stóran þátt í áhrifa- mættinum er frábærlega unnin um- gjörð. Leikmyndin er tæknilega þénug og skapar hárrétt andrúms- loft óhugnaðar auk þess sem útlitið er hárrétt. Hljóðmynd líka nokkuð sniðug. Lýsingin virtist mér hlaupa dálítið útundan sér í sýningunni, en það mun annaðhvort slípast eða það hefur átt að vera svona. Á þessum spítala getur allt gerst. A.L.F. er einhver fyndnasta sýn- ing sem er í boði á höfuðborgar- svæðinu núna á vordögum. Fáið til- vísun hjá heimilislækninum ykkar ef þið þorið. AF HVERJU eru sjúkrahús svona ótæmandi brunnur fyrir skemmti- legheit? Kannski af því að þar er svo skýr valdastrúktúr til að mis- nota og ögra, endalausir mögu- leikar á illri meðferð, líkamleg van- virðing daglegt brauð, dauðinn aldrei langt undan. Enda verður grínið alltaf ansi hreint dökkgrátt þegar vettvangurinn er heilbrigð- iskerfið eða einhver ímyndaður og martraðarkenndur botnlangi út úr því. Þannig er það í þessari sýningu Leikfélags Kópavogs, sem er frá- bærlega útfærð sjúkrahúsrevía þegar best lætur, úttútin af klikk- uðum hugmyndum. Að sönnu er að- kenning af söguþræði dálítið trufl- andi og heldur klénn sjálfur; Og fegurðin mun ríkja ein LEIKLIST Leikfélag Kópavogs Höfundar: Guðjón Þorsteinn Pálmason, Oddur Bjarni Þorkelsson og fleiri. Leik- stjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Félags- heimili Kópavogs 26. apríl. A.L.F. Þorgeir Tryggvason KJARTAN Ragnarsson skrifaði Blessað barnalán fyrir Leikfélag Reykjavíkur árið 1974 og síðan hef- ur leikritið verið sýnt við miklar vin- sældir víða um land. Undirrituð sá þó ekki verkið fyrr en nú hjá Leik- félagi Dalvíkur og skemmti sér kon- unglega enda er verkið vel skrifað, sýningunni vel leikstýrt, umgjörðin prýðileg og stjörnuleikur á köflum. Leikritið gerist í ónefndu þorpi austur á landi þar sem kona ein býr ásamt uppkominni dóttur sinni. Þeg- ar hin börnin hennar fjögur fyrir sunnan hundsa boð hennar um að koma öll saman í sumarfrí á æsku- slóðirnar tekur dóttirin til bragðs í fljótfærni að senda systkinum sínum skeyti um að móðirin sé dáin. Leik- urinn snýst svo meira og minna um hvernig á að halda sannleikanum leyndum um sinn fyrir gráðugum og sérhlífnum systkinunum. Dóttirin þvingar prestinn, nágranna sinn, til þess að hjálpa sér en hann verður á endanum ein mikilvægasta persónan og sú kátbroslegasta. Blessað barna- lán er hreinræktaður og vel skrif- aður farsi hjá Kjartani þar sem að- stæðurnar eru kynntar í róleg- heitunum í byrjun, allt fer úr böndunum um miðbikið og reynt er að finna lausn í lokin. Sunna Borg leikstjóri hefur næma tilfinningu fyrir gamanleiknum sem sést best á því að hún treystir aðstæðunum í textanum, leggur aðstæður flækj- unnar í rólegheitum á meðan áhorf- endur kynnast persónunum og lætur allt renna smurt þegar líða fer á þannig að salurinn grætur úr hlátri. Reynsluboltar og nýliðar í leik- félaginu voru eins og smurð vél á frumsýningunni en nokkrir báru af í ellefu manna leikarahópnum. Dana Jóna Sveindóttir var yfirveguð, sposk og fyndin í hlutverki móð- urinnar. Dagbjört Sigurpálsdóttir hefur lítið leikið en sýndi hér að hún er mjög efnileg því hún hvíldi vel í aðstæðunum og tókst að birta tvær ólíkar hliðar dótturinnar sem öllum vill gott gera en snýr óvart öllu á hvolf. Stjarna kvöldsins kom áhorf- endum alltaf til að hlæja, sama hvað hann gerði og sagði, en það var Arn- ar Símonarson í hlutverki prestsins seinheppna. Arnar hafði gamanleik- inn alveg á valdi sínu og svo virtist sem hann væri þrautreyndur í tíma- setningum og öllu látbragði. Farsar eru vandmeðfarnir og því er fjarskalega gaman að sjá jafn vandaða leikstjórn og góðan leik eins og raunin var á Dalvík á dög- unum. Fínn farsaleikur LEIKLIST Leikfélag Dalvíkur Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leik- stjóri: Sunna Borg. Ljósameistari: Pétur Skarphéðinsson. Sviðsmynd: Friðrik Sig- urðsson. Leikmunir og búningar: Leik- stjóri og leikhópur. Hljóð: Ari Baldursson. Sýning í Ungó 29. apríl. Blessað barnalán Hrund Ólafsdóttir ÓPERAN Parsifal eftir Richard Wagner var frum- sýnd í óperuhúsinu í Erfurt í Þýskalandi um síðustu helgi. Af myndinni að dæma er hér um að ræða held- ur litríkari og líflegri uppfærslu á óperunni en tíðk- ast oft og tíðum, þó engum sögum fari af gæðum hennar. Það er Thomas Mohr sem syngur hlutverk Parsi- fals sjálfs í uppfærslunni. AP Litríkur Parsifal                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.