Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÞRÍTUGASTA og öðru starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með stórri sýningu á verk- um nemenda í dag. Sýningin er að þessu sinni tví- skipt. Lokaverkefni þeirra fimmtán einstaklinga sem brautskráðir verða í vor eru til sýnis í því rými sem ætlað er starfsemi Listasafnsins á Ak- ureyri í framtíðinni, á efstu hæð í Kaupvangsstræti 12. Í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16 verða verk nemenda forn- ámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa rannsókn- arritgerð. Að þessu sinni útskrifast 15 einstaklingar og eru útskriftarverk þeirra sérstaklega kynnt á sýningunni. Auk þess sem að ofan er talið verða sýnd verk eftir börn sem hafa stund- að nám í barnalistadeild skólans um lengri eða skemmri tíma. Vorsýningin verður opin í dag og á morgun frá kl. 14 til 18. Vorsýning Mynd- listaskólans opnuð Útskrift Nemendurnir 15 sem útskrifast að loknu þriggja ára námi í sérnáms- deildum Myndlistaskólans á Akureyri. SUÐURNES AKUREYRI Laufás | Sumarstarfið við Gamla bæinn í Laufási hefst formlega á morgun, sunnudag 14. maí, er hinn forni vinnuhjúaskildagi, en skv. gamalli hefð skal allt vinnufólk koma þennan dag til sinnar vistar þar sem það hefur ráðið sig. Á morgun er sérstök dagskrá í Laufási milli kl. 14 og 16, þar sem m.a. fer fram upplestur um þennan merkisdag fyrri alda. Gestum og gangandi verður þá boðið upp á kaffi/kakó og nýsteiktar lummur í „nýja“ eldhúsinu í Gamla bænum . Þennan dag verður enginn að- gangseyrir innheimtur í Gamla bæ- inn, og því kjörið að skoða bæinn og kirkjuna og njóta þess sem fram verður borið á þessum opnunardegi. Gamli bærinn í Laufási verður síð- an opinn í allt sumar frá kl. 9 til 18. Gítartónleikar | Jón Helgi Svein- björnsson gítarleikari heldur fram- haldsprófstónleika í sal skólans að Hvannavöllum 14 á morgun, sunnu- dag, kl. 15.30. Jón Helgi hefur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Indreks Pajus. Á tónleikunum leikur hann verk eftir M.Giuliani, H.Villa-Lobos, J.S. Bach, I. Albeniz og A. Vivaldi. Reykjanesbær | Íbúavefurinn Mitt Reykjanes, mittreykjanes.is, var opnaður á íbúafundi sem Árni Sig- fússon, bæjarstjóri, hélt í Akurskóla í Innri Njarðvík á miðvikudags- kvöld. Þar gefst íbúum kostur á að reka erindi sín við stjórnsýslu bæj- arins á rafrænan hátt. Dagný Gísladóttir, kynning- arstjóri Reykjanesbæjar, kynnti nýja íbúavefinn á fundinum. Allir íbúar bæjarins eldri en 18 ára fá að- gang að eigin síðu á íbúavefnum. Í tilefni sumarkomu færir Reykjanes- bær fjölskyldum 2000 kr. sem hægt er að nota á Mínu Reykjanesi til að greiða niður kostnað vegna nám- skeiða barna og ungmenna í sumar. Á vefnum geta íbúarnir nálgast upplýsingar um greiðslustöðu sína hjá Reykjanesbæ. Þar er hægt að leggja fram formleg erindi til bæj- arins, óformlega fyrirspurn og nálg- ast eyðublöð til að sækja um þjón- ustu eða starf hjá bænum, erindið er meðhöndlað á sama hátt og erindi sem berast bréflega. Á svonefndum lýðræðishluta vefj- arins fara fram umræður. Bærinn getur líka kannað skoðanir bæj- arbúa á ýmsum málum og þar eru auglýstar tillögur að skipulagi. Inni á heimasíðu sinni á Mínu Reykjanesi geta íbúar einnig nálgast upplýsingar um skóla barna sinna í gegn um Mentor, meðal annars stundaskrá. Fundurinn í Akurskóla var fyrsti íbúafundur bæjarstjórans í Reykja- nesbæ á þessu ári. Næstu daga fundar hann með íbúum annarra hverfa. Fjölmenni var á fundinum, enda eru nýju hverfin í Innri Njarð- vík að byggjast hratt upp þessa mánuðina og nýtt fólk að flytja inn næstum daglega. Árni fór yfir þau mál, sem unnið hefur verið að og komist hafa í fram- kvæmd á undanförnum árum, og þær ákvarðanir sem fyrir liggja um framhaldið. Hann fór ítarlega yfir þjónustu bæjarfélagsins. Fór sér- staklega yfir stöðu fjármála og sam- starfið við Eignarhaldsfélagið Fast- eign hf. um uppbyggingu fasteigna bæjarfélagsins. Fullyrti bæjarstjóri að tekist hefði að lækka bygging- arkostnað verulega, viðhald eign- anna hefði batnað og lánskjör Fast- eignar væru betri eða að minnsta kosti jafn góð og bæjarins sjálfs. Starfsmenn bæjarins skrifuðu niður athugasemdir sem fram komu á fundinum og óskir um úrbætur í málefnum hverfisins. Umferðarmál og umhverfismál virtust liggja fund- armönnum mest á hjarta. Það virtist brenna sérstaklega á ýmsum fund- argestum hvað nýju göturnar í hverfinu eru þröngar. Vefurinn Mitt Reykjanes opnaður á borgarafundi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Íbúar Fulltrúar A-listans minntu íbúa Innri Njarðvíkur á framboðið með því að færa fundargestum gos og flögur, í litum framboðsins. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 27. maí 2006, er hafin. Kosið er frá kl. 09:00 til 21:00 á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 2. hæð, frá mánudegi til föstudags og milli kl. 14:00 og 17:00 á laugardögum og sunnudögum. Á kjördag er opið frá kl. 10:00 til 21:00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið milli kl. 09:30 og 13:30 frá mánudegi til föstudags. Kosið er hjá hreppstjórum í Grýtubakkahreppi og Grímsey eftir samkomulagi við þá. Kosið er á skrifstofu bæjarins í Hrísey á opnunartíma skrifstofu. Sýslumaðurinn á Akureyri, 12. maí 2006, Björn Jósef Arnviðarson Reykjanesbær | „Besta sundfólk landsins þurfti betri aðstöðu,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, um ástæðu þess að Eign- arhaldsfélagið Fasteign hf. réðst í byggingu 50 m innilaugar í Reykja- nesbæ, sem vígð var við hátíðlega athöfn í gær. Sundlaugin mun einn- ig bæta sundkennslu tveggja grunnskóla, ásamt því að nýtast áhugasömu sundfólki. Á sama tíma var yfirbyggður vatnagarður vígður en hann mun fyrst og fremst vera yngstu kyn- slóðinni til yndisauka og auka hreyfingu hennar. Vatnaveröldin, en svo er garðurinn nefndur, á ekki síður að höfða til ferðamanna sem leið eiga um bæinn, en þetta er fyrsti vatnsleikjagarðurinn á land- inu innandyra. Mikið fjör verður í Vatnaveröld- inni í dag en milli kl. 13 og 17 verð- ur opinn sunddagur fyrir alla og fjölbreytt dagskrá í boði. 420 blöðrum hafði verið komið fyrir í neti í miðri lauginni sem tákn um þá 420 daga sem tók að ljúka mannvirkinu. Fyrsta skóflustunga var tekin í apríl 2005 og menn unnu hratt. Eftirlit með verkinu hafði Verkfræðistofa Suðurnesja en ýms- ir aðilar komu að framkvæmdinni, verkfræðingar, arkitektar og verk- takar, auk þess sem fulltrúar bæj- aryfirvalda fylgdust náið með verk- inu frá upphafi og tóku virkan þátt í sköpun þess. Áætlað er að kostn- aður við verkið verði um 680 millj- ónir króna sem er innan upphaf- legrar kostnaðaráætlunar. Bestu sundmenn Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar (ÍRB), þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir syntu yfir laug- ina og sóttu lykil í henni miðri. Lyk- illinn var afhentur Árna Sigfússyni og Ragnari Atla Guðmundssyni framkvæmdastjóra Fasteignar hf. við bakkann, sem síðan afhentu Jóni Jóhannessyni, forstöðumanni Sundmiðstöðvarinnar, lyklavöldin. Þá stungu elstu sundiðkendurnir sér til sunds, sóttu blöðrurnar 420 og afhentu yngstu iðkendunum sem biðu við bakkann. Þau þustu svo yf- ir í nývígða Vatnaveröld og máttu vígslugestir forða sér undan vatns- gusunum sem gengu í allar áttir í fjörinu. Það var Jóhann B. Magn- ússon, formaður ÍRB, sem klippti á borðann. Fyrsta sundmótið í nýrri 50 metra innilaug verður Aldursmeist- aramót Íslands sem fram fer 22. júní nk. Við vígsluna undirrituðu fulltrúar Reykjanesbæjar, Kaup- félags Suðurnesja, sundliðs ÍRB og Sparisjóðsins samning vegna stuðn- ings fyrirtækjanna við mótið. Í til- efni dagsins var öllum grunn- skólabörnum í Reykjanesbæ í gær afhentur sundpoki og sundkort og þau hvött til að vera dugleg að stunda sund í sumar, en ókeypis er fyrir börn í sund. Þegar þau hafa fyllt kortið eftir 40 sundferðir fá þau glaðning frá Reykjanesbæ. Yngstu íbúarnir hvattir til meiri hreyfingar Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Þau eldri hvetja yngri Elstu sundiðkendurnir afhentu þeim yngri blöðrur í tilefni dagsins og færðu þeim um leið táknræna hvatningu. Þessir ungu menn fengu mikla hvatningu og voru ánægðir með. Vatnaveröld Sundiðkendur í Reykjanesbæ voru tilbúnir að hlaupa yfir í Vatnaveröldina eftir að Jóhann B. Magnússon, formaður ÍRB, hafði klippt á borðann. Honum til aðstoðar var Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.