Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
LAGERÚTSALA
Dagana 13.-20. maí verður
lagerútsala á Bíldshöfða 18
Gjafavara: Postulín, jólavara,
glervara, kerti, servíettur,
borðbúnaður og margt fleira
Opnunartími virka daga frá
kl. 9-18 og um helgar kl. 10-16
Afsláttur allt að 80%
af heildsöluverði!
(##)
*+,
!"!
#!$%
#!$!
-
-
./*0
12
&"!
&"!'
#$!
#$%
-
-
313 42
&!&(
!(!%
#$!
#$"
-
-
42 56$
(
%))
!''(
($(
#!$&
-
-
7302
89 :8
&')
!!%)!
*$(
#!$(
-
-
!
" !
#
$ !
%!
& ' !
!
1;'# <8= 6$
1$;# 6$
1'8 # <8= 6$
># # <8= 6$
#" 6$
.? <8= 6$
.#"# <8= 6$
<' # 6$
5#= " ># 6$
5" 6$ #
?# # @# 6$
# 6$
8#; .#68 6$
*'#%A>#B . B$ # 6$
C 6$
!
"#
18 <8= 6$
. %# # @# 6$ #
D> <# 6$
D#%= # 6$
7;#; <8= 6$
(E6 6$
,F. 1'#'; ,'8%
/!"""#%' 6$
G' 6$
$!
%
&'
. 0! #$ ## 6$
*B'$&#" *# $
& ()
730H
*I#'#
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
>!'" $B
$!#
A
A A A
A
A
A A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
J -K
A
J
-K
J A-K
J -K
J -K
J A-K
J -K
J -K
A
J -K
A
A
J -K
J -K
J A-K
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
D# ='
#"
/ 8 I 8 #"L
5#= *##
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
G =' I
1/D M 1'6"#' .
='#
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
Stýrivextir
hækka í
Bandaríkjunum
● BANDARÍSKI seðlabankinn
hækkaði stýrivexti sína í vikunni
um 0,25 prósentustig og eru vext-
irnir nú 5,0%. Í frétt á fréttavef
bandaríska dagblaðsins New York
Times segir að vextirnir hafi ekki
verið hærri í fjögur ár. Var hækk-
unin í takt við væntingar markaðs-
aðila. Bent er á í Hálffimmfréttum
KB banka að úr yfirlýsingu bank-
ans hafi mátt lesa áhyggjur af
áframhaldandi verðbólgu. Frekari
vaxtahækkanir gætu verið nauð-
synlegar.
Hækkun í miklum
viðskiptum
● TÖLUVERÐ viðskipti voru með
hlutabréf í Kauphöllinni í gær, eða
fyrir 21,2 milljarða. Langmest voru
viðskiptin með bréf KB banka, eða
fyrir 17,2 milljarða. Úrvalsvísitalan
hækkaði um 1,99% og er nú
5.628 stig. Bréf Landsbankans
hækkuðu um 4,2%, bréf Actavis
um 2,7% og Straums-Burðaráss
um 2,4%. Bréf Flögu lækkuðu um
1,73% og bréf Bakkavarar um
0,8%.
Gengi krónunnar veiktist í gær
um 1,21% í 30 milljarða við-
skiptum. Gengisvísitalan endaði í
123,9 stigum. Gengi dollars er nú
70,57 krónur, pundið 133,35
krónur og evran á 90,91 krónu.
Office Line
og Apple Center
sameinast
● OFFICE Line,
sem er í eigu
Bjarna Ákasonar
og félaga í Öflun,
og Apple Center í
Danmörku hafa
sameinast undir
nafninu Humac,
sem hefur verið
notað á Apple-
verslanir þar í
landi. Samruninn kemur í kjölfar
kaupa Öflunar á Office Line fyrir
118,3 milljónir danskra króna, um
1.400 milljónir íslenskar.
Talið er að markaðshlutdeild
Humac í Danmörku í sölu á Apple-
vörum verði um 50% en áform
nýrra eigenda ganga út að auka
veltu fyrirtækisins um 50% á kom-
andi árum. Markaðstækifæri á
sölu Apple-tölva eru talin mikil,
ekki síst fyrir þá sök að nýjustu
tölvurnar geta keyrt Windows-
stýrikerfin frá Mircrosoft. Humac
opnaði nýlega verslun í Magasin
du Nord og næst verður opnað í
Helsinki.
Bjarni Ákason
Skuldabréf fyrir 88
milljarða hjá KB banka
KAUPÞING banki hefur gengið
frá fjármögnun með útgáfu víkj-
andi skuldabréfa að upphæð 1.250
milljónir dollara, jafnvirði um 88,5
milljarða króna. Útgáfan telst til
eiginfjárþáttar B (e. Tier 2) með
gjalddaga árið 2016. Kjörin eru í
tilkynningu til Kauphallar sögð
200 punktar yfir ávöxtunarkröfu
bandarískra ríkisskuldabréfa.
Kaupendur skuldabréfanna eru
bandarískir stofnanafjárfestar.
Mikil umframeftirspurn var eftir
skuldabréfunum en alls höfðu fjár-
festar skráð sig fyrir rúmum
tveimur milljörðum dollara þegar
ákveðið var að loka áskriftarbók-
inni. CitiGroup og Deutsche Bank
höfðu umsjón með útgáfunni.
Ávöxtunarkrafa á skuldabréf ís-
lensku bankanna á eftirmarkaði
hefur farið lækkandi að und-
anförnu og er það m.a. rakið til
skýrslu Frederick Mishkin og
Tryggva Þórs Herbertssonar um
íslenskt efnahagslíf.
KAUPÞING banki hefur selt hluta-
bréf í Bakkavör Group fyrir 17,2
milljarða króna. Kaupendur voru 24
fjárfestar, m.a. Exista
og Lífeyrissjóðir
Bankastræti 7. Hlutur
Exista í Bakkavör fer
úr 22,9% í 25,45% og
hlutur Lífeyrissjóða
Bankastræti fer í
5,26%.
Bankinn tilkynnti
stjórn Bakkavarar um
breytingu á skulda-
bréfum í 437 milljónir
hluta í Bakkavör, sem
svarar til 21,3% af
heildarhlutafé fyrir-
tækisins. Eftir þá breytingu mun
Kaupþing banki ekki eiga nein breyt-
anleg skuldabréf í Bakkavör. Um leið
seldi bankinn ríflega 357 milljón hluti
til 24 fjárfesta, sem jafngildir um
17,4% af hlutafé Bakkavarar. Kaup-
þing banki mun því eftir þessi við-
skipti eiga 4,12% hlut í Bakkavör.
Breytanlegu skuldabréfin sem um
ræðir voru gefin út af Bakkavör í
tengslum við fjármögnun kaupa
hennar á breska matvörufram-
leiðslufyrirtækinu
Katsouris Fresh Foods í
desember árið 2001.
Kaup á Patisseries
frágengin
Eftir þessa breytingu
munu breytanleg
skuldabréf sem svara til
1,1% af heildarhlutafé
Bakkavarar standa eftir.
Stjórn félagsins ákvað
strax í gær að auka
hlutaféð um 80,2 milljón-
ir hluta. Heildarfjöldi
hluta í Bakkavör eftir hækkunina
verður um 2.134 milljónir. Þá var
jafnframt gengið frá kaupum á eft-
irréttafyrirtækinu Laurens Patisser-
ies fyrir 17,6 milljarða króna. Barcla-
ys fjármagnar kaupin, með 21
milljarðs króna láni, en að auki er
hluti kaupverðs greiddur með hluta-
bréfum í Bakkavör.
KB banki selur
í Bakkavör fyrir
17,2 milljarða
BAUGUR og FL Group hafa selt 40 milljón hluti
sína í Marks & Spencer-verslanakeðjunni fyrir um
250 milljón pund, eða nærri 33 milljarða króna.
Baugur átti 60% hlutanna en Hannes Smárason,
forstjóri FL Group, staðfesti í samtali við Morg-
unblaðið í gær að FL Group hafi átt 40% hlut af
bréfunum. Talið er að gengishagnaður félaganna
sé um 6,5 milljarðar króna, þ.e. Baugur hagnist
um 3,9 milljarða og FL Group um 2,6 milljarða
Baugur keypti eina milljón hluta í M&S fyrir ári
þegar gengi hlutarins var 318 pens, en á fimmtu-
daginn sl. var markaðsvirði bréfanna skráð 618
pens. Að sögn Daily Telegraph hefur Baugur auk-
ið hlut sinn á bakvið tjöldin síðastliðna sex mánuði
og átti um 2,5% félaginu fyrir söluna, en í fréttinni
er ekki greint frá því að FL Group hafi fjárfest í
félagi með Baugi.
Blaðið segir söluna til marks um að breski
hlutabréfamarkaðurinn sé of hátt metinn um þess-
ar mundir. Talið er að ágóði Baugs af sölunni verði
notaður til þess að leggja drög að kaupum á hlut í
House of Fraser-verslanakeðjunni.
Segir blaðið að 26 milljóna hlutur Baugs í
French Connection virki afar smár í samanburði
við þetta, en hingað til hafi verið talið að sá hlutur
væri stærsta fjárfesting Baugs í Bretlandi. Segir
ennfremur að salan sýni að ofhitnun íslenska hag-
kerfisins og óheppni Jóns Ásgeirs hafi ekkert
dregið úr metnaði Baugs.
Baugur og FL Group hagnast
um 6,5 milljarða á sölu í M&S
Reuters
M&S Kaup Baugs og FL Group á hlut í verslanakeðjunni Marks & Spencer hafa ekki farið hátt en nú
hafa bréfin verið seld fyrir 250 milljónir punda samkvæmt fregnum breskra miðla.
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
Yfirtökutilboð
í Kögun í lagi
● YFIRTÖKUNEFND gerir í áliti sínu
engar athugasemdir við yfirtöku-
tilboð Skoðunar, dótturfélags
Dagsbrúnar, í allt hlutafé Kögunar.
Eftir að Skoðun eignaðist 51%
hlutafjár í Kögun var lagt fram yf-
irtökutilboð upp á 75 kr. á hlut
sem gildir til 16. maí. Eftir að hafa
farið yfir öll gögn telur nefndin að
tilboðið samrýmist lögum um verð-
bréfaviðskipti. Jafnframt telur
nefndin að ekki séu forsendur til
að gera greinarmun á greiðslum til
hluthafa.