Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ setur iðulega að manni létt- an hroll við að sjá hið þrönga og innmúraða sjónarhorn Morg- unblaðsins, í hinni pólitísku um- ræðu. Þessi staða blaðsins er lævís og undirförul, því hún er pökkuð inn í yfirvegaða skynsemi. En und- ir sauðargærunni leynast varðhundar íhaldsins. Fyrir nokkru var til dæmis leiðari um mál- efni aldraðra. Þar var í löngu máli talað um stöðu aldraðra í sam- félaginu, nauðsyn þess að sýna þeim hópi sem byggt hefur land- ið virðingu og áhyggjulaust ævi- kvöld. Í lok leiðarans var bent á það, sem var látið hljóma sem skemmtileg tilviljun, að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði að leggja sér- staka áherslu á þennan málaflokk í kosningabaráttunni. Reynt er að klifa á því að færsla Hringbrautar hafi verið mistök Reykjavíkurlista og Dags B. Eggertssonar. Þó allir sem vilja kynna sér málið sjái að ákvörðunina má rekja til tíma Dav- íðs í borginni og byggingar brúar- innar á Miklubraut við Landspít- ala. Reynt er að nota Hringbrautina sem einhverja grýlu líkt og Morgunblaðið klifaði á sprungusvæðinu við Rauðavatn á sínum tíma, en hefur nú komið sér þar fyrir á fallegum stað. Ráðhúsið er hinsvegar áfram sem steypu- klessa í tjörninni og minnisvarði þess að valdahroki Sjálfstæð- isflokksins getur staðið í vegi þess að bestu lausna sé leitað í mik- ilvægum málum. Nýlega var skrifað um leiðtoga stóru flokkanna í Reykjavík, Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks. Taldi blaðið að Dagur B. Eggerts- son og Vilhjálmur Vilhjálmsson hefðu báðir haldið sig nokkuð til hlés og ekki verið beinskeyttir í kosningabaráttunni. Forvitnileg túlkun á þessu háttalagi for- ystumanna framboð- anna fylgdi með. Dag- ur talinn lítt grimmur á framlínunni af því að hann væri ungur og óreyndur stjórn- málamaður. Haldið var áfram og jafnvel talið að hann væri svo hugmyndasnauður að hann hefði ekkert fram að færa. Öðru máli gegndi um túlkun blaðs- ins á meintri hlédrægni Vilhjálms, sem var alls ekki vegna þess að hann væri orðinn gamall og þreytt- ur. Hún var talin hluti af einhverri herkænsku. Henni var jafnvel hægt að finna hliðstæðu í kosn- ingasigri Gunnars Thoroddsen á liðinni öld. Í reynd er það fagn- aðarefni fyrir Reykvíkinga, en ef til vill ekki Morgunblaðið, að kjós- endur geti valið ferskleika og mannkosti Dags B. Eggertssonar. Tel að hinn almenni kjósandi geti gert þennan samanburð í kjörklef- anum, með bros á vör og án að- stoðar Morgunblaðsins. Á fimmtudag er leiðari sem heit- ir „Lykilstaða Sjálfstæðisflokks“. Blaðið metur stöðuna svo að miklar líkur séu á að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta í komandi kosningum. Ef það gangi ekki eftir, séu góðar líkur á samstarfi við alla flokka nema Samfylkinguna. Síðan er gerð grein fyrir því að margt sé líkt með áherslum Sjálfstæð- isflokks og Vinstri grænna. Frjáls- lyndir eru því næst að vera taldir óskilgetið afkvæmi flokksins og samstarf við Framsóknarflokk ekki talið ólíklegt. Af þessu má draga einfalda ályktun sem er vegvísir að nið- urstöðu í vali á milli framboða. Samfylkingin er í ákveðinni sér- stöðu í komandi kosningum í Reykjavík. Það er eini flokkurinn sem getur hindrað valdaframsal til Sjálfstæðisflokksins. Það er lyk- ilstaða, sem er Morgunblaðinu ekki að skapi. Hinn almenni borgarbúi, skapandi, skynsamir, rómantískir og félagslega sinnaðir ein- staklingar, hljóta hinsvegar að vera þakklátir fyrir að eiga þetta val. Lykilstaða Samfylkingar Gunnlaugur B. Ólafsson gerir athugasemd við leiðara Morgunblaðsins ’Samfylkingin er íákveðinni sérstöðu í kom- andi kosningum í Reykja- vík. Hún er eini flokk- urinn sem getur hindrað valdaframsal til Sjálf- stæðisflokksins.‘ Gunnlaugur B. Ólafsson Höfundur er framhaldsskólakennari. ÞAÐ ER staðreynd að tónlistar- kennsla á Íslandi er góð og skarar jafnvel fram úr kennslu annarra þjóða. Mikill metn- aður er, og hefur ávallt verið lagður í kennslu, og jafnframt lögð áhersla á að ár- angur sé sýnilegur. Svo sannarlega er ár- angurinn sýnilegur. Um það vitnar m.a. glæsileiki Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands, frammistaða íslenskra óp- erusöngvara heima og heiman og gróska íslenskra djassista og dægurtónlist- armanna. Það sló mig því eftirminnilega, þegar við, skólastjórar nokkurra tónlistarskóla, vorum boðaðir til fundar niðr’í borg og tilkynnt um skerðingu og sam- drátt í fjárframlögum til skólanna, „að forráðamönnum borgarinnar þætti nóg um ágæti tónlistarskól- anna“ og okkur uppálagt að draga úr gæðum kennslunnar! Þetta var þvílíkt reiðarslag að stundina man ég sem gerst hefð’ í gær. Ekki svo mjög skert framlög til kennslu, því tónlistaskólastjór- ar hafa alltaf þurft að velta fyrir sér hverri krónu til að láta enda ná saman. Nei, reið- arslagið var að vera tilkynnt að kennsla væri of góð og okkur bæri að draga þar úr. Ýmislegt er okkur til lista lagt, tónlist- armönnum, en að „performera“ undir gæðum og getu er ekki til í okkar upp- eldi. Þetta hefur því smátt og smátt orðið til þess að skuldir hafa safnast upp hjá skólum, sem ekki hafa treyst sér til að draga úr gæðum námsins, og skert fjárframlög þar af leiðandi ekki staðið undir kostnaði. Næsta reiðarslag reið svo yfir nokkru síðar; hömlur voru lagðar á að nemendur gætu stundað tónlist- arnám utan síns sveitarfélags, þeim gert að ganga með betlistaf fyrir sína sveitarstjórn og fá þar samþykkta „beiðni“ – leyfi til að stunda tónlistarnám utan lögheim- ilissveitarfélags. Ekki nóg með það, þriðja og síðasta reiðarslagið; aldurstakmörkum beitt, hömlur settar á hverjir gætu sótt um og stundað nám í tónlist, búseta og aldur látin ráða frekar en mat tón- listarskólanna á hæfileikum um- sækjenda. Þetta vandræðamál er yfir flokkadrætti hafið og allir flokkar ættu að get komið sér saman um að berjast gegn mismunun vegna aldurs og búsetu, enda gilda slíkar takmarkanir ekki í neinu öðru námi. Samkvæmt núgildandi lög- um er kostnaður við tónlistar- fræðslu alfarið í höndum sveitarfé- laga og það er þeirra að leysa þann ólukkuhnút sem málaflokk- urinn er nú í, ekki varpa vand- anum yfir á herðar nemenda. Ég skora á sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgðina. Söngskólinn í Reykjavík býður þeim stjórn- málaöflum, sem vilja beita sér í málinu, söngvara og píanóleikara úr röðum nemenda og kennara skólans, til að koma fram á kynn- ingarfundum flokkanna, þeim að kostnaðarlausu, gegn því að flokk- arnir taki ábyrga afstöðu í mál- efnum tónlistarnema og þori að lýsa yfir óréttlætinu sem felst í þessum aðgerðum. Sem sagt; vekja athygli á máli sem kemur til með að takmarka aðgang of margra, sem virkilega eiga erindi, að tónlistarnámi en eru „of aldr- aðir“ að mati ráðamanna. Hugsið ykkur ef Kristinn Sig- mundsson hefði verið stoppaður af vegna aldurs eða búsetu, eða Kristján Jóhannsson eða Viðar Gunnarsson! Allir, og miklu fleiri, voru með óvinveitta kennitölu þeg- ar þeir hófu tónlistarnám. Kjósendur! Ef tónlistarmenn úr Söngskólanum í Reykjavík koma fram á kynningarfundum stjórn- málaaflanna er það sönnun þess að viðkomandi flokkur er tilbúinn að axla ábyrgð í málefnum tónlist- arnema á Íslandi. Stjórnmálamenn! Látið okkur, tónlistarskólana, um að gera það sem við kunnum best, mennta tón- listarmenn til framtíðar. Það er nefnilega staðreynd að tónlistar- kennsla á Íslandi er góð og skarar jafnvel fram úr … Opið bréf til allra stjórnmálaflokka Garðar Cortes skrifar um málefni tónlistarnema Garðar Cortes ’Þetta vand-ræðamál er yfir flokkadrætti haf- ið …‘ Höfundur er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík. Fréttir í tölvupósti www.listahatid.is www.listahatid.is Tónleikaþrennur á Listahátíð 1. hluti, í fyrramálið kl. 11.00 Flytjendur: Miklós Dalmay og Helga Bryndís Magnúsdóttir Efnisskrá: Davidsbündlertänze ópus 6, Carnival ópus 9. 2. hluti, sunnudaginn 21. maí kl. 11.00 Flytjendur: Ástríður Alda Sigurðardóttir og Richard Simm Efnisskrá: Sinfónískar etýður ópus 13, Fantasiestücke ópus 12. 3. hluti, sunnudaginn 28. maí kl. 11.00 Flytjandi: Kristín Jónína Taylor Efnisskrá: Fantasía í C dúr ópus 17, Kreisleriana ópus 16. Í kvöld kl. 23.30 Íslenskur sönglagasirkus! Dívan og djassmaðurinn: Sigurður Flosason saxófónleikari og Sólrún Bragadóttir sópransöngkona. Laugardagskvöldið 20. maí kl. 23.30 Bjartasta vonin! Benni Hemm Hemm – stórhljómsveit Þrumandi skemmtilegt miðnæturprógramm. Laugardagskvöldið 27. maí kl. 23.30 Vorvindar! Tríó Björns Thoroddsen ásamt Andreu Gylfadóttur. Nýjar útsetningar á gömlum íslenskum sönglögum. Iðnó, 13., 20. og 27. maí kl. 23.30 Miðaverð: 2.500 kr. Kynnir: Halldór Hauksson Ýmir 14., 21. og 28. maí kl. 11.00 fyrir hádegi. Miðaverð: 2.300 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.