Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BINDING kolefnis úr andrúmsloft- inu í gróðri og jarðvegi er stór þáttur í gildandi stefnumörkun Íslands í loft- lagsmálum frá árinu 2002. Þetta kom fram í máli Huga Ólafssonar, skrif- stofustjóra í umhverfisráðuneytinu, á morgunverðarfundi sem Land- græðsla ríkisins, Landbúnaðarhá- skóli Íslands og Skógrækt ríkisins stóðu fyrir í gær. „Reyndar má með nokkrum rétti segja að binding sé veigamesti þátturinn þar, ef horft er annars vegar til beinna fjárframlaga ríkisvaldsins og hins vegar til árang- urs við að minnka nettólosun,“ sagði Hugi og benti á að ríkisstjórnin hefði árið 1997 sett af stað sérstakt átaks- verkefni til að auka bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu og að reikna mætti með að það átak ásamt öðrum aðgerðum við að efla land- græðslu og skógrækt hefði leitt til þess að Íslendingar bindi nú um 200 þúsund tonnum meira af koltvíoxíði úr andrúmsloftinu á ári hverju miðað við viðmiðunarárið 1990. Að mati Huga hefur Ísland mikla sérstöðu varðandi möguleika á bind- ingu kolefnis og segir hann okkur í raun bera skyldu til að skoða og meta þá möguleika. Tekur hann fram að hugmyndin um kolefnishlutlaust Ís- land sé ekki óhugsandi útópía. „Við höfum mikla möguleika á að auka bindingu jafnframt því að draga úr losun, t.d. með þróun á nýju og lofts- lagsvænna eldsneyti, möguleikum djúpborana til öflunar varmaorku og þróunaraðstoð í jarðhitamálum,“ seg- ir Hugi og nefnir einnig að æskilegt væri að hvetja til notkunar á loftslags- vænni bílum. Að sögn Huga stendur nú yfir end- urskoðun á stefnumótum stjórnvalda og þarf í því samhengi að spyrja ákveðinna grundvallarspurninga. „Við þurfum að gera upp við okkur hver langtímamarkmið okkar eigi að vera. Er það að standa við skuldbind- ingar Kýótó, sem eru alþjóðleg viðmið um það hvað ætlast er til af Íslandi, eða viljum við gera enn betur? Ef við viljum eingöngu standa við skuld- bindingar Kýótó þá lítur flest út fyrir að við verðum innan marka Kýótó 2008–2012, en við þurfum einnig að skoða framtíðina eftir 2012, en þá gæti staða okkar verið þrengri. Ef við viljum gera enn betur vakna ákveðna spurningar um það hverjar áhersl- urnar eigi að vera. Á að minnka losun fremur en að auka bindingu eða öf- ugt? Og einnig þurfum við að gera upp við okkur hvernig eigi að græða upp landið og huga að kostnaði. Hvað þjóðfélagið er tilbúið að kosta miklu til að binda og minnka nettólosun meira en lagaleg skylda kveður á um samkvæmt alþjóðasamningum,“ seg- ir Hugi. Kolefnishlutlaust Ísland ekki óhugsandi útópía Morgunblaðið/Þorkell Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Í gangi er átaksverkefni til að binda kolefni með skógrækt og landgræðslu. „MIKIÐ svakalega er hún há. En ég get klárlega teiknað hana.“ Það má vera að börnin úr Fossvogsskóla, sem sátu við fætur Leifs heppna, hafi hugsað á þessum nótum, er þau teiknuðu kirkjuna fyrir framan sig, sjálfa Hallgrímskirkju. Verkefnið var ekki lítið og hugsanlega nokkuð erfitt að horfa á móti sól- inni á hina tignarlegu byggingu en turn hennar er einir 73 metrar á hæð og er kirkjan hæsta bygging borgarinnar. Annar og þekktari teiknari hefur eflaust velt verkefninu enn meira fyrir sér en börnin úr Fossvogsskóla. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, hófst handa við að teikna kirkjuna árið 1937. Bygging kirkjunnar hófst ekki fyrr en árið 1945 en hún var svo vígð árið 1986. Morgunblaðið/Ómar Turninn teiknaður ÍSLAND gæti orðið fyrirmynd ann- arra þjóða heims í verndun loftslags ef yfirvöld settu sér það markmið að hér eigi sér ekki stað meiri losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum en unnt er að mæta með bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi. Þetta segir Andrés Arn- alds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, en hann var meðal fyrirles- ara á morgunverðarfundi sem Landgræðsla ríkisins, Landbúnað- arháskóli Íslands og Skógrækt rík- isins stóðu fyrir í gær undir yfir- skriftinni: „Verndun loftslags. Getur Ísland orðið hlutlaust í losun gróð- urhúsalofttegunda?“ Að sögn Andrésar hefur hér á landi, rétt eins og annars staðar í heiminum, ævintýralegt magn af kolvetni losnað úr landinu á síðustu 1.100 árum. Bendir hann í því sam- hengi á að skógarhula landsins hafi horfið frá því að vera um 25% af flatarmáli landsins niður í aðeins 1%. Getum bundið meirihlutann „Með aukinni starfsemi í land- græðslu, skógrækt og friðun lands getum við bundið meginhluta þess koltvísýrings sem við erum að losa frá okkur af manna völdum. Vita- skuld þurfum við samtímis að draga úr losun eins og mögulegt er, en síð- an binda í gróður og jarðveg allt það sem upp á vantar. Og þar með gæti Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í verndun loftslags þannig að eftir því yrði verulega tekið á al- þjóðavettvangi. Það væri afskaplega kærkomin fyrirmynd sem við mynd- um skapa með þessum hætti,“ segir Andrés og bætir við að mikilvægt sé að styrkja fræðigrunninn á þessu sviði hérlendis og stórefla rannsókn- ir. Að mati Andrésar fara í bindingu kolefnis í náttúrunni saman fjölþætt markmið. „Þannig má sem dæmi nefna að kolefnið í formi lífræns efn- is er undirstaða vatnsmiðlunar á Ís- landi. Gróður og jarðvegur bindur úrkomuna í sér og miðlar henni hægt frá sér og það hefur svo aftur áhrif á rennsli lækja og áa,“ segir Andrés og bendir á að fylgni sé milli þess að bæta heilsu vatnasviða og bættrar veiði í ám. 200 milljónir í landgræðslu Aðspurður hversu stórt skóg- ræktar- og landgræðsluátak þurfi til þess að binda kolefni hérlendis og hvað það muni kosta segir Andrés ráðlegt að setja sér markmið til næstu 30 ára og að setja þurfi um 200 milljónir árlega í verkefnið hið minnsta. „Gróflega reiknað þyrftum við á næstu 30 árum að græða og rækta skóg á um milljón hektara svæði til að mæta þeirri losun sem eftir stendur miðað við að losun muni dragast saman í samgöngum og fiskiskipaflotanum vegna inn- lendra sjálfbærra orkugjafa,“ segir Andrés og tekur fram að á sama tíma sé áætlað að alvarlegt jarð- vegsrof muni á sama tíma nema um fjórum milljónum hektara. Spurður hver eigi að leggja til það fjármagn sem þurfi til uppgræðsl- unnar segir Andrés afar æskilegt að þeir sem mengi taki þátt í kostn- aðinum við bindinguna, en einnig þurfi ríkið að koma að verkefninu, enda sé markmiðið að bæta landið fyrir komandi kynslóðir. „Einnig geta félagasamtök gegnt gríðarlega stóru hlutverki, eins og þau gera raunar nú þegar í dag,“ segir Andr- és og nefnir í því samhengi að þús- undir sjálfboðaliða og einstaklinga séu að bæta landkostinn. „En þegar upp er staðið eru bændur öflugasti hópurinn,“ segir Andrés og bendir sem dæmi á að Landgræðsla rík- isins sé nú þegar í samstarfi við um 600 bændur víðs vegar um landið í verkefni sem nefnist Bændur græða landið sem hægt væri að stórefla fengist til þess fjármagn. Gætum verið öðrum þjóðum fyrirmynd í verndun loftslags LANDVERND vill fara svipaða leið við lagningu Dettifossvegar og farin var við vegalagningu á Þing- völlum. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá félaginu en í henni er Landvernd að bregðast við gagn- rýni sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps í kjölfar umsagnar samtak- anna um áform um Dettifossveg og ályktunar Húsavíkurbæjar um sama mál. Landvernd tekur fram að mik- ilvægt sé að skoðanaskipti um ólík sjónarmið fari fram með málefna- legum hætti. „Landvernd hefur í umsögn sinni vegna áforma um Dettifossveg bent á að ferðamenn sækja svæðið fyrst og fremst vegna þeirrar einstöku náttúru sem þar er að finna. Til langs tíma litið fara því hagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu saman í þessu máli sem svo mörg- um öðrum. Í umsögn sinni mæla samtökin með að vestan Jökulsár á Fjöllum verði lagður vegur sem miðast við náttúruvæna ferðaþjón- ustu en ekki uppbyggður heils- ársvegur. Bent er á að uppbyggður heilsársvegur ætti betur heima austan megin. Þá gerir stjórn Landverndar athugasemd við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að miða hönnun vegarins innan þjóðgarðs- ins við 90 km hámarkshraða og kynna ekki valkost með lægri há- markshraða sem auðveldara væri að fella að landslagi og náttúru. Að miða veginn við 90 km/klst er og andstætt því sem lagt var upp með í matsáætlun. Í þjóðgarðinum á Þingvöllum er lítið uppbyggður vegur sem fellur ágætlega inn í landslagið. Góð reynsla er af veginum á Þingvöllum og hefði verið full ástæða til þess að fjalla um sambærilegan veg sem valkost í mati á umhverfisáhrifum. Með slíkum vegi mætti að líkindum halda umhverfisáhrifum og röskun innan þjóðgarðsins vestan Jökulsár í lágmarki.“ Vilja svipaðan veg að Detti- fossi og er á Þingvöllum 1.800 Óborganlegur farsi eftir meistarann Ray Cooney í snilldarþýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Landslið gamanleikara fer á kostum í fyndnasta gamanleik ársins. Leikstjóri Þór Tulinius. Í STAÐ 2.900*FÁ MIÐANN Á *bóka þarf miðana fyrir frumsýningu 19. maí VISA-KREDITKORTHAFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.