Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 62

Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 62
62 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gísli SigurðurHallgrímsson fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 5. júní 1932. For- eldrar hans voru Guðrún Eiríksdótt- ir frá Hrafnabjörg- um í Jökulsárhlíð, f. 27. júlí 1904, d. 27. júlí 1997, og Hallgrímur Gísla- son frá Egilsstöð- um í Vopnafirði, f. 11. maí 1891, d. 22. janúar 1973, bændur á Hrafna- björgum. Gísli Sigurður kvæntist 29. desember 1963 Stefaníu Hrafn- kelsdóttur frá Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, f. 13. janúar 1936. Börn þeirra eru: 1) Hallgrímur Hrafn, f. 14. maí 1958, maki Fjóla Jóhannsdóttir, f. 10. apríl 1953, d. 12. apríl 2002. Dóttir þeirra er Auðdís Tinna, f. 3. febrúar 1988. 2) Lára, f. 25. september 1961, maki Haukur Hauksson, f. 23. desember 1963. Börn þeirra eru Gísli Stefán, f. 17. janúar 1994, Þórdís Alda, f. 23. maí 1996, og Haraldur, f. 9. nóvember 2004. Gísli Sigurður lauk landsprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum árið 1953 og kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1960. Hann var skólastjóri Barna- skólans á Torfa- stöðum í Vopna- firði frá 1960–1963 og Barnaskólans á Hallfreðarstöðum í Tunguhreppi frá 1964–1979. Gísli Sigurður kenndi eitt ár í Brúa- rásskóla og var síðan skólastjóri í Grunnskólanum í Grímsey frá 1980–1984 með eins árs endur- menntunarhléi. Hann var odd- viti Tunguhrepps árin 1966 til 1970, fulltrúi og í stjórn Menn- ingarsamtaka Héraðsbúa frá 1968 til 1978 og í stjórn Minja- safns Austurlands um skeið. Auk þess var hann sauðfjár- bóndi á Hallfreðarstöðum frá 1964 fram undir aldamót. Gísli Sigurður verður jarð- sunginn frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það var glaðbeittur hópur sem hóf nám í Kennaraskólanum haustið 1956. Á þeim árum var aðsókn að kennaranámi ekki mikil og árgang- urinn á undan og árgangurinn á eft- ir þessum hópi voru mun fámennari. Hér mættist fólk á ýmsum aldri þótt allir væru ungir í anda, sumir komu beint úr gagnfræðaskóla með lands- próf en litla reynslu af amstri mann- lífsins. Aðrir voru nokkru eldri og þekktu betur til daglegra vanda- mála og nokkrir höfðu jafnvel feng- ist eitthvað við kennslu áður en þeir settust á skólabekk. Við komum úr flestum landshlutum, borg og sveit, en líklega hafa þó Vestfirðir átt fæsta fulltrúa í hópnum, þótt margir ættu þangað rætur að rekja. Strax varð ljóst að hér var óvenjulegur hópur á ferðinni en þrátt fyrir þennan margbreytileika rann bekkurinn fljótlega saman í eina heild. Hver einstaklingur hafði nokkuð af mörkum að leggja og kostir eins bættu úr vangetu ann- arra. Sumir voru pennaglaðir og sagnafróðir meðan aðrir lögðu sitt af mörkum til sameiginlegs söngs á göngum skólans. Enn aðrir voru áhugasamir um manntafl, jafnvel í kennslustundum þegar lítið bar á. Gísli Hallgrímsson kom inn í þennan fjölskrúðuga hóp kennara- nema að austan, úr Jökulsárhlíðinni. Hann var þá orðinn nokkru eldri en flestir í bekknum og þroskaður mað- ur. Hæglátur var hann og fór hvergi með gassa eða fyrirgangi en brosti í laumi og gladdist með glöðum þegar það átti við. Hann var víðlesinn og fróður og ræddi um fornar bók- menntir við lærimeistara okkar af skynsamlegu viti. En þeim í okkar hópi sem vart voru af táningsaldri þótti oft sem Hávamál og Völuspá ættu lítið erindi til verðandi barna- fræðara á síðari hluta 20. aldar. Okkur Gísla varð vel til vina enda áttum við sameiginlegan uppruna í hinu forna bændasamfélagi sem nú er að líða undir lok. Að námi loknu hvarf Gísli aftur austur til átthaganna en þar átti hann að góðu að hverfa, því heitkona hans og síðar eiginkona, Stefanía Hrafnkelsdóttir, beið hans með lít- inn son í fanginu. Þar eystra fékkst Gísli við kennslu og skólastjórn en lagði sitt af mörkum til að viðhalda góðu mannlífi og menningu í heima- byggð með þátttöku í félagsmálum. Í nokkra vetur kenndi hann í Gríms- ey. Veturinn 1981–82 stundaði Gísli framhaldsnám í Kennaraháskóla Ís- lands. Hann safnaði fróðleik og gaf út bækur með frumsömdu efni eftir sjálfan sig og ljóðum eftir aðra, en sjálfur var Gísli vel hagmæltur. Á besta aldri greindist Gísli með sjúkdóm sem læknavísindum hefur enn ekki tekist að vinna bug á en leiðir smátt og smátt til hrörnunar vöðva og stoðkerfis líkamans. Í margra áratuga baráttu við þennan sjúkdóm voru eiginkona hans og fjölskylda honum stoð og stytta, en andlegum skarpleika hélt Gísli Hall- grímsson til dauðadags. Gísli varð ekki hetja á dauða- stundu af baráttu við „illvígan sjúk- dóm“ eins og sagt er um svo marga sem burt eru kvaddir um þessar mundir. En hann var sönn hetja í baráttunni fyrir lífinu sjálfu, fyrir því að halda áfram að lifa og starfa með fullri reisn eins lengi og nokkur kostur var, þótt smátt og smátt minnkaði þróttur og geta til sjálfs- bjargar. Og svo kom dauðinn hægt og hljótt og tók þennan góða dreng frá okkur hinum sem eftir stöndum full sorgar og söknuðar. En hvað er sælla en að mega kveðja erfitt líf á rísandi vormorgni að enduðum löngum og farsælum ævidegi? Og minning um góðan mann lifir og fylgir okkur um ókomin ár. Við kennaranemar úr Kennara- skólanum árin 1956–1960 sendum aðstandendum Gísla Sigurðar Hall- grímssonar innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystkinanna Guðmundur Guðbrandsson Nú er Gísli vinur okkar dáinn. Hann dó inn í vorið þegar mesta annríkið er í sveitinni. Það hæfði at- hafnamanninum, sem aldrei gat ver- ið óvinnandi meðan kraftarnir leyfðu. Okkar kynni hófust þegar hann tók við starfi skólastjóra á Torfa- stöðum í Vopnafirði. Þar sem við áttum heima á næsta bæ, og ég í skólanefnd, tókust fljótt kynni með okkur, og brátt vinátta með fjöl- skyldunum sem aldrei hefur borið skugga á síðan. Dóttir okkar byrjaði þar í skóla, þegar hún hafði aldur til, og varð strax mjög ánægð þar enda þau hjón í miklu uppáhaldi hjá henni æ síðan. Ég var um þær mundir að byggja útihús og ekki stóð á hjálpinni við það. Hann átti lítinn vörubíl og tvisvar fór hann með mig norður í Eyjafjörð að sækja kálfa eftir að fjósið var komið upp, og alltaf var greiðasemi þeirra hjóna söm, jafnt óbeðin sem eftir kvabbi. Þá þegar var hann farinn að finna fyrir þeim sjúkdómi sem ágerðist hægt og hægt og kvaldi hann illilega fjöldamörg síðari ár hans. Það voru þungbær ár sem ekki reyndu minna á Stefaníu, og ótrúlegt hvað hún stóðst þá raun. Auðvitað var allt reynt til að veita honum bót, meðal annars var honum ráðlagt að reyna að flytjast nær sjónum, og geröist hann þá skólastjóri í Grímsey í tvö ár. Þar vann Stefanía í fiski, því ekki hallaðist á um vinnusemina. En ekki virtist það bera árangur. Þau keyptu Hallfreðarstaði I. í Hróars- tungu árið 1964 og bjuggu þar með- an þess var nokkur kostur, og höföu þar heimavistarskóla, þar til Brúar- ásskóli tók við. Erfiðast var fyrir athafnamann- inn að sætta sig við iðjuleysið. Síð- asta áhaldið var brennipenninn og ekki gefist upp þó hann þyrfti að styðja við hægri höndina með þeirri vinstri. Marga fallega klukkuna bjó hann til og skreytti með brenni- pennanum og fleiri gripi. Eitt lista- verkið hans er klukka, sem hann gaf okkur á sjötugsafmæli mínu. Það var gott að koma í Hallfreð- arstaði og maður fann hvað Gísla þótti vænt um staðinn. Hann hélt mikið uppá Pál Ólafsson og sýndi það í verki með því að reisa honum myndarlegan minnisvarða við heim- keyrsluna að bænum. En nú er stríðið á enda, en minn- ingin um góðan vin lifir með okkur. Við sendum Stefaníu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Ragnhildur og Gunnar. Ung stúlka vildi ekki læra að skrifa. Þá var hún send til Gísla á Torfa- stöðum. Ekki tók það hann nema 3 daga að fá hana til að vilja læra, og mikið þótti henni margt af því sem í skól- anum var gert gaman. Ekki þurfti endilega alltaf að vera með blýantinn á lofti, sem sí og æ var oddbrotinn, ellegar þá að alltaf þurfti að vera að stroka út svo allt varð skítugt og subbulegt. Það var líka bara svo leiðinlegt að skrifa, það mátti þá einfaldlega bara prenta ef þess endilega þurfti með, því ekki var hægt að gera það sem leiðinlegt var. Hann fann svo margar leiðir til að vinna hlutina, þannig að ekki tókum við nemendurnir alltaf eftir tilgang- inum með því sem hann vildi koma inn í kollinn á okkur. Ekki var held- ur alltaf hugsað um einhverjar námsbækur, og held ég að sú kennsla hafi jafnvel oft komið sér betur heldur en sú að fara alltaf eft- ir bókstafnum. Þannig kennari var Gísli, og held ég að fleiri orðum þurfi ekki að fara um þá hæfileika sem hann sýndi í sínu starfi. Þau ár sem ég átti eftir að njóta tilsagnar hans verða mér ætíð dýr- mæt. Því fyrsta minning hvers nem- enda af kennara sínum, sem jafn- framt er minning fyrstu kennslustundarinnar, hlýtur alltaf að vera talsvert sérstök. Allar þær vonir og væntingar sem krakkar taka með sér inn í stofuna, og öll þau mörgu og stóru augu sem á hann mæna. Ekki var þá um að ræða leik- skóla, né heldur eftir hann 6 ára bekk, því vorum við krakkarnir orð- in eldri og töldum okkur talsvert stór. Einnig fékk ég að kynnast Stef- aníu eiginkonu hans og börnum þeirra Hallgrími og Láru,því mikil og góð vinátta myndaðist milli fjöl- skyldu Gísla og foreldra minna. Út í Torfastaði var oft farið, nú eða þau komu inn í Ljótsstaði til okkar, bæði einhverra erinda vegna, ellegar þá bara til að spjalla. Engin kona var eins fljót með pönnuköku- pönnuna og Stefanía, bakaði á tveimur pönnum í einu. Það hafði litla stúlkan aldrei séð, hafði ekki einu sinni séð móður sína gera það, og taldi hún nú þó mömmu sína geta flesta hluti. Einnig voru þeir Gísli og pabbi oft eitthvað að vinna uppi í fjósi og nut- um við þess þá að vera saman að leika okkur. Því var það í hennar augum sorg- leg staðreynd þegar henni varð það ljóst að þau myndu flytja burtu frá Vopnafirði. Þá voru líka þau Hall- grímur og Lára fædd, og oft var líka mjög gaman að leika við þau. En þeirri ákvörðun varð ekki breytt og eftir að þau fluttu hittumst við mun sjaldnar – allt of sjaldan. Elsku Stefanía, Grímsi og Lára, ég hugsa til ykkar núna, minnist allra góðra stunda úr Vopnafirði. Anna. GÍSLI SIGURÐUR HALLGRÍMSSON ✝ GuðmundurHaraldur Sigur- geirsson fæddist á Seyðisfirði 4. júlí 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Matthildur Einars- dóttir, f. á Unaósi í Hjaltastaðarþinghá í Norður-Múlasýslu 29. júní 1897, d. 17. október 1991, og Vigfús Sigurgeir Þórðarson ættaður úr Berufirði, f. 16. júní 1885, d. 1. desember 1953. Guðmundur var elstur sjö systk- 1) Sigrún Matthildur, f. 20. mars 1950, gift Kristni Reyni Sigtryggs- syni, þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Þau búa á Selfossi. 2) Þorvaldur Pálmi, f. 17. júní 1951, kvæntur Önnu Ingibjörgu Lúð- víksdóttur, f. 5. júlí 1953, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Pálmi átti einn son fyrir og á hann tvo syni. Þau búa í Vestmannaeyjum. 3) Geirdís Lilja, f. 16. mars 1955, gift Indriða Gunnari Grímssyni, f. 11. október 1955, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Fyrir átti Geirdís eina dóttur og á hún tvö börn. Þau búa á Eyrarbakka. 4) Eyþór Sigurgeir, f. 25. nóvember 1959. Hann á tvær dætur og fjögur barnabörn. 5) Jóna Kristín, f. 1. desember 1960, í sambúð með Guðmundi Karli Helgasyni, f. 8. mars 1964, þau eiga eina dóttur. Fyrir átti Jóna eina dóttur og eitt barnabarn. Þau búa í Vestmanna- eyjum. Útför Guðmundar verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ina, hin eru: Björg Guðbjört, f. 9. sept- ember 1926, d. 4. júní 2001, Einar, f. 29. maí 1928, Jón Bjart- mar, f. 19. mars 1930, d. 4. apríl 1956, Mar- grét Ingibjörg, f. 27. ágúst 1931, d. 18. ágúst 2003, Hreinn, f. 1. maí 1933, í sambúð með Láru Gunnars- dóttur, f. 11. janúar 1929, og Sigurður, f. 2. febrúar 1935, d. 12. október 1991. Guðmundur kvæntist 8. júlí 1950 Jónínu Gunnarsdóttur, f. 23. maí 1932. Þau eiga fimm börn, þau eru: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kær kveðja. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku afi minn, það kemur víst allt- af að því að við þurfum að kveðja þá sem okkur þykir vænt um hvort sem okkur líkar betur eða verr en þetta er víst gangur lífsins. Ég er mjög þakk- lát fyrir að verða þess aðnjótandi að hafa fengið þig sem afa. Þú varst mér góður afi og þótti mér ákaflega vænt um þig. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp minningar um þig þá get ég ekki annað en brosað, þú varst svona ekta afi sem alltaf varst tilbúinn að hlusta á mann og braska eitthvað skemmtilegt með manni. Mér er mjög minnisstætt þegar þú varst hjá okkur mömmu og pabba ein jólin og við vor- um að borða möndlugraut í hádeginu á aðfangadag og þú fékkst möndluna sem í okkar tilviki var gul tala og þú laumaðir henni undir borðið til mín og ég stakk henni upp í mig og þóttist vera ákaflega hissa og svo glottum við hvort til annars. Elsku afi minn, ég vona að þér líði vel á þeim stað sem þú ert kominn á nú. Elsku amma, mamma, frændur og frænkur, megi góður guð gefa ykk- ur styrk í sorginni sem hvílir á hjört- um ykkar. Kær kveðja. Linda María. GUÐMUNDUR HARALDUR SIGURGEIRSSON Elsku afi, þú kvaddir of fljótt, það var svo mikið sem þú áttir eftir að gera með okkur. Ferðin til Afríku með Davíð og Andra, sjá litla kríl- ið hennar Auðar, sjá okkur öll full- orðnast og byggja okkar líf upp. Þegar okkur verður hugsað til þess sem við getum ekki deilt og upplifað saman með þér, þá verð- um við sorgmædd. Við fáum ekki lengur að vera með þér, afi, en þú skildir eftir mikla ást í hjörtum okkar og margar góðar minningar. Manstu eftir því, afi, þegar Auði var kalt á tánum og þú blést á tærnar til að halda á henni hita, RÚNAR JÓN ÓLAFSSON ✝ Rúnar JónÓlafsson fæddist í Smiðshúsum í Hvalsneshreppi 26. janúar 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 27. apríl síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Kópavogskirkju 6. maí. það hefur enginn gert síðan, og það á enginn eftir að geta blásið á tærnar á Auði eins og þú gerð- ir. Eða manstu eftir öllum ferðunum í sumarbústað eða til útlanda með Davíð og Andra og öllum sögunum sem þú sagðir okkur. Sagt er að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en við vissum allan tímann að við áttum besta afann. Þú varst svo ungur í hjarta og áttir svo auð- velt með að setja þig inn í okkar líf, við gátum alltaf talað við þig, afi, og þú hafðir einstakt lag á því að koma okkur í gott skap. Við vonum að þú hafir það gott þar sem þú ert núna og að þú vak- ir yfir okkur, því við viljum svo mikið gera þig stoltan af okkur því þú átt svo mikinn hlut í hver við erum í dag. Við söknum þín, elsku besti afi. Davíð Jón, Andri Páll og Auður Ósk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.