Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar SUÐURLAND er gjöfulasta og fjölbreyttasta landbúnaðarsvæði landsins. Þar er að finna öll svið landbúnaðar, hverju nafni sem þau nefnast og flest- öll í sókn. Hér er sama hvert litið er, hvort um er að ræða hefðbundna land- búnaðarframleiðslu, garðyrkju, ferðaþjónustu, hrossa- rækt og hestamennsku, kornrækt o.fl. o.fl. Úrvinnsla og verslun með afurðir landbúnaðarins er vaxandi atvinnu- grein. Selfoss í sveitarfélaginu Árborg er höfuðstaður Suðurlands, sem sækir styrk til athafnasemi Sunn- lendinga allra um leið og Selfoss er mikilvægasti þjónustu- og byggð- arkjarni fyrir Suðurland. VG hafa sett fram málefnaskrá fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar þar sem sett er á oddinn að Sveitarfélagið Árborg verði leiðandi sveitarfélag í umhverfismálum á Íslandi. Þessi stefnumótun er leiðarljós um hvernig haga skuli áherslum í hin- um ýmsu málum sem varða vöxt og þróun samfélagsins. Við leggjum þunga áherslu á að varðveita þá ímynd sem Suðurland hefur í um- hverfismálum og viljum styrkja þá ímynd. Við viljum stórefla úr- vinnslu landbúnaðarafurða á Sel- fossi og rannsóknir á matvælasviði í samvinnu við aðila landbúnaðarins, úrvinnsluaðila og aðra sem að mál- um koma. Við viljum að umhverf- isstefna Árborgar leiði til þess að Árborg verði eftirsótt gæða vöru- merki, notað á vörur sem fram- leiddar eru hér og þjónustu sem veitt er. Verslun og þjónusta með vistvænar og lífrænt framleiddar vörur verði aðalsmerki sveitarfé- lagsins. Við viljum efla alla mennt- un í sveitarfélaginu frá leikskóla til háskóla. Við leggjum mikla áherslu á að stofnað verði Háskólasetur Suðurlands með þátttöku allra há- skólanna á Íslandi og vísinda- og rannsóknarstofnana á Suðurlandi. Háskólasetrið sjái um að halda utan um kennslu á háskólastigi bæði varðandi fjarnám og staðbundna kennslu þannig að fólk á Suður- landi eigi kost á að stunda flestar greinar háskólanáms til fyrstu prófgráðu í heimabyggð. Há- skólasetrið verði líka regnhlíf yfir rannsóknar- og fræðastörf og um leið aflvaki til frekari starfsemi á sviði rannsókna og fræða. Við viljum stórefla símenntun með því að sveitarfélagið leggi fram 20 milljónir á næstu 4 árum til símenntunar. Lagt er til að Fræðsluneti Suðurlands verði falin framkvæmd verksins í samvinnu við stéttarfélögin. Átakið á einkum að ná til þeirra sem minnsta mennt- un hafa og gera þeim þannig kleift að taka þátt í uppbyggingu há- tækni- og þekkingarfyrirtækja sem við leggjum áherslu á að eflist hér í ríkum mæli. Þessi tegund fyr- irtækja þarf á að halda fjölda fólks með tölvukunnáttu, tungumála- kunnáttu, góða hæfni í samskiptum o.s.frv. þótt ekki sé um háskólapróf að ræða. Kröftug símenntun fólks með litla formlega grunnmenntun veitir því tækifæri, sem það hefur lengi beðið eftir en fáir sinnt með viðeigandi hætti. Hér er um að ræða fólk sem af margvíslegum ástæðum hefur hætt formlegu skólanámi. Það þarf að hitta þetta fólk og aðstoða það við að afla sér frekari menntunar sér að kostn- aðarlausu. Grunnmenntun á grunn- og framhaldsskólastigi á að vera ókeypis burt séð frá aldri. Efling ferðaþjónustunnar mun einnig sækja í þennan námshóp í ríkum mæli því þar vantar fólk með fjölbreytta þjálfun og þekkingu. Stóriðja samrýmist ekki ímynd Suðurlands, hún er stílbrot á svæði sem leggur höfuðáherslu á þróun framleiðslu, verslunar og þjónustu á vistvænum nótum. Við leggjum áherslu á uppbyggingu starfsemi sem samrýmist umhverfisstefnu VG og ímynd Suðurlands og höfn- um stóriðjuframkvæmdum á Suð- urlandi. Við viljum samfélag „Fyrir okkur öll og á ábyrgð okkar allra“. Styrkur Árborgar er sérstaðan! Eftir Jón Hjartarson Höfundur er 1. maður á lista VG í Árborg. ÞAÐ ER yndisleg tilfinning að eignast sitt fyrsta barn. Fullur tilhlökkunar tekst maður á við hið mikilvæga for- eldrahlutverk og fylgist með litla krílinu sínu vaxa og dafna. Áður en ég eignaðist dóttur mína fyrir rúmu ári hélt ég að það væri sjálfsagt og einfalt mál að finna henni viðverustað á daginn þegar fæðingarorlofi lyki. Við for- eldrarnir komumst að því að skipulags- leysi ríkir í málefnum yngstu barnanna, 9–18 mánaða. Við erum þakklát fyrir það á hverjum degi að vera svo ótrúlega heppin að dóttir okkar komst að hjá yndislegri dag- mömmu. Skortur á skipulagi og yfirsýn En auðvitað ættu allir foreldrar að geta sótt þjónustu fyr- ir börnin sín þegar fæðingarorlofi lýkur. Staðan er því miður ekki góð í dag og ekki liggur ljóst fyrir hversu mikil þörfin er. Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar og því er ekki haldið utan um það, á kerfisbundinn hátt, hverjir bíða eftir þjónustu þeirra, að því er ég best veit. Hins veg- ar heyrir maður af því að dagforeldrar fái allt upp í tugi símtala á dag, þannig að þörfin virðist brýn. Foreldrar þurfa að huga að því jafnvel á meðgöngu hvað taki við þegar fæðingarorlofi lýkur. Ég þekki það af eigin raun hversu furðuleg tilfinning það er að hringja og spyrja um pláss handa ófæddu barni. Óviðunandi svör Ég hef hlustað eftir svörum fulltrúa meirihlutans í borg- arstjórn í vetur við því hvernig vandinn verði leystur. Þau svör sem ég heyrði oftast voru þau að þegar góðæri ríkti í þjóðfélaginu fengist ekki fólk til umönnunarstarfa. Slíkt svar sætti ég mig ekki við. Börnin eru það mikilvægasta sem við eigum og þess vegna eigum við að veita þeim bestu mögulegu þjónustu og ekki sætta okkur við neitt annað, hvernig sem ástandið er í efnahagslífinu. Við í frambjóðendahópi Sjálfstæðisflokksins ætlum að stuðla að því að foreldrar geti valið um úrræði um vistun barna frá níu mánaða aldri. Þetta gerist með auknum stuðningi við dagforeldra og með því að opna smá- barnadeildir í leikskólum í hverju hverfi, auk þess að börn njóti sama stuðnings óháð því hvar þjónustan er sótt. Við viljum að börnin njóti þess besta og að foreldrar geti farið út á vinnumarkaðinn aftur eftir að fæðingarorlofi lýkur, lausir við áhyggjur af vistunarúrræðum fyrir barn sitt. Leysa verður dagvistunarvandann strax! Eftir Guðrúnu P. Ólafsdóttur Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 20. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. MOSFELLSBÆR er eitt fárra sveitarfélaga í landinu sem hafa ekki tryggan aðgang að hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Þessi staða er óvið- unandi fyrir ört vaxandi sveitarfélag sem telur um 7.300 íbúa. Á vegum bæjarfélagsins eru 20 íbúðir fyrir aldraða í íbúða- og þjónustuhúsnæði við Hlaðhamra þar sem rekin er umfangsmikil sólarhringsþjónusta. Í sama húsi er þjónustu- og félagsmiðstöð fyrir aldraða. Til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf hafði bæjarstjórn Mosfellsbæjar árlega sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra til byggingar hjúkrunarheimilisdeildar í tengslum við Íbúða- og þjónustuhús aldraðra við Hlaðhamra. Þessu var ætíð synjað. Hugmyndir bæjaryfirvalda voru í þá tíð að byggja 24 rýma hjúkrunarheimili þar sem nú eru að rísa öryggisíbúðir. Á þessu kjörtímabili eða árið 2003 tóku bæjaryfirvöld ákvörðun um að ganga til samstarfs við Eir um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ þ.e. byggingu 40 rýma hjúkrunarheimilis, öryggisíbúða og þjónustu- miðstöðvar. Með samstarfinu var líka leitast við að tryggja Mosfellingum eftir atvikum vistun á Eir uns búið væri að byggja hjúkrunarheimili í bæj- arfélaginu. Í lok síðasta árs dvöldu 15 Mosfellingar á Eir og hafa alls 23 fengið hjúkrunarrými þar frá 2003. Þetta samstarf hefur gjörbreytt þeim aðstæðum sem sjúkum öldruðum í Mosfellsbæ og aðstandendum þeirra var gert að þola. Vart er hægt að hugsa sér í hvaða stöðu við værum í dag ef ekki hefði komið til samstarfsins við Eir. Rekstur hjúkrunarheimilis og öryggisíbúða undir sama þaki er hag- kvæmur kostur bæði þegar tekið er tillit til nýtingar húsnæðis og reksturs þjónustunnar. Þannig er hægt að veita umfangsmikla heimaþjónustu og draga úr kostnaðarsamri og ótímabærri stofnanaþjónustu. Þannig er öldr- uðum gert kleift að búa sem lengst á eigin heimilum og halda ráðstöf- unarrétti yfir eigin tekjum og halda þar með fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Staðan í dag Hafin er bygging 39 öryggisíbúða sem gert er ráð fyrir að verði tilbúnar í ársbyrjun 2007. Öryggisíbúðirnar verða samtengdar þeim 20 íbúðum sem þegar eru fyrir hendi í bæjarfélaginu og verður þeim íbúðum einnig breytt í öryggisíbúðir. Óskað hefur verið eftir framkvæmdaleyfi frá heilbrigð- isráðherra fyrir byggingu hjúkrunarheimilisins án mótframlags og lögð fram áætlun þess efnis. Búið er að breyta deiliskipulagi þess svæðis sem byggja á hjúkrunarheimilið á og hefur frumhönnun farið fram. Þar er gert ráð fyrir 40 rýma heimili samansettu af fjórum 10 rýma einstaklings- rýmum á fallegum stað í miðbæ Mosfellsbæjar. Þar er einnig gert ráð fyrir þjónustumiðstöð. Við sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ viljum taka við þjónustu aldraðra frá ríkisvaldinu og byggja upp öfluga einstaklingsmiðaða þjónustu í bæj- arfélaginu. Við munum byggja þjónustumiðstöð við Hlaðhamra þar sem veitt verður heildstæð þjónusta og viljum samþætta heimahjúkrun og fé- lagslega heimaþjónustu til að hægt sé að mæta mismunandi þörfum fólks, í Mosfellsbæ þar sem allir skipta máli. Öldrunarþjónusta í Mosfellsbæ Eftir Herdísi Sigurjónsdóttur Höfundur er forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og formaður fjölskyldunefndar og skipar 3. sæti framboðslista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. MÁLEFNI eldri borgara hafa ver- ið mjög í sviðsljósinu uppá síðkastið og sú umfjöllun hefur leitt í ljós að átaks er þörf í mál- efnum þessa hóps. Núverandi stjórn- arflokkar hafa ekki séð ástæðu til þess að taka á málum þessa hóps þau 11 ár sem þeir hafa verið við stjórnartaumana en þessa dag- ana er enginn skortur á frambjóð- endum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sem ætla að bæta ráð sitt og flokka sinna. Samfylkingin ætlar að gera mál- efni aldraðra að forgangsmáli strax og hún kemst til valda hvort heldur er í sveitarstjórnum eða landsstjórn- inni. Við munum ekki bíða í 11 ár, eða lengur. Við sem bjóðum okkur fram undir merkjum Samfylking- arinnar á Akureyri ætlum svo sann- arlega að vinna að því að aldraðir verði forgangshópur samfélagsþjón- ustunnar á næstu árum. Áherslumál okkar fyrir komandi sveitarstjórn- arkosningar, málin sem við munum vinna að þegar við erum komin í meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri eru eftirfarandi: 1. Að tryggja að málefni aldraðra verði verkefni sveitarfélagsins til frambúðar. 2. Sjá til þess að öldruðum Akureyr- ingum bjóðist fjölbreyttir bú- setukostir 3. Efla enn frekar þá þjónustu sem nauðsynleg er til þess að fleiri geti búið lengur heima, heimaþjón- ustu, heimahjúkrun og heilsuefl- andi heimsóknir. 4. Tryggja að nægt framboð sé á hjúkrunarrýmum og sjá til þess að sú aðstaða uppfylli nútímakröfur. 5. Stuðla að uppbyggingu öflugs og Eru þeir traustsins verðir? Eftir Sigrúnu Stefánsdóttur SAGA miðbæjarins í Garðabæ er löng saga. Dapurlegt merki um full- komið getuleysi á öllum sviðum stjórnsýslu, skipulagsvinnu og fram- kvæmdar. Skoðum þetta betur. Umræðan um miðbæ í Garðabæ nær langt aftur án þess að nokkuð gerð- ist lengi vel. Fyrir fjórum árum var haldin hugmyndasamkeppni um hönnun miðbæjar í Garðabæ. Þrjár athyglisverðar tillögur hlutu verð- laun, síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Um einu og hálfu ári síðar var aug- lýst eftir samstarfsaðilum til að vinna áfram með hugmyndir að miðbæ og úr hópi þriggja fyrirtækja var Klasa úthlutað verkinu. Klasi var þá í eigu Sjóvár og Íslandsbanka en nú hefur forstjóri Klasa og hans fjölskylda bæst í eigendahópinn Klasi lagði fram sínar tillögur og kom þá í ljós að einn stærsti vinnustaður í Garðabæ, Vistor, átti bara að víkja. Ræddi bærinn örugglega við eigendur og stjórnendur Vistors? Óánægjuraddir heyrðust líka með- al atvinnurekenda á Garðatorgi og var kvartað yfir skorti á samráði. Klasa-menn fóru því aftur að teikniborðinu og gerðu nýja mynd af miðbæjarskipulaginu, nú með Vistor á sínum stað. Sú mynd er enn meira klúður og um það eru menn sam- mála. Það vakna margar spurningar þegar maður veltir fyrir sér þessu ótrúlega langa ferli sjálfstæð- ismanna, en ég læt hér duga að varpa fram eftirfarandi spurningum: Hvað fær bærinn fyrir það land- svæði sem á að fara undir miðbæj- arframkvæmdir Klasa? Það hefur ekki komið fram að Klasi ætli að greiða fyrir landið, en það lætur Hvar er miðbærinn í Garðabæ? Eftir Þorgeir Pálsson 34.900kr. SÓL Mallorca - Krít Portúgal - Tyrkland Benidorm/Albir * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 26 96 05 /2 00 6 Mallorca - Marina Plaza í 7 nætur - 16. maí á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherb. 44.900 kr. ef 2 ferðast saman. 39.900kr. * Krít - Elisso í 7 nætur - 22. maí Verðdæmi: Verðdæmi: á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherb. 49.900 kr. ef 2 ferðast saman. * Innifali›: Flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér tilboðin á öðrum brottförum og öðrum áfangstöðum á www.urvalutsyn.is Bókaðu á netinu, það borgar sig. Ódýrt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.