Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Villti sveitamaðurinn á morgun  Guðni Franzson klarínettleikari ÚR VERINU BJÖRN Kalsö sjávarútvegsráð- herra Færeyja og föruneyti kemur í opinbera heimsókn til Íslands 15. maí nk. í boði Einars K. Guðfinns- sonar sjávarútvegsráðherra. Ráð- herrarnir ræða á óformlegum fundi um þau mál sem efst eru á baugi í samskiptum þjóðanna á sjávarút- vegssviðinu. Í kjölfarið kynnir Kalsö sér nokkur íslensk fyrirtæki bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörð- um. Hann heimsækir Marel og HB- Granda, bregður sér til Bolungarvík- ur, skoðar 3x-Stál á Ísafirði, þorsk- eldi í Súðavík, snjóflóðavarnir á Flateyri og leikskóla sem Færeying- ar gáfu Súðvíkingum og Flateyring- um í kjölfar snjóflóðanna 1995. Með Birni í för verða Hennibeth Kalsö eiginkona hans og Rógvi Reinertell- er ráðuneytisstjóri. Heimsókninni lýkur 17. maí. Sjávarútvegs- ráðherra Fær- eyja í heimsóknSauðárkrókur | Undanfarið hefur verið unnið við að setjaupp próteinverksmiðju í Verinu á Sauðárkróki. Verk- smiðjan, Iceprotein ehf. var áður í húsnæði HB-Granda á Akranesi en samningar um flutning hennar norður voru undirritaðir í febrúar. Verksmiðjan er í eigu Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, en Háskólinn á Hólum og Fisk-Seafood koma nú að starfsemi hennar. Verkefni verksmiðjunnar eru margþætt, en líta má á að markmiðin séu aðallega rannsóknir og bein aðkoma að matvælaframleiðslu. Í samvinnu við Fisk-Seafood á að vinna prótein úr beingörðum og afskurði eftir flökun og snyrtingu fisks. Allt verður hakkað fínt og sett í svo- kallaða sýrubasameðferð. Því næst er vatn fjarlægt úr þessum massa og eftir standa fiskprótein sem sprautað er inní flökin. Með þessu er hægt að auka þyngd fisks- ins um 10–15% auk þess sem hann verður fallegri og betri. Í vatninu sem fjarlægt er eru einnig prótein og er hugmyndin að finna leiðir til að nýta þau í framleiðslu fæðubótarefna. Miklar rannsóknir tengjast vinnslu á próteinum og eru vísindamenn próteinverksmiðjunnar þátttakendur í nokkrum Evrópuverkefnum um þetta viðfangsefni og ljóst að þær tilraunir sem gerðar eru hjá Iceprótein geta komið öðrum til góða hérlendis og erlendis. Sigurður Hauksson hjá Rf vinnur við uppsetningu á verksmiðjunni. Hann vonast til að tilraunakeyrsla geti hafist í byrjun júní en segir að starfsemin verði vart komin í fullan gang fyrr en í byrjun næsta árs. Ef allt gengur að óskum varðandi starfsemina gætu þarna orð- ið 5–10 ársverk í framtíðinni. Iceprotein komið norður Undirritun Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla, og Jón E. Frið- riksson, framkvæmdastjóri Fisk-Seafood. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson ICELANDIC Asía haslar sér völl í eldi og vinnslu á beitarfiski, tilapiu, í Kína Icelandic Asía, dótturfélag Ice- landic Group, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 51% eignarhlut í fyrirtæki í eldi og vinnslu í Kína og er meginafurð þess beitarfiskur. Unnið er að gerð áreiðanleikakönn- unar á félaginu og er gert ráð fyrir að henni ljúki fyrir maílok. Félagið er þriggja ára gamalt og hefur verið í eigu stjórnenda þess. Þeir munu starfa áfram við félagið og eiga 49% eignarhlut. Núverandi árleg fram- leiðsla er um 6 þúsund tonn en áætl- anir eru um að tvöfalda afkastaget- una á næstu tólf mánuðum og að velta félagsins muni nema um 25 milljónum dollara. Félagið hefur verið birgir Icelandic USA og eru Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Kaupverð, sem verður fjármagnað með lánsfé, er trúnaðarmál. Beitarfiskur er hvítfiskur sem neysla hefur vaxið mjög á undanfarin ár á kostnað dýrari tegunda svo sem þorsks. Beitarfiskur er næststærsta fiskeldistegundin í heiminum og á árinu 2004 voru framleiddar um tvær milljónir tonna. Á árinu 2004 var beit- arfiskur í 6. sæti yfir mest seldu sjáv- arafurðir í Bandaríkjunum en þorsk- ur í 8. sæti. Fyrirsjáanlegt er að neysla á beitarfiski muni vaxa áfram. Kaupin eru liður í stefnu Icelandic Group að styrkja stöðu sína í öflun hráefnis og framleiðslu. Jafnframt mun öflugt sölu- og markaðskerfi Ice- landic USA nýtast betur en áður. Icelandic Group í eldi á beitarfiski í Kína EINAR K. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra, sótti sjáv- arútvegssýninguna í Brussel 9. og 10. maí. Þetta er stærsta fagsýning í heimi á sviði sjávarútvegs og taka meira en 1600 fyrirtæki frá hátt í 70 löndum þátt í henni. Um 30 ís- lensk fyrirtæki kynna starfsemi sína á sýningunni. Sýnendur nota gjarnan tækifærið til að kynna nýj- ungar í framleiðslu sinni og afhjúp- aði sjávarútvegsráðherra við sér- staka athöfn nýja gerð kerja frá Sæplasti. Á sýningunni átti sjávarútvegs- ráðherra óformlegan fund með Pat- rick Tabone, sem stýrir skrifstofu framkvæmdastjóra Evrópusam- bandsins í sjávarútvegsmálum. Meðal annars skoðuðu þeir nýjan vef sem hefur verið opnaður um um- hverfismerkingar sjávarafurða. Vefurinn er kostaður og vistaður af framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins en unnin í samvinnu fram- kvæmdastjórnarinnar og íslenska sjávarútvegsráðuneytisins. Hann er aðgengilegur á vef Evrópusam- bandsins og í gegnum heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Sýningar Erlendur Arnarson hjá Sæplasti og Einar K. Guðfinnsson bregða á leik eftir að sjávarútvegsráðherra svipti hulunni af nýju kerunum. Vefur um umhverfis- merkingar opnaður HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis leggur til að gerðar verði breytingar á lögum um tóbaksvarnir, með hlið- sjón af dómum Hæstaréttar frá því í apríl sl. en í dómunum er komist að þeirri niðurstöðu að tóbaksverslanir megi hafa tóbak sýnilegt. Nefndin leggur þó til að tóbak og vörumerki þess verði einungis sýnilegt þegar inn í sérverslanirnar er komið. Í 6. mgr. 7. gr. laga um tóbaksvarnir segir að tóbaki og vörumerkjum tóbaks skuli komið þannig fyrir á útsölustöð- um að það sé ekki sýnilegt viðskiptavinum. Hæstiréttur taldi að löggjafinn hefði með ákvæðinu farið út fyrir mörk tján- ingar- og atvinnufrelsisákvæða stjórnarskrárinnar, þ.e. ekki hefði verið sýnt fram á þörfina fyrir að láta bannið taka til sérverslana með tóbak. Í nefndaráliti sínu, sem dreift hefur verið á Alþingi, og varða reyndar aðrar breytingar á tóbaksvarnarlögum, segir heilbrigðis- og trygginganefnd að með hliðsjón af fyrr- greindum dómum Hæstaréttar leggi hún til að gerð verði undantekning frá banninu í 6. mgr. 7. gr. laganna þegar í hlut eiga sérverslanir með tóbak. Nefndin skilgreinir sér- verslun með tóbak sem verslun sem einkum hafi tóbak og reykfæri á boðstólum. „Til að tryggja virkt eftirlit og koma í veg fyrir hugsanlega misnotkun þessarar undantekningar felur breytingartillaga nefndarinnar í sér að til reksturs sér- verslunar með tóbak þurfi, auk almenns leyfis til smásölu, sérstakt leyfi heilbrigðisnefndar. Mat á því hvort umsækj- andi uppfylli skilyrði laganna til að reka sérverslun sé jafn- framt í höndum heilbrigðisnefndar, þ.m.t. taki nefndin af- stöðu til þess hvort verslun uppfylli það skilyrði að hafa (einkum) tóbak og reykfæri á boðstólum. Þannig er ætlunin að tryggja að tóbak og vörumerki tóbaks sé eingöngu sýni- legt þeim sem gagngert vilja kynna sér tóbak og kaupa það.“ Nefndin tekur fram að í breytingartillögu hennar felist að einungis sé heimilt að koma tóbaki og vörumerkjum þess þannig fyrir innan sérverslunar að það sé sýnilegt viðskipta- vinum þegar inn í verslunina er komið. „Þannig sé óheimilt að koma tóbaki og vörumerkjum tóbaks þannig fyrir innan verslana, t.d. í búðargluggum eða á annan hátt, að það verði sýnilegt þeim sem ekki eiga erindi í viðkomandi verslun. Þá er gert ráð fyrir að sérverslanir með tóbak skuli auðkenna sérstaklega samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð,“ segir í áliti nefndarinnar. Heilbrigðis- og trygginganefnd um tóbaksvarnarfrumvarpið Heilbrigðisnefndir heimili rekstur tóbaksverslana Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Ómar HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis leggur til að tillögur um bann við reykingum á veitinga- og skemmti- stöðum frá og með 1. júní 2007, verði samþykktar. Tillögurnar eru að finna í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Frum- varpið hefur verið af- greitt úr nefnd. Í áliti nefndarinnar um frumvarpið segir m.a. að með frumvarpinu sé lögð áhersla á að tryggja þeim sem starfa á veit- inga- og skemmtistöðum sömu vinnuvernd og öðr- um og þann rétt að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaks- reyk af annarra völdum. „Leggur nefndin áherslu á mikilvægi þessa auk forvarnagildis þess að fækka stöðum sem heim- ilt er að reykja á.“ Í álitinu kemur fram að nefndin hafi rætt hvort fara ætti sömu leið og í Svíþjóð og heimila sérstök reykherbergi á veitinga- og skemmti- stöðum. Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að ekki væri tilefni til þeirrar undanþágu, m.a. vegna vinnuverndarsjónarmiða gagnvart þeim starfs- mönnum sem hefðu þar þrif með höndum. Mæla með reykingabanni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.