Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 80
80 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞEGAR gengið er inn í Safn á
Laugavegi 37 tekur auður salur
fyrst á móti gestum, utan hvað nöfn
40 listamanna sem Safn á verk eftir,
eru númeruð í línu sem gengur í
gegnum rýmið. Þetta er sýnilegi
hluti verks sem þýska listakonan
Karin Sander hefur skapað fyrir
sýningu sem verður opnuð í dag í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík.
Einnig verður opnuð sýning á verk-
um eftir Ceal Floyer, sem fæddist í
Pakistan en er búsett í Berlín og
London.
„Gestir sem koma hér inn fá
heyrnartæki og geta hlustað á
hvern þessara 40 listamanna fjalla
um efni sem tengist verkum
þeirra,“ segir Karin Sander þar sem
verið er að leggja lokahönd á upp-
setningu sýninganna. Nöfnin eru
eins og lína í rýminu og vísa þannig
inn á stigann þar sem er verk eftir
Ceal.
Í upptökunum tala sumir um
verkin sem Safn á eftir þá, aðrir
flytja tónlist eða lesa upp texta;
þetta eru margbreytilegar upp-
tökur. Margir þessara listamanna
hafa sýnt hér, eins og Roni Horn
sem sýndi í þessu sama rými fyrir
nokkrum mánuðum og talar einmitt
um verkin sem voru hér þá.
Að þessu sinni er Listahátíð í
Reykjavík helguð því sem fólk heyr-
ir; ég var að hugsa um að láta
myndlistina heyrast,“ segir hún og
brosir.
Ceal Floyer kemur í sama mund
gangandi til okkar og bætir við: „Já
auðvitað, þetta er hljóðverk til að
horfa á – myndir til að hlusta á!“
Verk Karinar Sander hafa verið
sýnd víða á liðnum árum, meðal
annars innsetningar í MoMA og
Guggenheim-safninu í New York.
Hún hefur í tvígang sýnt áður á Ís-
landi, á Annarri hæð, forvera Safns,
og í gallerí i8.
Varar við þrepunum
Verkum Ceal Floyer hefur verið
lýst sem ljóðrænni og persónulegri
endurröðun á textum og hlutum úr
hversdagslífinu. Hún vinnur mest
með myndbönd og hljóðverk, og
verkin bera í sér fínlega naum-
hyggju.
„Ég er að setja verk upp í þess-
um þrönga stiga sem liggur milli
allra hæðanna; á hvert einasta
þrepanna 27 set ég skilti sem varar
við þrepinu: MIND THE STEP,“
segir Floyer. „Stiginn rennur eins
og hryggur gegnum bygginguna og
það er allt að því fáranlegt áreiti að
sjá þetta endurtekið við hvert þrep.
Grunnupplýsingar sem eiga að vera
upplýsandi verða sjónrænar. Maður
fer að hugsa um þrepið sem hlut
frekar en þá aðgerð að klífa stigann.
Ég vona bara að enginn falli í
stiganum við að horfa á merk-
inguna,“ segir hún hlæjandi og leið-
ir blaðamann upp á aðra hæð. Í einu
rýminu þar er verið að setja upp tvö
verk eftir hana sem eru í eigu
Safns, ljósmyndaverk og mynd-
band. „Það er svolítið merkilegt að
Safn á tvö verk eftir mig og þau
fjalla bæði um sorp og úrgang,“
segir hún hugsi
Þá eru einnig sýnd í Safni fleiri
verk eftir Karen Sander, sem eru í
eigu hjónanna Péturs Arasonar og
Rögnu Róbertsdóttur.
Karin Sander og Ceal Floyer sýna í Safni
Hljóðverk til að horfa á
Morgunblaðið/Einar Falur
Myndir að hlusta á og ábendingar til gesta. Karin Sander og Ceal Floyer.
ÞRIÐJA SAMSÝNING leir-
listakvennanna Guðnýjar Magn-
úsdóttur, Koggu og Kristínar Garð-
arsdóttur verður
opnuð í sýning-
arsal Hönn-
unarsafns Íslands
í dag. Sýninguna
nefna þær 3x3 og
eru öll verkin á
sýningunni unnin
sérstaklega fyrir
hana.
„Þetta er í
þriðja sinn sem við
þrjár sýnum sam-
an. Það eru samt
engin merki um
að þetta sé sein-
asta samsýning
okkar eins og seg-
ir í að allt sé þegar
þrennt er. Okkur
líkar vel að vinna
saman og okkur
finnst gaman að
stilla verkum okk-
ar saman og von-
um að öðrum finnist það líka,“ segir
Guðný Magnúsdóttir. „Við erum
mjög ólíkar listakonur að mörgu
leyti þótt við höfum sameiginlegan
sterkan tón. Það er ákveðinn ein-
faldleiki og afgerandi aðkoma að
verkum okkar, við höfum allar
sterka sýn á það sem við erum að
gera. Kristín vinnur seríukennt í
hönnunaranda, þetta eru mjög stíl-
hreinir og fallegir nytjahlutir, nán-
ast til daglegs brúks, og hún notar
mikið steypt postulín og gler.
Kogga er með þrykkta steinhluti,
hún vinnur líka í seríum en á allt
annan hátt en Kristín. Kogga gerir
nytjahluti en margir þeirra eru til
að njóta í stærri skilningi. Mín verk
eru svo mótuð þrívíddarverk sem
hafa svolítið aðra viðveru en verk
hinna, þau eru á mörkum þess að
njóta eða nota.“
Leirlistakonurnar þrjár sýndu
fyrst saman í Ósló og síðan í Stykk-
ishólmi þannig að þetta er fyrsta
samsýning þeirra á höfuðborg-
arsvæðinu.
3x3 opnar í dag og stendur til 18.
júní. Hönnunarsafn Íslands er á
Garðatorgi 7 í Garðabæ og er opið
alla daga nema mánudaga frá 14:00
til 18:00.
Guðný Magnúsdóttir við eitt verka sinna.
Þrjár leirlistakonur
Leirlist | 3x3 í Hönnunarsafni Íslands
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Stofnun Djass-
klúbbs Húna-
þings vestra
HINN 28. apríl sl. var stofnaður djass-
klúbbur í Félagsheimilinu Hvamms-
tanga. Það var Karl B. Örvarsson á
Reykjaskóla sem hafði forgöngu um
stofnun klúbbsins. Í fréttatilkynningu
segir m.a.: „Karl segist hafa gengið
með þessa hugmynd lengi í maganum
áður en hann fór að viðra hana við
menn og hrinda henni í framkvæmd.
Sjálfur er Karl tónlistarmaður og hef-
ur á undanförnum árum samið fjölda
laga sem heyrst hafa á öldum ljósvak-
ans. Ekki var ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur því fengið var til leiks
landsins besta úrval af djassgeggj-
urum á sjálfu stofnkvöldinu. Þar var
Útlendingahersveitin á ferð, skipuð
þeim Árna Scheving, Pétri Östlund,
Árna Egilssyni, Jóni Páli Bjarnasyni
og Þórarni Ólafssyni. Þeir félagar fóru
á kostum og heilluðu viðstadda upp úr
skónum með færni sinni. Það var
sannarlega einstök upplifun að fá að
sjá alla þessa snillinga samankomna á
einu sviði.
Á laugardagskvöldinu var svo blás-
ið til annarrar tónlistarveislu á Þing-
húsi-bar á Hvammstanga. Þangað
mættu til leiks Guitar Islancio sem
skipað er þeim Gunnari Þórðarsyni,
Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni.
Það þarf ekki að fjölyrða um hæfi-
leika þessara manna og eins og fyrra
kvöldið gerðu áheyrendur mjög góð-
an róm að spilamennsku þeirra.“
Í Djassklúbb Húnaþings vestra
hafa nú um 40 félagar skráð sig og
hefur verið skipuð stjórn sem starfar
fram að formlegum stofnfundi
klúbbsins og er hún auk Karls B.
Örvarssonar skipuð þeim Ágústi
Oddssyni og Birni Traustasyni.
Djassklúbbnum er ætlað að efla
áhuga fólks á djasstónlist með því að
fá á svæðið úrval djassflytjenda sem
og að ferðast á djasstónleika innan
lands og utan, ef tækifæri gefast.
Stofnun klúbbsins hefur vakið eft-
irtekt margra og hafa nokkrir gerst
félagar þrátt fyrir að búseta þeirra sé
fjarri Húnaþingi vestra.