Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 52
Sími 533 4040
Fax 533 4041
Kristinn Valur Wiium sölumaður s. 896 6913 og Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090
Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf
Opið mán.–fim. frá kl. 9–18,
fös. frá kl. 9–17.
Opið hús í dag kl. 16-18
Barðavogur 34. Vorum að fá í einkasölu 158,7
fm hæð og ris í tvíb., ásamt sérb. bílskúr. Glæsi-
leg mikið endurn. eign. Allar lagnir nýl. sem og
gólfefni. 2 stofur, tvö baðh., 4 svefnh. Möguleiki
að kaupa sér 2ja herb íbúð í kj. Verð: 45,0 millj.
Tekið verður á móti áhugasömum
í dag milli kl. 16 - 18.
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
52 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STUNDUM er talað um „lýðræð-
isvanda“ og er þá átt við að teknar
séu ákvarðanir sem varða hagsmuni
fjölda fólks án þess þó að þetta sama
fólk eigi kost á því að
taka þátt í ákvörð-
uninni. Á Íslandi lýsir
þessi vandi sér í stór-
iðjuáformum. Í und-
irbúningi eru miklar
framkvæmdir í
Straumsvík, Helguvík
og Húsavík en allt eru
þetta framkvæmdir
sem kalla á gríðarlega
aukningu í orkuvinnslu.
Þegar undirbúningi
þeirra lýkur stöndum
við frammi fyrir
ákvörðunum um stór-
iðju án þess að nokkur skipuleg um-
ræða á vegum stjórnvalda hafi farið
fram – eingöngu er böðlast áfram.
Vilji almennings til að vernda nátt-
úru Íslands – sem margoft hefur
komið fram í skoðanakönnunum – er
að engu hafður í náinni samvinnu
stjórnvalda, orkufyrirtækja og álfyr-
irtækja. Flestar ákvarðanir sem máli
skipta hafa verið teknar þegar form-
legar ákvarðanir um Straumsvík,
Helguvík eða Húsavík koma til af-
greiðslu. Þessi lýðræðishalli er
hættulegur því ákvarðanir eru tekn-
ar bak við tjöldin án lýðræðislegrar
umræðu – án þess að tillit sé tekið til
mótraka, hvort sem þau varða nátt-
úrufar, siðferði, skuldbindingar eða
lífsgæði.
Niðurstöður I.
áfanga Rammaáætl-
unar rykfalla í skúffu
iðnaðarráðherra enda
ljóst af yfirlýsingum
ráðherrans að nið-
urstöðurnar voru henni
ekki að skapi. Því miður
verður að ætla að
markmið iðn-
aðarráðherra með
Rammaáætlun hafi
öðru fremur verið að
telja almenningi trú um
að verið sé að skoða
málin í heild á sama
tíma og frekari stóriðjufram-
kvæmdir eru undirbúnar á öllum víg-
stöðvum.
Metsala á Draumalandi Andra
Snæs Magnasonar er til marks um
að fólk leitar nú skýringa á því hvað
gerðist og hvað gæti gerst. Fyrir ári
lýsti iðnaðarráðherra því yfir að
milljón tonn af áli á ári væru hin efri
mörk fyrir framleiðslu hér á ári. Ný-
lega færði hún mörkin upp í 1,5 millj-
ónir tonna og eru þá óskir allra álfyr-
irtækja meðtaldar. Ekki einasta gæti
orðið 250 þúsund tonna álver á Húsa-
vík, í Helguvík og stækkun álversins
í Straumsvík heldur verður að ætla
að eigendur 250 þúsund tonna álvera
muni leita leiða til að stækka álverin
þegar fram líða stundir. Þá blasir við
að á endanum verði framleidd ríflega
2 milljónir tonna áls á ári hér á landi.
Við bætist gríðarleg aukning í út-
streymi gróðurhúsalofttegunda hér á
landi. Skuldbindingar Íslands sam-
kvæmt Kyoto-bókuninni leyfa ekki
meiri álframleiðslu á Íslandi en sem
nemur Helguvík eða Húsavík. Iðn-
aðarráðherra upplýsir að sótt verði
um frekari undanþágur frá bók-
uninni. Ráðherrann bætir um betur
og segir alls óvíst að nokkuð verði úr
framhaldi Kyoto-bókunarinnar á
öðru skuldbindingartímabili hennar
eftir 2012. Skeytingarleysið er al-
gjört.
Lýðræðisvandi og stóriðja
Árni Finnsson
skrifar um lýðræði ’Þessi lýðræðishalli erhættulegur því ákvarð-
anir eru teknar bak við
tjöldin án lýðræðislegrar
umræðu.‘
Árni Finnsson
Höfundur er formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands.
NÝLEGA lést í Kaliforníu Aust-
urríkismaðurinn Peter Drucker,
sem nefndur hefur verið faðir
stjórnunarfræðanna. Drucker átti
langan og litríkan feril, sem höf-
undur, fyrirlesari, háskólakennari
og ráðgjafi. Hann ritaði um fjörutíu
bækur, varð annálaður
fyrir innsæi sitt í mál-
efnum fyrirtækja,
stofnana og fé-
lagasamtaka, og lét
mörg önnur málefni
samfélagsins til sín
taka. Hann kom sífellt
á óvart með nýjum
hugmyndum, sjón-
arhornum, kenningum
og stjórntækjum. Til
hans má rekja mörg af
mikilvægustu stjórn-
unarhugtökum tutt-
ugustu aldarinnar:
markmiðastjórnun, valddreifingu,
hlutverk leiðtogans, samkeppnisyf-
irburði, auðlindina í þekkingu starfs-
manna og svo mætti áfram telja.
Kenningar Druckers urðu langlífari
en gengur og gerist í stjórn-
unarfræðum og lifa margar enn
góðu lífi. Hann varð frumkvöðull og
leiðarljós fyrir fræðigreinina sem
hann lagði grunninn að, enda sagði
Business Week í forsíðugrein í til-
efni af láti hans að hann væri „í
stjórnunarfræðum það sama og
John Maynard Keynes er fyrir hag-
fræði og W. Edward Deming fyrir
gæðastjórnun.“
Á síðustu áratugum ævi sinnar
varð Drucker fremur fráhverfur
málefnum einkarekinna fyrirtækja,
þeirra skipulagsheilda sem hann
eyddi mestu púðri í og hafði mest
áhrif á. Stóru einkafyrirtækin, eink-
um þau bandarísku, höfðu valdið
honum vonbrigðum. Þau höfðu að
hans áliti orðið ofurseld græðgi og
misskiptingu auðs. Þau gegndu ekki
lengur því framfarahlutverki í sam-
félaginu sem þau áttu að hans mati
að marka sér og þau þjónuðu ekki
þeim hagsmunaðilum sem hann taldi
máli skipta. Drucker fór því að beina
sjónum sínum að svonefndum „non-
profit“ eða „not-for-profit“ félögum,
sem ekki stefna að hámörkun hagn-
aðar eigenda sinna, heldur að öðrum
skilgreindum markmiðum. „Þetta er
neikvætt hugtak“, segir Drucker á
einum stað um enska félagahug-
takið, „og segir í raun aðeins frá því
sem þessi félög eru ekki. En það
sýnir að minnsta kosti að þau eiga
eitthvað sameiginlegt, hvað sem þau
annars eru að fást við“. Ekki hefur
verið gert íslenskt heiti sem svarar
beint til „non-profit organization“
(mætti kalla þau ábatafrjáls félög?),
en algengast er að notað sé hugtakið
frjáls félagasamtök;
safn þeirra, frá líkn-
arfélögum til íþrótta-
félaga, sem og flestar
sjálfseignarstofnanir,
s.s. skóla- og menning-
arstofnanir, myndar
þriðja geira efnahags-
lífsins.
Drucker varpaði
ljósi á mikilvægi þriðja
geirans í skrifum sín-
um. „Peter kenndi okk-
ur að „non-profit“-
geirinn væri jafngildur
einkageiranum og op-
inbera geiranum, þegar flestir litu á
hann sem litla bróður“ er haft eftir
einum forystumanni bandarísku
skátahreyfingarinnar í fyrrnefndri
grein í Business Week. Í flestum
löndum gegnir þriðji geirinn lyk-
ilhlutverki í mennta-, heilbrigðis- og
menningarmálum. Drucker útskýrði
eðli og hlutverk frjálsra fé-
lagasamtaka. Hann sagði að hinn
sameiginlegi kjarni í þessum fé-
lögum væri ekki hagnaðarleysið, eða
staða þeirra utan einkageirans eða
opinbera geirans:
„Þau gera nokkuð sem er mjög
ólíkt því sem fram fer hjá einka-
rekstri og opinberum stofnunum.
Einkarekstur lætur okkur í té vörur
og þjónustu. Stjórnvöldin setja regl-
ur og halda uppi eftirliti. Hlutverki
einkafyrirtækisins er lokið þegar
það hefur skilað framleiðslunni af
sér. Frjálsu félagasamtökin… búa
hins vegar til breytta einstaklinga.
Þau eru hvatar að breyttri stöðu og
líferni fólks. Þeirra framleiðsla er
„læknaður sjúklingur“, barn sem
lærir, ungur maður og kona sem
vaxa úr grasi með eðlilega sjálfsvirð-
ingu; þau kalla fram breytingar á
mannlegu lífi yfirhöfuð“.
Með slíkum áhrifum á ein-
staklinga, venjur þeirra, gildi, getu
og hæfileika, hafa þau ekki haft lítil
áhrif á þróun vestrænna samfélaga á
síðustu áratugum. Vaxandi þáttur í
starfi þeirra hefur orðið að miðla
upplýsingum til fólks, túlka sjón-
armið, treysta þannig undirstöður
lýðræðisins. Drucker sagði að mögu-
leikar félagasamtakanna í framtíð-
inni til þess að „skapa samfélag“ og
gefa því „tilgang“ byggist ekki síst á
hvort þau nái að virkja eðlislæga
styrkleika sína. Hann lagði línurnar
um stjórnun þeirra og gaf góð ráð.
Hann fjallaði t.a.m. um aðferðir til
að:
– móta hlutverk félagasamtaka
– byggja upp félagsstjórnir og
virkja þær til átaka og eftirlits
– rækta tengsl við skjólstæðinga
og hagsmunaaðila
– sjá til þess að sjálfboðaliðar fái
ríkulega umbun í starfi sínu
– veita lifandi forystu með aðgerð-
um og fyrirmyndum
– láta markmið drífa áfram starf-
semina
– forðast hagsmunaárekstra hjá
starfsmönnum og stjórnarmönnum
Drucker taldi að frjáls fé-
lagasamtök, sem nýttu sér stjórn-
unarúrræði í samræmi við gerð sína,
væru öðrum skipulagsheildum góðar
fyrirmyndir við uppbyggingu á
þekkingardrifinni atvinnustarfsemi.
Frjálsum félagasamtökum hefur
með skrifum Druckers gefist innsýn
inn í eðli slíkra samtaka, möguleika
þeirra, grundvallarreglur, sem ekki
má víkja frá, og samfélagsleg fyr-
irheit. Forystufólk íslenskra fé-
lagasamtaka ætti að taka fráfall
Druckers sem tilefni til lesturs og
umræðna um skrif hans varðandi
rekstur og stjórnun samtaka og
draga af þeim ályktanir um eigin
starfsemi.
Peter Drucker á erindi
við frjáls félagasamtök
Jónas Guðmundsson fjallar
um Peter Drucker, sem
nefndur hefur verið faðir
stjórnunarfræðanna
’Forystufólk íslenskrafélagasamtaka ætti að
taka fráfall Druckers
sem tilefni til lesturs og
umræðna um skrif hans
varðandi rekstur og
stjórnun samtaka og
draga af þeim ályktanir
um eigin starfsemi.‘
Jónas Guðmundsson
Höfundur er hagfræðingur.
ENN heldur eineltið gegn
Reykjavíkurflugvelli áfram. Það
virðast margir frambjóðendur í
Reykjavík trúa því að
vegur þeirra verði
beinastur með því að
halda hrekkjunum
áfram. Gegn meiri-
hluta allra lands-
manna, sem vill
þennan völl kyrran á
sínum stað.
Nú virðast flestir
frambjóðendur trúa
því, að draumsýnir
um mikla steinsteypu
í Vatnsmýri tryggi
þeim sess í borg-
arstjórn. Hvar er
hann nú græni trefill-
inn, sem átti að ná
frá Hljómskálanum
upp í Elliðaárdal?
Var hann jarðaður
undir Hringbraut-
inni?
Lítið er rætt um
framtíð fuglalífs á
Tjörninni og þá nátt-
úru sem fylgir
Reykjavíkurflugvelli í
Vatnsmýrinni. Lítið
er rætt um Öskju-
hlíðarskóga, Naut-
hólsvík eða útivist-
arsvæðin. Þetta
virðist allt léttvægt í
samanburði við það,
að þrjátíu þúsund
eimyrjuspúandi
blikkbeljur fái heima-
höfn þar sem nú er
kyrrð. Mun ekki mörgum stokk-
andarstegg þykja þröngt fyrir sín-
um dyrum er þeir langbílar fara
fram allir? Munu ekki fleiri væng-
ir en álvængir hverfa úr miðborg
Reykjavíkur ef þessi stein-
steypuklessa verður að veruleika?
Ég velti fyrir mér af hverju hin-
um gáfuðu fjandmönnum Reykja-
víkurflugvallar hefur ekki verið
litið upp á Esjuna. Hún er marflöt
að ofan og hindrunarlaust aðflug
að henni á alla kanta. Þarna er
mun ódýrara að leggja flugvöll en
úti á Lönguskerjum til dæmis.
Stólalyfta ofan af fjallinu verður
um leið upplögð skíðalyfta fyrir
íbúa þekkingarþorpsins í Vatns-
mýrinni. Ómar hefur lent þarna
uppi. Og svo er Esjan í Reykjavík.
Ekkert vatnsverndarsvæði í hættu
eins og á Hólmsheiðinni.
Lönguskerin til-
heyra Seltjarnar-
neshreppi og verður
því tæplega þjóðarsátt
um þau. Flugskilyrði
eru allt önnur á þess-
um skerjum en eru í
Vatnsmýrinni. Þarna
strandaði Tyrkinn áð-
ur en hann rændi í
Vestmannaeyjum. Ef
til vill stranda þarna
fleiri fley. Hvers
vegna þarf að loka því
þekkingarþorpi sem
nú er á Reykjavík-
urflugvelli. Flytja það
út á Löngusker með
ærnum kostnaði til að
rýma fyrir einhverri
óskilgreindri þekkingu
á gamla staðnum? Er
ekki alveg eins hægt
að búa úti á Löngu-
skerjum. Er svo mikið
lengra þangað af
kránum í Kvosinni?
Í Vatnsmýrinni stóð
vagga íslenskrar flug-
starfsemi og hefur
fengið að þróast þar í
bráðum heila öld.
Ávinnur flugstarfsemi
sér aldrei hefðarrétt?
Það var íslenzka
þjóðin sem var her-
numin í maí 1940.
Reykjavíkurflugvöllur
var afhentur þjóðinni
eftir stríðið. Þjóðin öll á þennan
völl en ekki bara Reykvíkingar,
sem hafa tekið að sér að vera höf-
uðborg ríkisins. Fylgja ekki skyld-
ur allri upphefð?
Ríkið á næstum helminginn af
því landi sem Reykjavíkurflug-
völlur stendur á. Gæti ekki ríkið
tekið afganginn af mýrinni eign-
arnámi til þess að spara þjóðinni
þessi stöðugu upphlaup?
Er þetta einkamál Reykvíkinga?
Er ekki Reykjavíkurflugvöllur rík-
isflugvöllur?
Er ekki Reykja-
víkurflugvöllur
ríkisflugvöllur?
Halldór Jónsson fjallar um
Reykjavíkurflugvöll
Halldór Jónsson
’Ríkið á næstumhelminginn af
því landi sem
Reykjavík-
urflugvöllur
stendur á. Gæti
ekki ríkið tekið
afganginn af
mýrinni eignar-
námi til þess að
spara þjóðinni
þessi stöðugu
upphlaup?‘
Höfundur er verkfræðingur.