Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 1 FANNST LÁTINN Pétur Þorvarðarson, sem leitað hefur verið að í heila viku, fannst lát- inn í gærkvöldi. Fjöldi manns hefur tekið þátt í leitinni. Um helgina fundust fótspor um 25 km austan við Grímsstaði á Fjöllum sem leiddi til þess að leitarmenn fundu Pétur. Mjög kalt hefur verið á landinu síð- ustu daga og aðstæður til leitar frek- ar erfiðar. Símar hleraðir Skriflegar heimildir hafa fundist sem sýna að símahleranir voru stundaðar hér á landi í a.m.k. sex til- vikum á árunum 1949–1968. Þetta kom fram í máli Guðna Th. Jóhann- essonar sagnfræðings, á Íslenska söguþinginu. Símar sósíalista, her- stöðvaandstæðinga og nokkurra al- þingismanna voru hleraðir. Fjársafnanir ganga vel Fjársafnanir hjálparsamtaka og frjálsra félagasamtaka hafa gengið vonum framar hér á landi und- anfarið og virðast bæði fyrirtæki og einstaklingar fúsari en áður til að láta fé af hendi rakna. Margir for- svarsmenn félagssamtakanna segj- ast finna fyrir því að vel gangi hjá fyrirtækjum. Boðar viðræður við ETA Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, lýsti því yfir í gær að hann myndi í næsta mánuði tilkynna um upphaf frið- arviðræðna við aðskilnaðarsamtök Baska (ETA). Átök stjórnarinnar og ETA hafa staðið yfir í áratugi og eru vonir bundnar við að viðræðurnar geti bundið varanlegan enda á vopn- aða baráttu samtakanna. Nagin endurkjörinn Demókratinn Ray Nagin var í fyrradag endurkjörinn borgarstjóri New Orleans, eftir spennandi kosn- ingabaráttu gegn flokksbróður sín- um Mitch Landrieu. Nagin á erfitt verk fyrir höndum, enda mikið starf enn óunnið við að endurbyggja ýmis svæði New Orleans, eftir eyðilegg- inguna af völdum fellibylsins Katr- ínar í ágúst sl. Myrtu herforingja Tígranna Einn helsti herforingi tamílsku Tígranna á Sri Lanka var skotinn til bana í gær af liðsmönnum Karuna liðþjálfa á yfirráðasvæði Tígranna á austurhluta eyjarinnar. Herforing- inn, sem gengur undir nafninu Ram- anan, var á ferð í héraðinu Vav- unathivu þegar hann var myrtur, þar sem hreyfing Tígranna klofnaði með stofnun herdeildar Karuna lið- þjálfa í mars 2004. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dans 37 Viðskipti 13 Dagbók 38 Vesturland 21 Víkverji 38 Erlent 18 Velvakandi 39 Daglegt líf 16/17 Staður og stund 39 Listir 18/19 Menning 41/45 Umræðan 20/28 Ljósvakamiðlar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Minningar 29/34 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GUÐNI Tryggvason, formaður at- vinnumálanefndar Akraneskaup- staðar, telur fyrirætlanir um að reisa ökugerði á Reykjanesi sam- hliða lagningu kappakstursbrautar á vegum Toppsins þar í bæ ekki hafa nein áhrif á ráðagerðir Akra- nesbæjar um æfingaakstursbraut á Skaganum. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu af hálfu Öku- kennarafélags Íslands, samgöngu- ráðuneytisins og Akranesbæjar um að standa saman að því að koma á fót æfingabraut og segir Guðni að það sé stefna Ökukenn- arafélagsins að vera ekki í sam- starfi við akstursíþróttir. Því sé engin ógnun falin í fyrirhuguðu ökugerði í Reykjanesbæ. „Nú er verið að halda áfram með framkvæmd málsins og finna brautinni stað þannig að hún passi inn í skipulag bæjarins auk þess að finna samstarfsaðila,“ segir Guðni. „Við sem stöndum að vilja- yfirlýsingunni erum sammála um að brautin stuðli að auknu umferð- aröryggi í landinu og við viljum merkja okkur sem umferðarörygg- isbæ.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur sagt að sveit- arfélag sitt vilji taka þátt í upp- byggingu ökugerðis með Toppnum í samræmi við 4 ára áætlun bæj- arins um að útrýma alvarlegum umferðarslysum í Reykjanesbæ og á tvöfaldri Reykjanesbraut. „Maður getur ekki annað en fagnað því og það er ekki spurning að við viljum einnig hafa það þann- ig,“ segir Guðni. Halda ótrauðir áfram með æfingabraut þrátt fyrir áætlun Toppsins ÍSLENSKA karlasveitin gjörsigr- aði sveit Gvatemala í fyrstu um- ferð Ólympíumótsins í skák sem hófst í dag í Torino á Ítalíu. Ís- lensku sveitina skipuðu Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Dan- ielsen, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson en Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson hvíldu. Íslenska sveitin er í 27. sæti á styrkleikalista mótsins en Gvatemala í því 99. Þrátt fyrir þennan styrkleikamun er mik- ilvægt fyrir íslensku sveitina að hefja mótið af alefli og hefur þessi sigur fært skákmönnunum mikið sjálfstraust að sögn Óttars Felix Haukssonar, talsmanns skáklandsliðsins. Þrátt fyrir góðan árangur karlasveitarinnar þurftu Íslend- ingar að sætta sig við tap, en ís- lenska kvennasveitin tapaði 3–0 gegn sterkri sveit Georgíu. Þær Lenka Ptacniková, Guðlaug Þor- steinsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tefldu fyrir Íslands hönd en Sigurlaug Friðþjófsdóttir hvíldi. Sveit Georgíu er ein öfl- ugasta sveit heims, en hún er í þriðja sæti á styrkleikalistanum en Ísland vermir það fimmtugasta og fimmta. Hinum Norðurlandaþjóðunum hefur einnig gengið vel, Danmörk sigraði Líbanon 4–0, Norðmenn sigruðu Angóla 4–0, Finnar sigr- uðu Líbýu 4–0, Svíar sigruðu Trínidad og Tóbagó 3–1 en Fær- eyingar máttu lúta lægra haldi fyrir Hollendingum 0–4. Önnur umferð mótsins mun fara fram í dag og þá keppir karlasveitin við sveit Chile, sem er í 59. sæti á styrkleikalistanum og kvennasveitin teflir við sveit Sameinuðu arabísku furstadæm- anna. Unnu stórsigur í fyrstu umferð Ólympíuskákmótsins Þröstur Þórhallsson sigraði með fallegri drottningarfórn í fyrstu umferð Ólympíuskákmótsins. DRÁTTARVÉLARSLYS varð í sumarhúsabyggð í Hraungerðis- hreppi, í nágrenni Selfoss, á sjö- unda tímanum á laugardagskvöld. Kona sem var á opinni dráttarvél féll af vélinni og lenti undir henni, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi. Var konan flutt á Landspítalann í Reykjavík og lögð inn á gjörgæsludeild. Þaðan var hún hins vegar fljótlega út- skrifuð en hún verður áfram til eft- irlits á sjúkrahúsinu. Lögreglan á Selfossi segir aft- urdekk vélarinnar hafa farið yfir mjöðm og hluta höfuðs konunnar en það hafi orðið til að draga úr meiðslum að konan sökk í mjúkt gras auk þess sem vélin var lítil Massey Ferguson dráttarvél af ár- gerð 1966. Hafi því ekki farið eins illa og á horfðist. Lenti undir dráttarvél LÖGREGLAN í Kópavogi hefur upplýst vopnað rán sem framið var í lyfjaversluninni Apótekaranum á Smiðjuvegi á fimmtudagsmorgun. 42 ára karlmaður hefur viðurkennt verknaðinn en hann ógnaði starfs- fólki með exi og heimtaði lyf, sem hann fékk afhent, og hljópst á brott. Að sögn lögreglu var maðurinn einn að verki. Rannsókn málsins leiddi til þess að tveir menn voru handteknir í fyrrinótt og síðan tveir til viðbótar í gærmorgun. Var hinn grunaði í þeim hópi og játaði ránið við yfirheyrslur. Hinum þremur var þá sleppt úr haldi og telst málið upplýst. Hinum grunaða var einnig sleppt að loknum yfir- heyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds fyrir dómi. Rannsóknargögn verða að lík- indum send ákæruvaldi sem ákveður hvort höfðað verði saka- mál með ákæru á hendur mann- inum. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Játaði vopnað rán BRÆÐURNIR Þorsteinn og Erlendur Sigtryggs- synir nutu lífsins þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti þá í Hraunsfirði. Þeir sátu og veiddu silung og tóku það rólega með augun á flotholtunum. Hann tók hins vegar ekkert en þeir undu hag sínum hið besta. Morgunblaðið/Einar Falur Vildi ekki taka í Hraunsfirðinum PALLHÝSI af pallbíl brann til kaldra kola í gær í landi Spóastaða í Biskupstungum. Talið er að kviknað hafi í út frá kynditæki sem knúið var gasi. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var fólk á staðnum nýkomið út úr pallhýsinu þegar sprenging kvað við og hýsið varð alelda á skammri stundu. Það stóð frístandandi á þar til gerðum fótum en var ekki áfast bíl. Liðsmenn Brunavarna Biskups- tungna fóru á vettvang og slökktu. Geymsluskúr, sem hýsið stóð við, sviðnaði einnig í brunanum en ekki urðu meiðsl á fólki. Pallhýsi sprakk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.