Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Stjórnar þú
með stíl?
Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á stjórnun,
aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra
fyrirtækja. Niðurstöður verða kynntar 19. maí.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
ÓVÆNT umskipti hafa orðið í skoð-
anakönnunum í Mexíkó vegna vænt-
anlegra forsetakosninga í júlí,
vinstrimaðurinn Andres Manuel
Lopez Obrador, fyrrverandi borg-
arstjóri í Mexíkóborg, hefur glutrað
niður traustu forskoti sínu. Helsti
keppinautur hans, hægrimaðurinn
Felipe Calderon úr PAN, Þjóð-
arframtaksflokki Vicente Fox for-
seta, var í liðinni viku með 40%
stuðning í könnun blaðsins Reforma
en Lopez Obrador aðeins 33%. Í
mars voru hlutföllin nánast þver-
öfug.
Aðrar kannanir sýna minni mun
en samt sem áður Calderon í hag.
Þriðji í röðinni var Roberto Madrazo,
forsetaefni gamla valdaflokksins,
Stofnvædda byltingarflokknum,
PRI, sem í reynd stóð fyrir flokks-
einræði í rúma sjö áratugi þar til Fox
sigraði árið 2000. Kannanir gefa
einnig til kynna að PAN muni verða
stærsti flokkurinn á þingi.
Vinsæll borgarstjóri
og talinn óspilltur
Obrador er frambjóðandi PRD,
sem nefna mætti Lýðræðislega bylt-
ingarflokkinn. Hann var geysilega
vinsæll borgarstjóri, ekki síst vegna
þess að hann lifði engu munaðarlífi
og hafði orð á sér fyrir að vera laus
við spillingu sem er heldur sjaldgæft
um mexíkóska stjórnmálaleiðtoga.
„Hann lifir fábrotnu lífi og það er
ekki sýndarmennska,“ segir Serhio
Aguayo, stjórnmálaskýrandi í
Mexíkó. Um helmingur Mexíkóa býr
undir skilgreindum fátækt-
armörkum þótt kjör þjóðarinnar hafi
batnað mjög síðustu áratugi. Nær
fjórðungur kjósenda býr í höf-
uðborginni en um 100 milljónir í
landinu öllu. Obrador naut einkum
vinsælda meðal fátækra borgarbúa
en auðkýfingar óttuðust hann mjög.
Hægrisinnar benda einnig á að
Obrador hafi ekki hikað við að efna
til mikilla opinberra útgjalda án þess
að til væri fyrir þeim og halli er nú á
rekstri Mexíkóborgar. Oft sýndi
Obrador mikla seiglu þegar hann
varðist tilraunum andstæðinga til að
setja hann af vegna meintra brota.
Stjórnmálaskýrendur eru þó á því að
deila megi um árangur hans í emb-
ætti 2000–2005, að sögn tímaritsins
The Economist. Mörg spillingarmál
komu upp í tíð hans og glæpafárið í
borginni, sem er alræmt, dvínaði
ekki.
Obrador hefur síðustu mánuði átt í
hörðum, persónulegum deilum við
Fox forseta og ekki sparað stóryrðin,
talið er að þetta hafi farið illa í marga
kjósendur. Að sögn George Grayson,
sérfræðings í málefnum Mexíkó við
William & Mary-háskólann banda-
ríska, „grefur [Obrador] sína eigin
gröf með tungunni“.
The Economist segir að eitt helsta
einkenni Obradors sé að hann telji
sig ávallt vita best. Hann hafi mótast
á unga aldri er hann var liðsmaður
PRI í tíð flokkseinræðisins sem að
vísu var farið að molna síðustu ára-
tugina fyrir valdatöku Fox. En
margir Mexíkóar telji að sigri Obra-
dor í júlí sé um að ræða dulbúna end-
urkomu PRI að stjórn landsins.
Obrador hefur oftar en einu sinni
sagt Fox að „halda sér saman“ sem
mörgum þykir óviðeigandi að segja
opinberlega við þjóðhöfðingjann.
Ræður Obradors eru að sögn ritsins
oft lítt fallnar til að sameina þjóðina,
hann er mjög hvassyrtur. „Dramb-
semi hefur augljóslega valdið honum
tjóni,“ segir Jorge Castaneda, fyrr-
verandi utanríkisráðherra í stjórn
Fox og nú þekktur fréttaskýrandi.
Segir Castaneda í grein í tímaritinu
Newsweek að Obrador hafi mistekist
að umbreyta sjálfum sér úr manni
sem höfðaði fyrst og fremst til hags-
muna fátæklinga í stjórnmálaleið-
toga á landsvísu með skírskotun til
fleiri samfélagshópa. Öfgasinnar í
flokki hans hafi komið í veg fyrir þá
þróun, hann sé nánast í gíslingu
þeirra.
Obrador beitir gjarnan aðferðum
pópúlista með því að lofa almenningi
öllu fögru. En Calderon hefur einnig
heitið því að efla heilbrigðiskerfi og
samgöngur og hækka bætur til fá-
tæklinga, einkum í sveitahéruðum en
þar er talið að Obrador hafi víða
minni stuðning en í borgunum.
Flestir vilja hægfara
breytingar en ekki byltingu
Það er talið hafa aukið efasemdir
margra miðjukjósenda að andstæð-
ingar hans líkja Obrador við Hugo
Chavez í Venesúela. Þótt Mexíkóar
vilji breytingar eru þeir ekki margir
sem vilja ganga jafn langt og Chavez
sem á í köldu stríði við Bandaríkja-
menn og alþjóðleg olíufyrirtæki í
landi sínu.
Jorge Casteneda segir að flestir
landsmenn vilji hægfara breytingar
en enga byltingu. Og þótt fátækt sé
vandamál er margt á réttri leið síð-
ustu árin, verðbólga og vextir lægri
en nokkru sinni, atvinnuleysi fer
minnkandi og Fox hefur aldrei notið
meiri stuðnings í könnunum en núna
sem kemur Calderon til góða.
Ekki hefur það mælst vel fyrir að
Obrador skyldi neita að mæta í fyrri
sjónvarpskappræðurnar í liðinni
viku. Bar hann því við að hann vildi
ekki trufla ferðalag sitt um landið
þar sem skipulagðir hafa verið stutt-
ir fundir á fjölmörgum stöðum. Hann
hefur auk þess fullyrt, ýmist háðskur
eða reiður, að ekkert sé að marka
kannanir sem sýni dvínandi fylgi við
sig; Calderon hafi greitt fyrir þær.
„Ég held því fram að við séum 10
prósentustigum hærri ... ég er alveg
sannfærður um að við erum á réttri
braut,“ sagði Obrador sl. þriðjudag.
Sama dag höfðu birst niðurstöður
könnunar blaðsins Milenio sem sýndi
Calderon með heldur meira fylgi en
Obrador.
„Grefur sína eigin gröf með tungunni“
Vinstrimaðurinn Obrador ekki lengur
viss um sigur í kosningunum í Mexíkó
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
AP
Helstu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í Mexíkó, frá vinstri Felipe Calderon, Andres Manuel Lopez Obra-
dor og Roberto Madrazo. Mikil umskipti hafa orðið á fylgi frambjóðendanna í könnunum að undanförnu.
Harare. AFP. | Verðbólgan í Afr-
íkuríkinu Zimbabwe mælist nú
hærri en 1.000% og er hvergi
hærri í heiminum. Mikill skortur
er á matvælum, eldsneyti og er-
lendum gjaldeyri í Zimbabwe, en
Robert Mugabe, forseti landsins,
hefur kennt óvinum sínum, inn-
lendum sem erlendum, um þessa
þróun mála.
Hagstofan í Zimbabwe greindi
frá nýjum verðbólgutölum í gær
en þær þýða að vörur eru að jafn-
aði ellefu sinnum hærri nú en þær
voru fyrir ári síðan.
Seðlabankinn í Zimbabwe hafði
sagt að stefnt væri að því að ná
verðbólgunni niður fyrir 500% í
júní á þessu ári og svo niður fyrir
100% á næsta ári. Nýjar tölur
hagstofunnar eru því mikið áfall
fyrir ráðamenn þar. Hjálparstofn-
anir telja að meira en fjórar millj-
ónir manns þurfi á mataraðstoð að
halda í Zimbabwe en íbúarnir eru
alls þrettán milljónir.
1.000% verðbólga
í Zimbabwe
Jakarta. AP. | Yfirvöld í Indónesíu til-
kynntu í gær að fallið hefði verið frá
öllum ákærum á hendur Suharto,
fyrrverandi einræðisherra í landinu,
en hann sætti ákærum fyrir fjár-
drátt. „Suharto er ekki lengur sak-
borningur, hann er frjáls maður,“
sagði Abdul Rahman Saleh ríkissak-
sóknari.
Suharto er 84 ára gamall. Hann er
á sjúkrahúsi í Jakarta en hann er
sagður heilsuveill mjög. Mátti ráða
af yfirlýsingu Rahmans í gær að
veikindi Suhartos hefðu haft áhrif á
ákvörðunina um að fella niður ákær-
ur gegn honum. Rahman tók hins
vegar fram að málarekstur yrði
mögulega hafinn að nýju, ef „aðstæð-
ur breyttust“.
Suharto var við völd í Indónesíu í
32 ár en var steypt af stóli fyrir átta
árum í kjölfar mikils umróts og
óeirða. Árið 2000 voru lagðar fram
ákærur á hendur honum, þar sem
hann var sakaður um að draga sér
600 milljónir Bandaríkjadala í valda-
tíð sinni. Suharto hefur hins vegar
aldrei komið fyrir rétt, enda héldu
verjendur hans því fram að nokkur
heilablóðföll hefðu valdið því að hann
hefði hlotið varanlegan heilaskaða.
Sú ákvörðun, að hætta mála-
rekstri gegn Suharto, er umdeild en
stjórnartíð hans þótti einkennast
bæði af spillingu og harðneskjulegri
framgöngu yfirvalda. Efast sumir
um að Suharto sé í raun veikur, aðrir
leggja áherslu á að hann biðji þjóð
sína afsökunar eða skili þeim pen-
ingum, sem hann er sagður hafa
stungið undan.
Fella niður ákærur
á hendur Suharto
Suharto, fyrrv. forseti Indónesíu.