Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 50

Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 50
50 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ VAR skrítið að fylgjast með fréttamönnum RÚV af- greiða Baugsmálið í beinni. Nú er það náttúrulega svo að allt orkar tvímælis þá gert er og að sama skapi er okkur dauðlegum fyrir framan skjáinn ýmislegt hulið og sínum augum lítur hver silfrið og allt það. Niðurstaðan verður oft sú svo sem marg- ítrekað er að við tölum af van- þekkingu um menn og málefni að mati þeirra sem matreiða slíkt ofan í okkur. Í þessu tilfelli ætla ég að sé ekkert tilefni til að láta RÚV njóta vafans. Ég horfði og hlustaði. Það var ekk- ert sagt frá neinu ítarefni sem ég ætti að kynna mér til að skilja samhengi fréttarinnar við raunveruleikann, þetta var raun- veruleiki RÚV þessi maíkvöld. Baugsmálið samkvæmt ríkisfjöl- miðlinum. Ég hafði nefnilega á tilfinningunni að í stað þess að afgreiða Baugsmálið hefði frétta- stofan lemstrað eigin trúverð- ugleika. Það var ótrúlegur farsi að horfa á fréttamanninn rekja gamlar garnir úr Jóni Geraldi, gögn sem við fyrir framan skjá- inn héldum að dómstólar hefðu vegið og fundið léttvæg fyrir nokkru a.m.k. í þess tíma sam- hengi. Það var sárgrætilegt að hlusta á þær útskýringar frétta- mannsins að fyllsta jafnræðis hefði verið gætt, þeim sem born- ir voru þyngstum sökum í þætt- inum var boðið að mæta í þátt- inn að verja æru sína gagnvart ásökunum um þjófnað og svik. Þeir fengu boðið með tæplega þriggja sólarhringa fyrirvara. Það var náttúrulega augljóst af öllu þessu að RÚV taldi sig ráða yfir gögnum sem aðrir hefðu ekki séð áður, engan tíma mátti missa. Ef ekki yrði tekið á mál- inu þar og þá yrði það ónýtt. Ég er á því að það sé skikkanlegt og viðbúið að ríkisútvarp sé leið- inlegt en að það þurfi að sama skapi að vera vitlaust get ég ekki sætt mig við. Þeir sem stjórna róðrarsveitinni á RÚV verða að átta sig á því að það er engin eftirspurn eftir þátttöku ríkisins í samkeppni um fréttir. Þessir þættir staðfestu að þar er fréttastofu ríkisins alls ekki treystandi, þetta var hin full- komna innihaldslausa frétt, ekki- frétt, bull. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju ég á að borga fyrir útsendingartíma á efni af þessu tagi. Ef ríkið hyggst vera áfram í fréttaflutningi þá ætti það að einbeita sér að fréttum sem það getur staðið við og snerta þá sem borga brúsann. Ég verð að viðurkenna að sam- skipti Jóns Geralds og Baugs eða Aðfanga eru bara ekki áhugaverð. Það er öllum sama nema einhverju fólki á Mogg- anum og RÚV. Þessi árátta að setja stefnuna fyrir dómstólana er óþolandi, dómsmál á að láta ganga þá kurteislegu leið gagn- vart fórnarlömbum af hvaða tagi sem er að einskorða fréttaflutn- ing við ákæruna þegar hún er birt og dómsúrskurðinn þegar hann liggur fyrir. Það er hluti af réttarríkinu, sem er okkur öllum verðmætt, að dómstólar fái að sinna hlutverki sínu í friði fyrir sjálfskipuðum réttargæslumönn- um samfélagsins. En það er björt hlið á þessu máli, hún er sú að sennilega er þetta einn naglinn enn í kistu fá- ránleika rekstrar ríkisins á fjöl- miðlum. Kristófer Már Kristinsson Ríkið í frétta- flutningi Höfundur er námsmaður í HÍ. FRÁ OG með 2. janúar sl. er frítt í sund fyrir öll börn á grunn- skólaaldri. Markmið Reykjanesbæjar með þessari ákvörðun er að hvetja til aukinnar hreyfingar barna og ung- linga en vaxandi áhyggjur eru af auk- inni þyngd íslenskra barna. Þó íþróttaþátttaka barna í Reykjanesbæ sé með mesta móti á Íslandi er full ástæða að hvetja til enn meiri hreyfingar eins og gert er með þessu móti. Í Reykjanesbæ eru fjórar sundlaugar, þar af tvær fyrir almenn- ing og um helgina verður tekin í notkun ný 50 m innisundlaug við Sundmiðstöð Keflavíkur ásamt vatnaveröld sem er leiksvæði fyrir yngstu sundgestina. Hægt er að skipta innilauginni í tvær 25 m laugar og er önnur með upp- hækkanlegum botni til að auðvelda sund- kennslu og öryggi yngstu barnanna. Frítt í strætó Undanfarin þrjú ár hefur verið frítt í strætisvagna í Reykjanesbæ. Talsverðar vegalengdir eru á milli áfangastaða í bæjarfélaginu, sérstaklega eftir sameiningu Njarðvíkur, Keflavíkur og Hafna. Eftir að strætó varð gjaldfrjáls hefur aðsókn í vagnana tvöfaldast. Mest er um börn og unglinga sem nýta vagnana bæði í skóla, í sund, tónlistarnám, íþróttir og til að heimsækja vini og kunningja. Ekið er fram hjá helstu þjónustustofn- unum bæjarins og í helstu hverfi. Akstur er frá 7.30 til 23.00 á 30 mínútna fresti, virka daga til kl. 19.00 en á klukkutíma fresti eftir það til kl. 23.00. Frítt í strætó dregur úr þörf fjölskyldunnar á aukabíl og auð- veldar ekki síst börnum og öldr- uðum að ferðast á milli staða án þess að vera í slysa- hættu sem gangandi vegfarendur. Þá mun- ar allar fjölskyldur um hundruð króna sem það myndi annars kosta daglega að fara á milli með gjaldtöku eins og tíðkast á höf- uðborgarsvæðinu. En það er fleira sem gert hefur verið á undanförnum árum í Reykjanesbæ til að stuðla að aukinni hreyfingu og aukinni og virkari þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstunda- starfi. Má þar nefna: – Frítt í strætó (fyr- ir alla) – 5 sparkvellir lagð- ir gervigrasi við hvern grunnskóla (upphit- aðir, upplýstir og af- girtir). Fyrsti völl- urinn var lagður 1999, áður en KSÍ hóf að styrkja uppbyggingu slíkra valla í bæjarfélögum. – Lágt gjald í Frístundaskóla fyrir nemendur í 1.–4. bekk. Með samvinnu við íþróttahreyfinguna eru æfingatímar barna á þessum aldri settir í forgang við úthlutun tíma í íþróttahúsum. Þær hefjast því strax að lokinni kennslu grunn- skóla og á að vera lokið á starfs- tíma frístundaskólans. Íþrótta- æfingagjald er innifalið í gjaldi skólans (ein íþróttagrein að eigin vali), börnum er ekið til og frá æf- ingum og í annað tómstundastarf (samstarf við KFUMK og Skáta). Eini Frístundaskólinn á landinu sem er opinn í vetrarfríum grunn- skóla. – Aðstoð við greiðslu þjálf- aralauna barna- og ungmenna nema rúmum 11 milljónum króna á ári. – Samningar við 50 félög og klúbba, þar af um 20 sem hafa barna- og ungmennastarf á sínum snærum. – Öflugar félagsmiðstöðvar/ ungmennahús með virkri þátttöku ungmenna. – Listaskóli barna er starf- ræktur á sumrin til þess að skapa mótvægi við íþróttir og annað hefðbundið tómstundastarf og auka fjölbreytni. – Tónlistarnám fer fram í grunn- skólum á starfstíma þeirra. For- skóli í 1.–2. bekk er gjaldfrjáls. – Reykjanesbær gerir FFGÍR (foreldrafélögum og foreldraráðum grunnskóla Reykjanesbæjar) kleift að ráða starfsmann í 50% stöðu til að sinna forvarnarmálum og sam- starfi heimilis og skóla með rausn- arlegum fjárstyrk á hverju ári. – SOS – hjálp fyrir foreldra. Samræmd uppeldisáætlun í einu bæjarfélagi sem notuð er í leik- og grunnskólum auk þess sem boðið er upp á námskeið fyrir foreldra. Tilvísunum vegna sérfræðiþjón- ustu hefur í framhaldi fækkað. – Vinnuskóli sem er starfandi allt árið og gerir samning við grunnskólann um starfs- og áhugamiðað nám fyrir nemendur í efstu bekkjum sem ekki finna sig í námi samkvæmt samningi við nemanda, foreldra og fyrirtæki og skóla. Um leið og ég óska íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með Vatnaveröldina í Sundmiðstöðinni hvet ég alla sem leið eiga til bæj- arins að líta við. Þjónusta við börn og ungmenni í Reykjanesbæ Ragnar Örn Pétursson segir frá íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ Ragnar Örn Pétursson ’MarkmiðReykjanesbæjar með þessari ákvörðun er að hvetja til auk- innar hreyfingar barna og ung- linga …‘ Höfundur er forvarnar- og æskulýðs- fulltrúi Reykjanesbæjar. Opið: Alla virka daga kl. 9:00 -18:00 og laugadaga kl. 12:00 -16:00.NOTAÐIR BÍLAR 50.000kr. Nú fylgir 50.000 króna bensínkort frá Ego með hverjum notuðum bíl frá Ingvari Helgasyni. Fjárfestu í góðum bíl og keyrðu frítt fyrstu 403 lítrana!* * 50.000 kr. jafngilda 403,5 lítrum af 95 oktan bensíni hjá Ego miðað við verðlag 11.05.06. afbensíni fylgjaöllumnotuðumbílum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.