Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 42
Bærinn Potsdam er umluktur vatni á alla kanta og er því eins og eyja í sjálfu sér.
Höfuðstöðvar sovésku
leyniþjónustunnar KGB
og austur-þýsku lögregl-
unnar Stasi voru í Pots-
dam, sem nú hefur ratað
á heimsminjaskrá
UNESCO. Jóhanna
Ingvarsdóttir skoðaði
m.a. fagrar hallir og fína
garða í Potsdam.
Potsdam kemur svo sann-arlega á óvart. Ólíkt þeimvæntingum, sem íslensk-ur ferðamaðurinn hefur
fyrirfram byggt upp í huga sér af
þessum fyrrverandi höfuðstöðvum
Stasi og sovésku KGB-leyniþjón-
ustunnar í Austur-Þýskalandi, tek-
ur við fegurð, gróandi, hallir og
ríkidæmi hvert sem litið er þegar
ekið er inn í bæinn. Potsdam er
rétt suðvestur af Berlín og þar
búa um 144 þúsund íbúar. Aðeins
er t.d. um hálftíma akstur frá Ól-
ympíuleikvanginum í Berlín til
Potsdam og því er ekkert því til
fyrirstöðu að áhugamenn um
knattspyrnu staðsetji sig þar með-
an á heimsmeistarakeppninni
stendur, en jánbrautarsamgöngur
eru á milli staðanna.
Háskólinn kennir gyðingafræði
Kyrrð og afslappað andrúmsloft
kúrir yfir umhverfinu á laug-
ardagsmorgni. Nokkrir Íslend-
ingar koma sér fyrir á NH Vol-
taire Potsdam, nútímalegu
fjögurra stjörnu hóteli í mið-
bænum með öllum þægindum, og
halda svo á vit sögunnar í fylgd
Reginu Ebert, sem greinilega er
öllum hnútum kunnug á svæðinu
þegar hún hefur upp raust sína.
Potsdam er höfuðborg Brand-
enborgar, eins af sextán fylkjum
Þýskalands. Ferðaþjónusta skipar
stærstan sess í tekjuöflun íbúanna,
en um fimm milljónir gesta sækja
Potsdam nú heim á ári hverju.
Smærri iðn- og tæknifyrirtæki er
að finna í bænum auk þess sem
tuttugu þúsund nemenda háskóli
er þar til staðar, Potsdam Uni-
versity, sem settur var á laggirnar
eftir fall Múrsins 1989. Hann er
sagður vera eini háskólinn, sem
býður upp á nám í gyðingafræð-
um. Þegar spurt er út í atvinnu-
leysi svarar Regina því til að op-
inberar tölur sýni 12%
atvinnuleysi í Potsdam og allt að
20% atvinnuleysi í Brandenborg-
arfylki öllu.
En segja má að Potsdam sé
hálfgerð eyja í sjálfu sér, umlukt
vötnum á alla kanta. Tvær ár,
Havel og Elbe, renna um borgina
og við Aldi-matvörumarkaðinn,
sem er í fínni kantinum og stendur
við annan árbakkann, er ekki að-
eins að finna bílastæði, heldur eru
þar líka sérstök stæði fyrir báta til
að auðvelda bátaeigendum aðgengi
að versluninni.
Ríka og fína fólkið býr í bænum
„Potsdam virkar eins og út-
hverfi frá Berlín og þar þykir nú
orðið mjög fínt að búa. Hérna býr
ríka og fína fólkið, en borgin er
einkum fræg fyrir hallir og garða
og hér er einkum skemmtilegt að
fara í bátasiglingar og annað
vatnasport, göngu- og hjólreiða-
túra eða skoða einhverja af þeim
22 köstulum, sem hér eru til stað-
ar og opnir eru almenningi. Þar
sem bæði fegurðin og sagan á sér
ítök í bænum er Potsdam nú á
lista yfir menningarsöguleg verð-
mæti UNESCO,“ segir Regina
þegar við leggjum í’ann í þægi-
legri rútunni þennan dag og
stefnum fyrst í áttina að Cecilien-
hof-höll, sem er ein af níu höllum
Sanssouci-garðsins, sem nær yfir
heila 290 hektara og er með um 70
km samfelldu göngustígakerfi. Í
garðinum starfa að staðaldri um
fimmtíu garðyrkjumenn.
Hallirnar eru eins og risastór
listaverk í sjálfu sér með allt að
tvö hundruð herbergi hver. Það á
ekki síst við um sjálfa Sanssouci-
höllina, sem Friðrik mikli lét reisa
sem sumarhús fyrir sjálfan sig um
miðja átjándu öld, en þar vildi
hann áhyggjulaus geta sinnt heim-
spekilegum og tónlistarlegum
hugðarefnum sínum.
Þjóðhöfðingjar í Cecilienhof
Gaman er að ganga um Cecilien-
hof, sem byggt var 1913–16, og
virða fyrir sér þá innanstokks-
muni, sem þjóðhöfðingjar Banda-
ríkjanna, Breta og Sovétmanna
notuðust við þegar þeir komu þar
saman til fundar 17. júlí til 2.
ágúst 1945 til að ákveða framtíð
Þýskalands, en þarna var einmitt
hið fræga Potsdam-samkomulag
undirritað af Truman, Attlee og
Stalín. „Og Harry Truman var ein-
mitt staddur í Cecilienhof þegar
hann fékk skeytasendinguna
„Barnið er fætt“. Í kjölfarið voru
boð send frá Potsdam um að varpa
fyrstu kjarnorkusprengjunni á Hi-
roshima,“ segir Regina þar sem
við virðum fyrir okkur fundarsal-
inn, þar sem þjóðarleiðtogarnir
sátu ásamt ráðgjöfum sínum fyrir
rúmum sextíu árum. Á þessum
sögufræga stað í Cecilienhof er
m.a. að finna safn, veitingastað og
hótel, þar sem m.a. má fá brúð-
arsvítur í fögru umhverfi við ár-
bakkann.
Sovéskir hermenn heim 1994
Þótt kalda stríðinu svokallaða
hafi formlega lokið með falli Múrs-
ins árið 1989 hurfu síðustu sov-
ésku hermennirnir ekki á braut
frá Potsdam fyrr en fimm árum
síðar eða í ágúst árið 1994. Mynd-
arlegar endurbætur hafa aug-
ljóslega farið fram á öllum húsa-
kosti þarna síðan, en að sögn
Reginu tóku hermennirnir allt til-
tækt með sér úr húsunum og
skildu þau eftir í mjög slæmu
ástandi. Nú hafa þessi stóru vold-
ugu hús fengið mikla andlitslyft-
ingu. Götunöfn, sem áður voru
rússnesk, eru nú orðin þýsk og nú
þykir efnameiri Þjóðverjum orðið
eftirsóknarvert að búa í Potsdam.
Borgin virkar eins og segulstál á
sífellt fleiri ferðamenn, sem ættu
endilega að taka dagpart í að
spóka sig á hollenska torginu svo-
kallaða sem arkitektinn Boumann
byggði upp á árunum 1737–42 í
hollenskum stíl fyrir hollenska
innflytjendur. Þar er m.a. hægt að
virða fyrir sér stæðilega og vel
klædda varðmenn, sem leika
kúnstir, kíkja inn í litlar sætar
verslanir og snæða snitsel og sötra
dökkan bjór úr bjórtönkum Hof
Bräuerei.
ÞÝSKALAND | Fimm milljónir ferðamanna sækja Potsdam heim á ári hverju
Rólegheit og ríkidæmi
Morgunblaðið/JI
Mara Zanghirella, starfsmaður þýska Ferðamálaráðsins, nýtur hér vernd-
ar stæðilegra varðmanna á hollenska torginu í Potsdam.
TENGLAR
.....................................................
www.potsdam.de
www.nh-hotels.com
www.relexa-hotels.de
Í Cecilienhof komu þjóðhöfðingjar Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkj-
anna saman árið 1945 til að funda um framtíð Þýskalands.
42 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í MAÍ
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Tökum einnig á móti hópum.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
Sími: 50 50 600 • www.hertz.is
Bókaðu
bílinn heima
- og fáðu 500
Vildarpunkta
Vika í
Evrópu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
25
46
05
/2
00
6
16.600
Ítalía
*
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
13.200
Spánn
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
19.400
Holland
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
17.900
Bretland
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
24.200
Danmörk
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
* Verð miðast við gengi 1. maí 2006.
*
*
*
*