Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 6
BERGUR Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, segir
ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss um að
veita framkvæmdaleyfi fyrir efnis-
töku á fjallsbrún Þórustaðanámu í
Ingólfsfjalli marka tímamót, en þar
sé gengið gegn fyrsta áliti Skipulags-
stofnunar sem gert er eftir að breyt-
ingar á lögum um mat á umhverfis-
áhrifum gengu í gildi 11. maí í fyrra.
„Upp á dag, einu ári eftir að breyt-
ingin tekur gildi, tekur sveitarstjórn
Ölfuss ákvörðun sem áður hefði ekki
verið hægt að taka nema af umhverf-
isráðherra og þá að undangenginni
kæru. Að þessu leyti teljum við að hér
sé um tímamótaákvörðun að ræða,“
segir Bergur. Í ljósi ákvörðunar bæj-
arstjórnar Ölfuss megi spyrja hvað
taki við. Bergur bendir á að álit
Skipulagsstofnunar hafi verið afar vel
rökstutt og stjórn Landverndar hafi
tekið undir niðurstöðu stofnunarinn-
ar í apríl þegar álitið var gefið út.
Ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss
valdi Landvernd áhyggjum en við
blasi neikvæð og óafturkræf sjónræn
áhrif vegna efnistökunnar. Brún Ing-
ólfsfjalls muni lækka um allt að 80
metra á 400 metra löngum kafla.
„Þetta er við þéttbýlisstað og við fjöl-
farinn þjóðveg, en á sumardögum aka
um 8.000 bílar hjá. Þá er lega fjallsins
á víðáttumiklu svæði á Suðurlands-
undirlendinu og ummerkin munu
sjást langt og víða að,“ segir Bergur.
Hann segir Landvernd vona að
ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss vegna
efnistökunnar í Ingólfsfjalli sé ekki
það fordæmi sem aðrar sveitarstjórn-
ir muni fara eftir.
Samkvæmt skipulags- og upplýs-
ingalögum nr. 73 frá árinu 1997 skulu
ákvarðanir sveitarstjórna um útgáfu
framkvæmdaleyfis vegna mats-
skyldra framkvæmda birtar með
auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu og
dagblaði sem gefið er út á landsvísu
innan tveggja vikna frá útgáfu leyfis.
Í auglýsingunni skal einnig birta nið-
urstöðu álits Skipulagsstofnunar
samkvæmt lögum um mat á umhverf-
isáhrifum, eins og fram kemur í 8.
grein laganna. Í 27. grein sömu laga
er kveðið á um það að þeir einir geti
skotið mál til úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingamála sem eiga
lögvarða hagsmuni tengda hinni
kærðu ákvörðun. Tekið er fram að sé
um að ræða ákvarðanir vegna fram-
kvæmda sem falli undir lög um mat á
umhverfisáhrifum eigi umhverfis- og
hagsmunasamtök sama rétt.
Sem kunnugt er samþykkti bæjar-
stjórn Ölfuss umsókn Fossvéla ehf.
um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
í Ingólfsfjalli. Þess ber raunar að geta
að Baldur Kristjánsson, sem sæti á í
bæjarstjórninni, greiddi einn atkvæði
gegn leyfisveitingunni á efnistöku úr
Ingólfsfjalli. Með ákvörðun sinni fór
bæjarstjórn þvert gegn áliti Skipu-
lagsstofnunar sem taldi fyrirhugaða
efnistöku í Ingólfsfjalli, eins og hún
var kynnt í matsskýrslu, „ekki við-
unandi vegna verulegra neikvæðra,
varanlegra og óafturkræfra sjón-
rænna áhrifa og áhrifa á landslag sem
hún mun óhjákvæmilega hafa í för
með sér,“ eins og segir í niðurlagi
álitsins.
Sú breyting sem gerð var í maí í
fyrra á lögum um mat á umhverfis-
áhrifum nr. 106 árið 2000 fól í sér að
Skipulagsstofnun getur ekki lengur
kveðið upp úrskurði heldur aðeins
veitt álit. Fram að lagabreytingunni
gat Skipulagsstofnun kveðið upp úr-
skurði þar sem framkvæmdum var
t.d. hafnað og þá úrskurði var síðan
hægt að kæra. Lagabreytingin þýðir
því í reynd að ákvörðunarvaldið varð-
andi leyfisveitingar á framkvæmdum
hefur færst frá Skipulagsstofnun til
viðkomandi sveitarfélaga.
80% efnis nýtt á Selfossi
Eins og fram kom í blaðinu í gær
lagði Sveitarfélagið Ölfus ríka
áherslu á að efnisflutningabifreiðir
fari sem stysta leið frá námu til not-
enda vegna áhrifa á umferð og um-
ferðaröryggi. Samkvæmt upplýsing-
um frá Magnúsi Ólasyni,
framkvæmdastjóra Fossvéla ehf.,
fara um 80% af efninu úr námunni til
Selfoss sem er í um 6 km fjarlægð frá
Ingólfsfjalli, þar sem efnið nýtist í
jafnt vegagerð sem og nýbyggingar.
Restin af efninu nýtist annars staðar
á Suðurlandi, s.s. á Hellu, Eyrar-
bakka og Stokkseyri, en að sögn
Magnúsar er yfirleitt í mesta lagi
keyrt með grjótmulning í um 30 km
fjarlægð. Magnús bendir á að miklir
hagsmunir séu fólgnir í því að hús-
byggjendur á Selfossi geti gengið að
grjóti í stöpla og grunna í nokkurri
nálægð við bæinn því þeim hefði ella
aðeins staðið til boða að sækja grjót í
námu í Lambafelli í Þrengslum sem
er í um 70 km fjarlægð.
Landvernd ósátt við ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss
um að heimila efnistöku á brún Ingólfsfjalls
„Um tímamóta-
ákvörðun að ræða“
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og
Silju Björk Huldudóttur
Morgunblaðið/RAX
Brún Ingólfsfjalls mun lækka um allt að 80 metra á 400 metra löngum kafla.
6 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú bjóðum við frábært tilboð til
Alicante/Benidorm á síðustu
flugsætunum í maí. Þú bókar 2
flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1.
Gríptu tækifærið og njóttu vorsins
á Benidorm í maí. Fjölbreytt
gisting í boði á Benidorm.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Alicante
18. og 25. maí
frá kr. 19.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 19.990
Netverð á mann.
Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð
18. og 25. maí í 1, 2 eða 3 vikur.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
„Á ÉG að þora?“ gætu þessir
kátu krakkar verið að hugsa þar
sem þeir bíða eftir því að röðin
komi að þeim í veltibílinn sem
fangaði athygli ófárra á Vorhátíð
Hvassaleitisskóla í gær. Fjöldi
hverfisbúa lagði leið sína á hátíð-
ina enda lék veðrið við mann-
skapinn. Það var þó fleira en bíll-
inn öfugsnúni sem trekkti, s.s.
kappakstur fjarstýrðra bíla,
íþróttakeppnir af óhefðbundnara
taginu, kökubasar, glæsileg
skemmtiatriði nemenda skólans,
pylsugrill og hjólaskoðun lög-
reglu svo fátt eitt sé nefnt. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krakkar
á hvolfi
GREININGARDEILD fjármálafyr-
irtækisins Morgan Stanley hefur
sent frá sér aðra skýrslu um íslensku
viðskiptabankana þrjá; Landsbank-
ann, KB banka og Glitni. Skýrsluhöf-
undar segjast sannfærðir um að ekki
sé hætta á fjármálakreppu á Íslandi,
eftir að hafa farið í gegnum nýlega
skýrslu hagfræðinganna Tryggva
Þórs Herbertssonar og Frederic S.
Mishkin um efnahagsmál á Íslandi.
Mælir Morgan Stanley með kaup-
um á fyrsta flokks skuldabréfum (e.
tier 1) allra bankanna og segir kaup-
tækifæri á meðan ávöxtunarkrafa
bréfanna lækki ekki ennfrekar með
dvínandi áhyggjum yfir efnahags-
ástandi Íslands.
Áhersla skýrslunnar er á KB
banka þar sem mest áhætta var sögð
honum tengd í síðustu skýrslu deild-
arinnar frá 13. mars sl.. Í þeirri
skýrslu fengu Landsbankinn og
Glitnir góða umsögn og stendur hún
óbreytt. Segir greiningardeildin að
mat hennar á KB banka sé nú já-
kvæðara en í fyrri skýrslunni.
Tilgreinir deildin nokkrar ástæður
fyrir jákvæðara mati á KB banka.
Bankinn sé frekar norrænn banki en
íslenskur, þar sem þaðan komi stærri
hluti tekna hans en frá Íslandi. Veik-
ing krónunnar hafi haft lítil áhrif á
bankann, fyrirhugaðar breytingar á
krosseignarhaldi við Exista skipti
máli, minni áhætta hvað varðar
hlutabréfaeign bankans og gott upp-
gjör á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þá
segir deildin að endurfjármögnun
KB banka sé vissulega erfitt við-
fangsefni en viðráðanlegt vegna þess
hve sterk fjárhagsstaða bankans sé.
Í greiningunni eru líkur leiddar að
því að Moody’s kunni að lækka láns-
hæfismat KB banka þegar bankinn
verður endurmetinn eftir hálft ár.
Telur deildin að þetta ætti þó ekki að
letja fjárfesta nú, þar sem skuldabréf
bankans væru hvort eð er vanmetin
um þessar mundir.
Sannfærðir um hagkerfið
Á grundvelli Mishkin skýrslunnar
telur deildin jafnframt ekki hættu á
að ótti/áhyggjur á markaði geti leitt
til kreppu á Íslandi.
Hafi rannsókn Mishkin á 26 nýleg-
um fjármálakreppum leitt í ljós þrjár
meginástæður fyrir óstöðugleika
hagkerfanna: Aukið frjálsræði á fjár-
málamarkaði án öflugs regluverks og
eftirlits, mjög mikið ójafnvægi á fjár-
málamarkaði og ómarkviss peninga-
málastjórnun.
Engin af þessum forsendum eigi
við um íslenska hagkerfið og því hafi
samanburður við hraðvaxta mark-
aðshagkerfi, sem hafi gengið í gegn-
um fjármálakreppur, verið villandi.
Greiningardeildin segir þó að
ákveðnir þættir í hagkerfi Íslands
valdi áhyggjum. Eignir bankanna
hafi farið úr 60% af landsframleiðslu í
396% Hraður vöxtur bankanna hafi
aukið á viðskiptahallann sem nemi
um 16% af landsframleiðslu. Grein-
ingardeildin tekur þó undir með Mis-
hkin, sem segir að fleira þurfi að
koma til en mikill viðskiptahalli til að
kippa fótunum undan hagkerfinu.
Morgan Stanley
telur engar líkur á
efnahagskreppu