Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 68

Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 68
Mann setur hljóðan við fréttir af fráfalli vinar síns. Aldrei óraði mig fyrir því að þurfa að kveðja hann svo fljótt. Það er erfitt að trúa því að maður eigi ekki eftir að spjalla aftur við hann eða hitta.Það eina sem eftir er eru minningar um hressan og traustan strák. Ég kynntist Marinó og Steini bróður hans fyrst í Verkmenntaskól- anum á Neskaupstað og við urðum fljótlega miklir kunningjar. Á heima- vistinni í skólanum var fyrir vinahóp- ur sem ég var svo lánsamur að kynn- ast. Það sem sameinaði þennan vinahóp voru taugar okkar til sveit- arinnar og sameiginlegur áhugi á vél- um fyrir landbúnað. Þó að það séu nokkur ár síðan þá finnst manni eins og það hafi gerst í gær. Marinó var alltaf hress og til í hvað sem var enda mikið brallað á þeim tíma.Stundum skrópuðum við í skól- anum bara til að jeppast eða brasa eitthvað sem okkur þótti mun gáfu- legra heldur en að mæta í tíma. Eitt sinn sátum við fastir uppi í fjalli heila nótt, vitandi af því að við ættum allir að mæta í próf daginn eftir. Marinó tók því með stakri ró og hló bara að þessu enda sá hann alltaf björtu hlið- arnar á málunum. Það var alltaf gott að leita til Mar- inós því hann var úrræðagóður og hafði gaman af ögrandi verkefnum. Á meðan á skólavistinni á Neskaupstað stóð fór Marinó að spá í hvort við ættum að taka námskeið á Egilsstöð- um með skólanum. Ég var frekar tregur til en drifkraftur hans varð til þess að ég lét til leiðast og reyndist þetta hin mesta skemmtun. Á svona stundu getur maður ekki annað en dvalið við þær góðu minn- ingar sem við eigum bæði frá vist- inni, skólanum og öllu því sem við höfum brallað saman, enda af nógu að taka. Það ríkir mikill söknuður og erfitt er að sjá fyrir sér framhaldið án hans. MARINÓ BJÖRNSSON ✝ Marinó Björns-son fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1982. Hann lést af slysförum 10. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fáskrúðsfjarð- arkirkju 17. apríl. Ég þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði, vinur. Sendi fjölskyldunni að Þernunesi, vinum og kunningjum mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Þórir Björn Guðmundsson. Elsku Marinó. Það er sárt að kveðja sinn besta vin svona langt fyrir aldur fram, aðeins 24 ára gamall Marinó minn. Ég kynntist þér og Steini bróður þínum í Verkmenntaskólanum í Neskaup- stað þegar þið voruð 16 ára gamlir en ég var fimm árum eldri, það skipti engu máli, við vorum alveg eins og jafnaldrar. Vináttan varð alltaf meiri og meiri eftir því sem árin urðu fleiri. Nánast alltaf ef eitthvað stóð til hjá okkur; ball, ferðalag eða eitthvað annað, heyrðum við hvor í öðrum og peppuðum hvor annan upp í eitthvert glens. Minningarnar um þig hafa streymt í gegnum hugann síðan þetta hörmu- lega slys átti sér stað og ótal spurn- inga spyr maður sjálfan sig en ekkert svar fær maður: „Hvers vegna, af hverju ertu farinn?“ Ef guð tekur þá fyrst sem hann elskar mest þá skil ég þetta alveg, það elskuðu þig allir. Síðastliðið sumar fórum við í ferða- lag ég, þú og Palli til Danmerkur og Svíþjóðar, þar eyddum við saman einni viku sem er ein sú yndislegasta vika sem ég hef lifað. Svo margt var gert og mikið hlegið. Í Svíþjóð fórum við saman á kanó á stóru vatni, alveg spegilsléttu. Tilviljun réð því að ég var framan við og stjórnaði kanón- um, landkrabbinn sjálfur. Allt í einu heyrðist: „Þakka þér fyrir.“ „Fyrir hvað?“ sagði ég. „Þú skvettir á mig,“ sagðir þú. Þetta var ekki eina gusan sem þú fékkst og þú fórst fram á að skipta, ég þvertók fyrir það og svo hlógum við og hlógum. En báðir komum við samt blautir í land, þú hefur eitthvað náð að hefna þín. Hreindýraveiðarnar sem við og bræður þínir fórum á í ágúst, þótt ekkert dýrið væri veitt, hálfum mán- uði seinna fórstu með pabba þínum og frænda og náðuð þið dýrunum og ég hitti þig þegar þú komst til byggða og þú brostir breitt, aðeins breiðara en venjulega, og þá vissi ég alveg að þú hafðir veitt dýrin. Fyrir síðustu jól fórum við tveir saman í jólainnkaup til Akureyrar en það var eitt af svo mörgu sem við átt- um sameiginlegt að við gátum labbað búð úr búð án þess að þreytast, því fékk Palli að kynnast í Danmerkur- ferðinni. Þú varst að velja jólagjafir handa fjölskyldunni og það var sko heldur betur vandað valið, þú flan- aðir ekki að neinu. Svo mikið vorum við samrýndir að við keyptum okkur eins spariskó í ferðinni. Alltaf var stutt í glens og grín hjá okkur, smá- stríðni var oft á báða bóga hjá okkur. Um kvöldið stakkst þú upp á því að fara í Sjóbúðina og fórum við þangað og stoppuðum lengi. Aðeins við tveir vorum þar ásamt afgreiðslumannin- um, sem þurfti að fara í símann, þú fórst að skoða eitthvert dót á borði. Þá fór ég og náði í lengstu veiðistöng- ina sem ég fann og stóð eins langt í burtu og ég gat og lét svo endann síga niður í hárið á þér. Svipnum gleymi ég aldrei, þú hélst að eitthvað væri að koma niður úr loftinu, svo fórstu að strjúka hárið á þér, þá tók ég stöngina og sprakk úr hlátri og þá sagðir þú: „Varst þetta bara þú!“ Þegar við komun út ætluðum við aldrei að geta hætt að hlæja. Svona er mín mynd af þér Marinó minn, alltaf gaman, enda vorum við aldrei ósammála um neitt. Alltaf glaðir. Föstudaginn fyrir slysið hringdir þú í mig, þú varst svo glaður: „Ég er á leiðinni austur í langt frí,“ sagðir þú. Þá varstu staddur undir Eyja- fjöllum. Við spjölluðum lengi saman, ræddum allt milli himins og jarðar, m.a. hvað við ætluðum að gera um páskana. Þetta var það síðasta sem ég heyrði frá þér elsku Marinó minn, þetta símtal hefur ómað í höfðinu á mér síðan þú fórst. Næstu mánuðir, næstu ár verða skrýtin, enginn Mar- inó, en eitt er víst að þegar við hitt- umst næst verður margt um að spjalla. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fylgja þér þessi síðustu átta ár sem þú lifðir, sem áttu að verða svo miklu miklu fleiri. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl þú í friði, elsku vinur. Gunnar Valgeirsson. 68 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Um miðja síðustu öld var gjaldeyris- sparnaður hugtak sem nú er nánast horfið úr daglegu máli. Tak- markaðar tekjur þjóðarinnar ollu því að innflutningur vara, sem nú þykir sjálfsagður, var takmarkaður og háður sérstökum leyfum; fjárfest- ingar einstaklinga, svo sem hús- byggingar, jafnvel lagfæringar á húsum, voru háðar leyfum sem sækja þurfti um til sérstakrar stofn- unar, Fjárhagsráðs: Flestar bygg- ingarvörur voru skammtaðar. Inn- lendum iðnaði mátti skipta í þrjá hópa, ríkisiðnað, fiskiðnað og fram- leiðsluiðnað. Hluti framleiðsluiðnað- arins byggðist á ríkistryggðri vernd gegn innflutningi og annar hluti hans darkaði í skjóli pólitískrar sam- tryggingar. Þjóðinni stjórnuðu menn sem virtust fæddir gamlir: Verk- skipulag á Alþingi var miðað við þarfir sauðfjárbænda. HAUKUR EGGERTSSON ✝ Haukur Egg-ertsson fæddist á Haukagili í Vatns- dal í A-Húnavatns- sýslu 8. nóvember 1913. Hann lést 24. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 3. maí. Þurft hefur kjark og áræði til að ráðast til atlögu við steinrunnið kerfið og hafta-hag- stjórnina til að koma á fót framleiðslufyrir- tækjum, sem byggðu á jafn framandi forsend- um og nefndust ,,kröf- ur markaðarins“ í ná- grannalöndum, – ekki síst þar sem fjármögn- un og hlutabréfavið- skipti, eins og nú þykja sjálfsögð, voru einungis orðin tóm. Haukur Eggertsson, sem nú er kvaddur, og félagi hans Oddur Sig- urðsson voru á meðal frumkvöðla af aldamótakynslóðinni sem tókust á við þetta kerfi og höfðu sigur. Svo mikið er víst að sú glíma hefur ekki verið þrautalaus – yngra fólk myndi ekki skilja þá erfiðleika. Þeir sem nú eru á sjötugsaldri og náðu í skottið á þessu tímabili muna tímana tvenna. Haukur og móðursystir mín, Lára, ásamt börnum voru hluti af minni æsku og við Eggert voru leikfélagar. Mér er það minnisstætt þegar Plast- prent hóf starfsemina í bílskúrnum á Flókagötu 69 með fyrstu vélunum fyrir framleiðslu og áprentun plast- poka – maður skildi ef til vill ekki þá hvað þar var að gerast, enda hvíldi leynd yfir framtakinu, en maður fann fyrir spennunni í loftinu. Haukur Eggertsson var sterkur persónuleiki, Húnvetningur með stórum staf; með dálítið sérstaka kímnigáfu sem gat farið misjafnlega í suma. Hann var fæddur tæknimað- ur og sérlega útsjónarsamur verk- stjóri. Sumarvinna gat verið stopul á mínum unglingsárum og þá naut maður Hauks. Hluta úr sumri vann ég við að steypa milliveggjasteina í stórhýsið Laugaveg 176, með vél sem Haukur hafði fest kaup á, en þar var hann ásamt félögum sínum að innrétta nýtt húsrými fyrir pökkun- arverksmiðjuna Kötlu, sem þá hafði sprengt utan af sér í Höfðatúninu. Mörgum árum seinna, eftir að hafa starfað um tíu ára skeið sem iðnaðartæknifræðingur, starfaði ég með Hauki að tæknimálum hjá Plastprenti, þá til húsa að Höfða- bakka 9. Það er haft á orði að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi og ekki sé mark tekið á sérfræðingum nema útlendum. Til marks um víð- sýni Hauks og fordómaleysi er að þótt hann hefði þekkt mig frá unga aldri tókst með okkur gott og farsælt samstarf. Sem tæknilegur stjórn- andi Plastprents var Haukur ein- stakur: Hann kunni á ólíkustu vélar þess út í hörgul, stálminnugur og úr- ræðagóður sem kom sér oft vel þeg- ar laga þurfti jafn sérhæfða fram- leiðslutækni að ósveigjanlegu húsnæði sem ekki var hannað fyrir hana. Við Sigrún vottum Láru, Eggerti, Ágústu og aðstandendum samúð okkar. Leó M. Jónsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð og hlýju við fráfall og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR húsfreyju, Hjálmsstöðum, Laugardal. Gróa Berglind Pálmadóttir, Hilmar Einarsson, Guðrún Pálmadóttir, Finn Henrik Hansen, Páll Pálmason, Fanney Gestsdóttir, Sveinbjörn Reynir Pálmason, Guðbjörg Eygló Þorgeirsdóttir, Bragi Pálmason, Guðrún Kristinsdóttir, Þórdís Pálmadóttir, Tómas Tryggvason og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Elsku Sigrún Mar- en, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin úr þessum heimi og af hverju þú fékkst að stoppa svona stutt við fær enginn skilið, en þér virðist hafa ver- ið ætlað annað og meira. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og stundirnar sem að við átt- um saman á Tenerife í janúar lifa í hugum okkar og hjörtum. Þú varst alltaf svo brosmild og kát og það var svo gott að vera nálægt þér. Elsku Jói, Helga, Kristján Valur, Maron Þór og fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á þessum erfiða tíma í lífi ykkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði, elsku barn. Orri Dór, Jórunn og börn. Sofðu unga ástin mín. Úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit, svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, SIGRÚN MAREN JÓHANNSDÓTTIR ✝ Sigrún MarenJóhannsdóttir fæddist á Akranesi hinn 19. september 2003. Hún varð bráðkvödd föstu- daginn 5. maí síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Háteigs- kirkju 12. maí. meðan hallar degi skjótt að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Þráinn Árni Baldvinsson. Elsku hjartans litla frænka, nú ertu farin, farin frá okkur og yfir á æðri stað veraldar, stað þar sem þið engl- arnir hittist og safnið orku fyrir áframhald- andi ferðalag. Elsku hjartans litla frænka, með ljósa hárið, fallegu ljósbláu augun og sæta grallarabrosið, þú varst varla komin inn fyrir bæjarmörkin þegar þú byrjaðir að kalla Ísabella, Ísa- bella, þú leist svo upp til stóru frænku sem elskaði þig líka. Hvern- ig gat þetta gerst? Orkan og lífs- gleðin skein frá þér hvar sem þú varst og þú heillaðir alla upp úr skónum með þitt einstaka bros og blik í augum. Þú varst sólargeisli foreldra þinna og allra sem fengu að kynnast þér. Þú stoppaðir stutt á þessari stoppi- stöð en skildir eftir ófáar fallegar og skemmtilegar minningar sem nú lifa áfram í hjörtum okkar um alla tíð eða þar til við hittumst næst. Takk fyrir tímann sem við fengum með þér, við elskum þig alltaf. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. Elsku Helga, Jói, Maron og Krist- ján, megi guð almáttugur styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem þið gangið í gegnum. Ingunn, João, Maríanna og Ísabella.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.