Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Skráningarlýsingin er gefin út vegna tveggja hlutafjárhækkana í Icelandic Group hf. Hlutafé var hækkað samtals um 720.040.532 hluti. Fyrri hækkuninni, 585.040.532 hlutum, var ráðstafað sem greiðslu fyrir hluti í Pickenpack-Hussmann & Hahn Seafood GmbH og var hækkunin skráð í Kauphöll Íslands hf. 15. mars 2006. Síðari hækkuninni, 135.000.000 hlutum, var ráðstafað sem greiðslu fyrir hluti í Saltur Holding APS og var hækkunin skráð í Kauphöll Íslands hf. 27. apríl 2006. Heildarfjöldi hluta í Icelandic Group hf. er nú 2.888.131.914 hlutir. Allir hlutir í Icelandic Group eru skráðir á Aðallista Kauphallar Íslands hf. undir auðkenninu IG. Þar sem hlutafé Icelandic Group hf. hefur verið hækkað um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. A-lið 3. tl. viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999 og bráðabirgðaákvæði í reglugerð nr. 242/5006, um almenn útboð verðbréfa að verðmæti 210 m.kr. eða meira og skráningu verðbréfa á skipulegan verðbréfamarkað. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast hjá Icelandic Group hf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, á vefsíðu félagsins www.icelandic.is, hjá umsjónaraðila skráning- arinnar, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík og á vef- síðu Landsbankans, www.landsbanki.is. Skráningarlýsing Icelandic Group hf. – maí 2006 410 4000 | www.landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 25 56 04 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 25 56 04 /2 00 6 L ogos opnaði útibúið í janúar sl. í samvinnu við þrjár leiðandi lög- fræðistofur á Norður- löndunum; Thommes- sen Krefting Greve Lund í Noregi, Kromann Reumert í Danmörku og Vinge í Svíþjóð. Þeir Lýður Guðmundsson, for- stjóri Bakkavarar Group, og Ár- mann Þorvaldsson, forstjóri Singer & Friedlander, sem er dótturfélag KB banka, voru með framsögu á kynningarfundinum. Alls mættu um 200 manns, og mátti meðal annars sjá þarna fulltrúa frá öllum helstu alþjóðlegu lögfræðistofunum og stærstu bönkum Bretlandseyja. Elta viðskiptavini „Við slógumst í hóp með þessum skandinavísku lögfræðistofum eftir að hafa unnið náið með þeim í mörg ár. Við opnuðum skrifstofuna meðal annars til að elta okkar viðskiptavini þangað sem þeir hafa verið að kaupa fyrirtæki. Hugmyndin er í sjálfu sér mjög einföld, að reyna að fylgja við- skiptavinunum eftir, frekar en að vera á sífelldum ferðalögum og þetta virðist hafa gengið upp því það hefur nú þegar sýnt sig að mikil þörf er fyrir þjónustuna,“ segir Guð- mundur J. Oddsson, einn af eig- endum Logos og forstöðumaður úti- búsins í London. Logos er stærsta lögmannsstofa á Íslandi og sú fyrsta sem opnar útibú erlendis. Að sögn Guðmundar var ákveðið að bíða með kynningu á útibúinu í nýju erlendu umhverfi þar til að það hefði verið komin smá reynsla á starfsemina. „Kauphöllin í London er hjartað og sálin í öllu fjármálaumhverfinu hérna. Öll þessi íslensku fyrirtæki sem staðið hafa að útrásinni hafa fjármagnað sig í gegnum fólkið sem kom á kynninguna. Hér eru mik- ilvægir menn úr bankageiranum og frá lögfræði- og endurskoðunar- skrifstofunum.“ Þjálfunarbúðir Hjá Logos starfa um 50 manns, þar af tveir lögfræðingar í útibúinu í London, að sögn Guðmundar. Útibúið deilir svo aðstoðarfólki með skandinavísku stofunum. „Við ætlum að byggja þetta upp í rólegheitum. Ég kom hérna einn í upphafi og það varð strax allt of mikið að gera, þannig að það kom annar fastur starfsmaður og það hefur einn annar starfað hér tíma- bundið. Hugsunin hjá okkur er að nota útibúið hér einnig sem nokkurs konar þjálfunarbúðir fyrir yngri lög- fræðinga. Við ætlum að veita þeim tækifæri til þess að koma hingað og vinna í þessu umhverfi. Ísland vant- ar verulega fólk sem er með sér- fræðiþekkingu á samruna og yf- irtökum á erlendum vettvangi og fjármögnun á erlendum sam- bankalánum og það erum við að reyna að byggja upp,“ segir Guð- mundur. Útrásin kynnt Ármann Þorvaldsson fjallaði í sínu erindi um íslenskt efnahagslíf og út- rás íslenskra fyrirtækja. Hann ræddi m.a. um að verg landsfram- leiðsla á hvern íbúa á Íslandi væri með því hæsta sem þekktist í heim- inum í dag og langt yfir meðallagi ríkja innan Evrópusambandsins. Ármann sagði einnig að sökum smæðar Íslands væru meiri líkur á efnahagslegum sveiflum. Hans skoðun er sú að það megi í raun skipta útrásinni í tvennt. Fyrri hluti hennar hafi hafist eftir að Ís- land gekk í EES en sú síðari í kring- um árið 2000, og að kaup íslenskra fyrirtækja erlendis hafi aukist mikið frá þeim tíma. Hann tók sem dæmi að í fyrra hafi verðmæti þeirra kaupa verið 3,65 milljarðar punda, hátt í 500 milljarðar króna, sem sé meira en samanlagt virði allra kaupa á árunum 2000–2004. Hann nefndi að nú ynnu um 100 þúsund manns erlendis fyrir fyrirtæki í ís- lenskri eign sem væri um 80% af þeim fjölda sem ynni í einkageir- anum á Íslandi. Ármann nefndi einnig að mikið væri um ósanna nei- kvæða fjölmiðlaumfjöllun um ís- lenskan efnahag og íslensk fyrirtæki og tók sem dæmi skrif um það að íslenska útrásin hafi verið fjár- mögnuð með peningum frá rúss- nesku mafíunni. Hann nefndi einnig að skandinavískir fjölmiðlar hefðu margir spáð því að þessi útrás væri einungis bóla sem myndi springa fljótt og líktu henni stundum við netbóluna hér á árum áður. Hann sagði að íslensku fyrirtækin væru vel rekin, hefðu fjárfest á mismun- andi sviðum og væru með starfsemi í mörgum löndum. Því væri ekki um neina bólu að ræða. Meiri kaup hjá Bakkavör Því næst flutti Lýður Guðmundsson erindi og fjallaði um Bakkavör Group. Þeir bræður, Lýður og Ágúst, stofnuðu fyrirtækið árið 1986 og voru starfsmenn þess þá alls þrír, þ.e. þeir bræður og einn starfs- maður. Í dag rekur fyrirtækið yfir 43 verksmiðjur, velta þess var 1,2 milljarðar punda á síðasta ári og eru starfsmenn um 16 þúsund. Bakka- vör er með starfsemi í sjö löndum; Íslandi, Bretlandi, Belgíu, Frakk- landi, Spáni, Suður-Afríku og Kína. Lýður sagði að stefnt væri að frek- ari starfsemi á meginlandi Evrópu og í Asíu. Sem kunnugt er sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum ferskum mat og nefndi Lýður að margir sem hlýddu á hann hefðu eflaust neytt vara frá fyrirtækinu án þess að vera kunnugt um það, en nafn fyrirtæk- isins kæmi ekki fram á vörunum heldur nafn seljanda þeirra, t.d. breskra stórmarkaða eins og Tesco, en þeir selja allir fjölda vara undir sínu eigin nafni. Lýður sagði að breskir bankar hefðu átt stóran þátt í kaupum Bakkavarar á erlendum fyrirtækjum og nefndi í lokin að fólk mætti eiga von á frekari fréttum af kaupum fyrirtækisins á næstunni. Að erindum loknum fóru fram umræður um stöðu íslensks efna- hagslífs og var m.a. mikið rætt um neikvæða umfjöllun erlendra fjöl- miðla. Var spáð í almannatengsl og hvort þörf væri á meiri samvinnu á milli fyrirtækja í þeim efnum, og hvort íslensk stjórnvöld ættu að taka þátt í því. Útrás íslenskra lögmanna Morgunblaðið/Jón Gunnar Ólafsson Logos Guðmundur J. Oddsson, Logos í London, Ármann Þorvaldsson, for- stjóri Singer & Friedlander, og Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar. Í tilefni þess að íslenska lögmannsstofan Logos hefur hafið starfsemi í Bretlandi var haldinn kynningarfund- ur um íslenskt efnahagslíf í Kauphöllinni í London fyrir helgi undir yfirskriftinni „Íslenskar fjárfestingar í Bret- landi og Skandinavíu“. Jón Gunnar Ólafsson fréttarit- ari var meðal viðstaddra og hlýddi á það sem fram fór. jongunnar.olafsson@gmail.com Fjölmennt Mikill áhugi var fyrir fundi Logos hjá breskum lögmannsstof- um og fjármálastofnunum, sem fylltu einn sal Kauphallarinnar í London. TM Software hefur lokið við þróun á nýju upplýsingakerfi fyrir lífeyris- tryggingasvið Tryggingastofnunar ríkisins (TR) sem ber heitið Alma. Kerfið er eitt af meginhugbúnaðar- kerfum TR og tengist fjölda ann- arra kerfa bæði innan og utan stofn- unarinnar. Verkefnið hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár og er eitt um- fangsmesta hugbúnaðarverkefni sem unnið hefur verið á Íslandi, seg- ir í tilkynningu frá TM Software. Heiti hins nýja kerfis, Alma, er dregið af orðinu almannatrygging- ar. Hlutverk Ölmu er meðal annars að ákvarða greiðslur til viðskipta- vina lífeyristryggingasviðs sam- kvæmt lögum um almannatrygging- ar og félagslega aðstoð. Kerfið sér t.d. um útreikning elli- og örorkulíf- eyris, barnalífeyris, dánarbóta og meðlagsgreiðslna. Til marks um umfang kerfisins má nefna að í hverjum mánuði eru greiddir 3,5–4 milljarðar króna til viðskiptavina TR í gegnum Ölmu sem svarar til 30% af útgjöldum heilbrigðiskerfis- ins. Markmiðið með þróun Ölmu var að svara aukinni upplýsingaþörf vegna breyttra reglna um lífeyris- tryggingar, að auka skilvirkni við miðlun upplýsinga til viðskiptavina TR, lækka kostnað og stuðla að bættri þjónustu stofnunarinnar. Alls voru um 56.000 virkir greiðsluþegar í Ölmu í byrjun árs 2006. Stórt verkefni Allt að 50 manns hafa starfað að smíði kerfisins en auk starfsmanna TM Software er um að ræða starfs- fólk TR, verktaka og ýmsa aðila sem starfa í öðrum stofnunum og fyr- irtækjum sem tengjast TR. Friðrik Sigurðsson, forstjóri TM Software, segir að forráðamenn fyr- irtækisins hafi lengi átt sér þann draum að fá tækifæri til að smíða nýtt kerfi fyrir TR, enda sé ljóst að smíði þess yrði eitt stærsta og metn- aðarfyllsta hugbúnaðarverkefni sem unnið hafi verið á Íslandi um árabil. „Verkefnið hefði ekki unnist jafn vel og raun ber vitni og á tilskildum tíma nema með öguðum vinnu- brögðum og góðu samstarfi allra þeirra aðila sem að því komu,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, um samninginn. Alma Friðrik Sigurðsson, forstjóri TM Software, og Karl Steinar Guð- mundsson, forstjóri TR, undirrita samning um upplýsingakerfið Ölmu. TR með nýtt kerfi frá TM Software

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.