Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 51

Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 51 UMRÆÐAN NÚ ÞEGAR nálgast kosningar er sjálfsagt fleira ungt fólk í þeirri stöðu að eiga erfitt með að gera upp hug sinn í þessu vali. Erfitt, aðallega vegna skorts á kostum, því flestir virðast sammála um það sem er mik- ilvægt. Þannig verður ákvörðun, í stað sannfæringar, byggð á persónulegu mati á frambjóðendum: Hvort ætti að kjósa þennan með hárið eða koll- una? Jafnvel skella þessu upp í kæruleysi: Styðja þennan þvera? Kannski jafnvel þennan hressa gaur þarna sem býður upp á pizzur og kók? Eða þennan hóp sem býr yfir hreinum hugmyndum en virðast skorta viljann að koma þeim í fram- kvæmd? En skortur á valkostum getur einnig verið kostur. Þannig getur, í stað þess að rífast um staðreyndir, verið loks mögulegt að vinna að því langtímamarkmiði að raunverulega bæta þessa borg. Í stað þess að tauta yfir því sem engu máli skiptir, að framkvæma heildrænt og breyta Reykjavík með verkefnum sem gætu tekið ævi ungrar kynslóðar óháð óhöppum, dægursveiflum og mála- miðlunum. Velja þann sem heldur stefnu og refsa á fjögurra ára fresti þeim sem vinna ekki vinnuna sína. Sem borinn og barnfæddur Reyk- víkingur; hér eru þau atriði sem ég vil sjá í framkvæmd mína starfsævi:  Gera allt aðgengi til og frá borg- inni markvisst: Skipuleggja þjóð- vegi landsins að borg þannig að umferð fari þangað sem hún á er- indi og útrýma þeirri peninga- og umhverfissóun sem fylgir tví- verknaði og skipulagsleysi. – Til höfuðborgar verða tvíbreiðir vegir, Vesturlandsvegur norður í Borgarnes, Reykjanesvegur í al- þjóðlegan flugvöll og Suðurlands- vegur að Eyrarbakka (og sameinaðri borgarbyggð Árnesinga). – Skipuleggja skipaflutninga inn Faxaflóa, í Sundahöfn annars vegar og reisa aðra höfn norðar eftir því hvert sá flutningur á erindi, tengda brú eða göngum um fjörðinn. – Hafa í suðurhluta borgarinnar snyrtilegan innanlandsflugvöll.  Efla í borginni hverfismenningu. Friða þau umferð sem á erindi annað með því að flytja í þau sem mest af starfsemi þjónustu og heilsugæslu. Mynda úr hverju hverfi líflega, lífræna heild.  Stækkun miðborgar: Skapa svæði sem verður endurskil- greint frá Viðey vestur Sæbraut að tónlistahúsi og þaðan suður að Háskólanum og aftur austur til Öskjuhlíðar. Þessari stækkun væri hægt að ná með nokkrum verklegum fram- kvæmdum: – Byggja brú í Viðey og gera að samkomustað. – Reisa kaldastríðstorg við Höfða og selja þaðan norðurljósin og útsýni að Esju í alþjóðlega ráðstefnu- og viðskiptaumhverfi. – Leggja breiðstræti, frá tónlist- arhúsi yfir hluta Tjarnarinnar, beint að Háskólanum. – Flytja Landspítala í Fossvog og gera svæðið frá Háskólanum austur Miklabraut að menningarkjarna borgarinnar og gefa þeim heimkynni í núverandi húsnæði spítala og stofn- ana.  Sameina öll útivistarvæði borg- arinnar: Reykjavík býr yfir frá- bærum útvistarmöguleikum sem gefa ætti heildstæðan blæ: – Tengja göngu og útivist grænu svæði frá Hljómskálagarði í Öskju- hlíð, þaðan í Nautólfsvík, bæði um Ægissíðu til Gróttu, og að Foss- vogsdal. Þaðan inn Elliðaárdal og aftur norður með sjó að Sæbraut og inn í Laugardal. Með því væru öll hverfi borgarinnar hluti af líflegu, heildrænu umhverfi. – Skipuleggja þetta svæði til notk- unar, með göngustígum, litlum snyrtilegum íþróttasvæðum, með gróðri, görðum og skógum, Skapa aðstæðu til útreiðar eða göngu til Þingvalla, á Hellisheiði, um Reykja- nes og Bláfjöll. – Tengd þessu heilbrigða útivist- arsvæði ætti að flytja að hjarta þess, stórar heilbrigðisstofnanir, í Foss- vog.  Sameina Stór-Reykjavík í fjögur heildræn svæði og mynda sam- kennd með því að reisa hverju þeirra kjarna atvinnumennsku í flestum tegundum íþrótta, pólitík og menningarstafs. Halda á Við- eyjarsundi á sjómannadag, árleg- an kappróður milli borgarhluta. Öll svæði borgarinnar ættu þann- ig að tengjast með einum eða öðr- um hætti miðbæ og grænum heildarvæðum. Byggðirnar væru: – Austurbyggð, frá Elliðavatni að Skeifu, með Lindum, Holti, Fossum og Gerði. – Suðurbyggð, frá Hamraborg að (og undanskilin) Hafnarfirði. – Vesturbyggð í og frá Vatnsmýri að Seltjarnarnesi. – Norðurbyggð frá Laugardal, með báða Voga, Árbæ og Mosfells- sveit.  Flytja Háskóla Íslands norður á Akureyri en skapa á grunni hans alþjóðlega tækni- og fræðistofn- un í Reykjavík.  Víkka út starfssvið hinnar öflugu Orkuveitu. Fella undir verkefni hennar, auk rafmagns, hita og nú ljósleiðara, öll samgöngukerfi orkuflutninga borgarinnar. Þar með vegakerfi og almennings- samgöngur. Byggja þær á hag- rænum grunni og umhverf- isvænum.  Fjölga einkennistáknum Reykja- víkur og reisa: – Tónlistarhús (eins og þegar hef- ur verið ákveðið) – Nýlistasafn við Tjarnargarð og í Tjörnina. – Nýjan ofurvita úti í Gróttu. – Klæða blokkirnar efst í Breið- holti litaspeglum Ólafs Elíassonar og flytja þangað meðal annars það fólk sem þarfnast andlegrar upp- byggingar. – Reisa safn í Laugarnesi utan um goðsögnina Hrafn Gunnlaugsson lif- andi. Val í Reykjavík Þór Martinsson fjallar um óskir sínar um hvernig Reykjavíkurborg eigi að líta út ’Klæða blokkirnar efst íBreiðholti litaspeglum Ólafs Elíassonar og flytja þangað meðal annars það fólk sem þarfnast and- legrar uppbyggingar.‘ Þór Martinsson Höfundur er háskólanemi og smiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.