Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF LAGERÚTSALA Dagana 13.-20. maí verður lagerútsala á Bíldshöfða 18 Gjafavara: Postulín, jólavara, glervara, kerti, servíettur, borðbúnaður og margt fleira Opnunartími virka daga frá kl. 9-18 og um helgar kl. 10-16 Afsláttur allt að 80% af heildsöluverði! (##) *+,  !"! #!$% #!$! - - ./*0 12 &"! &"!' #$! #$% - - 313 42 &!&( !(!% #$! #$" - - 42 56$ (  %)) !''( ($( #!$& - - 7302 89 :8 &') !!%)! *$( #!$( - -    ! "  !   #     $ ! %! & '  !  !                         1;'# <8= 6$ 1$;# 6$ 1'8 # <8= 6$ ># # <8= 6$ #"  6$ .? <8= 6$ .#"# <8= 6$ <' #  6$ 5#= " ># 6$ 5" 6$ # ?# #  @# 6$ # 6$ 8#; .#68 6$ *'#%A>#B . B$ #  6$ C 6$  ! " #   18 <8= 6$ . %# # @# 6$ # D> <# 6$ D#%= # 6$  7;#; <8= 6$ (E6  6$ ,F. 1'#'; ,'8% /!"""#%' 6$ G' 6$ $!  %  &' .  0! #$ ## 6$  *B'$&#" *# $ & ()   730H *I#'#             A      A  A A A A A A A A A >!'" $B $!#   A A A  A   A A A A A A A A A A A A A A J -K A J  -K J A -K J  -K J -K J A-K J -K J -K A J -K A A J -K J  -K J A-K A A A A A A A A A A A D# =' #" / 8 I 8 #"L 5#= *##                      A          A   A A A A    A A A A                                            G =' I   1/D M 1'6"#' .   ='#     A    A  A A A A  A A A A ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum ● BANDARÍSKI seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í vikunni um 0,25 prósentustig og eru vext- irnir nú 5,0%. Í frétt á fréttavef bandaríska dagblaðsins New York Times segir að vextirnir hafi ekki verið hærri í fjögur ár. Var hækk- unin í takt við væntingar markaðs- aðila. Bent er á í Hálffimmfréttum KB banka að úr yfirlýsingu bank- ans hafi mátt lesa áhyggjur af áframhaldandi verðbólgu. Frekari vaxtahækkanir gætu verið nauð- synlegar. Hækkun í miklum viðskiptum ● TÖLUVERÐ viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöllinni í gær, eða fyrir 21,2 milljarða. Langmest voru viðskiptin með bréf KB banka, eða fyrir 17,2 milljarða. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,99% og er nú 5.628 stig. Bréf Landsbankans hækkuðu um 4,2%, bréf Actavis um 2,7% og Straums-Burðaráss um 2,4%. Bréf Flögu lækkuðu um 1,73% og bréf Bakkavarar um 0,8%. Gengi krónunnar veiktist í gær um 1,21% í 30 milljarða við- skiptum. Gengisvísitalan endaði í 123,9 stigum. Gengi dollars er nú 70,57 krónur, pundið 133,35 krónur og evran á 90,91 krónu. Office Line og Apple Center sameinast ● OFFICE Line, sem er í eigu Bjarna Ákasonar og félaga í Öflun, og Apple Center í Danmörku hafa sameinast undir nafninu Humac, sem hefur verið notað á Apple- verslanir þar í landi. Samruninn kemur í kjölfar kaupa Öflunar á Office Line fyrir 118,3 milljónir danskra króna, um 1.400 milljónir íslenskar. Talið er að markaðshlutdeild Humac í Danmörku í sölu á Apple- vörum verði um 50% en áform nýrra eigenda ganga út að auka veltu fyrirtækisins um 50% á kom- andi árum. Markaðstækifæri á sölu Apple-tölva eru talin mikil, ekki síst fyrir þá sök að nýjustu tölvurnar geta keyrt Windows- stýrikerfin frá Mircrosoft. Humac opnaði nýlega verslun í Magasin du Nord og næst verður opnað í Helsinki. Bjarni Ákason Skuldabréf fyrir 88 milljarða hjá KB banka KAUPÞING banki hefur gengið frá fjármögnun með útgáfu víkj- andi skuldabréfa að upphæð 1.250 milljónir dollara, jafnvirði um 88,5 milljarða króna. Útgáfan telst til eiginfjárþáttar B (e. Tier 2) með gjalddaga árið 2016. Kjörin eru í tilkynningu til Kauphallar sögð 200 punktar yfir ávöxtunarkröfu bandarískra ríkisskuldabréfa. Kaupendur skuldabréfanna eru bandarískir stofnanafjárfestar. Mikil umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en alls höfðu fjár- festar skráð sig fyrir rúmum tveimur milljörðum dollara þegar ákveðið var að loka áskriftarbók- inni. CitiGroup og Deutsche Bank höfðu umsjón með útgáfunni. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf ís- lensku bankanna á eftirmarkaði hefur farið lækkandi að und- anförnu og er það m.a. rakið til skýrslu Frederick Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar um íslenskt efnahagslíf. KAUPÞING banki hefur selt hluta- bréf í Bakkavör Group fyrir 17,2 milljarða króna. Kaupendur voru 24 fjárfestar, m.a. Exista og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7. Hlutur Exista í Bakkavör fer úr 22,9% í 25,45% og hlutur Lífeyrissjóða Bankastræti fer í 5,26%. Bankinn tilkynnti stjórn Bakkavarar um breytingu á skulda- bréfum í 437 milljónir hluta í Bakkavör, sem svarar til 21,3% af heildarhlutafé fyrir- tækisins. Eftir þá breytingu mun Kaupþing banki ekki eiga nein breyt- anleg skuldabréf í Bakkavör. Um leið seldi bankinn ríflega 357 milljón hluti til 24 fjárfesta, sem jafngildir um 17,4% af hlutafé Bakkavarar. Kaup- þing banki mun því eftir þessi við- skipti eiga 4,12% hlut í Bakkavör. Breytanlegu skuldabréfin sem um ræðir voru gefin út af Bakkavör í tengslum við fjármögnun kaupa hennar á breska matvörufram- leiðslufyrirtækinu Katsouris Fresh Foods í desember árið 2001. Kaup á Patisseries frágengin Eftir þessa breytingu munu breytanleg skuldabréf sem svara til 1,1% af heildarhlutafé Bakkavarar standa eftir. Stjórn félagsins ákvað strax í gær að auka hlutaféð um 80,2 milljón- ir hluta. Heildarfjöldi hluta í Bakkavör eftir hækkunina verður um 2.134 milljónir. Þá var jafnframt gengið frá kaupum á eft- irréttafyrirtækinu Laurens Patisser- ies fyrir 17,6 milljarða króna. Barcla- ys fjármagnar kaupin, með 21 milljarðs króna láni, en að auki er hluti kaupverðs greiddur með hluta- bréfum í Bakkavör. KB banki selur í Bakkavör fyrir 17,2 milljarða BAUGUR og FL Group hafa selt 40 milljón hluti sína í Marks & Spencer-verslanakeðjunni fyrir um 250 milljón pund, eða nærri 33 milljarða króna. Baugur átti 60% hlutanna en Hannes Smárason, forstjóri FL Group, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið í gær að FL Group hafi átt 40% hlut af bréfunum. Talið er að gengishagnaður félaganna sé um 6,5 milljarðar króna, þ.e. Baugur hagnist um 3,9 milljarða og FL Group um 2,6 milljarða Baugur keypti eina milljón hluta í M&S fyrir ári þegar gengi hlutarins var 318 pens, en á fimmtu- daginn sl. var markaðsvirði bréfanna skráð 618 pens. Að sögn Daily Telegraph hefur Baugur auk- ið hlut sinn á bakvið tjöldin síðastliðna sex mánuði og átti um 2,5% félaginu fyrir söluna, en í fréttinni er ekki greint frá því að FL Group hafi fjárfest í félagi með Baugi. Blaðið segir söluna til marks um að breski hlutabréfamarkaðurinn sé of hátt metinn um þess- ar mundir. Talið er að ágóði Baugs af sölunni verði notaður til þess að leggja drög að kaupum á hlut í House of Fraser-verslanakeðjunni. Segir blaðið að 26 milljóna hlutur Baugs í French Connection virki afar smár í samanburði við þetta, en hingað til hafi verið talið að sá hlutur væri stærsta fjárfesting Baugs í Bretlandi. Segir ennfremur að salan sýni að ofhitnun íslenska hag- kerfisins og óheppni Jóns Ásgeirs hafi ekkert dregið úr metnaði Baugs. Baugur og FL Group hagnast um 6,5 milljarða á sölu í M&S Reuters M&S Kaup Baugs og FL Group á hlut í verslanakeðjunni Marks & Spencer hafa ekki farið hátt en nú hafa bréfin verið seld fyrir 250 milljónir punda samkvæmt fregnum breskra miðla. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Yfirtökutilboð í Kögun í lagi ● YFIRTÖKUNEFND gerir í áliti sínu engar athugasemdir við yfirtöku- tilboð Skoðunar, dótturfélags Dagsbrúnar, í allt hlutafé Kögunar. Eftir að Skoðun eignaðist 51% hlutafjár í Kögun var lagt fram yf- irtökutilboð upp á 75 kr. á hlut sem gildir til 16. maí. Eftir að hafa farið yfir öll gögn telur nefndin að tilboðið samrýmist lögum um verð- bréfaviðskipti. Jafnframt telur nefndin að ekki séu forsendur til að gera greinarmun á greiðslum til hluthafa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.