Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 9
FRÉTTIR
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt karlmann á þrítugsaldri til
þriggja mánaða fangelsisvistar, en
þar af eru tveir mánuðir skilorðs-
bundnir, fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás. Manninum er jafnframt
gert að greiða brotaþola fimmtíu
þúsund krónur í miskabætur og tæp-
ar fimmtíu þúsund krónur í lög-
mannskostnað brotaþola. Að auki
greiðir ákærði allan sakarkostnað,
þ.m.t. 150 þúsund krónur í málsvarn-
arlaun skipaðs verjanda síns.
Ákærða er gefið að sök að hafa
ráðist að karlmanni á fimmtugsaldri,
slegið hann með járnstöng í höfuðið
og tvisvar með krepptum hnefa í
andlitið, í september á sl. ári. Fórn-
arlambið hlaut skurð á vinstri auga-
brún, rispu á enni og tognun á
vinstra hné.
Ákærði kvaðst ekki muna eftir því
að hafa gengið í skrokk á fórnar-
lambinu en hann var ofurölvi þegar
atvikið átti sér stað. Taldi ákærði
ólíklegt að hann hafi ráðist að mann-
inum að ástæðulausu en líklegra að
hann hafi farið að munnhöggvast.
Vitni sem komu fyrir dóminn stað-
festu hins vegar að ákærði hefði ver-
ið að sparka í brotaþola þegar þau
komu á vettvang, ákærði hafi þá
hætt barsmíðunum og farið að hóta
vitnunum en hann var mjög æstur.
Héraðsdómarinn Sveinn Sigur-
karlsson dæmdi málið.
Sækjandi var Alda Hrönn Jó-
hannsdóttir fulltrúi sýslumannsins í
Hafnarfirði en Hilmar Ingimundar-
son hrl. varði manninn.
Dæmdur
fyrir sér-
staklega
hættulega
líkamsárás
Fréttir á SMS
*Meðan birgðir endast
Sumartilbo
ð
afsláttur
25%
*
Nýjung!
Nicorette Fruitmint
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Gallafatnaður
Pils, jakkar, síðbuxur
og kvartbuxur
Gallabuxur - Kvartbuxur - Stuttbuxur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16
Aðalfundur
MS-félags Íslands 2006
Húsið opnað kl. 13.00 og eru félagsmenn
beðnir að mæta tímanlega.
Stjórn MS-félags Íslands
Aðalfundur MS-félags Íslands 2006 verður
haldinn laugardaginn 13. maí kl. 14.00 á Hótel Sögu,
Súlnasal. Farið er að lyftum austan megin frá.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins. A.t.h. einungis
skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Kringlunni
s. 588 1680
Laugavegi 40
s. 561 1690
iðunn
tískuverslun
Úrval af
kvartbuxum
Laugavegi 40, sími 561 1690
RALPH
LAUREN
Glæsilegt
úrval af
sumarfatnaði
Kvenfélagsins Heimaeyjar
verður í Sunnusal, Hótels Sögu, gengið inn vestanmegin,
sunnudaginn 14. maí kl. 14.00.
Félagskonur munið kökurnar. Sjáumst sem flest hress og kát!
Kaffinefndin.
Vestmannaeyingar!
Lokakaffi
Í 75 ár hefur Dethleffs verið í fararbroddi í gerð framúrskarandi hjólhýsa
og nú á afmælisárinu eru það viðskiptavinirnir sem fá afmælisgjöfina:
100.000 kr. inneign í nýju fortjaldi frá Isabella sem fylgir hverju nýju
Dethleffs hjólhýsi.
Nýtt Dethleffs hjólhýsi
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is
með 100.000 kr. afmælisgjöf til þín
Umboðsmaður á Akureyri:
Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2
15%
afsláttur
fim., fös. og lau.