Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 3

Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 3
TÍMI TIL AÐ NJÓTA Reykjavíkurborg á að líta á það sem eitt sinna verðugustu verkefna að tryggja að þeir sem eldri eru geti notið alls hins besta og haft raunverulegt val um eigin búsetu, aðstöðu og umhverfi. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar að beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði gjör- breyting á þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn munum » gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun » auka val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa í borginni » lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði » tryggja að til verði fjölbreytt sameiginlegt búsetuform hjúkrunar-, þjónustu- og leiguíbúða ásamt almennum íbúðum til þess að vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara » gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og byggja 200 þjónustu- og leiguíbúðir fyrir eldri borgara Þetta er allt á valdi Reykjavíkurborgar að framkvæma. Það er kominn tími til að hætta ásökunum og upphrópunum. Við skulum frekar taka höndum saman um lausn í málefnum eldri borgara. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum eldri borgara og önnur stefnumál á betriborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.