Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 49 UMRÆÐAN HREYFING og útivera er allra meina bót og hér á suðvesturhorni landsins er aðstaðan orðin ein- staklega góð. Á undanförnum árum hefur hundruðum milljóna verið var- ið í að leggja göngu- og hjólastíga og hestareiðgötur innan borgarinnar og í nágrenni hennar. Fólk getur nú farið á hjóli, hestum eða tveimur jafnfljótum hvert sem það vill á þar til gerðum götum og stígum, en það sitja ekki allir við sama borð. Einn hópur hefur þó orðið út- undan. Torfærumótorhjólakarlar og -konur sem sum nota gangbrautir, göngustíga og hestastíga til að iðka vélhjólaíþróttina. Þegar hafa orðið slys á hestamönnum þegar hestar þeirra hafa fælst við að mæta mót- orhjólum á hestastígum og einnig eru dæmi um að gangandi vegfar- endur hafi orðið fyrir torfærumót- orhjóli á göngustíg. Ökumenn tor- færumótorhjóla verða að átta sig á því að þegar þeir aka á stígum og svæðum sem ekki eru ætluð mót- orhjólum bera þeir einir ábyrgðina. Ef ökumaður hjóls veldur tjóni ber hann sjálfur alla fjárhagslega ábyrgð þess og ef annar vegfarandi verður fyrir skaða hefur hann kröfu- rétt á ökumanninn sem gæti numið milljónum. Þeir sem eiga og nota torfærumótorhjól verða að endur- skoða framkomu sína og hátterni annars er ekki spurning um hvort heldur hvenær alvarlegt slys kastar rýrð á vélhjólaíþróttina í heild. Vél- hjólaíþróttaforustan reynir sitt besta til að bæta úr aðstöðuleysi en hana vantar tilfinnanlega fjármagn til framkvæmda. Fjölmargir aðilar ættu að sjá hag sinn í að byggja upp aksturssvæði fyrir þessa nýju og skemmtilegu íþrótt. Ef heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið legði fé í uppbygg- ingu stíga og svæða mætti koma í veg fyrir mörg óhöpp og slys á göngustígum og hestareiðgötum. Umhverfisráðuneytið gæti skipulagt vegi og götur eða hannað svæði með þarfir og óskir mótorhjólamanna í huga, þá væru torfæruhjólin ekki á stígum ætluðum öðrum íþróttum hvað þá að stunda utanvegarakstur í óspilltri náttúru. Fjármálaráðu- neytið fær bæði tolla og virð- isaukaskatt af innfluttum mót- orhjólum, bætt aðstaða iðkunar myndi hvetja til fleiri ökumanna og aukins innflutnings. Jafnvel sam- gönguráðuneytið ætti að sjá kosti torfærusvæðis, ráðuneytið fær 40% af verði hvers bensínlítra og miðað við stærð hjólanna þurfa þau lygi- lega mikið bensín á góðum degi. Ef þessi ráðuneyti tækju sig saman um úthlutun fjármagns til að skapa að- laðandi aðstöðu fyrir iðkendur íþróttarinnar er næsta víst að mörg vandamál leysist í einu. Innan vél- hjólageirans vantar hvorki þekkingu né vilja til að framkvæmda og er- lendis sjá iðkendur sjálfir ósjaldan um gerð aksturssvæða og mót- orhjólastíga fyrir ríki og borg með frábærum árangri. Í Morgunblaðinu fyrir skemmstu var bent á samtök í Bandaríkjunum þar sem mótorhjólafólk sjálft hann- ar og byggir upp svæði og stíga með gróðurvernd og öryggi notenda að leiðarljósi. Þessi samtök, National Off-Highway Vehicle Conservation Council (www.nohvcc.org), eru rekin fyrir opinbert fé og fengu nýverið 290 milljónir bandaríkjadala til að vinna að slóðagerð, öryggismálum og skipulagningu torfærusvæða. Gera má ráð fyrir að nýúthlutuðu aksturs- og snjósleðasvæði í Jós- efsdal nægi um tíu milljónir til við- unandi uppbyggingar. Tíu milljónir er ekki há upphæð til að tryggja ör- yggi hestamanna og þeirra sem nota göngu- og hjólastíga. Um 3000 einstaklingar stunda tor- færumótorhjólaíþróttina, um það bil 1% þjóðarinnar, en ekkert er gert fyrir þennan hóp. Ökumenn eru ábyrgir fyrir slysum og tjónum sem þeir kunna að valda, hinir réttu not- endur stíga og gatna munu kvarta og ef til vill verða gróðurskemmdir en varla er við ökumennina eina að sakast? Árið 2005 voru flutt til landsins um það bil 1000 torfær- umótorhjól eingöngu ætluð til tor- færuaksturs utanvegar. Af þessum tækjum hafa innflutningsgjöld og virðisaukaskattur numið 400–600 milljónum og runnið beint í ríkissjóð (á einu ári). Flestum hlýtur að þykja eðlilegt að hluti þessa fjár fari í for- varnir og uppbyggingarstarf? Það mátti heyra urg hjá hestamönnum þegar skeifur voru skattlagðar til reiðstígagerðar en þeir peningar eru aðeins lítið brot af þeirri upphæð sem vélhjólamenn borga árlega í rík- iskassann. Ef skoðaður er innflutningur mót- orhjóla, kostnaður af keppnishaldi og uppákomum sem vélhjólafólk hef- ur staðið fyrir á síðustu fimm árum má áætla að um og yfir tveir millj- arðar hafi skilað sér í ríkiskassann. En stjórnvöld draga lappirnar þegar komið er að því að endurgjalda þetta framlag. Í ráðherratíð Sivjar Frið- leifsdóttur hjá umhverfisráðuneyt- inu var þó lögð til ein milljón til upp- byggingar á mótorcrossbraut á Álfsnesi. Þessari milljón var vel var- ið því þarna hefur verið mikið ekið síðustu þrjú árin. Brautin er samt of lítil og svæðið engan veginn nægi- lega stórt fyrir alla iðkendur íþrótt- arinnar. Plássleysið er sambærilegt við að öllum sem stunda fótbolta á höfuðborgarsvæðinu væri gert að nota tvo fótboltavelli. Torfærumótorhjólin af hesta- og göngustígum Gunnar Friðriksson fjallar um bifhjólamenningu ’Plássleysið er sam-bærilegt við að öllum sem stunda fótbolta á höfuðborgarsvæðinu væri gert að nota tvo fótboltavelli.‘ Gunnar Friðriksson Höfundur er bifhjólalögreglumaður í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.