Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HAFNFIRÐINGAR, ekki ganga til þessara kosninga með bundið fyrir augu, eyru, munn og nef í álversmál- inu. Við þurfum að opna augun fyrir áhrifum stækk- unar á umhverfið og náttúruna, við þurfum að hlusta á rökin með og á móti, við þurfum að taka þátt í um- ræðum um málið og við þurfum að finna fnykinn af tilraunum til að þagga málið niður. Við Vinstri græn erum andsnúin því að Alcan í Straumsvík fái leyfi til stækkunar. Við erum eini stjórn- málaflokkurinn í Hafnarfirði sem tekið hefur skýra af- stöðu gegn stækkun álversins. Fyrir síðustu sveitar- og bæjarstjórnarkosningar, árið 2002, varð frambjóðendum í Hafnarfirði tíðrætt um íbúalýðræði og hversu mikilvægt það væri að rödd íbúa fengi að heyrast þegar teknar væru mikilvægar ákvarðanir sem snertu umhverfið og samfélagið. Þá- verandi minnihluti og núverandi meirihluti í bæj- arstjórn, Samfylkingin, lagði sérstaka áherslu á þetta og talaði um að standa þyrfti vörð um lýðræðislegan rétt til áhrifa. Því þarf ekki að koma á óvart að á kynningarfundi deiliskipulags vegna stækkunar ál- versins í Straumsvík sl. sumar lofaði bæjarstjóri fundi um áhrif álversstækkunarinnar. Sá fundur hefur enn ekki verið haldinn, þrátt fyrir að nærri ár sé liðið frá kynningarfundinum. Samfylkingin hefur reynt að telja bæjarbúum trú um að hún taki ekki afstöðu til stækkunar álversins. Hún hefur reynt að kaupa sér frest fram yfir bæj- arstjórnarkosningar með því að flagga mögulegri kosningu um álverið þegar og ef þetta og hitt er kom- ið í ljós. Staðreyndin er hins vegar sú að Samfylkingin seldi Alcan land fyrir fyrirhugaða stækkun. Á þann hátt hefur Samfylkingin gefið samþykki sitt fyrir stækkun álversins. Í grein eftir Trausta Baldursson, fulltrúa í skipu- lags- og byggingarráði Hafnarfjarðar, sem birtist í Fjarðarpóstinum 18. ágúst 2005, kemur fram að við stækkun álversins í Straumsvík í 460 þúsund tonna ársframleiðslu yrði álverið með stærstu álverum í Evr- ópu og mundi mengun aukast um u.þ.b. 150% frá því sem nú er. Áhrifin af mögulegri stækkun væru veru- leg hvað varðar sjónmengun, lagningu nýrra vega, áhrif ýmissa mengunarefna, gróðurhúsalofttegunda, lagningu nýrra háspennulína og fleira. Haft var eftir Ágústi Guðmundssyni stjórnarfor- manni Bakkavarar group á www.mbl.is 8. febrúar 2006: Ég er sannfærður um að jafnvel þó að Íslend- ingar nái því að komast í hóp stærstu álframleiðenda heims og myndu virkja alla hagkvæmustu virkj- unarkosti landsins myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldrei verða meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis. Það er mýta að hagkerfið þurfi á álverum að halda til að vaxa. Þeir sem trúa því eru í raun að lýsa yfir vantrausti á íslenskt atvinnulíf og getu þess til að skapa þjóðinni ný verðmæti til framtíðar. Við Vinstri græn erum sammála þessu. Í staðinn fyrir álversstækkun viljum við laða til bæjarins fjöl- breytt fyrirtæki á sviði nýsköpunar og þróunar og byggja upp fjölbreytta menningar- og þjónustu- starfsemi í Hafnarfirði. Hreinar línur líka gegn stækkun álversins Eftir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur Höfundur leiðir V-lista vinstri grænna í Hafnarfirði. ÓLAFUR F. Magnússon, oddviti F-listans í Reykjavík, hefur notað talsvert rými í fjölmiðlum að undanförnu til að ráðast að okkur Vinstri grænum. Ég hef þegar svarað nokkrum af árás- um hans, m.a. um afstöðu okkar til virkjanamála. En af fleiru er að taka. Ólafur fer mikinn um niðurrifs- skipulag á Laugavegi. Nú geta menn vitaskuld deilt um það hvaða bygg- ingar við Laugaveg hafa mikið menn- ingar- og byggingarsögulegt gildi. En í málflutningi F-listans er látið eins og jafna eigi Laugaveginn við jörðu. Þessu fer víðsfjarri. Í skipulagsáformum við Laugaveg kemur fram að nú- verandi byggingar eru um 190 þús. fm. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að fjarlægja um 13 þús fm. en uppbyggingarmöguleikar eru um 60 þús. fm. Við Laugaveg og Bankastræti njóta margar byggingar verndunar, eru friðaðar eða gerð er tillaga að friðun, s.s. Laugavegur 1, 2 og 3, 18, 24, 26, 30, 31, 34, 36, 40A, 42 og 49. Auk þess að sjálfsögðu Bankastræti 2, 3, 5, 6, 7A og 11. Þá eru margar byggingar byggðar fyrir 1918 sem þýðir að þeim verður ekki breytt nema að undangenginni sérstakri málsmeðferð og umsögn húsafriðunarnefndar. Þetta eru byggingar eins og Laugavegur 17, 20A, 22A, 44–60 og 76. Jafn- framt eru nokkrir reitir við Laugaveg sem njóta verndunar götumyndar eða byggðamynsturs. Hús sem undir þessa verndun falla eru t.d. Laugavegur 10, 12, 16, 20B, 22, 32, 37, 44, 46–60, 64, 70, 72 og 74 og auk þess Klapparstígur 31 sem stendur við Laugaveg. Eins og allir sjá er hér um umtalsverða verndun húsa og götumynda við Laugaveg að ræða þótt heimiluð sé uppbygging á mörgum reitum. Upp- hrópanir um niðurrif eiga því ekki rétt á sér að mínu mati. Þá hefur Ólafur lýst yfir að við viljum ekki raun- verulega efla almenningssamgöngur af því að við höf- um ekki stutt tillögur hans um ókeypis strætó fyrir þá sem nú nota strætó. Ástæðan er sú að við teljum aðrar leiðir betri til að ná meiri árangri í uppbygg- ingu almenningssamgangna. Þannig viljum við Vinstri græn setja um 500 milljónir króna til viðbótar til Strætó til að auka tíðni ferða, fjölga leiðum og þétta strætókerfið. Auk þess viljum við auka forgang strætó í umferðinni og bæta aðstæður á biðstöðvum og koma á rauntímaupplýsingum um ferðir vagnanna. Þetta eru að okkar mati miklu betri leiðir til að auka hlut strætó en að gefa þeim sem nú nota vagnana frítt. En þótt við viljum ekki fara sömu leið og F- listinn þýðir það vissulega ekki að við viljum ekki efla strætó, því það gerum við sannarlega. Enn á ný skal það svo sagt, að F-listinn hefur sinnt illa störfum í umhverfisráði að undanförnu eins og fram kom í grein minni í gær. Ólafur F. má mín vegna berja sér á brjóst á torgum og lýsa sjálfan sig eina vin umhverfisins. En þegar á hólminn er komið, og taka þarf ábyrgð á því að koma málum í fram- kvæmd, þá lætur F-listinn sig hverfa. Það er a.m.k. reynslan af setu hans í umhverfisráði Reykjavíkur. Meira af auðu sæti F-listans Eftir Árna Þór Sigurðsson Höfundur er formaður umhverfisráðs Reykjavíkur og skipar 2. sæti V-lista VG í borgarstjórnarkosningum. UNGT íslenskt par langaði til að byggja sér 100 fermetra hús í Danmörku eftir að þau höfðu lokið þar námi. Þau lögðu leið sína til bankastjórans, von- lítil um góð viðbrögð, þar sem fjárhagurinn var ekki sterkur eftir námið. Svar bankastjór- ans kom þeim á óvart: „Af hverju ætt- uð þið ekki að geta eignast hús eins og aðrir?“ Það eru einmitt svona svör sem Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða borg- arbúum upp á þegar kemur að kaup- um á húsum eða lóðum. Það verður keppikefli sjálfstæðismanna að út- deila lóðum til borgarbúa á þann hátt að fast verð sé á lóðum og upplýsingar um staðsetningar og lóðaút- hlutanir verði skýrar. Ekki verði um að ræða tor- tryggileg útboð, uppboð, happdrætti eða val á þeim íbúum sem borga mesta útsvarið. Slíkar aðferðir leiða til lóðabrasks og óánægju annarra umsækj- enda. Nægt framboð lóða kemur í veg fyrir hagn- aðarvonir lóðabraskara og kemur jafnvægi á hús- næðismarkaðinn. Hvað vilja íbúarnir? Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða upp á nægt lóða- framboð með jafnvægi á milli sambýlis og sérbýlis. Það gerir hann vegna þess að hann vinnur með ósk- ir íbúanna í huga. Kannanir um húsnæðis- og bú- setuóskir borgarbúa leiða í ljós að flestir nefna að í borgina vanti lítil einbýlishús. Þá vilja borgarbúar helst búa í göngufæri við matvöruverslun og í göngufæri við skóla. Borgarbúar vilja búa í fjöl- skylduvænu og friðsælu umhverfi og vera í nálægð við mannlíf og þjónustu. Lausnir sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn vill fjölga íbúum og jafnframt auka lífsgæði í borginni. Mikil og aukin eftirspurn er eftir lóðum í Reykjavík og tölur sýna okkur svart á hvítu að mikill fjöldi fólks hefur farið frá Reykja- vík á síðustu árum til nágrannasveitarfélaga sökum skorts á lóðum hér. Þessu verður að breyta. Sjálf- stæðismenn vilja nú með nýkynntri stefnu í skipu- lagsmálum byggja í Geldinganesi fyrir um tíu þús- und íbúa. Í Örfirisey fyrir um sex þúsund íbúa og í Vatnsmýrinni fyrir um átta þúsund íbúa. Þannig gera sjálfstæðismenn sem flestum kleift að búa í eig- in húsnæði sem er þjóðhagslega hagkvæmt og veitir aukna ábyrgðartilfinningu og öryggi jafnt fyrir ein- staklinga sem fjölskyldur. Sjálfstæðisflokkurinn lít- ur ennfremur svo á að það sé aðalatriði við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál að tryggður sé áframhaldandi stöðugleiki í efnahagslífi þjóðarinnar og lágir vextir. Í því felst besta og traustasta kjara- bót almennings til lengri tíma. Skjaldborg um almenna íbúðaeign í Reykjavík Eftir Sif Sigfúsdóttur Höfundur er MA í mannauðsstjórnun og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um aðferðir við lóðaúthlutanir í Kópavogi og náði umræðan hámarki þegar lóðaúthlutanir í Þingum voru kunngerðar sl. sumar. Fjölmiðlar fóru mikinn í að rekja stöðu og ættir þeirra útvöldu og þótti mörgum einkennilegt hvernig staðið var að valinu. Athygli vakti að þrátt fyrir að umsækjendur um lóðir skiptu þúsundum og lóðirnar væru tæplega 200 þá þurfti ekki í einu einasta tilviki að grípa til þess úrræðis að draga milli jafn- hæfra umsækjenda. Þó voru ákvæði í úthlutunarreglum bæj- arins um að slíkt skyldi gera ef tveir umsækjendur reyndust jafnhæfir. Hvílíkir Salómonsdómar sem þarna voru kveðnir upp! Þegar gagnrýni og óánægja fjölda manna var borin undir bæjarstjórann í Kópavogi svaraði hann með þeim málefnalega hætti sem honum er einum lagið, hann vissi nú ekki betur en að þeir sem hefðu fengið lóð væru ánægðir. Já og málið dautt! Fjöldi athugasemda og kæra hefur borist bæjaryfirvöldum í Kópavogi síð- ustu misseri vegna lóðaúthlutana. Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði vorið 2003 um stjórnsýslukæru frá einstaklingi sem var ekki sáttur við tilhögun lóðaúthlutana í Hvörfum. Ekki ætla ég að reifa þennan úrskurð í löngu máli en athygli vekur að þá, rúmum tveimur árum áður en umdeild lóðaúthlutun í Þingum fór fram, gerði félagsmálaráðuneytið alvarlegar athugasemdir við það verklag sem bæjaryfirvöld viðhafa við úthlutun lóða í Kópavogi. Var Kópavogsbær sagður brjóta í veigamiklum atriðum gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um rannsóknarskyldu stjórnvalds, jafnræði aðila, meðalhóf og leiðbeiningarskyldu. Auk þess segir í úrskurðinum að sú ákvörðun bæj- arráðs, í þessu tilviki, að velja úr umsóknum á grundvelli huglægra sjón- armiða hafi brotið gegn 10. og 11. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Samfylkingin hefur lagt til í bæjarstjórn Kópavogs að reglum um lóðaút- hlutanir verði breytt á þann veg að fjallað verði nafnlaust um lóðaumsóknir. Þannig sé hver umsókn órekjanleg en einungis fjallað um fjölskyldustöðu, búsetu og fjárhagsstöðu og ætíð dregið úr jafnhæfum umsóknum. Sú tillaga Samfylkingarinnar hlaut dræmar undirtektir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samfylkingin telur vinnubrögð við lóðaúthlutanir í Kópa- vogi ólýðræðisleg og til þess fallin að ala á tortryggni almennings. Þessum reglum munum við breyta strax í vor fáum við til þess umboð kjósenda. Það hlýtur að teljast brýnt þegar verið er að úthluta verðmætum að hver sem er geti sótt um lóð og fengið án gagnrýni og þeir sem ekki fái lóð geti treyst því að umsókn þeirra hafi verið meðhöndluð af sanngirni og réttlæti. Gilda stjórnsýslulög ekki í Kópavogi? Eftir Guðríði Arnardóttur Höfundur er oddviti framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. KOSNINGABARÁTTA B-listans er byrjuð að fara í taugarnar á keppi- nautum okkar. Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi lætur gamminn geisa á heimasíðu sinni www.arnithor.is og vandar okkur ekki kveðjurnar. Sköp- unarkraftur okkar með exbé er eitthvað sem leggst illa í kappann og hann reynir að gera okkur ótrúverðug í umhverfismálum. Hann virðist ekki gera greinarmun á náttúruverndargildi Lönguskerja og Þjórs- árvera og gleymir því að sá sem hér heldur um pennann fór fyrir skipulagsnefnd miðhálendis þegar set- og veitulón Landsvirkjunar voru tekin út úr skipulagi miðhálendisins. Atburðarásin sem á eftir fór leiddi til þess að virkjunaráform við Þjórsárver voru lögð til hliðar. B-listinn stendur vörð um vatnsbólin Með fullri virðingu fyrir Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði þá tel ég að frambjóðendur hans séu á verulegum villigötum í umhverf- ismálum. Harkaleg viðbrögð Árna Þórs við ábendingum okkar um hættuna sem getur skapast af flugvelli við vatnsverndarsvæði staðfestir í raun að hann hefur leitt flokk sinn í ógöngur og getur einhverra hluta vegna ekki bakkað út úr málinu. Flokkssystir hans og meðframbjóðandi, Álfheiður Inga- dóttir líffræðingur, lýsti því yfir á fundi með Náttúruverndarsamtökunum um síðustu helgi að hún væri á móti flugvelli á Hólmsheiði vegna vatnsvernd- arsjónarmiða. Það er klofningur í frambjóðendahópi VG og því þarf fram- boðið að gefa út yfirlýsingu um það hver raunveruleg stefna flokksins er í vatnsverndarmálum Reykvíkinga. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð ætlar að standa undir merkjum sem náttúruverndarflokkur þá verða menn þar á bæ að leggja til hliðar flugvallarhugmyndir í grennd við Gvend- arbrunnana. Margt hefur verið borið upp á okkur framsóknarmenn í um- hverfismálum upp á síðkastið en aldrei hafa menn í mínum flokki verið sak- aðir um að vilja spilla vatnsbólum landsmanna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð brýtur blað í stjórnmálasögunni með því að gefa sig út fyrir að vera umhverfisverndarflokkur sem leggur til flugvallarstæði við vatnsból heillar höfuðborgar. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur taka ekki afstöðu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, lýsti því yfir í Kast- ljósþætti á dögunum að honum litist ágætlega á hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði. Það er mikilvægt að Vilhjálmur kveði upp úr um það nú eftir að vatnsverndarumræðan komst á kreik hvort hann sé þessu enn þá fylgjandi. Þögnin í kringum Samfylkinguna í flugvallarmálinu orðin nokkuð hávær. Hver er afstaða þessa flokks sem hefur sýnt í hverju málinu á fætur öðru að skoðanir hans á verklegum framkvæmdum eins og Sundabraut sveiflast frá degi til dags? Umræðan um framtíð miðstöðvar innanlandsflugsins í þessari kosninga- baráttu hefur leitt til ákveðinnar niðurstöðu. Atkvæðagreiðsla í Borg- arstjórn Reykjavíkur í lok apríl sl. leiddi í ljós að 14 borgarfulltrúar af 15 vilja að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Meirihluti borgarfulltrúa vill að hann verði samt sem áður áfram sem næst miðborg Reykjavíkur. Það þýðir að hann verður ekki áfram í Vatnsmýri og ekki í Keflavík. Þá eru tveir kostir eftir; Löngusker og Hólmsheiði. Hólmsheiði er út úr myndinni vegna vatns- verndarsjónarmiða þannig að Löngusker er eini kosturinn sem eftir er. Því fyrr sem pólitískir andstæðingar okkar framsóknarmanna viðurkenna þetta, því betra. Þá getum við hætt að tala um þetta og byrjað að framkvæma. Ertu með? Umhverfisverndarflokkur á villigötum og aðrir ekki með Eftir Óskar Bergsson Höfundur er rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari og skipar 2. sætið á B-listanum í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.